Það er betra að vanda sig í starfi

  • Eins tugir þúsunda íslendinga tókum við strætó niður á Hlemm um

    kvöldmatarleitið í gær á menningarnótt.

Síðan röltum við niður Laugaveginn eins og við höfum iðurlega gert á góðviðrisdögum undanfarin ár. Það var auðvitað gríðarlegur fjöldi fólks þarna á ferðinni.

Þegar við vorum komin á móts við ,,Vínberið“ heyrðum við tvo ca. 12 ára stráka spjalla saman og heyrðum við þá ræða um skólann á síðasta vetri. Annar spurði hinn hvort hefði ekki munað eftir gráhærðu kennslukonunni sem kenndi þeim í 6. bekk.

En hinn virtist ekki átta sig á þvi hvaða kennari þetta var. Nú voru kennararnir taldir upp og greinilegt var að þeir voru í stórum skóla. Síðan tók sá að útskýra það hvernig mætti þekkja þennan kennara. Það er sú kleip okkur alltaf í eyrað og snéri upp á. Þá var hinn fljótur að átta sig á um hvern var verið að ræða.

Eins og ég segi, það er betra að vanda sig í störfum. Þá alveg sama hvert starfið er. Svona umræða snertir mig auðvitað en ég starfaði í 24 ár sem kennari og það er betra að koma fram við nemendur af fullri virðingu og alúð.

 
Mynd frá Kristbjörn Árnason
Mynd frá Kristbjörn Árnason

mbl.is Menningarnótt hefur gengið stóráfallalaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband