23.6.2016 | 10:01
Að spóla í gömlum hjólförum
- Peninga-austur í kosningabaráttuna virðist ekki skila sér.
* - Davíð nær ekki einu sinni flokksfylginu nema að það hafi hrunið í 12%
Samkvæmt opinberum gögnum má kostnaður vegna forsetakosninganna nú 2016 ekki fara fram yfir 38 milljónir.
Með þetta í huga vekur athygli að framboð Davíðs auglýsir stöðugt með heilsíðu auglýsingum í Morgunblaðinu og í Fréttablaðinu , gjarnan á bls. 5.
En á þeirri síðu á Mogganum kostar heilsíðuauglýsing samkvæmt verðskrá blaðsins 550 þúsund. Þar fyrir utan eru fjölmargar aðrar auglýsingar sem framboðið stendur fyrir.
Þá er þessi frambjóðandi með standandi sjónvarps auglýsingar sennilega á öllum sjónvarpsstöðvunum flesta daga. Eitthvað kostar það.
Fyrir utan annan kostnað frambjóðanda er fylgir kosningaskrifstofu og ferðakostnaði ásamt leigu á fundarsölum.
Þá hefur Morgunblaðiðinu verið dreift í hús greinilega til að styðja baráttu þessa eina frambjóðanda auk þess sem blaðið er stútfullt af áróðursgreinum til stuðnings karlinum.
Þessar greinar einkennast niðurrifs skrifum um aðra frambjóðendur og aðra sem koma þessum kosningum ekkert við.
Þetta virðist vera gamla flokksmaskínan sem þarna er að hökta síðustu skrefin. Því flokkurinn er klofinn og unga fólkið er að yfirgefa flokkinn.
Hvað gerist ef Davíð fer fram úr þessum mörkum?
Guðni enn efstur en fylgið minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 10:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.