Færsluflokkur: Kjaramál
12.4.2015 | 15:42
Umburðarlyndi er eitt af megin einkennum kristinnar trúar
- Fréttaflutningur er misjafn af Snorramálum, en á öðrum miðli segir að hann ætli sér að koma aftur til starfa í þessum skóla
Það yrði þá í fyrsta sinn sem launamaður getur komið til baka í starf sem honum hefur verið vikið úr með uppsögn.
Jafnvel þótt uppsögn geti verið ólögleg. Slíkt gæti kallað á ný réttarhöld ef Snorri krefst þess að koma til starfa aftur í krafti úrskurða ráðuneytisins og dómsins.
En ég skil ekki hvernig hann hefur geð í sér til að koma til baka í starfshóp sem greinilega eru í andstöðu við hann.
Aldrei hef ég heyrt neinn í þessum hópi kennara lýsa yfir stuðningi við hann opinberlega.
![]() |
Hyggst höfða skaðabótamál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.4.2015 | 15:09
Er þetta ekki bara augnaþjónusta þingmannsins?
- Þetta er í raun sýndarmennska hjá þingmanninum. Það er eins og maðurinn hafi aldrei starfað á almennum vinnumarkaði þar sem ríkja markaðslaun.
* - Það er auðvelt að vera sammála honum um þetta mál því ég er á móti öllum bónussamningum einkum hjá láglaunafólki
* - Síðan er þetta einnig spurning um fyrir hvað er verið að greiða bónus og hverjir eiga að njóta.
En ég get ekki skilið að alþingi og eða ríkisvaldið geti bannað einkafyrirtækjum að umbuna sínu starfs-fólki með aukagreiðslum eða því sem þarna er kallað bónusgreiðslur.
Síðan er auðvelt að komast framhjá öllum bönnum eða hefur þingmaðurinn í huga að stofna sérstaka eftirlitstofnun til að fylgja banninu eftir.
Persónubundnir launasamningar umfram lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum eru auðvitað bónusgreiðslur.
Dæmi um bann í lögum varðandi laun, er bannið við því að launataxtar stéttarfélaga séu verðtryggðir.
En það er ekkert í lögum sem bannar verðtryggingu á persónubundnum samningum um laun. Jafnvel sleppa vinnustaðasamningar framhjá banninu.
Dæmi um slíkt er nýr vinnustaðasamningur í Járnblendinu og slíkir samningar hafa lengi tíðkast hjá byggingariðnaðarmönnum

![]() |
Vill banna bankabónusa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2015 | 21:37
Kátir dagar koma og fara
- Var sungið í eina tíð með miklum tilþrifum og fyrirferðarmiklum danssporum
* - Kom fyrir að ungir sérfræðingar í dansinum lentu í því að sýna sínar danskúnstir í fermingarveislum við mikinn fögnuð fólks í sparifötum.
Ljóst er að forsætisráðherrann sló hressilega um sig á flokksþingi Framsóknarflokksins nú fyrir helgina með svo áhrifaríkum hætti að gamli einræðisherrann sem nú dvelur í útlegð í Hádegismóum fékk hressilega fjörkippi.
Sigmundur Davíð sem hefur lagt sig í líma við að reyna líkjast móabóndanum sem allra mest, reynir nú að taka upp hans einræðistakta við mikinn fögnuð flokks-systkina sinna.
Mátti heyra einstaka ráðsetta framsóknarkomu segja: Það var mikið að það kom almennilegur hani á bæinn.
Aumingja Bjarni er í alvarlegri fýlu því móabóndinn sveik hann með því að hrósa framsóknarbóndanum hugumstóra.
Vandinn er bara sá, að þessi ráðherra fer ekki með málið. Það er voða fín nefnd með eintómum útlendingum að semja tillögur um hvernig skuli fara með þetta mál. Þessi nefnd hefur enn ekki lagt fram neinar tillögur sem Alþingi þarf væntanlega að skoða.
Síðan er það fjármála- og efnahagsmálaráðherra sem leggur fram tillöögur um málið á Alþingi sem lagðar eru fram í samráði með ríkisstjórn ásamt seðlabanka-stjóra sem í raun er sá sem framkvæmir þetta vandasama verkefni.
Þannig að þetta var bara svona gaspur eins og með Landspítalann, Nýtt hús á Þingvöllum og viðbyggingu við Alþingishúsið. Allt mál sem hann hefur litla sem enga aðkomu að. En auðvitað geta allir komið með tillögur en það þarf enginn að taka mark á þeim.
Ég spái því að forsætisráðherra skreppi í frí á morgun og láti ekki sjá sig í nokkra daga og skoði nýjar Bermúdaskálar í útlöndum til að gefa vini sínum og menntor

![]() |
Sigmundur Davíð endurkjörinn formaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2015 | 18:04
Bros til vinstri
- Frosti á sér mörg skoðana systkin á vinstri væng stjórnmálanna um að gera Landsbankann að samfélagsbanka með því markmiði sem hann lýsir.
* - Þ.e.a.s. að veita einkabönkum aðhald og samkeppni.
Einnig gæti hann hýst hlutverk íbúðalánasjóðs,til eru svipuð sjónarmið í þingflokki Sjálfstæðisflokks.
A.m.k. hljóta stjórnmálamenn landsbyggðar að vera fylgjandi slíkum hugmyndum til að vernda hagsmuni landsbyggðar. Þá mætti leggja niður núverandi íbúðalánasjóð.

![]() |
Vilja afnema verðtryggingu á nýjum lánum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2015 | 12:00
Nú reynir á fjárfestingar hagsmuna aðila
- Hvað hefur verið borið mikið fé á stjórnmálamenn og kemur það að gagni í þessu flugvallamáli.
* - Ekkert er gert með hagsmuni fólksins sem býr umhverfis þennan flugvöll.
* - Hvað skyldi vera margir Jónar á Alþingi og í ráðherrastólum?
Það virðist vera svipað með aumingja Jón sem hér er í mynd og suma graðhesta landsins.
Þ.e.a.s. að það eru gjarnan margir menn saman sem eiga dýrustu graðhestanna. Iðulega er stofnað til formlegs rekstrarfélags um þessa dýrustu gradda landsins.
Það er ljóst að menn leggja ekki stór fé í það eiga hlut í graðhesti til þess eins að horfa á þá fylja hryssur um allar tryssur

Ummælin féllu í viðtali þar sem Stefán kynnti á málþingi um mútugreiðslur m.a. ...
![]() |
Segir að grípa þurfi til varna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2015 | 22:04
Ekki-frétt vorsins
- Það getur ekki komið neinum á óvart, að kröfuhafar í þrotabú föllnu bankanna fylgist með á Íslandi. Ísland er frjálst land.
* - Þeir væru auðvitað tómir í kollinum ef þeir gerðu það ekki því þeir hafa lagt mikið undir.
Þetta er ekkert nýtt á Íslandi en Sigmundur Davíð er ekkert að flagga því. En eigendur stóriðjufyrirtækjanna á Íslandi hafa gert þetta í áratugi og eru með menn að störfum til að fylgja sínum hagsmunum eftir.
Þeir halda einnig uppi hagsmunasamtökum á Íslandi og taka fullan þátt í pólitískum umræðum í landinu og hafa veruleg áhrif. Stóriðjumenn styrkja ákveðna stjórnmálaflokka á Íslandi sem eru þeim hliðhollir.
- Það er auðvitað vafasamt að þessir aðilar skuli vera svona valdamiklir í landinu
Hversu mikið hafa þessir stóriðjuaðilar styrkt Framsóknarflokkinn?
- Það hefur aldrei verið rannsakað hversu mikla peninga Alcoa bar á stjórnmálamenn og sveitarfélög fyrir austan. Það væri vissulega eðlilegt að gert væri. Það sama á auðvitað við um önnur slík fyrirtæki.
* - Það á bara að vera föst venja og óneitanlega væri gagnlegt að almenningur fengi að vita hvað það var sem tafði framkæmdir á Bakka við Húsavík.Hvað var það sem ESA gerði athugasemdir við? .
Sama má segja um fjölmörg fjölþjóðafyrirtæki sem fylgjast mjög náið með pólitík á Íslandi og eiga áhrifaríka tengla hér í landi.
Vitað er um a.m.k. tvo núverandi ráðherra sem hafa sótt ársþing Repúblikanaflokksins fyrir tveim árum. Það er nánast öruggt að þetta fólk hefur átt viðræður við að fulltrúa auðhringa á þessum ársfundi.
A.m.k. eru þessir ráðherrar mjög áhugasamir um selja svona aðilum ódýra orku á Íslandi.
Hversu mikið ætli þessir auðhringar hafi styrkt Sjálfstæðisflokkinn?

![]() |
Kröfuhafarnir njósna og sálgreina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 11.4.2015 kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2015 | 21:52
Sigur fyrir málfrelsið
Það er ekki hægt annað en að óska Snorra til hamingju með sigurinn í þessu ósmekklega máli.
Snorri Óskarsson var í dag sýknaður af kröfum Akureyrarbæjar þar sem bærinn krafðist þess að úrskurður innanríkisráðuneytisins frá 4. apríl 2014 yrði felldur úr gildi.
Innanríkisráðuneytið úrskurðaði að uppsögn Snorra frá störfum við Brekkuskóla þann 12. júlí 2012 væri ólögmæt.
Það er ekki þar með sagt að ég sé sammála Óskari um trúmál.
![]() |
Snorri í Betel sýknaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.4.2015 | 17:49
Verlag hefur hækkað í borginni fyrir áhrif mikils ferðamanna straums
Það er rétt sem Gísli Marteinn benti á fyrir ári og einnig margir fleiri:
- Mikilvægt væri þó að huga að þolmörkum borgarinnar og vísaði til ummæla Gísla Marteins Baldurssonar á síðasta ári þegar hann sagði Reykjavík eiga á hættu að verða rándýr túristagildra þar sem heimamenn snerust gegn ferðamönnum.
Svanhildur Konráðsdóttir segir mikilvægt að heimamenn sýni ferðamönnum áfram gott viðmót þar sem vinsemd borgarbúa væri meðal sérstöðu Reykjavíkur.
En Sif verður að gera sér grein fyrir því að íbúar Reykjavíkur geta ekki látið bjóða sér hvað sem er og ferðaþjónustuaðilar gera sig ótrúlega breiða í samskiptum sínum við borgarbúa.
Þessi mikli ferðamannastraumur hefur hækkað allt vöru- og þjónustuverð í Reykjavík, það er eitthvað sem borgarbúar muni ekki getað liðið endalaust. Það er allskonar núningur annar í gangi í borginni. Borgarbúar geta snúist gegn erlendum ferðamönnum eins og hendi sé veifað.
Eins verður almenningur hér að vera meðvitaður um að hann beri aukinn kostnað vegna ferðamanna með hækkuðum sköttum. Eins og staðan er í dag njóta erlendir ferðamenn ýmiskonar skattfríðinda á íslandi.
![]() |
Megum ekki snúast gegn ferðamönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2015 | 23:51
Öflugur forystumaður
- Fram er kominn nýr öflugur leiðtogi í verkalýðshreyfingunni sem er líkleg til að ná árangri og virðist hafa fulla trú á því sem hún er að gera.
Það er Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, það geislar af henni baráttu-gleðin enda hefur hún góðan málstað að verja.
Hún minnir mig óneitanlega ansi mikið á Bjarnfríði Leósdóttur sem nú er nýlega fallin frá.
Báðar mjög ákveðnar, leiftrandi greindar og bráð mælskar. Þær eiga það einnig sameiginlegt að setja fram hlutina í einfaldri framsetningu sem allir skilja. Þ.e.a.s. það grundvallarmál að allir geti lifað á dagvinnulaunum.
Hún á eftir að taka til hendinni og ég efast ekki um að félagar hennar fylkja sér á bak við hana.

![]() |
Atkvæðagreiðsla SGS hefst á mánudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 8.4.2015 kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2015 | 21:04
Þessi viðbrögð sakbornings ber vott um siðleysi að mati almennings
- Ég tel að Hæstiréttur hafi vaxið verulega í áliti meðal þjóðarinnar í heild sinni með þennan dóm á bankakörlunum.
* - Fólk sem var með milljónkrónur lögfræðinga á báðar hliðar. Farið var í allar mögulegar kúnstir til að reyna að spila með dómstólanna og almenningur varð vitni að hundakúnstunum.
* - En ef sakborningur telur að á sér hafi verið brotið fyrir réttinum getur hann auðvitað farið fram á endurupptöku málsins. Það réttur hvers einasta manns. Enginn á að vera dæmdur sekur sé hann saklaus.
Nokkuð sem sauðsvartur almúinn getur ekki, hann hefur ekki getu til að kaupa sér þjónustu dýrra lögfræððinga sem eru með hundruð þúsunda í tímakaup.
En ég skil vel að fólk sem alla daga gengur um í jólafötum lendi í vanda þegar hæstiréttur hefur dæmt það sem glæpamenn og þeir verði látnir dúsa í fangelsi til betrunar árum saman. Þessir menn voru nú vinir forsetans og tilheyrðu yfirstéttinni í landinu og töldu sig hafna yfir íslensk lög. Ég er viss um, að almenningur treystir niðurstöðu Hæstaréttar og fjölmargir eru á þeirri skoðun að dómarnir hafi verið of vægir.
Viðbrögð eiginkonunnar eru eins og við mátti búast úr þessum ranni, Því hvað á þetta ,,strangheiðarlega" og guðsvolaða fólk að segja börnunum sínum og barnabörnum?
Það er ómögulegt annað en að það finni einhver ráð. Þetta er auðvitað hneyksli að þeirra mati þar sem þetta fólk styrkti gömlu valdaflokkana um milljónir króna, það jafnvel árlega. Einfaldast er auðvitað að kenna öðrum um hroðann.
Það er nefnilega staðreynd að allir þeir sem hafa verið dæmdir í kjölfar hrunsins hafa allir verið alsaklausir að eigin sögn sem englar væru.
Dómstóllinn rak af sér slyðruorðið og sýndi þjóðinni að allir íslendingar eru jafnir fyrir íslenskum lögum og það er einnig staðreynd að Mannréttindadómstóll Evrópu breytir ekki niðurstöðu Hæstaréttar og heldur ekki niðurstöðu Landsréttar.
![]() |
Stendur við ummæli sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)