Ljótur og siðlaus leikur ráðherra Framsóknarflokksins

  • Auðvitað ráða þeir því hvern þeir kjósa að gera að sínum leiðtoga.

Óneitanlega vekur það athygli hversu þétt þingmenn flokksins halda utan um vandræða barn flokksins. Þeir hleypa ekki almennum félagsmönnum flokksins að honum.

sigrún magnúsdóttir

Með þessu háttarlagi vernda þeir ekki aðeins forsætisráðherrann heldur gerast þeir meðvirkir í sullum bulli ráðherrans.

Þessi viðbrögð sýna bara að hugsunarháttur flokksforystunnar er í engu betri en formannsins. E.t.v. er einnig um mikla hagsmunabaráttu að ræða.

  • Einnig varpar þetta skýru ljósi á þá staðreynd, að enn er Framsóknarflokkurinn í þeim gír sem hann var í fyrir hrun.
    *
  • En flokkurinn er auðvitað annar hrunflokkanna. Engan lærdóm hefur flokkurinn lært af spillingartíma sínum í ríkisstjórnum fyrri ára.

Framsóknarmenn ætlast til þess að RÚV líti framhjá spillingarslóðanum sem eltir flokkinn og forystumenn hans.

Þeir ætlast til þess að ríkisútvarpið hylmi yfir með forsætisráðherra.

RÚV hefur allan tíman verið málefnalegt þegar það segir frá málefnum formannsins.

Einnig hlýtur fréttamannahópurinn ráða því sjálfur hver leggur fram spurningarnar.

  • Ekki má gleyma því, að enginn fjölmiðill var harðari í gagnrýni sinni gagnvart vinstri stjórninni á sínum tíma en RÚV.  Aldrei komu fram ásakanir frá ráðherrum þeirrar stjórnar á RÚV.

mbl.is „Hann er okkar leiðtogi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband