Svona var þetta á Íslandi

  • Það er auðvitað rétt hjá þessum Vallarnesbónda að nauðsynlegt er að skilgreina það nákvæmlega hvað telst vera sjálfboðaliðastarf og hvað ekki
    *
  • Eða bara þrældómur í einhverri mynd.Við erum mörg lifandi enn, sem þekkjum á eigin skinni barnaþrældóminn til sveita í æsku okkar
    *
  • Við vorum mörg sem send vorum frá mjög fátækum heimilum í sveit til að vinna. Unnið var frá dagrenningu fram á kvöld alla daga. Frá miðjum maí og fram yfir fyrstu vikuna í október. Þá voru lömb komin í sláturhús.
    *
  • Fótbolti sumarlangt var ekki okkar hlutskipti 

Það er fjöldi fólks á Íslandi sem vinnur ýmiskonar sjálfboðaliðsstörf í velgjörðarskyni. Upp hugan kemur fjöldi fólks einkum konur sem vinnur fyrir ,,Rauða krossinn"

En áreitin spurning vaknar við þetta ósætti Vallarnesbænda sem er: Eru afurðirnar seldar og skila þær arði til býlisins? Eða er arðurinn gefinn til t.d. góðgerðarmála?

Það er auðvitað óeðlilegt að eitthvert fyrirtæki fái fólk til starfa án þess að greiða því raunveruleg laun fyrir vinnuna samkvæmt eðlilegum launatöxtum. Síðan þarf að skila eðlilegum gjöldum til samfélagsins. Breytir þá engu hvort framleiðslan sé einstaklega góð og falleg.

Hvert fer arðurinn og geta þessir bændur sýnt það hvernig honum er ráðstafað? Er hann gefinn eða seldur?

Bændur í Vallanesi eru afar ósáttir við framgöngu Afls starfsgreinafélags sem tengir býlið við svarta atvinnustarfsemi og félagsleg undirboð eftir heimsókn á býlið í síðustu viku. Mikilvægt sé að yfirvöld viðurkenni alþjóðleg sjálfboðasamtök sem…
RUV.IS
 

mbl.is Börnin vinna í hita og ryki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband