Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
13.9.2013 | 13:58
Fjármálaráðherra krafðist hófstilltra karasamninga nú í vikunni
- Eftir þessi orð vaknar einmitt spurningin um hvað eru hófstilltir kjarasamningar?
. - Ég hef meira og minna verið virkur í verkalýðshreyfingunni allar götur frá 1962 og ég verð að segja eins og er, að alltaf hefur verkalýðshreyfingin verið með hófstilltar hugmyndir um leiðréttingar á kjörum launafólks.
- Það hefði ekki þótt óeðlilegt ef ráðherrann hefði sent atvinnurekendum svipaðan tón er snéri að rekstri fyrirtækjanna og skuldsetningu.
. - Að þeir öxluðu einu sinni ábyrgð í störfum sínum. Að þeir fengju að vita það að launafólk er ekki ofhaldið af launakjörum sínum.
. - Hann getað bent þeim á að þétta lekann á sjóðum fyrirtækjanna.
- Fyrirtækin eru skuldsett upp í rjáfur til þess að svonefndir eigendur þeirra geti leikið sér með fé fyrirtækjanna í ýmis gæluverkefni þeim algjörlega óskylt.
. - Fyrirtækin hafa ekki getað endurnýjað nauðsynleg tæki og búnað frá árinu 2007 vegna skulda.
Núverandi forystumenn ríkisstjórnarinnar haf boðað lækkun á sköttum stóreigna fólks, verulega lækkun á veiðgjöldum útgerðarinna og lækkun á sköttum ferðafólks þetta eru rúmir 20 milljarðar á ári.
Þá hafa þeir boðað einföldun á skattkerfinu sem til þessa þýðir hækkun á sköttun láglaunafólks, sem er á það lágum launum að það fær ekki húsnæðislán til kaupa á íbúðum.
Þá hafa ráðherrar boðað einföldun á starfsreglum atvinnurekstrarins og niðurskurð á fjárframlögum til eftirlitsstofnanna sem allt bitnar starfskjörum launafólks, búnaði og starfsöryggi.
Það er ekki undarlegt, þótt forystumenn í stéttarfélögum fari sér hægt um þessar mundir og vilji sjá hvernig landið muni liggja næstu árin áður en gengið er til samninga til langs tíma.
Þá eru húsnæðismál láglaunafólks í algjörum ólestri og hafa verið það frá 1998 eftir gjörning þessara flokka er stjórna landinu þegar þeir lögðu niður félagslega húsnæðiskerfið bótalaust.
Því er það blendin tilfinning þegar ríkisútvarpið og starfsfólk þess stendur nú í einu stórbetlinu enn til að létta undir með ríkisstjórninni sem hefur boðað skattalækkanir upp á 20 milljarða á þeim aðilum sem hafa það best.
Stefnir í skammtímasamninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2013 | 15:18
Ekki sagt frá neinu í þessari frétt
Ekki trúi ég því, að þessi ríkisstjórn sé verkalus með öllu. A.m.k. er ekkert tíundað í þessari frétt sem þessi ríkisstjórn er að gera. Það eina sem hefur heyrst er það sem kemur frá fólkinu í skammarkróknum eins og Guðlaugi Þór og frá Ásmundi Einari.
Jafnvel Vigdís hefur farið varlega í allar yfirlýsingar síðustu vikur.
En kanski hefur hann sagt eitthvað en þetta fer að verða rétt eins og hjá ,,véfréttinni"
Heyrt hef ég að gamli ritstjórinn Styrmir sé með félagsmálaráðherran á námskeiði. Nokkuð sem mér líst heldur illa á.
Mörg stór verkefni stjórnvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2013 | 15:42
Sérkennileg umræða um strætó
Slæm fjárhagsstaða Sambands sveitarfélaga í Eyjafirði vegna áætlanaferða Strætó á Norður- og Norðausturlandi?
Þetta er reyndar dálítið sérkennilegt, því auðvitað verður að reikna með því að sveitarstjórnarmenn á þessu svæði hafi vitað hver kosnaðurinn yrði af þessum strætisvagnarekstri. Þeir geta ekki kennt öðrum um hvernig komið er. En það hefur skinið í gegnum alla þessa kveinstafi.
En sérkennilegra er það sem Höskuldur segir. „Ég get þó tekið undir þau sjónarmið að það var rangt gefið í upphafi. Það var ekki rétt gefið þegar deilt var peningum til almenningssamgangna um allt landið. Með það að leiðarljósi munum við skoða málið, bæði í samgöngunefnd og fjárlaganefnd,“ segir Höskuldur.
Það er sérkennilegt ef þetta byggðarlag hefur á einhvern hátt orðið útundan og en undarlegra er að þessi sveitarfélög fari rekstur án þess geta kostað hann. Varla verður öðrum um það kennt. Þá er verður að benda á það, að getur ekki verið hægt að hygla einhverjum sveitarfélögum sérstaklega.
Þannig að það hlýtur að vera verkefni fjárlaganefndar að skipta þessum aurum eðlilega milli sveitarfélaganna. Ef um mistök hefur verið að ræða eru þau Alþingis.
En þessi nýja þjónusta er mjög mikilvæg
Vill koma á móts við Eyþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.9.2013 | 13:07
Flott erlend fjárfesting
Af tegund sem skilar sér inn í samfélagið á Þingeyri
Það er augljóst að það vantar íslenskar fjárfestingar í atvinnulífið til að auka gjaldeyristekjur íslendingar. Það er nauðsynlegt að auka þjóðartekjurnar til að standa undir eðlilegu samfélagi og það þarf einnig jöfnuð inn í samfélagið svo allir geti lifað góðu lífi.
Það er ekki þessar stóru risafjárfestingar sem skipta máli í heildina litið heldur mjög margar litlar fjárfestingar í litlum rekstri. Slík atvinnuuppbygging hefur t.a.m. gert þjóðverja og norðurlandabúa eins öfluga eins raunin er.
Íslendinga vantar ekki erlendar fjáfestingar í stórum fyrirtækjum. Slíkar fjárfestingar skila ekki auknum þjóðartekjum. Heldur auka landsframleiðsluna á kosnað einhverra landsgæða sem þjóðin á og getur látið skila meiri arði með öðrum hætti.
Atvinnurekendur hafa um árabil kallað á erlendar fjárfestingar sem hafa látið á sér standa. Erlendir aðilar geta tæplega haft meiri áhuga á að fjárfesta á Íslandi en innlendir aðilar.
En í stóru málunu væri nærtækast fyrir íslendinga að fullvinna fiskinn sem seldur er óunninn úr landi það skapa gjaldeyristekjur fyrir þjóðina í heild sinni. Þá er það gefið tækifæri fyrir íslendinga að nota innlenda orku á bíla þjóðarinnar. Raforka er nærtækust og myndi spara gríðarlegan gjaldeyri.
Ekki má gleyma ferðaþjónustunni sem er að bjarga landsbyggðinni ef rétt er á haldið og einnig landbúnaðinum. En þar er nauðsynlegt að losa verulega um miðstýringuna sem er að drepa greinina.
„Þetta bara gerðist“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2013 | 16:37
Nú vantar nýja markaði fyrir þorsk
Nú kemur í ljós hversu hættulegt það er að nánast allur markaður fyrir íslenskan fisk er innan ESB. Það er vissulega bagalegt nú, að fisksala hafi nánast hætt til Bandaríkjanna og til annara landa utan ríkjasambandsins.
Einnig má hafa af því verulegar áhyggjur að aðilar t.d. í helstu viðskiptalöndum Íslands í Evrópu eigi stóran hluta í útgerðinni og eða að útgerðin sé stór skuldug við slíka aðila í þessum löndum.
Það kemur vissulega úr hörðustu átt þegar einhverjir karlar í smá embættum innan ESB séu að hrósa ESB fyrir stjórn á fiskveiðum. ESB er frægt fyrir ofveiði á öllum fiskimiðum og þá hefur komið í ljós að verulega hefur verið svindlað á veiðireglum varðandi makríl í Skotlandi og þar er stunduð ofveiði á þessum fiskistofni.
Stórfellt svindl Skota við makrílveiðar - Fréttir - Landssamband ...
Tekið verði á „hegðunarvanda“ Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2013 | 15:20
Þeir kunna að matreiða áróðurinn
Starfsmenn samtaka atvinnurekenda.
Það er látið líta svo út sem öll þessi verðmæti fari til þjóðarinnar til að greiða t.d. niður skuldir hennar og eða til þess að lækka skatta á almenningi.
Hér má saklausar setningar eru samkvæmt forsíðufrétt Fréttablaðsins. „Hækkun aflaheimilda gæti þýtt tuttugu milljarða fyrir þjóðarbúið eða eins prósents hækkun á landsframleiðslu“, segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA.
M.ö.o. hann gefur sér, að fiskurinn í sjónum sé eitthvað sem er verðlaust og ekkert verðmæti fyrr en útgerðarmaðurinn hefur veitt fiskinn án endurgjalds.
En þjóðin telur sig eiga allan óveiddan fisk í sjónum og gerir þá kröfu að þeir sem fái að fénýta eitthvað af fiskinum greiði fyrir eðlilegt verð.
Þótt auknar veiðiheimildir geti gefið þjóðarbúinu tuttugu milljarða tekjur að þá er það ekki fé sem þjóðin fær í ríkissjóð. Það er ekki fé sem almenningur fær í sínar hendur til ráðstöfunar fyrir heildarhagsmuni þjóðarinnar.
Útgerðarmenn hirða þessi verðmæti að mestu og þeir greiða mjög litla skatta. Atvinnurekendur nota auðvitað hugtakið „landsframleiðslu“ vegna þess að það er opinbert leyndarmál að erlendir aðilar eiga stóran hlut í útgerðarfyrirtækjum á Íslandi.
Það er nefnilega meira en hugsanlegt að aukningin á þjóðarframleiðslunni verði verulega minni í prósentum talið.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2013 | 00:04
,,Planið" er nafnið á leiftursókninni að þessu sinni
Samkvæmt gildandi lögum um auðlegðarskattinn leggst hann af um áramótin. Þannig að ekki er þetta ný lína hjá Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra.
Þá hafa stimpilgjöldin sem Bjarni nefndi í þættinum þegar verið aflögð samkvæmt lögum þar um. En Bjarni ætlar að lækka eitthvað skatta á fyrirtækjum en viðurkennir að skattar á launamönnum verði ekki lækkaðir frekar. Enda eru þeir í sögulegu lágmarki
Auðlegðarskattur ekki framlengdur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2013 | 13:51
Kall á plani
- Nú á sauðsvartur almúginn í landinu að hafa trú á „planinu“ eða frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins í einu og öllu.
. - M.ö.o. sama stefnan og sömu áherslur sem sigldi þjóðarskútunni í strand fyrir 5 árum
En þessi skipan á fólki til þessa verkefnis fer alvarlega á skjön við framsetningu Bjarna um að hann vildi stofna til þjóðarsáttar um efnahagsmál. Allt kemur þetta fólk úr ranni Sjálfastæðisflokksins og eru raunar fulltrúar fyrir mjög róttækar hægri sjónarmiða.
Þá hlýtur það að vekja athygli að tveir aðilar í þessum hópi, Guðrún fyrrum varaþingmaður flokksins og Orri eru í raun fulltrúar fyrir samtök atvinnurekenda. Þá hefur Ragnar Árnason verið helsti talsmaður fyrir hörðustu sérgæskustefnu LÍÚ í sjávarútvegsmálum.
Þessi skipan getur tæplega talist vera til þess fallin til að skapa sátt í samfélaginu.
Bjarni leggur auðvitað strax áherslu á að minnka vanda þeirra sem þegar eru í álnum og vill leggja niður stimpilgjöld þegar lán eru endurfjármögnuð. Þetta höfða ekki til láglaunafólks sem annað hvort á ekki kost á húsnæðislánum og getur endurfjármagnað húsnæðislán sín.
En Bjarni sendir sparnaðarnefndinni ákúrur vegna gaspur einstakra nefndar-manna frá því nefndin var skipuð og hefur þegar skapað mikla úlfúð.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2013 | 09:26
Eignastrípun Íslands
- Fyrsta skipulega atlaga Eimreiðarelítunnar að fjármálakerfinu. Rosaleg ritgerð eftir Þorvald Logason
- Algjör skyldulesning
http://spillingin.is/sites/spillingin.is/files/eignastripun_sparisjodanna.pdf
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2013 | 18:44
Þetta er leið ósátta og ófriðar
- Vissulega getur það verið góð hugmynd að stofna efnahagsráð en það er ekki sama hvernig það er skipað
En þessi skipan á fólki til þessa verkefnis fer alvarlega á skjön við framsetningu Bjarna um að hann vildi stofna til þjóðarsáttar um efnahagsmál. Allt kemur þetta fólk úr ranni Sjálfastæðisflokksins og eru raunar fulltrúar fyrir mjög róttækar hægri sjónarmið.
Þá hlýtur það að vekja athygli að tveir aðilar í þessum hópi, Guðrún fyrrum vara-þingmaður flokksins og Orri eru í raun fulltrúar fyrir samtök atvinnurekenda. Þá hefur Ragnar Árnason verið helsti talsmaður fyrir hörðustu sérgæskustefnu LÍÚ í sjávarútvegsmálum.
- Þessi skipan getur tæplega talist vera til þess fallin til að skapa sátt í samfélaginu.
Fjármálaráðherra stofnar efnahagsráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)