Ólög Alþingis

  • Komið er í ljós eins og vænta mátti, að ofbeldislög Alþingis gegn flugumferðarstjórum hafa nákvæmlega ekkert gildi.
    *
  • Vegna þess að ekki er hægt að skuldbinda fólk til að starfa við aukavinnu eða til að taka aukavaktir.
    *
  • Breytir þá engu þótt gerðardómur sem skipaður er af ríkisstjórninni og fær fyrirfram ákveðin fyrirmæli hvernig dómur skal hljóða. Það verður ekki hægt að fyrirskipa mönnum að vinna yfirvinnu eða taka  aukavaktir.
    *
  • Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrir atbeina samtaka atvinnurekenda eru barnalegar. Það verður að gera kjarasamninga þar sem aðilar ganga frjálsir að verki.

flugstöðin
Það er einnig morgunljóst að flugumferðarstjórar geta ekki bara boðað veikindaforföll

Því væntanlega getur atvinnurekandinn krafist þess að veikindi séu staðfest með fullgildum gögnum lækna launafólksins.

Er standast skoðun trúnaðarlækna fyrirtækisins. Það er því ljóst að aðilar verða að setjast að samninga-borðinu og gera kjarasamninga.

  • Þá er einnig dagljóst að ekki er hægt að þvinga félög til að skerða sinn lögbundin (lög nr. 80, 1938) samnings- og verkfallsrétt.

Flugumferðarstjórar boða forföll
„Það er bara þannig að það var ekki hægt að fullmanna vaktina vegna forfalla. Það fékkst enginn til að vinna yfirvinnu,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Tilkynnt hefur verið um takmarkanir á flugumferð um Keflavíkurflugvöll í dag.
MBL.IS

 
Samninganefndir flugumferðarstjóra og Isavia hafa verið boðaðar á fund í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan eitt í dag. Nefndirnar hittust þrisvar í síðustu viku og hafa fundað reglulega frá því lög voru sett á aðgerðir flugumferðarstjóra áttunda júní.…
RUV.IS
 

mbl.is Vilja semja fyrir föstudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ísavía á bara að sjá sóma sinn í að ráða eins marga flugumferðastjóra og þarf til svo vaktir séu fullmannaðar og ekki þurfi að byggja á því að yfirvinnu þurfi til.  Það hefur verið þekkt í áratugi að það þarf MINNST 50% fleiri flugumferðarstjóra til að fullnægja þörfinni.  Gerðardómur getur ekkert þvingað menn til að taka á sig yfirvinnu því er eina raunhæfa leiðin að fjölga flugumferðarstjórum.

Jóhann Elíasson, 20.6.2016 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband