Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Það er ótrúlega hljótt um 5 ára afmæli hrunsins hér á Mbl.

 

  • Ákveðnir aðilar reyna hvað þeir geta, að kenna öðrum hrunadansinn á Íslandi

  • En mér finnst út í hött að kenna ástandi í efnahagsmálum erlendis og jafnvel í Asíu um hvernig fór á Íslandi.
    .
  • En þessi grafiska mynd segir nánast allt um ástæðu hrunsins sem er hin gríðarlega skuldasöfnun þjóðabúsins. 
Slide1

Vert er að benda á þá staðreynd að allt frá 1995 var allt gert til að veikja ríkisvaldið og sagt að atvinnureksturinn stjórnaði sér best sjálfur í andrúmslofti frjálshyggjunnar og efnahagsstjórnin átti þannig að verða heilbrigð á sjálfvirkan hátt. M.ö.o. „Hin bláa hönd“ .

 

  • Þannig átti atvinnulífið að skila þjóðinni allri hámarks hagnaði 

 

En það er t.d. eftirtektarvert, að á þessum tíma hékk atvinnureksturinn meira og minna í pilsfaldinum á ríkisvaldinu. Þ.e.a.s. „Pilsfaldakapitalismi“ varð allsráðandi og menn hættu að leggja til eigið fé í fjárfestingar í atvinnulífinu. Fjárfestingar voru allar fyrir lánsfé og fyrirtæki yfir skuldsett.


Það er rétt að stjórnvöld brugðust skyldum sínum, þau vissu um kollsteypuna strax 2005 sem var óflýanleg. Þessari snjóhengju var haldið leyndu fyrir þjóðinni og fyrir stjórnmálamönnum almennt. 

  • Fólk gékk til kosninga 2007 án þess að vitað af óveðurskýinu. Foringjar gömlu stjórnarinnar sem vissu um komandi martröð fóru í felur
  • Að mínu viti sviku þessir menn þjóðina 

 


Foringi Sjálfstæðisflokksins krefst þöggunar útvarpsins

  • Hann krefst þess, að hann fái að ritskoða fréttir RÚV

  • Davíð Oddsson hefur svipaðar skoðanir á frjálsri fjölmiðlun eins og einræðispungar víða um heiminn hvort sem litið er í austur og vestur. Þessi maður hefur aldrei verið lýðræðislega sinnaður frekar en stjórnmálaflokkur sá sem hann stjórnar.
  • Ríkisútvarpið er eini fjölmiðillinn í landinu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn ekki með yfirvald yfir öllum fréttaflutningi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð lagt útvarpið í einelti frá fyrstu tíð, eða frá 1930. Það eru ekki nema fá ár síðan að verkalýðsfélögin gátu ekki hvatt félaga sína til að mæta á félagsfundi eða til að mæta í kröfugöngu 1. maí. Svo sterkt var ritskoðunarvald flokksins.
Það er rétt að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð unnið gegn verkalýðshreyfingunni í landinu. Flokkurinn er algjörlega á móti verkfallsrétti opinberra starfsmanna. Flokknum hafði í áratugi tekist að halda nokkrum verkalýðsfélögum í krumlum sínum og tókst með þeim hætti að stórskemma verkalýðshreyfinguna. En nú hefur flokkurinn misst tökin á VR, sem betur fer. 

Vinnubrögð Ríkisútvarpsins voru fullkomlega eðlileg er það flutti fréttir af „Búsáhaldabyltingunni“. Það liðu margar vikur áður en RÚV loksins fluttu fréttir af öflugum mótmælafundum á Austurvelli haustið 2008. Ef einhverjir hafa átt sök á árekstrum var það Sjálfstæðisflokkurinn með stórskemmandi vinnubrögðum sínum og spillingu í áratug a.m.k. undir ábyrgð Davíðs Oddssonar. Almenningur uppgötvaði eðli Sjálfstæðisflokksins sem ekki hefur fengið sitt fyrra fylgi í kosningum.

Það þurfti ekki RÚV til, til að hvetja friðsama borgara þessa lands til að krefjast þess að ríkisstjórn Geirs Haarde færi frá stjórnarráðinu. Þau mótmæli voru algjörlega sjálfsprottin og þau tengdust engum samtökum í landinu.
Ég man ekki betur enn að RÚV hafi skilmerkilega flutt fréttir af mótmælafundi skipulögðum af útgerðarmönnum og Mogga litla og fór fram á Austurvelli. Þar voru launamenn misnotaðir í pólitískum tilgangi. Það mál er fyrir dómstólum landsins.

Það þarf ekki heldur RÚV til að andmæla vinnubrögðum núverandi ríkisstjórnar sem leggur til gjörsamlega ónýtt frumvarp um fjárlög ríkisins sem auk þess opinbera frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins svo um munar. 
Þar skín einnig í vinnubrögð spillingarflokksins. Heilbrigðisráðherrann er nákvæmlega eins og vinkull og fram kemur að Bjarni er algjörlega óhæfur sem ráðherra. 

Ríkisstjórnin er á bullandi flótta með fjárlagafrumvarpið alveg án þess að stjórnarandstaðan reki þann flótta. En það gerir almennngur og starfsmenn Landsspítalans. 

En Davíð vill að þetta mál sé þaggað niður rétt eins og Moggi litli gerir.

Aumkunnarverður ráðherra í sjónvarpinu

  • Greinilegt er að maðurinn hefur ekki þann manndóm til að berjast fyrir hagsmunum Landsspítalans innan ríkisstjórnarinnar.
    .
  • Ríkisstjórnin hefur gert sig seka um að bjóða þjóðinni upp á örgustu frjálshyggjustefnu í heilbrigðismálum og í mörgum öðrum málaflokkum.
    .
  • Fyrstu viðbrögð þjóðarinnar eru á þann veg, að hún ætlar ekki að látabjóða sér upp á þessa stefnu. 

Þjóðin man auðvitað eftir loforðum fyrrum formanna ríkisstjórnarflokkanna þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar þegar síminn var seldur nokkrum pabbastrákum í réttum flokkum. Þeir peningar hefðu nægt til að byggja.

 

 

Kári Stefánsson sagði réttilega að vandamál Landsbankans væri af pólitískum toga og að þingmenn geri sér enga grein fyrir vandanum á sjúkrahúsinu.

Kári sagðist hafa það á tilfinningunni að fjárlagafrumvarpið hefði verið „sett saman af litlum strákum í stuttbuxum að spila matadorleik.“ Hann sagðist jafnframt túlka orð heilbrigðisráðherra sem svo að hann óskaði liðsinnis í því að berjast gegn kollegum sínum í ríkisstjórn þannig að forgangsröðuninni verði breytt“.

Fram kom í umræðunni að Landspítalinn hafi verið í fjársvelti frá aldamótum. Síðan hafi hrunið hellst yfir spítalann. Nú eru liðin nær 5 ár og starfsemin er að þrotum kominn.

Það er ljóst, að ríkisstjórnin er þegar á flótta með fjárlagafrumvarpið sama dag og það er lagt fram. Stjórnarliðar viðurkenna fúslega að það sé illa unnið og þeir gera ráð fyrir að þingið bjargi málinu. Bókhaldsbrellurnar eru ansi aulalegar. 


mbl.is Frumvarp stuttbuxnastráka í matador
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrar og þingmenn hafa svikist um að finna stað fyrir flugvöll

  • Það eru til ýmsar lausnir og á þær hefur verið bent
    .
  • Það er vert að hugsa um það, hvers vegna kjörnir fulltrúar þjóðarinnar
    á Alþingi eru svona áhugalitlir um lausn á þessu flugvallarmáli.
    .
  • Getur það t.d. verið þeirra persónulega hagsmunamál að ekki verði breytingar á staðsetningu flugvallarins
Undanfarnar vikur hefur teymið í Hádegismóum haldið uppi með miklum fjármunum í látlausum árásum á hagsmuni Reykvíkinga vegna hugmynda borgaryfirvalda um að færa Reykjavíkurflugvöll á hagkvæmari stað svo byggðin í borginni geti loks þróast á eðlilegan hátt. 

Reykjavíkurflugvöllur og Akureyrarflugvöllur geta ekki stólað á ríkisstyrki framtíðinni verði nýjar reglur Evrópusambandsins um bann við ríkisstyrkjum til flugvalla samþykktar óbreyttar. Gert er ráð fyrir að þær taki gildi í áföngum á allnokkrum árum frá og með næstu áramótum.

Vefsiðan túristi vakti athygli á þessum nýju reglum nýverið. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia koma þær til með að hafa áhrif á ríkisstyrkta flugvelli með fleiri en 200 þúsund farþega. Reglurnar hefðu því áhrif á flugvellina í Reykjavík og á Akureyri. Áhrif á Keflavíkurflugvöll yrðu óveruleg því hann er fjármagnaður með notendagjöldum. 

Ríkisstyrkur þessi til Reykjavíkurflugvallar er áætlaður á þessu ári um 278 milljónir og styrkurinn til Akureyrarflugvallar um 364 milljónir. Þessar 642 milljónir eru auðvitað landsbyggðarstyrkir.

Það er því ljóst að þessir flugvellir virðast ekki bera sig án styrkja sem eru kostaðir af skattfé allra landsmanna. Þetta kemur til viðbótar við aðra landsbyggðarstyrki sem skattgreiðendur leggja til með sköttum sínum. 

Auk þess er vert að taka eftir þeirri staðreynd, að Reykjavíkurborg fær enga greiðslu fyrir lóðaleigu af þessu verðmætasta landi borgarinnar. Það er einnig landsbyggðarstyrkur. 


Skattgreiðendur á Íslandi eru fyrst og fremst launamenn en aðrir aðilar greiða í hlutfalli mjög litla skatta. Langmestur fjöldi skattgreiðenda býr í þéttbýlinu á sv- landi. Þ.e.a.s. fólkið sem ekki notar þessa flugvelli

mbl.is „Ljóst að flugvöllurinn þarf að fara“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það hafa verið greiddar gríðarlega miklar skuldir frá miðju ári 2009

  • Skuldir sem höfðu vaxið árum saman fyrir hrun 
    .
  • Einnig skuldir sem urðu til vegna hrunsins og hrun seðlabankans 
    .
  • Vinstri stjórnin gerði lítið annað en að greiða skuldir til að bjarga Íslandi frá greiðslufalli
 
Skuldir sem ríkisstjórnir Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks bera fulla ábyrgð á. Þessir flokkar hafa gegnum tíðina stækkað ríkisbáknið algjörlega stjórnlaust án þess að það hafi verið til hagsbóta fyrir venjulegt launafólk á Íslandi.

Þeir hafa hyglað eignafólki í gegnum tíðna, atvinnurekendum sem hafa notið ríkisstyrkja í stórum stíl og hálaunafólki. Núverandi ríkisstjórn er þegar byrjuð að hygla þessum sömu aðilum. Nú í tillögum efnahags- og fjármálaráðherra stendur til að lækka skatta á millistéttarfólki og hálaunafólki sérstaklega. Skattar láglaunafólks mun ekki taka breytingum en þeir munu þurfa að bera stóraukin þjónustugjöld eins og t.d. gistináttagjald á sjúkrahúsum svo eitthvað sé nefnt. 

Það er aldrei of oft ítrekað, að tryggingagjöldin eru umsamin hluti launa starfsmanna fyrirtækjanna. Það eru ekki atvinnurekendur sem greiða þessi gjöld, en þeir bera ábyrgð á því að þeim sé skilað samkvæmt samningum og lögum þar um. 

Bjarni segir að ekki sé vilji til þess að laun í landinu hækkuðu umfram það sem atvinnurekendur hafa nefnt. Hann gleymir því auðvitað viljandi, að það eru atvinnurekendur sem hafa frelsi til þess að varpa vöruverðhækkunum út verðlagið og það er það sem hefur mestu áhrifin á verðbólguna í landinu.

Það má vissulega skera niður kostnað á ýmsum sviðum og það er eðlilegt að útgerðin greiði fyrir fiskinn sem þeir taka á Íslandsmiðum.

mbl.is Staðinn verði vörður um velferðarkerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er vandlifað í heimi hér

Á Íslandi varð hrun á fjölmörgum sviðum og það gerðist ekki allt í einu 2008, heldur voru skriðuföllin farin á stað í ársbyrjun 2006 og þá þegar voru farnar að heyrast viðvörunarorð og þáverandi forystumenn í ríkisstjórn voru fullkomlega meðvitaðir um kollsteypuna sem vofði yfir þjóðinni.

  

  • Þjóðin gekk til kosninga án þess að vita af yfirvofandi kollsteypu og jafnvel stjórnarandstöðuflokkarnir voru grunlausir um það sem væntanlegt var. 

Vinstri stjórnin er fyrsta ríkisstjórnin sem fer í einhverjar aðgerðir til minnka atvinnuleysi  meðal atvinnulausra síðan fyrir stríð. Þar á undan hækkaði vinstri stjórnin  einnig atvinnuleysisbætur mjög verulega í mikilli óþökk samtaka atvinnurekenda. Því þessi hækkun neyddi marga atvinnurekur til þess að hækka lægstu laun í fyrirtækjum sínum. 

  • En þessi hækkun atvinnuleysisbóta var lífnauðsynleg og vegna þess að það var ríkisstjórnin sem hækkaði bæturnar tókst atvinnurekendum ekki að hindra hækkun.  

Það er rétt, að það eru alltaf  verða það einhverjir sem misnota slíkar félagslegar lausnir eins og atvinnuleysisbætur. Það á ekki bara við um launamenn eða ungt fólk sem ekki hefur komist út á vinnumarkaðinn. 

  • Atvinnurekendur á Íslandi og einnig í Evrópu misnota gjarnan allar aðgerðir í atvinnumálum til að fá tímabundið ódýrt vinnuafl í formi launamanna sem bera með sér styrki inn í fyrirtækin. Í raun eru þetta styrkir til fyrirtækjanna frá launafólki í heild sinni. 

Þetta á einnig við um fjölmörg sveitarfélög sem hafa komist upp með það, að nærast á fjölmörgum styrkjum samfélagsins. Styrkirnir virka sem eiturlyf á sveitarfélögin. 


mbl.is Margir vilja vera á bótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Markt er líkt með skyldum

  •  Repbúlikanar í Bandaríkjunum vilja rífa niður tilraunir Baracks Obama til að byggja upp nýtt og betra heilbrigðiskerfi sem gagnast betur öllum almenningi í þessu guðsvolaða ríki.
  • .
  • Við mörlandar hefðum haldið að nærtækara væri fyrir Bandaríkin að draga svolítið saman í hernaðarútgjöldum 

Hér á landi hefur fólk skiljanlega verulegar á áhyggjur af íslenska heilbrigðiskerfinu og sérstaklega af Landsspítalanum sem hefur verið flaggskip íslenska velferðarkerfisins.

 

Hinir íslensku Repbúlikanar í Sjálfstæðisflokknum hófust handa við að rífa niður íslenskt heilbrigðiskerfi strax 2003 og við hrun samfélagsins 2008 var það í raun komið að fótum fram. Síðan hefur enn verið tálgað utan af kerfinu frá hruni.

Nú hefur fyrrverandi forstjóri Landsspítalinn fengið að kíkja í fjárlaga frumvarpið er snýr að Landsspítalanum og heilbrigðiskerfinu. Viðbrögð hans voru snögg, hann sagði af sér í hvelli. 

 


En það er ekki bara að Landsspítalinn sé staddur við hengibrúnina, ástandið á landsbyggðinni er hrikalegt í einu orði sagt, búið er að rýra alla heilbrigðisþjónustu við fólk í dreifðustu byggðum landsins.   

 

 


mbl.is Ríkisstofnanir búa sig undir lokun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hroki er hroki

 Reynsla er menntun, en nauðsynlegt er að formgera slíka menntun svo hún komi að gagni

  • Það er mikill hroki sem felst í því, að hafna þessum aðfinnslum með því að gera rannsóknarmönnum og skýrsluhöfundum upp eitthvert óeðlilegt hátterni.
    .
  • Nú hefur þessari stofnun verið sett ný flokkspólitísk stjórn og sett í flokkspólitísk klakabönd á ný.

 

Það er auðvelt að reyna að slá um sig með ýmiskonar fyrirslætti og segja einhverjir rannsakendur séu haldnir menntahroka vegna þess að þeir komast leiðinlegri niðurstöðu sem ekki hentar þeim gömlu stjórnendum sjóðsins. Þ.e.a.s. að þeirri niðurstöðu að rekstur Íbúðalánasjóðs hafi ekki verið eðlilegur.  

Það er reyndar staðreynd og ekki verður hægt véfengja þá niðurstöðu að reksturinn var í ólestri. Ýmsar ákvarðanir stjórnar sjóðsins kolrangar með mjög alvarlegum afleiðingum. Síðan geta menn hártogað ýmsar tölur endalaust.

Fyrir mér sem almennum borgara  virðist augljóst að Íbúðalánasjóður hafi verið í slæmum rekstri og að hann hafi verið misnotaður í pólitískum tilgangi um langt árabil.

Þá stingur það vissulega í augu, að fyrrum formaður hagsmunaaðila í byggingar-iðnaði hafi verið starfandi stjórnarformaður hjá sjóðnum. Slík  stjórnarfar er algjörlega yfirgengilegt og getur tæplega annað en boðið upp á tortryggni. Þetta er uppskrift að spillingu.

Þar með ég ekki að segja að Gunnar Björnsson hafi verið spilltur í þessu starfi og hafi sveigt til reglur til þess að koma til móts við sína gömlu félaga í byggingariðnaðinum.  En það ættu allir að sjá hversu hættulegt svona fyrirkomulag er.


mbl.is Menntahroki og rangar fullyrðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattahækkun = hækkun þjónustugjalda = upptekin legugjöld á sjúkrahúsum

 

  • Það er auðvitað nærtækara að fella niður greiðslukröfur á fólk sem nýtir göngudeildir sjúkrahúsanna en að jafna hlutinn í öfuga átt.
    .
  • Það væri samt sem áður sparnaður að starfsemi göngudeildanna fyrir ríkissjóð. Í upphafi starfsemi göngudeildanna var aldrei hugmyndin að rukka fyrir þjónustuna.
    .
  • Þetta eru auðvitað hreinar skattahækkunarhugmyndir hjá Pétri og félögum.
    .
  • Ég er reyndar á þeirri skoðun, að þetta háa gjald sem tekið er af sjúklingum sem koma á göngudeildir er til þess að vernda einkastarfssemi lækna úti um borg og bý.
    .
  • Það er einmitt sem vakir fyrir Sjálfstæðisflokknum, sem er að styrkja slíkann einkarekstur sem er örugglega dýrara fyrir neytendur heilbrigðisþjónustunnar.
    .
  • Kostnaðarhlutdeild íslenskra sjúklinga er þegar miklu meiri en gerist meðal nágrannaþjóðanna.

 

Formaður nefndar sem á að endurskoða kostnað almennings í heilbrigðiskerfinu vill skoða hvort greiða eigi fyrir sjúkrahúsvist. Hann telur að núverandi sjúkratryggingakerfi mismuni sívaxandi hópi sem noti göngudeildarþjónustu og greiði fullt verð.
RUV.IS


Fólkið á klakanum

Þetta er alveg samkvæmt umfjölluninni fyrir kosningar, þegar að frambjóðendur Framsóknarflokks ræddu um þessa niðurfærsluleið sem almenna aðgerð og að allir myndu njóta góðs af henni sem skulda húsnæðislán og einnig þeir aðilar sem hafa getað selt íbúðareign og minnkað við sig bæði íbúð og skuldir.

 

Þetta þýðir auðvitað á mannamáli, að hálaunafólk sem skuldar mest og er jafnvel ekki í greiðsluvanda fær mesta niðurfærslu á skuldum. En láglaunafólk sem ekki er í skuldavanda heldur í hrikalegum greiðsluvanda fær litla sem enga niðurfærslu og eða lagfæringar í sínum málum.

M.ö.o., að unga barnafólkið sem hefur hrakist úr námi við framhaldsskólanna síðustu 20 árin og á ekki rétt á húsnæðislánum vegna lágra launa og búandi í leiguhúsnæði, verður enn á klakanum


mbl.is Tekjuháir myndu fá mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband