Þykist geta verið dómari um eigin ágæti

  • Sérlega hrokafullt
  • *
  • Þetta háttarlag getur ekki komið neinum á óvart, en þannig eru stjórnmálamenn gjarnan þeir viðurkenna aldrei eigin mistök.
  • Gamli refurinn úr pólitíkinni sem nú er í framboði til að verða forseti beitir sömu aðferðinni.

Sannleikurinn er sá, að ýmis inngrip núverandi forseta eru ekki öll vel heppnuð og ekki öll til þess fallin að hafa bætt hag þjóðar og fólksins í landinu. 

Ólafur ragnar og Björgólfur

Sama má segja um ýmsar hótanir hans. Hann hefur að mínu mati staðið gegn ýmsum framfaraskrefum  eins og t.d. í stjórnarskrármálunum.

Hann státar sig af góðri frammistöðu sinni í Icesave málum Landsbankans hf. En nú þegar er sannleikurinn að byrja að koma í ljós eftir margar og miklar rangfærslur.

Það eru margir hagfræðingar sem telja að inngrip forsetans og fyrrverandi forsætisráðherrans hafi skaðað þjóðina stórlega.

Þótt ekki sé ég fylgjandi því að Ísland færi alfarið inn í ESB, að þá þótti mér eðlilegt að skoðað væri hvort að hægt væri að ná betri samningum fyrir íslendinga í heild sinni heldur en þjóðin býr við núna.

Hagsmunum íslendingar er misjafnlega gætt í núverandi samningum eftir því i hvaða störfum þeir starfa eða í hvaða stétt þeir standa.

Það eru margir íslendingar sem hafa fundið fyrir aðild Íslands að EFTA í byrjun árs 1970 sem er m.a. samningur um yfirþjóðlegt vald ESB yfir íslenskri þjóð, með ýmsu regluverki. 

ólafur ragnar með keðju

Sama má segja um aðild Íslands að EES samningunum sem býður yfir enn frekara valdaafsali.

En þessi auka aðild að ESB eins Bjarni Benediktsson kallaði EFTA aðildina og aðildin að Nató hefur skert sjálfstæði þjóðarinnar formlega.

Raunar er Ísland eins og lítill sveitahreppur hér á skerinu í úthafinu sem er algjörlega á valdi þessara aðila og Bandaríkjanna.


Með Nató aðildinni og aukaaðildinni að ESB er íslenska þjóðin orðin aðili að herjum og hernaðaraðgerðum þessara aðila.

Það sýndi sig í Íran og sýnir nú síðast í Úkraínu málunum. Það sést einnig í dinglanda þjóðarinnar varðandi Ísrael og Palestínu.

Forsetatíð Ólafs Ragnars verður rannsökuð af fræðimönnum framtíðar og þá mun væntanlega koma í ljós hvernig hann stóð sig. Sjálfur er hann ekki dómbær um eigin verk og aðra frammistöðu.

En hann er eini forseti íslenska lýðveldisins sem hefur fengið alvarlegar ákúrur frá opinberri rannsóknarnefnd.

rannsóknarnefnd Alþingis

Það er einnig furðuleg yfirlýsing hjá forsetanum að lýsa því yfir að hann muni ekki taka þátt í næstu forsetakosningum, eins og það skipti máli þótt hann kjósi ekki.
Er þetta kanski lítilsvirðing þjóðarleiðtoga við þessar kosningar? 

Ef hann kýs, reikna flestir með því, að hann kjósi fjandvin og að mörgu leiti skoðanabróður sinn Davíð Oddsson.


mbl.is Kýs ekki í forsetakosningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband