Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
11.8.2013 | 21:12
Vissulega er nú nauð á hólnum eins og oft áður.
- Tómahljóðið í pistli Þorsteins Pálssonar er ekki óvenjulegt að þessu sinni. Til að skilja skrif hans verður að átta sig á þeirri staðreynd, að þar skrifar fyrrum framkvæmdastjóri samtaka atvinnurekenda. VSÍ eins og þau samtök voru nefnd í þá daga . En einnig fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra.
. - VSÍ voru heildarsamtök manna sem voru svo góðhjartaðir og fórnfúsir að veita mönnum þann munað að fá að vinna fyrir sér á hæfilegum launum að þeim fannst. En þeir bundust samtökum að halda niðri launum starfandi fólks á Íslandi.
. - Þorsteinn Pálsson
Tómt stundaglas Kögunarhóllinn
Hann eins og gamlir félagar hans í samtökum atvinnurekenda líta á lífeyrissjóðina sem fjáfestingalánasjóð og hugsa til hans með þeim hætti. Þessir aðilar gera allt sem þeir geta til að halda í þetta frjálshyggjukerfi sem ver verulega á skjön við hagsmuni launamanna.
Það er löngu orðin staðreynd að núverandi lífeyrissjóðakerfi gengur ekki upp og það er fyrirkomulag sem var þröngvað upp á launamenn með valdboði fyrrum átrúnaðargoðs Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar.
- ASÍ bað aldrei um þetta fyrirkomulag, ASÍ gerði eðlilegar kröfur um eftirlaunakerfi af norrænni fyrirmynd sem er gegnumstreymiskerfi.
- Það er ljóst, að það stefnir óðfluga í það, að fimmti hver vinnudagur launamanna renni í þessa frjálshyggjuhít.
- Það eru ansi háar tryggingagreiðslur og það er kerfi sem elur á misrétti í landinu.
Það er reyndar staðreynd að ríkissjóður styrkir þetta eftirlaunakerfi því það er í raun ónýtt og það eru hrein ósannindi að atvinnurekendur beri einhverja ábyrgð á þessum sjóðum. Það eru alfarið launamenn sem greiða í sjóðina með beinum greiðslum og vinnuframlagi. Allt samkvæmt kjarasamningum.
Það að gefa það í skyn að launamenn sjálfir geti ekki annast þessa sjóði er auðvita hrein ósvífni. Atvinnrekendur og þeirra fulltrúar hafa ekki reynst þessum sjóðum sérlega vel.
Varðandi B-hluta lífeyrissjóðs, að þá hafa opinberir starfsmenn ynnt af hendi allar greiðslur í sjóðinn en ríkisvaldið hefur frá því að núverandi kerfi var tekið svikist um að standa skil á umsömdum greiðslum í sjóðinn.
Það er mjög ómaklegt að ásaka síðustu ríkisstjórn um að hafa ekki bjargað málunum, stjórn sem tók við gjaldþrotabúi ríkissjóðs og hruni eftir viðskilnað Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn í 18 ár. Þessar breytingar voru gerðar í valdatíð Davíðs Oddssonar og hann trassaði það að standa í skilum alla sína tíð.
Rétt skal vera rétt. Það er lágmarkskrafa að sannleikurinn sé sagður í þessu máli.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2013 | 20:20
Í september fáum við að vita hvernig á að aflétta höftunum
- Samkvæmt kosningaloforði Framsóknarflokksins
- .
- Spurningin er, hvernig Sigmundur Davíð ætlar að gera það án þess að það bitni á launamönnum einvörðungu.
Jafnframt vara þær við boðuðum ætlunum ríkistjórnar þeirra silfuskeiðunga sem ætla að hygla yfirstéttar elítunni og stórskuldugri millistétt landsins.
Stjórnmálamenn mega ekki ljúga"
Niðurskurður á óþægindum
AGS leggst gegn skuldaniðurfellingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.7.2013 | 17:43
Gleymið ekki loforðunum
Þingmaður þarf að borga 5,8 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.7.2013 | 12:08
Ekki bráðabirgðarlög, heldur neyðarlög skulu þau heita.
- Lögin sem fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson kallar eftir. Ekki má gleyma því að hann er einnig fyrrum framkvæmdastjóri VSÍ eða samtaka atvinnurekenda á Íslandi.
. - Sjálfstæðisflokkurinn og bakland hans, samtök atvinnurekenda hafa kallað eftir slíkri þjóðarsátt mánuðum saman. Það má segja, að allan þann tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í stjórnarráðinu frá 1991 frá tilkomu Davíðs Oddssonar hefur verið spiluð slík plata með ýmsum afbrigðum.
Öðrum var haldið úti á sífreranum í launamálum um það snérust sáttagerðirnar að aðrir fengju ekki meiri launahækkanir og samningsaðilar stóðu saman um það að berja niður aðra aðila á vinnumarkaði sem reyndu að ná frekari launabótum.
Þetta var í raun lærdómurinn af þjóðarsáttarsamningunum eftir á, eftir að Davíð Oddsson var gerður að forsætisráðherra. ASÍ taldi sig ekki hafa kost á öðru þar sem búið var að skerða samningsrétt verkalýðshreyf-ingarinnar alvarlega með lögum settum í maí 1987. Þorsteinn Pálsson á sinn þátt í þeim gjörningi.
Það er ósatt hjá Þorsteini Pálssyni að slíkt samkomulag hafi falist í Þjóðasáttarsamningum um að aðrir aðilar skuli ekki fá meiri launahækkanir heldur en fólst í þeim samningum.
ASÍ og önnur samtök launamanna geta ekki tekið þátt í slíkum gjörningum þar sem sett eru lög á löglega gerða samninga annarra launamanna í landinu. Vandinn er sá, að yfirmenn á atvinnumarkaði njóta verðtrygginga á sínum launum þrátt fyrir að verkalýðsfélögunum sé bannað að gera slíka samninga. Gerðadómur um kjör æðstu embættismanna tekur mið af launum þeim eru viðvarandi meðal stjórnenda einkafyrirtækjanna í landinu. Slík lög eru ekki arfur frá síðustu ríkisstjórn þau eru eru miklu eldri.
Eitt stærsta glappaskot í pólitík liðins árs var ákvörðun þáverandi velferðarráðherra að hækka laun forstjóra Landspítalans. Þverstæðan í því máli er að ein og sér var ákvörðunin studd góðum og gildum rökum. Glappaskotið fólst í því að hún gaf fordæmi sem ráðherrann og ríkissjóður stóðu ráðþrota andspænis.
Ekki stóð á áróðursdeild Sjálfstæðisflokksins að gera sem mest úr því vandamáli með því m.a. að nýta sér stéttarfélög innan heilbrigðisgeirans í slaginn. Félag hjúkrunarfraæðinga hefur lengi verið fjarstýrt úr Valhöll.
- Þetta er því miður sannleikurinn, þ.e.a.s. ef menn vilja reikna út og áætla hve mikinn lífeyri ríkið og einnig sveitarfélög eiga eftir að greiða þeim sem enn eru í B- deild lífeyrissjóðs ríkisins.
Í þessum efnum er ekki við opinbera starfsmenn að sakast, þeir hafa unnið fyrir sínum lífeyrisréttindum og greitt alla greiðsluna með vinnu sinni og það ekki á neinum háum launum. Það stæðist varla stjórnarskránna, að skerða þessa eign eldri starfsmanna ríkisins.
Sannleikurinn er auðvitað sá að ríkið og sveitarfélögin skulda þetta og eiga að vera búin að greiða skuld fyrir löngu og það með vöxtum sem eru engir smá aurar og Pétur kýs að nefna ekki. Það er t.d. ótrúlegt að íslenska þjóðin taldi sig búa við gríðarlega velmegun í nokkur ár, en samt var þá ekki tækifærið nýtt til að greiða þessa skuld.
- Getur verið að því hafi ráðið andúð á opiberum starfsmönnum og fordómar.
Talandi um að jöfnuði sé náð í ríkisfjármálum. Eigum við ekki að fara að opna augun? segir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, á Facebook-síðu sinni í dag. Þar gerir hann að umfjöllunarefni sínu stöðu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.
Sjálfur hafi hann bent á vanda lífeyrissjóðsins í yfir þrjá áratugi en hann sé tvíþættur. Fyrir það fyrsta sé B-deild sjóðsins, sem og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga, lokuð fyrir nýjum sjóðsfélögum. Ógreidd skuldbinding, sem ekki er færð í fjárlög, sé yfir 400 milljarðar króna. Ríkið, og þar með skattgreiðendur, séu langstærsti skuldarinn.
Í annan stað sé A-deild lífeyrissjóðsins sem tekin hafi verið upp árið 1997. Hún eigi að standa undir sér með iðgjöldum samkvæmt lögum en hafi hins vegar ekki gert það. Hækka þurfi iðgjaldið um 4% í 19,5% að sögn Péturs. Þar er vaxandi skuldbinding upp á 60 milljarða sem ríkið skuldar að mestu.
Við þetta bætist síðan að sveitarfélögin skuldi tugi milljarða í ógreiddar lífeyrisskuldbindingar.
- Það eru vissulega ástæða til að hafa miklar áhyggjur af sveitarfélögunum og svo virðist sem ríkið hafi baktryggt á sínum tíma að sveitarfélögin gæti greitt sinn hluta. Ekki má gleyma því að opinberir starfsmenn eru einnig skattgreiðendur ekki síður en aðrir.
. - Ég hef haldið því fram mjög lengi að þetta sjóðakerfi sé að syngja sitt síðasta, það bara stenst ekki að launamenn eigi að nota fimmta hvern vinnudag til að greiða þennan lífeyrissjóðaskatt. Því þetta eru skattagreiðslur af verstu tegund. Þ.e.a.s. flatur skattur.
Hækka þurfi iðgjaldið í 19,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.7.2013 | 15:06
Barnatrúin er sterk hjá ráðherranum
- Hefur greinilega ekkert haggast frá uppeldinu á Dalvík við fótskör svörtustu íhaldsmanna þar í sveit við útgerð og annan skyldann rekstur.
-- - Trúin er sterk á einkareksurinn þrátt fyrir starf sitt í sveitastjórnum og á Alþingi um langt árabil. En hann hefur setið stjórnum fjölmargra fyrirtækja. Guggan er skipsnafn sem dúkkar upp í hans starfsferli.
En í þessi viðtali sagði Kristján Júlíusson fleira sem fer á skjön við það sem það sem D-listafólk sagði fyrir síðustu kosningar.
Aðrir færari um að reka heilbrigðisþjónustuna en ríkið (Vísir.is)
Kristján segir aðra færari að reka heilbrigðisþjónustuna en ríkið. Sterk er hans trú eftir mesta hrun Íslands þegar einkareksturinn brást og setti þjóðarskútuna á hliðina og hundruð fyrirtækja í þrot. Málið er, að skoða fyrir hverja heilbrigðiskerfið er og hvernig það er hagkvæmast í rekstri svo það þjóni öllum íslendingum. Eins og þeim landsmönnum sem draga fram lífið á tekjum sem eru við fátækramörk, vegna þess að íslenskt atvinnulíf er svo bágborið að geta ekki greitt mannsæmandi laun og hefur getað það.
Ráðherrann hefur nákvæmlega ekkert fyrir sér í þessu máli og ekkert þessu til sönnunar. Í öllum nágrannríkjum Íslands er heilbrigðisþjónusta í höndum ríkisvaldsins og þar njóta þegnarnir nánast ókeypis þjónustu á öllum sviðum. Í þessum löndum er heilbrigðist þjónustan best í heiminum og hún er þegnunum ódýrust svo ekki fari neitt milli mála. Einnig skattalega.
Þar sem blöndun hefur verið reynd eins og t.d. í Svíþjóð hefur sú blöndun gefist illa rétt eins og á Íslandi. Slíkri blöndun fylgir einnig spilling. Hér í landi hafa fátæklingar þurft að neita sér um þann lúxus að nýta sér eðlilegrar heilbrigðisþjónustu.
Í Bandaríkjunum er heilbrigðisþjónustan slök fyrir almenning og hún er dýr fyrir samfélagið. Það kostar stórfé fyrir einstaklinga að sækja sér þjónustu heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum. Kristján eins og flokksystkini hans sækja sér boðskapinn til Repúblikanaflokksins. En þar á flokkur Kristjáns að jafnaði fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum boðað þannig heilbrigðiskerfi vilja þeir hafa.
En afskipti Sjálfstæðisflokksins af heilbrigðiskerfinu í gegnum tíðina hafa laskað mjög verulega heilbrigðisþjónustuna á Íslandi og einkum á landsbyggðinni. Það kostar nú þegar stórfé að sækja sér þjónustu heibrigðiskerfisins vegna þessarar stefnumótunar Sjálfstæðisflokksins.
Heilbrigðiskerfið á að vera fyrir fólkið í landinu, hvar sem það býr og því eru hagmunir af rekstri þess miklu flóknari en rekstur á fyrirtækjum sem eiga skila peningum í hagnað.
Hagnaður af heilbrigðiskerfinu er ekki síst metin af þeirri þjónustu sem það veitir öllum þegnum þjóðarinnar, á viðráðanlegum kjörum. Inni í því mati verða kjörin að vera unandi fyrir það fólk sem býr við lífskjör sem eru við og undir fátækrarmörkum.
- Það er engin þjóðarsátt um að einkavæða heilbrigðiskerfið og heilsugæsluna frekar en nú er þegar.
Áfram haldið þrátt fyrir óvissu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2013 | 07:45
Þráhyggja stjórnmálamanns
- Er virðist einungis hafa sjálfhverfa stefnu í stjórnmálum er ræðst af persónulegum hagsmunum.
. - En það má vel vera að AGS hafi leikið þann leik í samstarfi við íslensk stjórnvöld að ofmeta árangur í efnahagstjórn á Íslandi til að blekkja erlenda lánadrottna.
En slíkar ályktanir verður að taka með varúð, vegna þess að tæplega fer AGS að leggja orðspor sitt í hættu fyrir lítið land eins og Ísland. Því sannleikurinn kemur ævinlega fljótt í ljós.
Auk þess sem það var nauðsynlegt í allri rústabjörgun sem fram fór á Íslandi í efnahagsmálum eftir hrun Íslands að leita neyðaraðstoðar hjá öðrum ríkjum. Slík aðstoð fékkst ekki nema að AGS kæmi að málum.
En vissulega eru félagar í VG enn í andstöðu við AGS, það hefur í engu breyst. En Lilja hefur aldrei skilið að VG sem flokkur fórnaði sér í þá rústabjörgun sem nauð-synleg var til að þjóðin gæti risið upp úr rústunum. Varð að sætta sig við ákvarðanir sem höfðu þegar verið teknar í samningum við aðrar þjóðir. VG stóð dyggan vörð um hagsmuni þeirra sem verst stóðu í samfélaginu og það viðurkenna allir.
Ríkisstjórnina sem hrökklaðis frá völdum hafði þegar tekið upp samstarf við AGS með stuðningi allra stórnmálaflokka á Alþingi auk þess allra helstu hagsmuna afla í landinu. Eini aðilinn sem var á móti var VG. Það var vegna hversu skaðræðislegur aðili AGS hafði verið gagnvart fátækum þjóðum.
Hrunstjórnin hafði einnig samið um að skuldsetja íslensku þjóðina vegna Icesave óþverrans með ofurvöxtum. Þetta vissi Lilja allt um auðvitað, áður en hún fór í framboð fyrir VG.
Það var engan vegin aftur snúið í þessum efnum, Ísland þurfti ómælt lánsfé frá erlendum þjóðum og það fékkst ekki nema að AGS kæmi að efnahagsuppbyggingu á Íslandi. Þjóðin þurfti einnig að standa við gerða samninga til að hafa lánstraust. Stundum þarf að gera fleira en gott þykir.
Þetta með verðtryggðingu á eldri lánum er gamalt mál sem fráfarandi ríkisstjórn hafði ekki vald eða getu til að bjarga og ekki heldur núverandi stjórn. Það sem hefur síðan gerst er að fólk hefur í dag frelsi til að velja hvort það við verðtryggð lán eða óverðtryggð þegar það tekur húsnæðislán.
Það er ekki nýtt á Íslandi að mikil eignatilfærsla eigi sér stað frá skuldurum með verðtryggð lán yfir til bankakerfisins. Það hefur verið stöðugt frá því í maí 1983 og mest var þessi tilfærsla á árunum fyrir hrun eftir að bankarnir voru einkavæddir. Það mun halda áfram þótt lán verði óverðtryggð.
Það er heldur ekki nýtt, að Ísland sé láglaunaland, það var aðeins á fylleris árunum þegar gengi krónunnar var haldið allt of háu með drullumixi og þjóðin lifði á erlendu lánsfé að íslendingar héldu skyndilega að þeir væru ríkir.
Flestir íslendingar eru á þeirri skoðun að vel hafi tekist til í rústabjörgun á íslensku samfélagi en aðstæður eru enn afar viðkvæmar og áfram verður að halda með mikilli aðhaldssemi. Ekki gengur ná að halla sér upp í sófa og slá frá íslenska ríkjinu tekjum og láta allt leika á reiðanum.
Sjálfshverfa fólkið sem skuldsetti sig í húsnæðismálum upp í efstu rjáfur og ætlast til þess að aðrir launamenn greiði skuldir þeirra verða varla að ósk sinni. Þeir koma til með að þurfa að greiða sínar skuldir eins og aðrir.
Það þarf að aðstoða láglaunafólkið sem á í greiðsluvanda og getur ekki komist í varanlegt húsaskjól. Lilja hefur aldrei haft áhuga á neyð þessa fólks.
AGS hafi vísvitandi ofmetið hagvöxt á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.7.2013 | 13:50
Það er rétt, að lánshlutfallið velti ekki vagninum
En það er býsna einföld lausn fyrir formann Framsóknarflokksins og núverandi forsætisráðherra að kenna einkabönkunum alfarið um hvernig fór fyrir Íbúðalánasjóði.
Hann kýs auðvitað að skauta framhjá þeirri staðreynd að ábyrgðin var stjórnvalda og þeirrar ríkisstjórnar sem kom skriðunni af stað. Það var eins og allir vita það var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Báðir þessir flokkar bera jafna ábyrgð.
Þeir flokksformenn sem leiddu þessar ríkisstjórnir leyfðu spillingunni að grassera er þeir skipuðu hagsmunagæslumenn í stjórn ÍBS og sú stjórn hikuðu ekki við að veita lán til fyrirtækja á vissum landssvæðum án þess að eitthvað faglegt lægi á bak við lánsveitingar og einhverjar fullgildar tryggingar fyrir greiðslu þeirra. Þar réðu bara pólitískir hagsmunir.
Þá kýs forsætisráðherrann að nefna ekki á nafn stórframkvæmdirnar fyrir austan, þ.e.a.s. Kárahnjúkavirkjun og síðan bygging álversins eins þær hefðu aldrei átt sér stað. Þessar framkvæmdir eru auðvitað undirrótinn að þessari kollsteypu sem þjóðin lenti í. Nýju einkabankarnir notuðu bara tækifærið í þenslubylgjunni enda engar reglur reglur settar um starfsemi þeirra.
90% lánunum ekki um að kenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.7.2013 | 08:24
Það eru mistök núverandi meirihluta á Alþingi að laga ekki lögin um sérstakt veiðigjald
- Án almennrar lækkunnar á veiðigjöldunum.
. - Lækkun sem myndi leiða til enn frekari skattahækkanna hjá launamönnum.
Ef þetta er rétt sem Jón Gunnarsson segir, er hægur vandi fyrir Alþingi að laga það. Almenningur í landinu hefur ekkert á móti því að gerð sé nauðsynleg lagfæring á lögum um sérstök veiðigjöld.
En almenningur sættir sig ekki við frekari lækkun á sérstökum veiðigjöldum frá því sem rætt var um í upphafi.
Ekki má gleyma þeirri staðreynd að almennt greiðir útgerðin og eigendur þeirra mjög litla skatta til þjóðarinnar.
Vandinn er einnig sá að almenningur á erfitt með að treysta þessum aðilum sem gerði í því, að skuldsetja útgerðirnar til að taka fé út úr útgerðinni er síðan var sett í aðra óskylda hluti sem útgerðarmenn töpuðu síðan á.
Almenningur vill ekki þurfa að greiða þann kostnað
Almenningur á einnig erfitt með að treysta þeim aðilum sem tóku þátt í Útrásinni og þar fóru útgerðarmenn geyst ásamt forsetanum og fleiri glæframönnum. Hér má sjá hinn fræga sjónvarpsþátt.
Fólkið í landinu er ekki búið að gleyma fortíðinni sem var fyrir hrun.
Mikil óvissa um veiðigjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.7.2013 | 20:58
Frábært afrek, þetta er meira afrek en þegar Icsave samningum var hafnað með undirskriftasöfnun
- Hjá tveimur óþekktum mönnum án þess að hafa skipulögð félaga-samtök á bak við sig.
. - Án þess að einhverjir hagsmunaaðilar eyddu milljónum í auglýsingar til að hvetja fólk til þáttöku og án þátttöku fjölmiðils í fullum áróðri.
. - Eins og var þegar undirskriftarsöfnunin var í gangi vegna Icesave, en þá var einnig bullandi umræða um málið á Alþingi og fjölmiðlar notaðir óspart í áróðri.
Þeir Ísak Jónsson og Agnar Kristján Þorsteinsson afhentu Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands undirskriftalista frá um 35000 Íslendingum um að hann vísi lögum um breytingu á veiðigjaldi í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hann hefur auðvitað talað í gátum við þessa tvo ungu athafnamenn. Ég reyndar hef ekki trú á því að Ólafur Ragnar verði við óskum fólksins þótt greinilegt sé, að staðfest er djúp gjá milli vilja þings og vilja þjóðar í þessu máli.
Ég held að hann kjósi að fylgja meirihlutanum samkvæmt skoðanakönnunum því enn er ríkisstjórnin með 58% almennt fylgi á bak við sig. Að því er virðist þótt það sé ekki í þessu máli. Sú könnun var reyndar gerð áður enn ríkistjórnin tróð þessu máli í gegnum þingið og áður en hún reyndi að lækka veiðigjaldið enn meira (450 milljónir) með breytingatillögu á 11. stundu.
- En Ólafur Ragnar hefur fyrir löngu sýnt öllum þeim sem vilja sjá að hann hefur verið tækifærissinni í mörgum málum og hann er virkur stjórnmálamaður.
Allt þetta mál sýnir auðvitað, að í dag ríkir almenn sátt um að útgerðin greiði fyrir aðgang sinn að auðlindinni og að hún öðlist aldrei neinn eignarrétt á fiskinum í hafinu eða á veiðum á fiskinum eftir veiðireynslu.
Það var rétt sem Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður sagði í vikulokunum í morgun. Það er löngu orðin sátt með þjóðinni að útgerðin greiði veiðigjöld einnig á Alþingi.
Spurningin er fyrst og fremst um fyrirkomulag og eðlilegar upphæðir frá sjónar-miðum þjóðarinnar í heild sinni og einnig af hálfu útgerðarinnar.
Rétt er að benda á þá staðreynd, að útgerðarmenn eru ekki einu sinni sáttir við það gjald sem núverandi ráðherra leggur til.
Á síðasta kjörtímabili var hvað eftir annað reynt að ná sáttum en það tókst ekki og það var bullandi óánægja með þjóðinni með þá upphæð sem Steingrímur J Sigfússon lagði til og sett var í lög. Hann var ásakaður um svik við þjóðina í þessum efnum.
En staðan nú sýnir að slíka sátt verður að gera. Aðferð núverandi ráðherra gengur heldur ekki upp.
Það er sá póllinn sem forsetinn verður að taka í hæðina. Hann verður að vera forseti allrar þjóðarinnar í þessu máli.
Ólafur tók við undirskriftum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)