Færsluflokkur: Kjaramál
7.4.2015 | 14:49
Fyrirfólkið er greinilega lagt í einelti
- Líklega hef ég verið ákaflega óábyrgur og ólýðræðislegur í allri þeirri hegðun minni, að hafa ekki fundist það vera mitt mál þótt einhvert ólánsfólk hafi platað einkabankakerfið.
* - Þetta bankakerfi hefur ekkert farið mjúkum höndum um mig í gegnum tíðina, því skyldi mér ekki vera sama þótt einhverjir hafi láti það finna til tevatnsins og tekið það svo í nefið?
Mér hefur einfaldlega fundist að þessi mál kæmu mér ekkert við og þetta væru einhverjar orystur milli hagsmuna aðila tengda bankahruninu.
En ég skil vel að fólk sem alla daga gengur um í jólafötum lendi í vanda þegar hæstiréttur hefur dæmt það sem glæpamenn og þeir verði látnir dúsa í fangelsi til betrunar árum saman.
Því hvað á þetta strangheiðarlega og guðsvolaða fólk að segja börnunum sínum og barnabörnum? Það er ómögulegt annað en að það finni einhver ráð.
Það er nefnilega staðreynd að allir þeir sem hafa verið dæmdir í kjölfar hrunsins hafa verið alsaklausir sem englar væru.
Ég viðurkenni vel, að ég hef átt í erfiðleikum með að treysta þessum dómurum þar sem ég hef verið stimplaður sem róttækur vinstri maður. Þessir dómarar hafa nefnilega verið skipaðir af ráðherrum Sjálfstæðisflokknum.
Oft hefur mér fundist vera flokkspólitískur fnykur á ýmsum dómum.
![]() |
Sennilega farið mannavillt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2015 | 18:17
Makarínið er nú uppi á borðum
- Óstöðugleiki er allsráðandi á stjórnarheimilinu, innbirðis átök í ríkisstjórninni sem sjálf kann engin ráð til að takast á við ýmis mál sem hrikalegur ágreiningur er um.
* - Ráðalaus forsætirráðherra er meira og minna í felum enda er bakland Framsóknarflokksins afar veikt.
Svo einhver mál séu nefnd:
- Frumvörpin fjögur um húsnæðismálin sem líklega er að þingmeirihluti sé fyrir. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn algjörlega þversum.
* - Veiðigjaldafrumvarpið um makrílkvótann sem er sérlega hvass fleygur í stjórnarsamstarfinu sérstaklega eftir að útgerðarmenn fengu 8 10 milljarða lækkun í fyrra á veiðigjöldum, það er eins með þetta frumvarp, að með litlum breytingum er þingmeirihluti fyrir því. Algjörlega í óþökk Sjálfstæðisflokksins.
* - Umræðan um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna viðræðna við ESB sem klýfur Sjálfstæðisflokkinn í herðar niður og raunar einnig Framsóknarflokkinn þótt ekki sjáist það á yfirborðinu.
* - Síðan eru sérlega erfiðar vinnudeilur framundan þar sem verkalýðsfélögin sjálf eða sambönd þeirra standa fyrir og þessi félög láta ekki reka sig í einhverja rétt. Félögin hafa loks áttað sig á þeirri staðreynd að ekki gengur lengur að láta spyrða sig saman, þau verða að láta reyna á styrk sinn.
Framsóknarflokksmenn hafa þegar lýst því yfir að verulegt svigrúm sé fyrir myndarlegar launahækkanir eftir að kaupmenn hafa fengið verulega álagningahækkanir með niðurlagningu á innflutninsgjöldum og með breytingum á virðisaukaskatti.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað enn meiri hliðranir fyrir innflutningsverslunina. Það kætir ekki Framsóknarflokkinn og bakland hans í bændastétt.
Síðan eru flokkarnir algjörlega ósamstíga um hvaða leið skuli fara til að afnema gjaldeyrishöftin. Þau átök sem hafa verið um það mál og um skuldaleiðréttinguna hafa farið illa með samstarfið.
Harka verkalýðsfélaganna gera allt málið erfiðara vegna þess að þau munu ekki sætta sig við að launamenn beri kostnaðinn.
Nú reynir forsætisráðherrann að þyrla upp hvers konar ryki með hvers kyns barbabrellum til að reyna að fela þessi vandamál ríkisstjórnarinnar.
Nú eru opinberir háskólamenn komnir í verkföll og virðast ætla að taka forystuna í að móta stefnuna í kjaramálunum.
Það er nokkuð Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki sætt sig við. Eins og flestir vita að þá er sá flokkur ekki stjórnmálaflokkur í eðli sínu heldur hagsmunasamtök efnafólksins í landinu og samtaka atvinnurekenda.
Þeirra stefna er, að samtök atvinnurekenda með stórútgerðina í broddi fylkingar móti og stjórni stefnunni í kjaramálum þjóðarinnar í smáatriðum. Þ.e.a.s. algjör miðstýring með rússneskum hætti.
Nú þegar hefur Starfsmannasambandið fengið mikla samúð landsmanna og flokkurinn og atvinnurekendur eiga engin svör eða lausn í málinu. Þetta er þegar orðinn mjög erfiður hnútur sem ekki verður leystur með aðkomu ASÍ því er ekki treyst fyrir kjarasamningum þetta árið.
![]() |
Deila um formsatriði frekar en að reyna finna lausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2015 | 12:06
Ótti hægrimanna við framtíðina er raunverulegur
- Það sést mjög vel af örvæntingarfullum viðbrögðum hægri armsins innan Samfylkingarinnar þegar formaður flokksins sem er fulltrúi hægrimanna á þeim bæ tapar í raun fyrir óbreyttum þingmanni í kosningu um að vera leiðtogi flokksins.
* - Hann er ekki lengur leiðtogi flokksins einn og óumdeildur. Hann er fulltrúi ákveðins arms í flokknum.
* - Það sést einnig á viðbrögðum Ingibjargar Sólrúnar og Morgunblaðsins, því slík þróun hefur mikil áhrif á möguleika Sjálfstæðisflokksins til að halda völdum.
* - Hækjan eða Framsóknaflokkurinn á undir högg að sækja og hefur gert sig sekann um alvarlega tækifærismennsku
* - Það er einnig ný staða innan VG þar sem gömlu íhaldsmennirnir og þjóðernissinnarnir eru að mestu farnir úr flokknum og voru með sjálfstætt framboð í síðustu alþingis-kosningum. Þeir eiga tæplega afturkvæmt inn í VG, þannig hefur verið skorið á áhrif stórútgerðarinnar og landsambands bænda.
* - Eftir situr í VG miklu einsleitari og róttækari hópur fólks sem getur átt góða samleið með mörgu fólki í Samfylkingunni einkum þó með yngra fólkinu og einnig með framsæknu fólki í verkalýðshreyfingunni.
Drunur úr skýjunum
Skýjaglópurinn vill að ráðherrar eigi að vera óháðir lögum og dómstólum landsins. M.ö.o. geti gert það sem þeim sýnist og eigi ekki að þurfa að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Að mínu mati er þetta dæmi um siðblindu.
Á dögunum var kosið milli tveggja forystumanna í Samfylkingunni og formaður flokksins átti í vök að verjast fyrir óbreyttum þingmanni flokksins. Undirbúningslaust náði hún að sigra formanninn móralst séð, því aðeins munaði einu atkvæði að Árni Páll yrði felldur.
- Þá heyrðust drunur úr skýjum ofan rétt eins og þegar almættið að sagt var, ávarpaði Abraham hinn grimma leiðtoga gyðinga og lagði honum línurnar.
* - Aftursætisbílstjóri hægri armsins í Samfylkingunni leyst ekki á blikuna.Hennar maður fékk alvarlega áminningu og vinstri menn í flokknum sóttu í sig veðrið.
Þetta var unga fólkið sem hefur skýra sýn í umhverfismálum sem er raunverulega í andstöðu við inngöngu Íslands í ESB. Þetta er fólk framtíðarinnar í flokknum. Mjög alvarlegt fyrir hagsmuni Sjálfstæðisflokksins um langa framtíð.
Moggi litli skarst strax í leikinn til að styðja sinn mann í Samfylkingunni. Birt var drottningarviðtal við Ingibjörgu Sólrúnu nú um helgina með því skilyrði að hún talaði fallega um Geir Haarde. En vegir Moggans eru órannsakanlegir eins og gengur.
Ingbjörg Sólrún heldur enn, að því er virðist, að hún hafi getað haldð áfram í pólitík, þessi leiðtogi sem laug að kjósendum Samfylkingarinnar. Þetta er auðvitað hennar misskilningur því hún var algjörlega afskrifuð.
Nægir að nefna það sem Sighvatur Björgvinsson segir um þá gjörð hennar er hún stökk upp í bólið hjá Geir Haarde.
Einu mistökin hjá Alþingi voru þau í hugsanlegum brotum fyrrum ráðherra, voru að alþingismenn fóru sjálfir að krukka í mál sem þeir áttu að láta sérstaklega valinn saksóknara vinna í og láta síðan Landsdóm um að dæma og eða sýkna.
Alþingismenn voru meira og minna samsekir með þessum fyrrum ráðherrum og voru algjörlega ófærir um að meta þessi mál.
Fyrrum ráðherrar og alþingismenn geta ekki verið dómarar í eigin málum. Það er algjörlega fráleitt og ólýðræðislegt.
Greinilegt er að Ingibjörg Sólrún vill að þjóðin loki augunum fyrir afbrotum sumra aðila í landinu en refsi öðrum.
Í rannsóknarnefndinni voru hæstarréttarlögmenn og hæstaréttardómari ásamt fleira fólki. Allt fólk sem Geir Haarde sem forsætisráðherra valdi til þessara starfa.

![]() |
Ekki að undirbúa forsetaframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2015 | 17:37
Harður og ófélagslegur upptaktur hjá formanni BHM
- Þessi upptaktur boðar ekkert gott, þegar þessi forystumaður háskólamanna sendi verkafólki fingurinn
* - Hann sýnir þjóðinni ákveðna fordóma þessa fólks gagnvart því fólki sem starfar eftir lægstu launa-flokkum í landinu
Hér kemur þetta andfélagslega viðhorf er birtist í þessu orðalagi hjá Páli Halldórssyni BHM:
Við sjáum það að nú eru menn að leggja fram kröfur um það að fólk sem hefur ekki fjárfest í neinni menntun fái 300.000 krónur í laun á mánuði. Okkar lægstu laun ná ekki þeirri tölu núna þannig að það er mikið að vinna. Við getum alveg ímyndað okkur að það væri verkefni sem tæki tíma að ná í gegn. Fyrst og fremst viljum við fá viðurkennt að menntun sé metin til launa.
Fólkið sem hann vísar til hefur greitt fulla skatta frá 16 ára aldri og í raun haldið uppi háskólakerfinu með skattgreiðslum sínum.
Háskólamenn sjálfir hafa ekki þurft að greiða fyrir sína háskólamenntun, það hafa m.a. þessir skattgreið-endur gert.
Síðan má Páll gjarnan vita það, að þetta er fólkið sem framhaldskólakerfið sveik. Framhaldskólinn á að vera fyrir alla og bjóða upp á námstækifæri fyrir alla, en það hefur þetta skólastig aldrei gert.
Hákólanám þarf ekki að vera neitt merkilegra en annað nám og gríðarlega hátt hlutfall háskólamanna skila engan vegin því til samfélagsins sem vænta má af þeim útgjöldum sem þjóðfélagið hefur lagt til náms þessa fólks.
En það hafa þessir sem Páll vitnar í gert, þeir hafa svo sannarlega skilað sínu og fengið lítið fyrir. Páll ætti að geyma þennan fasisma fyrir sjálfan sig þar sem hann getur tottað sína pípu í einrúmi.
En vissulega er nauðsynlegt að háskólamenn njóti þokkalegra kjara. En þeir mættu vel átta sig á þeirri staðreynd, að ,,þetta fólk" hefur ekki verið með nein fúkyrði í garð félaga Páls Halldórssonar.
- En þetta sýnir einnig þjóðinni að sú aðferðarfræði sem hefur verið í gangi í kjarasamningagerð allt frá samningunum 1990 er gengin sér til húðar.
* - Reyndar voru háskólamenn í algjörri andstöðu við kjarasamningana 1990 og þá voru sett lög á BHM.
* - Það er kominn tími til þess, að fyrirtækin sem hafa verið höfð í bómull stjórnvalda allann þennan tíma fari nú að axla þá ábyrgð að standa sjálf undir launagreiðslum til starfsmanna sinna.

![]() |
Víðtæk áhrif strax frá fyrsta degi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 14.4.2015 kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2015 | 11:36
Viturlega mælt hjá þessari öldruðu konu og fimmbarna móður
- ,,Það er um að gera að vinna nógu mikið en ekki að þræla. Vinna bara venjulega vinnu, segir Árný Snæbjörnsdóttir frá Svartárkoti í Bárðardal.
* - Aðspurð um galdurinn á bakvið langlífið en hún fagnar 100 ára afmæli sínu í dag.
Það hafa allir gott að því að vinna og fá tækifæri til að sjá sér og sínum farborða. Einnig er nauðsynlegt að vinnan sé metin á eðlilegan hátt. Á því hefur verið misbrestur á Íslandi sem víða um lönd.
Á þetta minnti Edda Heiðrún Backmann einnig í sjónvarpsviðtalinu í gærkvöld þar sem segir að allir eigi rétt á því að eiga til hnífs og skeiðar sem hefur skilað eðlilegu verki. Einnig þeir sem af ýmsum ástæðum verða óvinnufærir.
Í sjónvarpi var sýnd mynd í gærkveldi um þeldökkan mann, Salamon sem var seldur mansali í þrældóm og bjó við hin verstu kjör í 12 erfið ár. Í myndinni kom fram að flestir sem voru með honum í örbirðinni bjuggu við miklu verri kjör en hann.
Við íslendingar viljum gjarnan gleyma því að stór hluti þjóðarinnar var í raun hnepptur í þrældóm alveg fram á 20. öldina.
Þetta var í raun stéttlaust fólk sem enginn hafði áhuga á Það hafði nákvæmlega engin réttindi og bundið vistaböndum út fyrir gröf og dauða.
Fyrirmennin, stjórnmálamennirnir höfðu ekki áhuga fyrir kjörum þessa fólks eins og sjá má af vinnubrögðum þess aðila sem yfirstéttin í landinu gerði að þjóðhetju.
Í Kaupmannahöfn var um daga Jóns Sigurðssonar mikil og sterk umræða um lífskjör stéttlausra þar í landi. Þar spratt upp hópur fólks sem lét hagsmuni þessa fólks sig varða, fólk með ríka réttlætiskennd.
Yfirstéttarþjóðhetja íslendinga lét sem þetta fólk væri ekki til. Fólk sem hafði komist út fyrir heimahagana var miskunnarlaust flutt hreppaflutningum ef þeir misstu heilsuna t.d. vegna vinnuslyss og fjölskyldum skipt upp í þrældóminn, börn og fullorðnir og látnir vinna baki brotnu.
Þótt hann sem aðrir íslendingar vissu allt um stétt-lausa fólkið á Íslandi og þekkti einnig útslitna hornkarla og kerlingar á ungum aldri til þess að gera og hafði oftast orðið heilsulaust fyrir atbeina og hörku sem húsbændur þeirra hefðu átt að bera ábyrgð á.
Það er öllum mikilvægt að vinna og fá eðlilegt tækifæri til að sjá fyrir sér og sínum. Að geta þannig stofnað til fjölskyldu og fá viðurkenningu fyrir vel gerð störf og hlutverk.
Mansalsmál eru aftur orðin algeng á Íslandi bæði er að ungar konur eru hnepptar í kynlífsánauð og ungir karlar í vinnuþrældóm. Þetta var algengt á Íslandi þegar Kárahnúkavirkjun var byggð.
![]() |
Mikilvægt að vinna - ekki þræla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2015 | 09:39
Fyrrum ráðherra virðist ekki kunna að skammast sín
- Orð sem koma úr hörðustu átt
Ingibjörg Sólrún átti varla val um það hvort hún gæti haldið áfram í stjórnmálum eða ekki.
Bæði var að hún varð mjög alvarlega veik og síðan hafði hún svikið kjósendur Samfylkingarinnar mjög alvarlega með því að fara í stjórn með Geir Haarde
Einnig sýnt þeim ótrúlegan hroka er hún kom til fundar við almenning í Háskólabíói. Hún brenndi allar brýr að baki sér.
Mjög stór hluti þeirra sem mættu á Austurvöll vikulega og hrökktu ríkisstjórn Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar frá völdum voru einmitt kjósendur Samfylkingarinnar.
Einnig fjölmenntu þeir að Þjóðleikhúsinu þegar Samfylkingin hélt sinn fund ákvað að segja sig úr ríkisstjórninni. Almenningur var búinn að afskrifa Ingibjörgu Sólrúnu og Geir sem stjórnmálamenn.
Rannsóknarnefnd Alþingis hafði nafngreint fjóra ráðherra í þessu ráðneyti þeirra og taldi þá alla hafa brotið stjórnarskránna.
Mistökin voru auðvitað þau , að þau voru ekki öll kærð til Landsdóms. Úr því að þessi dómsstóll var og er enn við lýði og hefur mjög alvarlegt hlutverk. Það var hans að dæma samkvæmt stjórnarskránni og eða sýkna.
Það var auðvitað í hæsta máta ósanngjarnt að mál aðeins eins ráðherra var kært til dómstólsins. Fleinninn var þá rekinn þegar aðeins einn ráðherra var kærður til dómsins.
Það kom auðvitað í ljós að alþingismönnum var ekki treystandi til að fara með þessi mál. Stór hluti þeirra var e.t.v. samsekur ráðherrunum.
Einnig að alþingismenn og ráðherrar geta ekki verið dómarar í eigin málum.
- Dómstóllinn dæmdi samkvæmt gildandi lögum.
Ingibjörg Sólrún eða aðrir stjórnmálamenn eiga ekkert með það að setja sig upp á háan hest varðandi Landsdóm.
Úr því að ekki er enn búið að leggja af þennan dómstól og færa verkefni hans inn í hæstarétt með sérstökum lögum. Var þó búið að flytja árum saman frumvörp um það.
Það er auðvitað ekki sæmandi fyrir Ingibjörgu Sólrúnu að tala með þessum hætti, hún sem fyrrverandi ráðherra reynir þannig að gera þannig lítið úr dómstólum landsins.
Henni sjálfri var hlíft, væntanlega vegna veikinda hennar. En um leið hefur hún ekki verið sýknuð af ásökunum rannsóknarnefndarinnar.
Geir hefur það nefnilega fram yfir hana, að hann var sýknaður af nokkrum ákæruliðum.
![]() |
Aldrei séð eftir því að hafa hætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2015 | 16:39
Hugmyndir um að torfbæir verði byggðir við Alþingishúsið
- Það er hreint alveg ótrúlegt að Sigmundur Davíð hafi ekki frekar sótt hugmyndir um byggingarstíl til byggingarstíls íslenskra höfðingja á gullöldinni.
Er Jón J Aðils lýsti svo rækilega í bók sinni ,,Gullöld íslendinga". Þar sem þjóðrembings stefnan sem Framsóknarflokkurinn aðhyllist er sett í öndveigi.
Þar getur hann sótt hugmyndir um byggingastíl fyrir nýtt viðbótar húsnæði við Alþingi. Þá yrði það auðvitað gullaldarstíllinn sem væri í hávegum, m.ö.o. háreistir torfbæir
En Jón J Aðils aðal þjóðrembings sérfræðingur íslendinga höfðar mjög til þjóðernishyggju Framsóknarmanna. Þannig gæti Sigmundur Davíð gert ráð fyrir torgi með háreistri fánastöng í miðju á milli torfbæjanna fyrir fánahyllingar.
Þar gætu þjóðernissinnar síðan sungið: ,,Rís þú unga Íslandsmerki" í hádeginu daglega ef vel viðrar. Með upprétta hægri arma í átt að fánastönginni sem stæði á miðju torginu.
Þessi Jón hélt fyrirlestra fyrir fullum húsum af fólki í upphafi þjóðernisáranna í byrjun 20. aldar. Ríkissjóður greiddi umtöluðum Jóni Aðils stórfé til að kynna fyrir mörlandanum hvers konar höfðingjar íslendingar voru á gullöldinni. Þar var talað fyrir hreinni þjóðernisstefnu hreinna aría
Þarna eru rætur Framsóknarflokksins en þær eru ekki í samvinnustefnunni sem átti sér fyrirmyndir í Rússlandi eftir drápið á keisaranum.
Í bókinni má einnig sjá fyrirmyndir að vinnugöllum fyrir þingmenn og annað starfsfólk Alþingis ásamt sparifötum. Sigmundur Davíð hefur bara gleymt fatnaðinum og húsgögnunum sem alltaf hafa verið samferða byggingastíl forfeðranna.
- Það hefði verið betra að nýr Landspítali hefði verið byggður annarsstaðar, en nú er orðið of seint að ræða það, því miður.

![]() |
Bregst við gagnrýninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2015 | 13:40
Seðlabankinn hefur verið rannsaka kreppur á Íslandi
- Fróðleg upptalning á íslenskum kreppum í rannsókn sem Seðlabankinn hefur gert.
* - Það er mikilvægt að greina það hvað hefur farið úrskeiðist í efnahagsstjórninni á Íslandi í gegnum tíðina eða a.m.k. allann lýðveldistímann.
Einnig og sérstaklega hvernig þjóðin getur komið í veg fyrir slíkar hremmingar. Hverjir eru að gera öll þessi mistök?
- Því eru hugmyndir Frosta mikilvægar inn í umræðuna nú þegar búið verður að gefa hana út á íslensku ásamt góðum skýringum.
* - Því gera verður þjóðarsátt um aðferðarfræði við stjórn efnahagsmála á Íslandi og einnig nýjan samfélagssáttmála þar sem ný stjórnarskrá væri ákveðið burðarvirki.
- Þeirri sátt verða að fylgja lög um lágmarkslaun í landinu. Núverandi ástand er óþolandi er bitnar sérstaklega á konum, fötluðum, innflytjendum og á ófaglærðu fólki sem komið er yfir miðjan aldur.
Varðandi efnahagstjórnina er vert að benda á þá stað-reynd, að í landinu eru aðeins tveir stjórnmálaflokkar í landinu sem eru jafngamlir eða eldri en lýðveldið. Það eru Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur.
Á öllum lýðveldistímanum eða á þessum 70 árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í ríkisstjórnum í 54 ár og oftast í forsæti fyrir stjórnunum. Einnig langoftast með núverandi samstarfsflokki.
Því er eðlilegt að spurt sé, hvort það er eitthvað í stefnu og eða stjórnarháttum þessarar flokka sem verður til þess, að þjóðin er alltaf að lenda í þessum kreppum?

![]() |
Felst lausnin í þjóðpeningakerfi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.3.2015 | 21:01
Veiðigjöldum breytt í skatta?
- Það er erfitt að dæma um þetta frumvarp af þessum fréttaflutningi einum saman.
* - Þessi hækkun veiðigjalda eru í raun bara smá aurar miðað við þau verðmæti sem sem í húfi eru.
* - Fram hefur komið að virði makrílkvótans geti verið allt að 150-170 milljarðar króna.
* - Því eru miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi fyrir almenning og þær útgerðir sem veiða makríl
En í þessum hugmyndum eru gangi áherslur sem væntanlega eiga að breyta eðli þessara gjalda. En það má lesa má úr þessum orðum ráðherrans, en Sigurður Ingi sagði í kvöldfréttum Rúv að veiðigjöldin yrðu til næstu þriggja ára og myndu byggja á sömu lögmálum og á yfirstandandi ári.
Veiðigjöldin í ár eru í raun og veru þau sömu og þau verða næstu þrjú, hvað aðferðafræðina varðar, og síðan er það háð afkomu hvers árs hvort þau hækki eða lækki eftir atvikum, sagði hann.
Ráðherrann er væntanlega að ræða um afkomu hverrar útgerðar fyrir sig en ekki afkomu makrílstofnsins.
Ef svo er að munu veiðigjöldin lækka hratt og örugglega á örfáum árum og um það mun aldrei nást sátt í þjóðfélaginu.
Hér er greinilega verið að taka fyrsta skrefið í að koma til móts við þær kröfur útgerðarmanna að breyta veiðigjöldunum í skattagreiðslur.
Er þýðir að til framtíðar ef að yrði, að útgerðarmenn geta aukið kostnað sinn og þar með séð til þess að veiðigjöldin verða ekki að neinu.
Þar með geta útgerðirnar skuldsett sig á ný og gert að engu þær tekjur sem eðlilegt er að þjóðin fái fyrir þessa þjóðareign sína.
M.ö.o. það verður almenningur sem kemur til með að greiða afborganir og vexti af nýjum fjárfestingum í sjávarútvegi með hækkuðum sköttum.
![]() |
Veiðigjöld hækka um rúman milljarð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.3.2015 | 21:04
Enn ein bankastofnunin komin í þrot
- Enn einu sinni er kostnaði velt yfir á almenning
* - Stofnfé sparisjóðsins orðið að engu og auðvitað vakna margar spurningar.
* - Eins og þær hvort að einhverjir aðilar hafi haft tök á því að misnota sjóðinn sér til hagsbóta.
* - Rétt eins og sjálftökuliðið gerði í Keflavík.
Hér hleypur þjóðarbankinn undir bagga til að bjarga hagsmunum almennings sem hefur verið í samskiptum við þennan banka. Reikna má með því að launafólki hafi ekki verið frjálst að velja sér viðskiptabanka, því líklegt að atvinnurekendur hafi gert kröfur um hvar það hafði bankaviðskipti sín.
Það er auðvitað full ástæða til þess að rekstur þessa sparisjóðs sé rannsakaður til að hreinsa andrúms-loftið.
Það er bara nokkuð sem alltaf á að gera þegar fyrir-tæki sem þetta verður nánast gjaldþrota og verður að selja rekstur sinn eða að gefast upp.
Einnig vaknar spurningin um öll þessi 5 útibú sparisjóðsins.
Þetta orsakar auðvitað kostnað sem fellur á almenning með ýmsum hætti.

![]() |
Rennur saman við Landsbankann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)