Fyrir hvað standa einstakir frambjóðendur

  • Það dugir auðvitað ekki að skráð sé nákvæmlega hvort einstakir frambjóðendur til Alþingis

    eigi aðild að aflandsfélögum eða aðrir í fjölskyldu frambjóðandans.
    *
  • Það er ekki síður mikilvægt að skoða það og gefa upp eins og önnur hagsmunatengsl hverjir styðja einstaka frambjóðendur t.d. í prófkjörum og eða þingmenn.
    *
  • Þá er það einnig sterk spurning sem liggur í loftinu hvort slíkir styrkir haldi áfram eftir að frambjóðandi hefur verið kosinn á þing og hver það er sem er skráður fyrir slíkum stuðningi

Það virðist vera svipað með aumingja Jón og suma graðhesta landsins.

Þ.e.a.s. að það eru gjarnan margir menn saman sem eiga dýrustu graðhestanna. Iðulega er stofnað til formlegs rekstrarfélags um þessa dýrustu gradda landsins.

Það er ljóst að menn leggja ekki stór fé í það eiga hlut í graðhesti til þess eins að horfa á þá fylja hryssur um allar tryssur

 
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, mætti í Bítið á Bylgjunni og lýsti yfir óánægju sinni með orð Stefáns Jóns Hafstein um að þingmenn séu keyptir af sterkum hagsmunaaðilum.
 
Ummælin féllu í viðtali þar sem Stefán kynnti málþing um… STUNDIN.IS. Fyrir löngu síðan.

  • Getur verið að stóru graddarnir á Íslandi, þ.e.a.s. íslenskir útgerðarmenn með miklar veiðiheimildir á félagslegum kjörum, eigi smáaura á Tortóla?
    *
  • Er líklegt að almenningur sætti sig slíkt ef svo væri.
    *
  • Það er lenska í landinu að allir þeir sem draga fram lífið með félagslegum stuðningi séu almennt undir smásjá almennings. Þá breytir engu hvort það eru útgerðarmenn sem eru með þessar heimildir á félagslegum kjörum eða aðrir.
Ég geri ekki ráð fyrir því að almenningur geti sætt sig við slíkt ástand, Davíð.
 

mbl.is Heiðarleiki og siðbót kosningamálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband