Færsluflokkur: Kjaramál
16.3.2016 | 18:38
Aldrei má segja sannleikann á Alþingi
- Það eru reglur um að alþingismenn upplýsi um fjárhag sinn og aðra fjárhagslega hagsmuni sína.
* - Sannleikanum er hver sárreiðastur, Sérstaklega þegar ekki er allt með felldu.
Þetta er auðvitað athyglisvert þegar eftirfarandi er haft í huga:
,,Á sama tíma og forsætisráðherrann krafðist þess ítrekað úr þessum ræðustól á síðasta kjörtímabili að fá að vita hverjir væru raunverulegir eigendur bankanna, hverjir kröfuhafarnir væru, hrægammarnir, var hann einn af þeim.
Þetta setur slagorð Framsóknarflokksins um heimilin í landinu í allt annan og óskemmtilegri búning en hingað til, sagði þingmaðurinn.
Þetta er auðvitað ákveðin spilling. Það var athyglisvert að þingmenn samstarfs-
flokksins blönduðu sér ekki í málið
ALÞINGI Samherjar forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, brugðust hart við ræðu Björns Vals Gíslasonar, varaþingmanns og varaformanns VG, á þingi fyrr í dag.
Kemur kannski ekki á óvart
Það kemur kannski ekkert á óvart úr hvaða ranni hún kemur sú umræða sem hér er. Þetta er að einhverju leyti ástæðan fyrir því, held ég, að Alþingi mælist með lítið traust. Það er það skítkast sem þessir ágætu þingmenn, sumir hverjir sem hér hafa talað, hafa stundað árum saman úr þessum ræðustól, með því að tala niður Alþingi og draga inn í umræður í ræðustól hluti sem koma í sjálfu sér því sem við erum að gera ekkert við. Það er mjög, mjög merkilegt, ég verð að segja það. En að fara í þennan skítaleiðangur sem háttvirtir þingmenn Vinstri grænna virðast leiða hér er algerlega sorglegt og það er það sem er að gera út af við traust á Alþingi, sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Hélt við værum komin lengra
Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kom einni í ræðustól, þar sem hann sagði til að mynda:
Mér er nánast orða vant yfir því sem hér er borið á borð í þinginu. Ég hélt að við værum komin yfir þann lágkúrulega kafla að draga fjölskyldur þingmanna og kjörinna manna inn í umræður í ræðustól Alþingis. Ég hélt að við værum komin lengra á sviði jafnréttis og skilnings á því að við erum öll einstaklingar. Ég trúi því varla að við ætlum aftur niður á það lágkúrulega stig sem við vorum á fyrir nokkrum árum þar sem það var hefðbundið að stunda aurkast á hvern og einn einstakling úti í bæ héðan úr ræðustól Alþingis. Ég vona að þingið sé komið lengra á sinni braut og það séu komnir aðrir tímar.
Gat ekki orða bundist
Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, sagði dapurlegt að heyra; þegar háttvirtir varaþingmenn koma hér og reyna að draga umræðuna niður í svaðið. Ég get ekki orða bundist um það.
Sagði Sigmund vera kröfuhafa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2016 | 09:07
Baráttan um brauðið er síung
- Í rúmt ár hefur vinnudeilan í Straumsvík staðið og hún snýst í grunninn um að vernda störf starfsmanna í álverinu í Straumsvík.
* - Hún snýst einnig um að verja íslenska verkalýðhreyfingu gegn fjölþjóðafyrirtækjum sem vilja vaða yfir íslendinga eins og þeim þóknast á skítugum skónum
* - Þessi deila er auðvitað einnig hluti af sameiginlegu átaki stóriðjuverana á Íslandi til að lækka raforkuverð og þar með að launamenn greiði meira með rekstri þessara fyrirtækja.
Af einhverjum ástæðum minnir þessi barátta mig á ólýðræðisleg vinnubrögð Margrétu Thather og nú er kominn fram á sjónarsviðið í Bretlandi arftaki hennar, munnsvipur þeirra er sláandi líkur í ræðustól.
Áhrif frá Möggu Thather náðu svo sannarlega til Íslands á sínum tíma, t.d. með lögboðinni skerðingu á starfsháttum verkalýðsfélaga á Íslandi. Nú er það Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands sem leggur fram njósnafrumvörp. Það er augljóst að áhrif af þessu munu berast hingað til Íslands.
Hægri menn í Bretlandi hafa alltaf viljað njósna um samlanda sína. Við sem horfðum á leikritið um Bill Eliot fengum lýsingu á því hvernig Margrét Thather fór með námuverkamenn með njósnum og áróðri með þann tilgang að sverta mannorð verkamanna. Stóriðjumenn beita sömu brögðum á Íslandi gegn gagnrýnendum um allt of lágt raforkuverð til álvera m.a..
Margir eldri vinstrimenn á Íslandi þekkja af eigin raun að það var njósnað um þá og oft voru símar þeirra hleraðir sem hættulegastir þóttu. Þeir sem urðu fyrir þessari sérmeðferð mjög hægri sinnaðra yfirvalda á Íslandi eru miklu fleiri en þeir sem voru þekktastir í stjórnmála baráttu í landinu.
Allar persónunjósnir eru alvarlegar og grafa undan öllum lýðræðissamfélögum. Lagafrumvörp þessarar bresku hægri kerlingar eru hættulegar bresku samfélagi. Þegar eru mjög miklar njósnaheimildir hjá breskum yfirvöldum.
- Persónunjósnir eru örugglega viðhafðar gagnvart aðalsamningamönnum starfsmanna í álverinu.
* - Það er engin tilviljun að Gylfi leiði viðræðurnar af hálfu starfsmanna þar á bæ.
* - Hann er kominn á eftirlaun og álversaðilar geta ekkert gert honum.
Með lögum um frekari möguleika yfirvalda til að njósna um almenning er óvönduðum aðilum gert það auðveldara að komast yfir persónuupplýsingar á netsíðum og þeir munu misnotað þær í ágóðaskyni. Það á einnig við um óvandaða stjórnmálaflokka sem eru þekktir fyrir njósnastarfsemi sína og illgjörn stjórnvöld.
Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt frumvarpið og segja það ganga of nærri einkalífi fólks er bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden. Hann ber að taka alvarlega.
Rio Tinto lagði fram tilboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2016 | 22:01
Gömlu fordómarnir eru enn allsráðandi
- Gagnvart öllum þeim sem þurfa á eðlilegri aðstoð og mannúð að halda.
* - Þetta eru leyfar frá gömlu valdastéttinni á Íslandi.
Þegar kynslóð foreldra minna voru börn, þá voru ákveðin mansöl viðtekin vinnubrögð þegar eitthvað kom upp á eins og veikindi í fjölskyldum.
Með þeim afleiðingum að foreldrar gátu ekki annast framfærslu barna sinna. Það þýddi að fjölskyldur voru fluttar hreppaflutningum í fæðingarhrepp föðursins ef hann var annar en byggðarlagið sem hann var búandi í með fjölskyldu sinni.
Börnin voru þá boðin upp og jafnvel foreldrarnir einnig. Á nútímamáli væri það kallað sala á fólki, fjölskyldunni var þá gjarnan skipt upp og þau seld til þess fólks sem var tilbúið að taka við þeim fyrir minnsta meðlag úr hreppssjóði.
Alþekkt var að fermdar stúlkur voru sendar á bæi til ekkjumanna með fullt hús af börnum. Áður en langt um leið voru þessar barnungu stúlkur farnar að bera börn þessara karla undir belti. Þær voru auðvitað gjörsamlega varnarlausar í þessari ánauð sinni.
Aðrir úr þessum fjölskyldum voru gerðir að öðruvísi þrælum ekki ósvipað þessum konum frá Sri Lanka þótt ekki væru gíslar í bakgrunninum.
En vistarböndin sem var grundvöllur þessa þrælahalds fóra að rofna í upphafi 20. aldarinnar. Þetta fyrirkomulag eimir enn í íslensku samfélagi.
Þau voru ekki glæsileg hýbýli fólks í bændasamfélaginu á Íslandi í upphafi 20. aldar. Í þessum húsum fæddust og bjuggu forfeður mínir í æsku. Ég var í sveit í mörg sumur og þá alltaf í torfbæjum. En þeir litu miklu betur út en þessi kot, þar var á mikill kynslóðamunur.
Það er alveg augljóst, að fjöldi fólks í Vík vissi hvað var gerast hjá þessum undirverkataka Icewear sem keypti prjónaverksmiðjuna Víkurprjón í Vík í Mýrdal árið 2012. Svona starfsemi er erfitt að leyna.
En hvernig farið er með fólk á Íslandi sem lendir í svona aðstæðum er auðvitað til skammar. Nútíma mansalsmál á Íslandi urðu áberandi þegar menn ráku hér hóruhúsin um árabil. Engin veit hvað varð um þær erlendu konur sem þar þræluðu á bakinu.
Þá var augljóst að margir þeirra manna sem störfuðu hjá hinum og þessum erlendum verktökum við Kárahnjúkavirkjun voru í raun þrælar.
En þá starfsemi mátti auðvitað ekki trufla. Þar var greinilega við stjórnvöld að sakast. Það sama má segja um hundruði byggingaverkamanna sem fylltu borgina árin fyrir hrun.
Það er nú á síðustu misserum sem opinberir aðilar fara að rumska á Íslandi um að í landinu sé í gangi þrælahald með fólki sem selt hefur verið mannsali hingað og þangað úr veröldinni.
Það er ljóst að við íslendingar erum afar vanþróaðir í svona glæpamálum og einnig allt réttar-og dómskerfið og stuðningskerfið hefur ekki verið virkjað vegna pólitískra fordóma.
Þá ætti að vera ljóst að það eru gíslar á bak við öll svona mál. Í gíslingu eru jafnan í heimalandi þessa fólks foreldrar, makar og eða börn viðkomandi þolenda, sem sitja undir alvarlegum hótunum, jafnvel morðhótunum ef þrællinn skapar glæponum ekki tekjur.
En á Íslandi grassera landlægir fordómar gegn erlendu fólki hingað komið í einhverri ánauð og einkum ef það er með annað litarhaft en ljóshærðir íslendingar.
Enginn íslenskur stjórnmálaflokkur vill kannast við það nú, að vilja styðja við mansal hvers konar og yfirvöld eru rétt að byrja að læra á þennan óþverra. En samt eru sumir flokkar mjög tregir í taumi
Á undanförnum árum hafa verið gerðar miklar lagabætur, en pólitísk stjórnvöld nú standa samt sem staðir asnar á móti eðlilegri mannúð.
Það sama á við um þessa dagpeninga sem eru reyndar sambærilegir við það sem aðrir fá sem eru t.d. á hjúkrunarheimilum eða í öðrum vistum á Íslandi. Það vissulega ekki falleg staðreynd.
Farið úr öskunni í eldinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2016 | 09:27
Það vekur athygli
- Þegar myndir eru sýndar af fyrirbærinu Trump í ræðustól er gjarnan mikill fánafjöldi á bak við manninn.
Það sem er sérstaklega einkennandi við fánanna eru ernirnir eða ránfuglarnir sem eru húnar ofan á hverri fánastöng og virka sem svífandi ránfuglar yfir bráð sinni.
Ræðustóllinn er langt fyrir ofan áheyrendur
Þýsku nasistarnir sem notuðu sinn fasistafána ákaflega mikið í hvers kyns sýningum og alltaf voru þeir hafðir í bakgrunninum þegar Hitler hélt ræður úr mjög háum ræðustólum. Ætli þetta sé hrein tilviljun?
Á öllum fánum þeirra var ekki ósvipaður örn eða ógnvekjandi ránfugl sem svífur yfir bráð sinni og er á fánunum hjá Trump.
Á Íslandi er aðeins einn stjórnmálaflokkur sem notar ránfugl í merki sínu og tákni fyrir flokkinn.
Það er hægri flokkurinn á Íslandi, Sjálfstæðisflokkurinn.
- Eru ránfuglar almenn tákn fyrir hægri flokka?
* - Eiga þessi tákn að lýsa eðli þessara flokka?
Íslenski ræðustóllinn virðist vissulega vera glæsileg smíð er hann sést úr fjarlægð og risastór. Fálkinn er ekki beinlínis ógnandi þarna á ræðustólnum.
Þegar menn halda ræðu úr þessum ræðustól tala menn niður til fundarmanna.
Vissulega niðurdrepandi og tákn um tiltekið vald ræðumanns.
Kýldi mótmælanda á fjöldafundi Trump | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2016 | 12:10
Er einhver í klíkunni?
Hvenær ætlar formaður Hlífar að blása til nýrrar sóknar gegn því ógnarvaldi sem Rio Tinto er?
Ég hefði haldið að þessi sýslumaður geti ekki haft lokaorðin um það hverjir megi taka þátt í því að afferma og eða hlaða þessi skip.
Þá á félagið ásamt fleiri stéttarfélögum möguleika á því að setja verkfall á fleiri þætti í starfsemi álversins.
Þessi formaður virðist bara ætla að hafa hendur í skauti.
Nöfnin voru ekki á listanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2016 | 09:30
Ríkið á ekki að stunda smásöluverslun, þótt það séu lyf.
- Það sem ég hef mestar áhyggjur af varðandi þessa stöðu þegar að ríkissjóður stendur uppi með stóra verslunarkeðju með lyf og auk þess allskonar jukk annað meira og minna gagnslaust drasl.
- Að ríkissjóður hafi verið að kaupa köttinn í sekknum, þ.e.a.s. að verðmæti þessa fyrirtækis sé stórlega ofmetið.
- Auk þess hef ég alltaf haft á tilfinningunni að þetta séu dýrustu lyfjaverslanir landsins.
Það er a.m.k. sérkennilegt að þetta fyrirtæki sé í fanginu á bankanum, er þýðir á mannamáli að fyrirtækið hafi ekki skilað arði og hafi verið gjaldþrota í raun.
Bankinn hafi þannig lent í þeirri gamalkunnu aðstöðu að bjarga útlánum sínum til fyrirtækisins.
Þótt ég sé á þeirri skoðun að ríkið eigi ekki að reka smásöluverslanir þó á lyfjum sé, finnst mér ekkert að því að ríkið framleiði lyf.
Vegna þess að oft fást ekki ódýr og hundreynd lyf eins og magnyl og tamoxifen þar sem framleiðendurnir sjá engan gróðaveg í framleiðslu og sölu þeirra. Síðan má benda á alla innrennslisvökva? Í landi með gnægð af góðu vatni.
Horfa má til Færeyinga okkur til fyrirmyndar í þessum efnum. Einnig er eðlilegt að vera með útboð eða að ríkisspítalar taki þátt í sameiginlegum útboðum með t.d. ríkissjúkrahúsum á Norðurlöndum til að láta framleiða fyrir sig ýmis sérhæfð lyf fyrir sjúkrahúsin t.d.
Nú standa stjórnvöld frammi fyrir hvernig megi selja þetta fyrirtæki sem mér skilst að hafi 13 verslanir á sínum vegum og innflutningsfyrirtæki.
Það yrði líklega langhagkvæmast fyrir almenning að fyrirtækið yrði brotið upp í 13 fyrirtæki og selt hæstbjóðanda hverju sinni.
En það er eðlilegt að ríkið hafi næmt auga fyrir því sem gerist í slíkum fyrirtækjum. Þá væri eðlilegt í leiðinni að setja fram reglur og lög ef nauðsynlegt væri.
Til þessa að tryggja að einstaka lyfsalar gættu veitt fólki afslátt á álagningu sinni. Hvatt þannig til meiri samkeppni á þessum lyfjamarkaði.
Það hefur iðulega komið upp í umræðunni að stórar verslunar keðjur á lyfjamarkaði hafi beitt sér gegn slíkum möguleikum lyfsala.
(nokkrir efnisþættir frá Álfheiði Ingadóttur fyrrum ráðherra)
Ríkið eignast allt hlutafé í Lyfju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2016 | 16:55
Enn eitt eineltið gegn flottum athafnamönnum
- En þetta er auðvitað bara enn eitt spillingarmálið.
Það er ótrúlegt að þessi annars ágæti maður skuli ekki geta fengið sér heiðarlega vinnu á frjálsum vinnumarkaði. Eða bara stofnað heilbrigt fyrirtæki.
En þetta er bara býsna algengt, að þeir sem tala mest um einkarekstur með sem mestum fagurgala starfa gjarnan í störfum fyrir hið opinbera. Fyrir ríkið eða fyrir sveitarfélög. Á sama tíma reyna þeir sem mest að rakka niður opinberan rekstur.
- Hvað gerist nú?
Verður þetta fína apparat sem þeir hafa hróflað upp út á Granda á kostnað þjóðarinnar að skila peningunum, sem væri hin rétta boðleið. Þeir hljóta allir að vera fyrir hendi því eyjamenn eru snillingar í öllum rekstri.
Segir Árna hafa verið vanhæfan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2016 | 16:34
Rio Tinto er ekki venjulegt fyrirtæki
- Við vonum bara að stóriðju- og virkjunnarsinnar á Íslandi grípi ekki til svona
stórtækra aðgerða eins og segir frá í þessari frétt.
Launafólk á Íslandi stendur nú í stríði við einn slíkan aðila sem heitir Rio Tinto. Það ganga margar skuggalega sögur af þessu fyrirtæki ´þriðja heiminum.
Fjölþjóðlegt fyrirtæki sem er þekkt fyrir að fara sínu fram og troða á hagsmunum almennings í þeim löndum sem þeir eru með starfsemi. Ekki eru þeir sagðir fara mjúkum höndum um launafólkið.
Flutningaskip komið í Straumsvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2016 | 14:21
Fákeppni er staðreynd
- Fyrir tveim vikum fékk sent bréf frá mínu tryggingafélagi þar sem var rifjað upp hvaða tryggingar ég væri með.
Í bréfinu kom einnig fram hver iðgjalda kostnaðurinn yrði fyrir næsta tryggingarár. Það verður að segjast eins og er, að mér þótti hún gríðarlega há og ljóst að um mikla hækkun var að ræða frá þessu ári.
Tveim dögum eftir að ég fékk þetta bréf hlustaði ég á kynningu frá FÍB hjá einu félagi eldri borgara. Þeir hvöttu alla til að leita tilboða í tryggingar næsta árs sem ég og gerði. Ég er aðeins með þrjár tryggingar.
Ég fékk tilboð frá þessum þremur tryggingafélögum og þau hljóðuðu öll upp á sömu upphæð og var í bréfinu sem ég hafði fengið frá mínu tryggingafélagi, nema eitt þeirra var með aðeins lægra iðgjald.
- Ég hringdi síðan í mitt tryggingafélag og kvartaði undan þessari miklu hækkun.
* - Viti menn, þeir lækkuðu gjöldin um 20 þúsund með einni handarsveiflu og buðu mér lægstu iðgjöldin.
* - Um 12% lækkun
Vilja skoðun á tryggingamarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2016 | 07:29
Gæti verið óskastaða fyrir Hafnarfjörð
- Ef álverið í Straumsvík lokaðist og ekki kæmi annar aðili sem tæki við rekstrinum
* - Þetta fyrirtæki ber ábyrgð á því að svæðið sé algjörlega hreinsað
Myndi skapast ævintýraleg tækifæri til þróunnar byggðar fyrir Hafnafjörð sem myndi skapa fjölmörg atvinnutækifæri handan við þjóðveginn.
Þá opnast eitt glæsilegasta byggingasvæðið á öllu stór- Hafnarfjarðarsvæðinu til skipulagningar.
Í fyrsta lagi myndi fasteignaverð hækka umtalsvert í suðurhluta Hafnarfjarðar því nærvera álversins með þessari stóru ljótu byggingu og köflóttu risastóru tönkum ásamt mikilli mengun er slíkt umhverfislýti að það heldur niðri fasteignaverði
Þá skapast samfelld sjávarströnd í átt að bæjarmörkunum við Vatnsleysuströnd þar sem væri möguleikar á blandaðri byggð með glæsilegu sérbýlishúshverfi með ströndinni í nútíma skipulagi og samkvæmt nútíma hugmyndum um skipulagsfræði.
Bara þessir byggðarmöguleikar breyta atvinnusvæðinu austan við þjóðveginn gjörsamlega og það yrði eftirsótt fyrir hverskonar dýrmætari iðnað er sækist eftir tengslum við almenning. Iðnaðarsvæði sem hefði nálægð við framtíðarflugvöll.
Staðsetning álversins eins og það er nú er í engum takti við hugmyndir manna um staðsetningar á stórfyrirtækjum þar sem ferðaþjónusta er að verða ein mikilvægasta atvinnugreinin, grein sem skilar þjóðinni arði öfugt við það sem svona álver gerir.
Það er eiginlega engin von til þess, að eftirsótt verði að byggja álver á Íslandi um næstu framtíð. Því slíkur iðnaður getur ekki greitt viðunandi orkuverð á meðan kínverjar slíta sínu fólki út í kolamokstri og gefa álverum nánast ókeypis kola orku.
Einnig yrði hugað að því, að slík hús yrðu ekki áberandi í íslensku landslagi fyrir utan mengunarþáttinn. M.ö.o. staðsetning þessa iðjuvers er tímaskekkja.
Vona að menn fari að hittast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)