Merkileg lýðræðistilraun í Bretlandi

  • Mér finnst sem lýðræðið eigi nú möguleika á

    að aukast með nýrri kynslóð stjórnmálamanna á Íslandi.

Svo er að sjá, að helstu valdamenn í Bretlandi óttist vilja fólksins ef hann er með öðrum hætti en vilji þeirra stendur til og helstu ráðamanna í atvinnulífinu.

  • En svona kosning er mjög til eftirbreytni og lýðræðislega eðlileg.

Hinsvegar hafa stjórnmálamenn í Bretlandi brugðist kjósendum, með nákvæmlega sama hætti og gerðist hér á landi eftir hrun. Þegar menn voru að takast á við hrunmál eins og Icesave.

Þá kom í ljós ábyrgðarleysið hjá stjórnmálastéttinni. Menn tóku hiklaust afstöðu til málsins eins og hentaði pólitískum hagsmunum þeirra á þeim tíma.

Það sama má segja um fjölmarga langskólagengna fræðimenn að ljós virtist koma hvernig hagsmunir þeirra voru tengdir gömlu valdaflokkunum í landinu.

Það virtist sem sjálfir hagsmunir fjöldans skiptu ekki máli, en einstaklings hagsmunir hvers og eins gengu fyrir. Það virtist sem hagsmuna aðilar gætu keypt fræðilega skýrslur sem hentuðu þeirra málstað.

Má vænta þess, að við íslendingar fáum að kjósa um stærstu málin í tilverunni. Eins og t.d. um veru Íslands í Nató? -- Að við fáum að kjósa um aðild íslensku þjóðarinnar að EFTA og að EES?

  • Þetta eru jú lýðræðislegar spurningar. 

Það getur tæpast verið eðlilegt að stjórnvöld með tæpann meirihluta á Alþingi getið ákveðið fyrir alla framtíð þjóðarinnar að hún sé föst í einhverjum alþjóðlegum samningum og eða í samtökum án þess að geta látið hug sinn í ljós.

Það er eðlilegt að minna á þá staðreynd, að þjóðin hefur aldrei verið spurð um hvort hún vilji tengjast þessum samningum og samtökum.

Slíkir samningar geta heldur ekki átt að gilda um aldur og ævi án þess að þjóðin sé spurð um vilja sinn reglulega.

Öll alþjóðasamtök taka breytingum um áranna rás og einnig túlkun og gildi alþjóðlegra samninga.

 
Mynd frá Kristbjörn Árnason

mbl.is Uppgjör við stórkallalega embættistíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband