Færsluflokkur: Kjaramál

Vill láta launamenn losa um höftin á sínum herðum

 

  • Það hefur lengi verið sterkur vilji til þess hjá fjárfestum á Íslandi að varpa kosnaðnum af losun haftanna yfir á launamenn eða almenning landinu með snarpri gegngisfellingu.  

 

 

  • Losa þannig fjárfesta og stærri atvinnurekendur úr snörunni. 
    .
  • En launamenn eru að mestu saklausir af þeirri kollsteypu sem þjóðarbúið varð fyrir. 

 

Vandinn er bara sá, að þessir aðilar hafa ekki lagað til í eiginn ranni og enn hvíla óheyrilegar skuldir á íslensku atvinnulífi. Fyrirtækin hafi ekki greitt niður sínar ofurskuldir. Þeir hafa ætlast til þess að launamenn beri þennan skuldavanda á herðunum með því að fallast ´launalækkun enn eitt árið.

Rétt eins stóri samningur ASÍ og samtaka atvinnurekenda bíður upp á. 


mbl.is Lengingin flýtir ekki afnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugmenn hafa litla samúð hjá landsmönnum

 

  • Vegna frekar hárra launa sem þeir almennt hafa.
    .
  • Flugmenn hafa mjög sterka stöðu. Báðir samningsaðilar eiga jafna sök á því hvernig komið er. Flugfélagið mátti vita að í þetta stefndi en gerðu nákvæmlega ekkert í málinu. 
    .
  • Það er alveg öruggt að flugmenn munu ná markmiðum sínum, en það hafa þeir alltaf gert í gegnum árin. Lög hafa í raun lítil áhrif.   

Það er ljóst að flugmenn hafa samnings- og verkfallsrétt eins og flestir launamenn í landinu. Það er einnig ljóst að samtök atvinnurekenda ætlar sér ekki að semja við þessa stétt á þeim nótum sem flugmenn vilja.  Þeir  eiga í baráttu við ríkisvaldið um það setji lög á flugmenn. 


Skrýtin staða, flugmenn eru að reyna að ná samningum við flugfélagið sem hefur falið samtökum atvinnurekenda samningshlutverkið fyrir sína hönd. Þau samtök heimta lög á flugmenn rétt eins og þau gerðu þegar hlaðmenn áttu í sinni deilu og hásetarnir á Herjólfi.
 

Nú er staðan breytt,  íslenskir flugmenn eru eftirsóttir sem slíkir víða um lönd og þeir sem hópur getur auðveldlega farið úr landi. Þá er betra fyrir flugfélagið að semja.

En þetta varpar auðvitað skýru ljósi á óábyrg vinnubrögð samtaka atvinnurekenda í kjaramálum.  Í stað þess að gera þessi kjaramál að viðvarandi verkefni sem miðar að því að gera starfsfólk fyrirtækjanna ánægð með sín kjör og styrkja einnig fyrirtækin í sessi, eru þessi átaka-vinnubrögð tíðkuð sem minna óneitanlega á vinnubrögð síðan á 19. öldinni í nágrannalöndunum. 

  • Það má alveg minna á það, að núverandi ríkisstjórn á ekki sök á þessari deilu, en ég held að skynsamlegt væri ef sett eru lög á þessa deilu að farið verði með málið í gerðardóm sem m.a. frestaði deilunni um nokkura mánaða skeið en sanngjörn launaækkun á móti.
    .
  • Flugmenn starfa á alþjóðlegum vinnumarkaði, það verður ekki framhjá litið.
    .
  • Með í slíkri frestun væri krafa um að aðilar gerðu eðlilegan samning til lengri tíma. 

 


mbl.is Lög á flugmenn ekki útilokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristján man þetta auðvitað eins og ég

 

  • Við erum ekki búnir að gleyma loforðinu, sem var lofað forðum af núverandi stjórnarflokkum.
    .
  • Að peningarnir sem fengust fyrir ,,Símann" 60 mlljarðar færu í það að byggja nýjan Landsspítala. Þetta var boðskapur þeirra félaga Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar þegar þeir seldu það fyrirtæki. 
    .
  • Þessir peningar eru auðvitað fyrir hendi og hafa verið ávaxtaðir hressilega því ekki hafa þeir verið notaðir til að borga aðra fjárfestingu

 


mbl.is Vandinn snýr ekki að fjármögnuninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það yrði af því mikill skaði

 

  • Ekki síður yrði af því mikill sjónarsviptir
  • Ef Hanna Birna færi úr þessu embætti.

 

 


Ég vil hafa hana þarna sem lengst. Hanna Birna eins og Vigdís Hauksdóttir eru ómissandi táknmyndir fyrir þá flokka sem þær tilheyra. Þær eru glæsilegir fulltrúar fyrir sitt fólk og ekki síður dæmigerðar fyir tegundina.

Hún gerði mörg mistök þann stutta tíma sem hún var borgarstjóri  og mun henni  einnig verða hált á svellinu í þessu ráðuneyti.

Sneypulegust var tilraun hennar til þessa er þegar hún fór aftan að formanni sínum og reyndi að hrekja hann formannssætinu hjá flokknum.

 

Guð blessi Ísland 


mbl.is Vilja að Hanna Birna segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki vantar gorgeirinn í kallinn.

 

  • Það er ekki beinlínis óalgengt að stjórnmálamenn og þá sérstaklega af eldri kynslóð geri sig breiða þar sem þeir gera gjarnan mikið úr litlu.  

  • Grobbið er yfirgengilegt hjá þessum Guðna Ágústsyni.

 

Þessar setningar eru líkar kallinum.:
„Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn í Reykja­vík virt­ist í tölu­veðri neyð og ég er fram­sókn­ar­maður af lífi og sál, ég fór út á víg­völl­inn og gekk út á dekkið,“

Eða þessi:
„Ég er bú­inn að plægja ak­ur­inn eins og góður bóndi að vori.“

Guðni telur sig vera bjargvætt Framsíknarflokksins í Reykjavík. Sannleikurinn er auðvitað allur annar.  Framsóknarmenn í Reykjavík höfnuðu kallinum.  Formaður Framsóknarflokksins hafnaði Guðna. Einnig hagsmuna aðilarnir á landsbyggðinni sem eiga sér flugvél til að leika sér á.

 

 

Þ.e.a.s.  karlarnir sem eru með hjartað í brókunum og krefjast þess að flugvöllurinn taki þetta ógnarflæmi um aldur og ævi sem er Vatnsmýrin. Fyrir örfáa montkalla á landsbyggðinni, landið sem er dýrmætasta og mikilvægasta byggingarland borgarinnar næsta áratuginn.

 

Þá höfnuðu Reykvíkingar Guðna alfarið sem sást t.d. á stjórnmálaumræðunni sem varð til um þetta sem hugsanlega hefði getað orðið. Það er auðvitað ekki skrýtið þar sem Guðni hefur alla tíða unnið gegn hagsmunum Reykvíknga, t.d. í landbúnaðarmálum.

Svo sérkennilega vildi til að ég var á fundi með nokkrum gegnheilum Framsóknarmönnum sem hafa verið í samstarfi með Guðna m.a.. Þeir voru öskureiðir vegna þessa framferðis karlsins.

 

Það eina sem Guðna tókst að gera var að selja nokkrum hagsmunaaðilum flokksframboðið í Reykjavík, eins og þessi flokkur hefði engin stefnumál. Verðið hefur væntanlega verið einhverjir 30 silfurpeningar. 


mbl.is Guðni: „Ég plægði akurinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunaaðilar á búsettir á landsbyggðinni með pólitískan áróður gegn hagsmunum Reykvíkinga

Njáll Trausti Friðbertsson  Akureyri

Ég er rúmlega fertugur flugumferðarstjóri, viðskiptafræðingur og varabæjarfulltrúi á Akureyri. Kvæntur og á tvo drengi. Sit í stjórn Norðurorku, framkvæmdaráði og fasteignum Akureyrar. Varamaður í bæjarráði og stjórnsýslunefnd.

 

  • Hann er með hjartað á Reykjavíkurflugvelli og greinilega ekki auralaus. Heldur uppi hagsmunabaráttu gegn hagsmunum Rekvíkinga.  

 

Ásamt daglegum störfum sem flugumferðarstjóri hef ég komið að uppbyggingu fyrirtækja sem fyrst og fremst tengjast ferðaþjónustunni. Ég hef einnig komið að rannsóknum í ferðaþjónustu og skýrslugerð tengdum ýmsum samgöngubótum.

Ég hef mikin áhuga á þeim málefnum sem falla undir umhverfis- og samgöngunefnd, með sérstakri áherslu á samgöngumál og mikilvægi þeirra í uppbyggingu landsins. Í umhverfis- og samgöngunefnd má reikna með að stór og mikilvæg málefni verði til umræðu á komandi árum.

Umhverfismál, frekari tilflutningur verkefna frá ríki til sveitarfélaganna og samgöngumál í sínum víðasta skilningi eru allt verkefni sem falla undir nefndina og mikilvægt að vel sé unnið í þessum málaflokkum á næstu árum. Ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum í þeirri vinnu.

Hótel Rangá ekki lengur Icelandair Hotel – samstarfssamningi við eiganda sagt upp

rangaIcelandair hefur sagt upp samstarfssamningi sínum við Hótel Rangá en aðaleigandi þess er Friðrik Pálsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landssímans og SÍF. Friðrik staðfesti þetta í samtali við Eyjuna í dag. „Það er rétt. Þeir gerðu það.“ Hann vill þó ekki upplýsa um ástæður riftunarinnar. „Er ekki best að þeir svari því, þessir herramenn?“

Samkvæmt heimildum Eyjunnar er ástæða uppsagnarinnar óánægja Icelandair með framkvæmd Friðriks og félaga á Hótel Rangá á samningnum, en þeir vilja meina að farið hafi veri allt of frjálslega með Icelandair Hotels stimpilinn. Hann hafi í óleyfi verið notaður til að leigja út gistirými sem ekki standi undir þeim kröfum sem Icelandair setji. Tekið skal fram að ekki átt við sjálft Hótel Rangá, en það þykir hið besta hótel. 


mbl.is Felldu eigin tillögu í borgarráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér sést hugsunarháttur gamla valdsins á Íslandi.

  • En Guðni segir í samtali við Morgunblaðið að SAM krefjist þess að málið verði tekið upp. 
    .
  • Hann vilji vita hverjir stóðu að tillögunni, hver tilgangur hennar væri og af hverju ekki var haft samband við helstu hagsmunaaðila áður en tillagan var lögð fram.

Það er auðvitað lífsins ómögulegt að skilja hvers vegna Guðni vill vita hverjir það voru sem flutti tillögur um breytingar á högum landbúnaðarins á markaði innanlands.

Nema að hann ætli sér að rassskella þessa menn opinberlega. 

Þetta er maðurinn sem ætlaði sér svo sannarlega í framboð í Reykjavík með hagsmunaaðilum í atvinnurekstri á landsbyggðinni. En nú eru þessir flugrekstraraðilar komnir í framboð fyrir flokkinn til að vinna gegn hagsmunum almennings í Reykjavík í flugvallarmálinu. 

Reykvíkingar höfnuðu Guðna og einnig flokkssystkyni hans í Reykjavík.

mbl.is Íhuga stöðu sína innan SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sáttasemjari verður að sinna sínu hlutverki

  • Samtök atvinnurekenda hafa þegar byrjað gríðarlegan áróður sem á að byggja undir þann undirróður, að kostnaður vegna kjaradeilunnar sé einn milljarður á dag vegna aðgerða flugvallastarfsmanna. M.ö.o. þeir reyna að varpa ábyrgðinni á launamenn.

  • Blaða-og fréttamenn gleypa við þessum áróðri eins og hann sé sannur og réttmætur. Allir vita að þessi vinnudeila er fullkomlega lögleg auk þess sem launamenn hafa farið mjög hægt á stað í aðgerðir. 

En aðilar að kjaradeilunni eru tveir, þ.e.a.s. launamenn í 400 manna stéttarfélagi sem stendur eitt og óstutt í þessari baráttu. Þetta eru félagar í ASÍ og ljóst er að heildarsamtök launamanna á almennum vinnumarkaði kýs að snúa baki við þessum félögum sínum. 

M.ö.o. ASÍ svíkur þessa félaga sína vegna þess að sambandið hefur kosið að standa frekar með samtökum atvinnurekenda. Þetta er bara eitt af mörgum dæmum í gegnum tíðina þar sem ASÍ svíkur sína. Það ætti að sýna það kýrskýrt hversu vafasamt það er að ASÍ sjálft sé samningsaðili í kjarasamningum.

Hinn aðilinn eru samtök atvinnurekenda sem treysta því að ríkisstjórnin muni setja lög á vinnudeiluna og þeim sökum telja þeir sig ekki þurfa að ansa þessu fólki. Ef það er einhver kostnaður sem fellur til vegna deilunnar er það einnig jafnstór ef ekki stærri sök atvinnurekenda. 

Sáttasemjari getur sett fram miðlunartillögu við þessar aðstæður sem færi bil beggja aðila. Það er fullkomlega eðlilegt og nauðsynlegt við þessar aðstæður. Ef aðilar höfnuðu slíkri tillögu væri rétt til athugunar að setja lög á deiluna er gerði ráð fyrir svipaðri launahækkun og miðlunartillagan gerði ráð fyrir. 

Ef ríkisstjórnin færi niður fyrir það er ljóst aðhún tekur afstöðu með öðrum aðilanum. Þá verður að segja eins og er, að þetta eru mjög einkennileg vinnubrögð hjá samtökum atvinnurekenda. Viðræður um nýjan kjarasamning hefði hátt að hefjast fyrir hálfu ári síðan. 

Ríkissáttasemjari verður að vinna vinnuna sína og framsetning miðlunartillögu er nauðsynleg við aðstæður sem þessar.

mbl.is „Vonandi góðar fréttir á morgun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostuleg orðræða og engin gerir athugasemdir!

 

  • Framkvæmdastjóri samtaka atvinnurekenda segir kjarasamning framhaldskólakennara geta spillt fyrir viðræðum á almennum vinnumarkaði.
    .
  • Þetta er auðvitað trú margra án þess að þeir menn hafi grundað þá afstöðu sína, heldur bara kokgleypt áróður hagsmunaaðila í þessum efnum.

 

Ég er á þeirri skoðun að sú mikla miðstýring sem hefur viðgengist í kjaramálum frá 1990 hafi skaðað mjög alvarlega íslenskt efnahagslíf, þótt þjóðarsáttarsamn-ingarnir hafi á sínum tíma verið skynsamleg nauðvörn. Enda gerð í skjóli laganna frá því í maí 1983.

Samtök atvinnurekenda og stjórnmálaflokkur þessara samtaka tala fjálglega um nauðsyn frelsi í atvinnurekstri. Þar sem verðlag sé algjörlega frjálst og athafna-frelsi einnig en þó innan ákveðins ramma.

Þeir básúna um nauðsyn á frjálsri samkeppni, um frjálst flæði fjármagns fram og aftur og um frjálsa vexti bankanna. Þá eru þeir í algjörri andstöðu við að þjóðin í heild sinni komi nálægt atvinnurekstri í hvaða mynd sem er.

Þessi stefna hefur í áratugi stórskaðað íslenskt efnahags- og atvinnulíf. Þessi samtök eru ekki fylgjandi frjálsu atvinnulífi með frjálsum launamönnum er hafa frelsi til samninga með framgangi stéttarfélaga sinna.

Opinberlega eru launataxtar verkalýðshreyfingarinnar miðstýrt verk samtaka atvinnurekenda sem hnoða helstu stéttarfélög ófaglærðra að vild sinni, ár eftir ár.

Vilji einhver stéttarfélög fara aðrar leiðir er kafbátaforingjum atvinnurekenda óðara beitt bak við tjöldin og Mogginn tekur upp gömlu taktanna úr skúffunum sem enn virka og tekur upp sinn flughernað. En flugherinn er auðvitað áróðursmaskínan sem hefur innbyggðar nokkrar stillingar.

Nú fara að berast raddir hvaðanæva um hversu óábyrgir þessir launamenn eru og fram koma stútungs kerlingar í vesturbænum og gera kröfur um að sett verði lög á verkfallið. Ekkert er spáð í það hvort kröfur þessara launamanna séu eðlilegar og einnig aðgerðir þeirra. Alls ekki er minnst á þá staðreynd, að það eru jafnan tveir aðilar sem eru að reyna að ná samningum.

Það er staðreynd, að samningar kennaranna skapa von fyrir íslenskt efnahags- og atvinnulíf.

Menn skyldu líka taka eftir því, að samtök atvinnurekenda voru í bakavarðarsveit ríkisstjórnarinnar í kjarasamningagerð ríkisins við kennara. Eða það er e.t.v. þægilegra að loka augunum fyrir þeirri staðreynd.

Menn eiga líka að átta sig á þeirri staðareynd, að í hvert skipti sem SA verður að gefa eftir í stefnu sinni í kjarasamningum gagnvart einhverjum hóp semja þeir um, að geta sagt að samningurinn falli innan ramma almennra kjarasamninga.

Í raun veit almenningur í raun ekkert um hvað var samið því það eru nánast alltaf óopinberir baksamningar í gangi.

M.ö.o. ógagnsætt, nokkurskonar neðanjarðarhagkerfi er haldið gangandi með þessum hætti og beina framhaldið og hámarkið er hið svarta neðanjarðarkerfi.

Kjarasamningar framhaldsskólakennara gætu spillt fyrir viðræðum um langtímasamning á almennum vinnumarkaði, segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, jafnvel þótt launahækkanir...
RUV.IS


mbl.is Gæti skapað hættulegt fordæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lengi tekur Reykjavík við

 

  • Þetta er nýja umhverfisverndarstefna Framsóknarflokksins sem felst í endurnýtingu á gömlum útjöskuðum stjórnmálamönnum. 

Það er þekkt, að fjöldi fólks helst ekki við á landsbyggðinni og flýr hingað í sollinn eins og margt landsbyggðarfólk á til að tala um mannlífið í borginni.  



Reykvíkingar eru þekktir fyrir að taka vel á móti landsbyggðarfólki sem kýs að flytjast til borgarinnar og býður það velkomið til búsetu eins og ekkert sé. Þótt iðulegast sé um að ræða fólk sem er að komast af vinnualdri eða komið á eftirlaun og mun því verða birði á  útsvargreiðendum borgarinnar.  

Nú leita framsóknarmenn logandi ljósi að frambjóðanda fyrir flokkinn á örlagastundu. Flestum steinum er nú velt við. Nú hafa þeir fundið gamla kýrkyssarann sem þykir líklegastur til að framkvæma kraftaverkið en hefur sest í helgan stein innan borgarmarkanna.   Hann mun væntanlega beita sér fyrir sérstökum fánahyllingum í grunnskólum verði hann kjörinn.

Guðni á sér feril og hann er einn af hrunköllunum.  Hann vissi fyrir kosningar 2007 að fyrir þjóðinni ætti eftir að liggja að verða fyrir mjög alvarlegri koll-steypu sem hefði getað skutlað okkur sem þjóð á svipað stig og Kúbverjar búa við.  Þáveranda ráðamenn kusu að leyna þessari staðreynd fyrir þjóðinni 2007. Þá verandi  forsætisráðherra hefur einmitt hlotið dóm vegna málsins.

Guðni slapp, hann hljóp út af Alþingi í nóvember 2008 og fór til Kanarí og kom aldrei aftur inn á þing enda kominn með vænlegan eftirlaunarétt. Hér kemur ferillinn:
Guðni Ágústsson (f. á Brúnastöðum í Hraungerðishreppi 9. apríl 1949) er framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM), fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi formaðurFramsóknarflokksins.

Guðni tók við formennsku flokksins eftir afsögn Jóns Sigurðssonar hinn 23. maí 2007 og gegndi formennsku í tæpa 18 mánuði. Hann var alþingismaður á árunum 1987 til 2008.

Guðni var formaður Félags ungra framsóknarmanna í Árnessýslu 1972-75. Hann starfaði sem mjólkureftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna árin 1976-1987.

Hann sat í stjórn Hollustuverndar ríkisins 1982-86 og bankaráðs Búnaðarbanka Íslands 1990-98, þar af var hann formaður 1990-93.

Hann var landbúnaðarráðherra frá 28. maí 1999 til 24. maí 2007.

17. nóvember 2008 sagði Guðni af sér þingmennsku og formennsku í Framsóknarflokknum. Við formennskunni tók Valgerður Sverrisdóttir en Eygló Harðardóttir tók við þingsæti Guðna í Suðurkjördæmi“.

Á þessari ferilskrá sést að þessi aðili hefur alla tíð í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar nú fyrir og eftir aldarmótinn verið innsti kall í búri þeirrar ríkisstjórnar og vissi sem hægt var að vita um kollsteypuna og hann forðaði sér með skottið milli fótanna þegar á reyndi.

Hann á auðvitað eftir að fá fylgi þeirra sem vilja taka hagsmuni stórbossa á landsbyggðinni fram yfir hagsmuni almennings í Reykjavík í skipulagsmálum hvað flugvallarsvæðið varðar.

Þá þykir Guðna vænt um einkabíliinn og stóra traktora. Ef hann fengi að ráða færu fljótlega að sjást gamlar kýr á eftirlaunum sposserandi á strætum miðborgarinnar einkum í kringum ráðhúsið og á Austurvelli og þannig getur hann efnt gamalt kosningaloforð við Búbót gömlu í efri-hrepp. Hann mun koma upp vistheimilum fyrir slíkar kusur og mun Jón vinur hans Sigurðsson aðstoða í slíkum rekstri. 


mbl.is Hefur rætt við Sigmund um framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband