Nú eru prestar að svíkja málstað verkafólks

  • Greinilegt er að prestar þekkja ekki þau lögmál sem gilda á íslenskum vinnumarkaði. 

Lög um helgidagafrið hafa staðið eins og klettur í ólgusjó kjarasamninga í áratugi. Verði þau aflögð er ljóst að frídögum láglaunafólks muni fækka. Um það er óþarft að karpa.

Það myndi þýða hreina launalækkun og enn meiri lífskjararýrnun. Þessir frídagar hafa meiri og mikilvægari þýðingu fyrir láglaunafólk en aðra.

Píratar

Um þessa frídaga hefur verið rifist í áratugi við samningaborðið því atvinnurekendur hafa til þessa helst viljað sleppa þessum fríum og ef þau eru tekin ráða því hvernig launafólk tekur sín frí. Launafólk á lægstum launum hefur mjög veika stöðu gagnvart atvinnurekendum.

Þetta mun bitna  sérstaklega á láglaunafólki, fólki sem hefur veika stöðu á vinnumarkaði og  hefur ekki gagn af því að hliðra til frídögum á vorin. Fólk sem á ekki dýra bíla og á ekki sumarhús í sveit. Hefur heldur ekki það rúm fjárráð að það getir leigt sér orlofshús á lengdum helgum.

Björt framtíð

Ef þessi lagastuðningur fellur út verður ekki langt að bíða þess að bæði jól og páskafrí falla út sem slík og gefur frelsi til þess að um þessa daga verði samið í vinnustaðasamningum og síðar í kjarasamningum.

Vinnustaða-og eða kjarasamningar hafa ekki jafngildi laga. Fólk í öllum trúarsamfélögum njóta góðs af helgidaga lögunum. Lögin eru grunnur að því að allir trúarhópar geti átt rétt á frídögum samkvæmt þeirra trúarbrögðum og bjóða svo sannarlega upp á jafnrétti milli trúarhópa.

Þetta sýnir auðvitað hverskonar flokkar „Björt framtíð“ er og Píratar. Þetta skólafólk gerir sér enga grein fyrir kjörum lálaunafólks í landinu. Fólk sem ekki þekkir hvernig það er að vinna erfiðisvinnu í áratugi samkvæmt lægstu launatöxtum. Fólkið sem er almennt útslitið um fimmtugt.

Þetta eru ekki vinstri menn, því þeim dytti aldrei í hug að bera svona kjaraskerðinga viðrini á borð fyrir almenning í landinu.

Kjarasamningar hafa aldrei einir og sér tryggt launafólki hvíldartíma. Það hafa m.a. helgidagalög tengd kristinni trú gert frá öndverðu og gera enn.

 


mbl.is Prestar vilja ekki helgidagafrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Slæmt er það orðið þegar þjóðkirkjunar menn eru farnir að vega að láglaunafólki. Held að ég leggi til

að þeir verði teknir af launaskrá hjá ríkinu og reyni svo að innheimta laun hjá sínum sóknum sjálfir.

Ætli mynd þá ekki heyrast í þeim heldur betur. Menn með áskrift að launum frá 600 og uppí milljón

á mánuði ásamt allskonar hlunnindum eiga ekki að láta svona frá sér.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 11.4.2016 kl. 14:26

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

þeir eru á einhverjum óskipulögðum sérkennilegum flótta. Það er nefnilega alveg rétt sem þeir hafa sagt, að þessir helgidagar hafa skipt vinnandi fólki gríðarlega mikl máli.  Þeir eru einnig fastur punktur í kjarasmningum. Ef þetta gengi eftir verður farið að versla með þessa frídaga sem eru að jafnaði 7 yfir árið fyrir launahækkun. Það myndi aðeins skila 2% stigum sem fara strax í verðbólgunni á Íslandi

Kristbjörn Árnason, 11.4.2016 kl. 15:20

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

  eru strikaðir út ef þeir eru með óhróður um menn og málefni. Þetta er tekið fram hér uppi í vinstra horninu.

Kristbjörn Árnason, 11.4.2016 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband