Þetta er ljóta poppið.

  • Tollfrjáls osta innflutningur skiptir launafólk nákvæmlega engu máli. 
  • Það sem skiptir máli er að styðja við bakið á launafólki í dreifðustu byggðum landsins. Það skiptir máli.

Á Íslandi er það launafólk sem greiðir skattana og heldur uppi styrkjum til t.d. landbúnaðar.

kýr 1Það skiptir miklu máli að minnka fjárausturinn í ýmiskonar fyrirtæki bænda.

Samkvæmt fréttum af þessum samningi stendur til að styrkja það fólk sem á lögbýlisjarðirnar og stundar landbúnað, sem er fyrirtækjarekstur er skilar nánast engum sköttum til samfélagsins.

Það eðlilega væri að bændur njóti samskonar styrkja og aðrir í dreifðum byggðum landsins. Bændur eru yfirstétt í dreifðustu byggðum landsins, þeir sem eiga eignirnar.

Það er einnig óskiljanlegt að styrkja landbúnað sem er starfræktur innan marka Reykjavíkur.

Alþingismenn hafa aldrei haft áhuga á öðrum atvinnugreinum en sjávarútvegi og vinnslu á sjávarfangi.

Ásamt landbúnaði. Verslun og fjármálaviðskipti eiga einnig upp á pallborðið hjá mörgum þeirra.

En framleiðslugreinar eins og t.d. samkeppnisiðnaður eiga sér enga málsvara á Alþingi og hafa aldrei átt. Enda hefur slíkri starfsemi verið fórnað fyrir hagsmuni ofangreindra greina.

Nægir að nefna inngöngu Íslands í EFTA 1970 þegar ríkisvaldið keypti tollaafsláttinn á Evrópska efnahagssvæðinu fyrir fiskafurðir með því að fórna íslenska iðnaðinum. Landbúnaður var hafður á undanþágu.

Svona magalending eins og virðist stefna í, sannar það sem ég segi og hef oft sagt áður. Enn skal láta launafólk blæða fyrir landbúnaðinn. Enn skal haldið á braut misréttis.


mbl.is Afnám tolla á ostum kemur til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband