Uppeldisskilyrði barna eru vissulega mismunandi

  • Það er vissulega ljóst, að sumir alast við það að ná öllu fram með ofbeldi.
    *
  • En ekki gengur að alhæfa í þeim efnum.
    *
  • Leikskólabörn búa við jákvæðan aga í skólum þar sem ofbeldi viðgengst ekki

eygló-1

 

Hér segir Bjarni frá vandamálum Sjálfstæðisflokksins, þar sem rök flokksins og stefna gengur ekki í alla. Flokkurinn er ekki lengur skapandi og reynir að hafa sitt fram með ofbeldi.

Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra segir

,,að hvorki hann né þingflokkur Sjálfstæðisflokksins myndu sætta sig við að ráðherra úr þeirra liði sæti hjá í atkvæðagreiðslu fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar .

Hann segir ekki hægt að hafa hlutina eins og á leikskóla þar sem barið er í borðið þar til hver fær sitt".

Nú fyrst flokkur Bjarna hefur gefist upp á heilaþvottatilraunum sínum er bara réttast að hætta stjórnarsamstarfinu strax.

Því Bjarni fær heldur ekki sitt þótt hann berji í borðin og reyni að snúa upp á handlegginn á Eygló.

Ljóst virðist sem tilraun Bjarna með að framlengja líf þessarar ríkisstjórnar eftir að Sigmundur Davíð hrökklaðist burt hefur mistekist.

Hann gat ekki kúgað alla til að samþykkja frjálshyggju hugmyndir Sjálfstæðisflokksins. Og sér kanski eftir því núna að hafa ekki krafist kosninga í vor sem leið.

  • Það hafa reyndar fleiri félagsmálaráðherrar reynslu af Sjálfstæðisflokknum.

Eygló Harð­ar­dótt­ir, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, er ekki lengur „með í lið­inu“ og getur ekki gert miklar kröfur um að fá fram­gang ann­arra mála á meðan hún styður ekki það sem aðrir ráð­herrar eru að fá.

Þetta segir Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, við RÚV. Þetta er gamli gammbíturinn. Er verið hóta bændum núna?

En með þessum orðum er flokksformaðurinn greinilega að lýsa andstöðu flokksins við baráttumál Eyglóar í t.d. húsnæðismálum og því að styrkja fæðingarorlofið og eftirlaun eldri borgara.

 
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra segir að hvorki hann né þingflokkur Sjálfstæðisflokksins myndu sætta sig við að ráðherra úr þeirra liði sæti hjá í atkvæðagreiðslu fjármálastefnu ríkisstjórnarinnra. Hann segir ekki hægt að hafa…
RUV.IS
 

mbl.is Ræddu ekki ákvörðun Eyglóar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband