13.4.2016 | 10:40
Sérkennilegur frétta flutningur
- Í frétt um skattagreiðslur launafólks segir að samkvæmt árlegum samanburði OECD landa á skattgreiðslum segir að Íslands sé 22 sæti.
* - Þá segir að skattbyrði hafi lítið breyst milli ára. Allt eru þetta meðaltöl og skattalækkunin á hálaunaflokknum lækkar skattbyrði að meðaltali.
Síðan segir orðrétt:
OECD reiknar að venju svonefndan skattafleyg, sem sýnir hvert hlutfallið er á milli samanlagðra skatta og launatengdra gjalda, s.s. tryggingagjalds, af heildarlaunakostnaði vegna hvers starfsmanns og þess hvað starfsmaður fær í vasann eftir skatta. Þeim mun hærri sem skattafleygurinn er þeim mun minna ber launþeginn úr býtum eftir skatta og önnur gjöld.
Ennfremur segir:
Skattafleygurinn var 34% af heildarlaunakostnaði atvinnurekandans hér á landi í fyrra, samkvæmt útreikningum OECD, og hækkaði örlítið milli ára en er sem fyrr nokkru lægri en meðaltal OECD-landanna sem var 35,9%.
Nauðsynlegt er að átta sig á því að launatengdgjöld s.s. tryggingagjöldin eru ekki gjöld eigenda fyrirtækjanna.
Þetta eru allt samningsbundin gjöld samkvæmt kjarasamningum milli samtaka launafólks og samtaka atvinnurekenda á Íslandi og þess vegna gjöld sem starfsmenn greiða einir með vinnu sinni.
- Það vekur auðvitað athygli að ekki er minnst á lífeyrissjóðagjöld launafólks í þessum samanburði.
* - Lífeyrissjóðagjöld launafólks á Íslandi færast æ nær 15,5% af öllum launafólks.Þessi gjöld eru svo sannarlega skattar og hafa öll einkenni skatta. Því launafólk er ekki að safna í eigin sjóð sem það getur sjálft ráðstafað. M.ö.o. greiðendur hafa ekkert með þetta fé að gera, það er höndum annarra.
* - Það eignast eftirlaunarétt sem er breytilegur sem eftir ýmsum breytum t.d.í rekstri sjóðanna.
Í mörgum þessum samanburðar löndum eru eftirlaun almennings alfarið kostuð með almennum sköttum launafólks.
Á Íslandi er farin blönduð leið en frjálshyggju sjóðaleiðin á að taka alfarið við innan einhverja ára. Því eru þessar samanburðartölur ómarktækar nema að allir þessir liðir komi með inn í myndina og séu greindir sérstaklega.
Þetta frjálshyggjukerfi mismunar fólki hrikalega. Því útborguð laun fólks segir ekkert til um vinnuframlag þess í lífinu.
Skattafleygurinn stendur í stað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 10:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.