Færsluflokkur: Kjaramál
16.4.2014 | 13:05
Vafasamur samningur
- Það er fullkomlega eðlilegt að ungt fólk í vinstri flokki telji að ríkja eigi fullkominn aðskilnaður á milli ríkis og þjóðkirkjunnar. A.m.k. að það ríki fullkomið jafnrétti milli trúfélaga gagnvart ríkisvaldinu og þá eftir vægi trúfélaga í íslensku samfélagi.
Trúfrelsi í mínum huga nær ekki aðeins til einstaklinga t.d. innan þjóðkirkjunnar sem hýsir fólk með aðeins mismunandi trúarskoðanir, sem ég tel fullkomlega eðlilegt enda þjóðkirkja. En einnig skal hún hafa ýmsar skyldur gagnvart öðrum trúfélögum.
Helsti óvinur kirkjunnar er auðvitað sú tilhneiging hennar til að starfa sem stofnun enda var þjóðkirkjan fyrir örfáum árum ríkiskirkja og henni var stjórnað af landsfeðrum Íslands og þar áður af danska kónginum.
Áður var ekki trúfrelsi á Íslandi og voru það einmitt pólitískir ráðamenn sem réðu því hvaða trúarbrögð þegnarnir ástunduðu að viðlögðum dauðarefsingum.
Því eru þessar fullyrðingar ritstjóra Fréttablaðsins vafasamar:
Það fyrirkomulag er oft kallað ríkisstyrkur og mismunun, en á sér rætur í meira en þúsund ára sögu, þar sem kirkjan varð stærsti jarðeigandi á Íslandi. Hún hefur þannig sérstöðu sem ekkert annað trúfélag hefur. Greiðslan byggir á samningi ríkis og kirkju um jarðirnar frá 1997.
Það gæti verið kostur fyrir kirkjuna að rifta samkomulaginu og slíta alfarið þessu praktíska samstarfi við ríkisvaldið. Það myndi að minnsta kosti eyða misskilningnum um ríkisstyrkta kirkju. Það myndi hins vegar þýða að kirkjan yrði að fá bætur fyrir jarðirnar, sem gæti orðið dálítill hausverkur að reikna út.
Til þess að þetta geti staðist í nútímanum verður þá að sanna það, að kirkjan hafi eignast þessar jarðir fullkomlega heiðarlega samkvæmt nútíma skilningi á því hvað telst vera heiðarlegt og eðlilegt.
Þetta verður aldrei sannað og því er í meira lagi hæpið að þessi samningur frá 1997 standist, þegar hagsmunaaðlar voru að véla um þessi mál. Þegar þessi vélráð voru framin höfðu verðmæti jarða rýrnað mjög og ýmsir sóknarprestar setið þessar jarðir leigulaust og prestar í þéttbýli notið sambærilegra húsnæðis-fríðinda.
Það eina sem er heiðarlegt í þessu máli er, að öll trúfélög á Íslandi njóti verðmæti þessara jarða. Þar sem það var ríkiskirkja sem átti þessar jarðir og þar með öll þjóðin. En öllum íbúum landsins bar að tilheyra ríkiskirkjunni að viðlögðum þyngstu refsingum.
Því voru jarðirnar í raun í eigu þjóðarinnar.
Eðlilegast væri og heiðarlegast, að öll trúfélög í landinu fái styrki til að hafa presta þjónustu sinni. Þetta yrði að fara eftir fjölda þeirra sem telja sig tilheyra hverjum og einu trúfélagi og eftir getu ríkisins til að styrkja trúarlíf landsmanna.
Vert er að muna, að sagan er aldrei alveg rétt.
Við sem höfum llifað síðustu 6 árin með fulla rænu, höfum tekið eftir því hvernig hagsmunaðilar eins og stjórnmálaflokkar eru í því að reyna að breyta sögunni. Eitt er víst að að ráðandi öfl verða innan tvegjja áratuga búnir að falsa mjög alvarlega opinberar söguskýringar á aðdraganda hrunsins og á ástæðum fyrir því að það helltist yfir þjóðina.
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2014 | 15:09
Lögbrot framið á Alþingi
Alþingismaður stígur í ræðustól Alþingis og rífur í sundur þrjá peningaseðla. Slíkt athæfi er auðvitað lögbrot þar sem þjóðin (ríkið í umsjón seðlabankans) á hvern seðil og hverja mynt sem er í umferð á hverjum tíma og er tákn fyrir verðmæti í íslenskum krónum.
Alþingismaður stígur í ræðustól Alþingis og rífur í sundur þrjá peningaseðla. Slíkt athæfi er auðvitað lögbrot þar sem þjóðin (ríkið í umsjón seðlabankans) á hvern seðil og hverja mynt sem er sem er í umferð á hverjum tíma og er tákn fyrir verðmæti í íslenskum krónum.
Enginn efast um að þingmaðurinn átti þetta verðmæti enda sannaði hann það með því að sýna seðlanna. Hann getur síðan límt seðlana saman með límbandi og fengið seðlanna útleysta með nýjum seðlum eða öðru verðmæti.
Seðlabankinn eyðir tugum milljónum á hverju ári til að viðhalda myntinni sem er mjög kostnaðarsamt. Það er ólíðandi að alþingismaður standi upp í ræðustól Alþingis og fremji slíkt afbrot.
Það er einnig óþolandi að forseti Alþingis skuli ekki hafa ávítað þingmanninn alvarlega og eða jafnvel kært hann. Svona framkoma er alvarleg og sýnir mjög óábirga framkomu.
Því er þekkingaleysi ráðherrans aukunnarvert (hann sem er kennarasonur) eins og fram kemur í þessari setningu:
Ég treysti því að þeir peningaseðlar sem hér voru rifnir hafi verið í einkaeign þingmannsins, sagði Illugi ennfremur. Honum væri vitanlega frjálst að fara með eigin fjármuni eins og honum þóknaðist.
Seðlarnir sjálfir eru ekki fjármunir þingmannsins, þeir eru tákn um fjármuni hans.
Síðan límir þingmaðurinn seðlana saman, en gjörningurinn er sá sami. Þrír seðlar skemmdir viljandi af aðila sem ber að vera til fyrirmyndar í samfélaginu
![]() |
Reif 10.000-kalla í sundur á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.4.2014 | 15:01
Kemur á óvart
- Ég sem hélt að helmingur kjósenda sem kusu þessa flokka til ábyrgðar væru yfir sig ánægðir
En samkvæmt nýrri könnun MMR. Segir fjórðungur aðspurðra sagðist hvorki ánægður né óánægður. Aðeins 27,5% eru ánægðir með skuldafrumvarp ríkisstjórnarinnar.
Er nema von að þessir fórnfúsu menn hugsi sem svo
er þessi þjóð aldrei ánægð með neitt sem við persónulega gerum fyrir hana
Að vísu hef ég aldrei tekið mark á skoðannakönnunum þessa fyrirtækis sem ég hef á tilfinningunni að sé aðeins skúffufyrirtæki Moggans.
Það er a.m.k. ekki einkennleikið hvað flestar niðurstöður eru þekkilegar fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Eftir því sem ég best veit eru álitsgjafar þessa aðila handvaldir til að gefa sitt álit.
Ekki það, að ég hafi nokkurntíma reiknað með því að eitthvað bitastætt kæmi út úr þessu kosningaloforði. Það var of glæsilegt svo það gæti staðist.
En ég allar götur frá 1963 er ég þurfti að sjá fyrir mér og mínum hafa þessir flokkar sem bera ábyrgð á þessari ríkisstjórn aldrei hyglað launamönnum í þessu landi, heldur alltaf aukið við skattbirði launamanna sí og æ.
Nú hefur traust almennings gjörsamlega hrunið á núverandi stjórnarflokkum og loddaraskapurinn gengur gjörsamlega fram af fólki.
![]() |
27,5% ánægð með skuldafrumvarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2014 | 14:05
Náungarkærleikurinn stendur ævinlega fyrir sínu
- Þetta er auðvitað alveg eðlileg hugleiðing hjá borgarstjórn Olslóar. Nóg hafa norðmenn styrkt okkur íslenska þjóð í gegnum tíðina.
. - Nú er svo komið að Reykjavík er sjálfum nægt um grenitré sem ná góðri hæð. Skynsamlegast hefði verið að nota lifandi tré fyrir jólaljósin.
Það er gjörsamlega út í hött að hræra makrílnum saman við þetta mál. Makrílmálið eri er auðvitað kennslubókardæmi um hvernig fer þegar hagsmuna aðilar stjórna viðræðum við vinveitt nágrannaríki um viðkvæm hagsmunamál.
Það voru ekki þjóðirnar sem voru að takast um þennan fisk, heldur útgerðirnar í þessum löndum. Eins og það er nú skynsamlegt eða hitt þó heldur.
Það þýðir ekkert að ergja sig vegna stöðu Lundúnaborgar, englendingar þurfa á þessu gjafmildi að halda. Við Íslendingar ættum að skoða hvernig við getum stutt við þessa þjóð með því að færa þeim eitthvað fallegt fyrir jólin.
![]() |
Íslendingar fá ekki fleiri jólatré |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2014 | 16:14
Allir flokkar eru sammála um að hafa skatta lága
- En flokkarnir eru ekki sammála um hverjir eiga að greiða skattana og í hvað skattféð skuli fara. T.d. vilja vinstri flokkarnir að allir þegnar samfélagsins standi jafnfætis er varðar skattagreiðslur.
. - Þ.e.a.s. að allir séu álíka lengi að vinna fyrir þeim sköttum sem þeir greiða. Er getur vissulega þýtt að miklir hálaunamenn greiði örlítið fleiri krónur í skatta.

Upp úr aldamótunum er Davíð var forsætisráðherra voru skattar á launamenn í sögulegu hámarki, á meðan hálaunamenn með fjármagnstekjur og eigendur fyrirtækja greiddu innan við fimmtungs hlutfall í skatta miðað við launamenn sem greiddu um 44% af sínum brúttótekjum.
Núna ætlar þessi flokkur að lækka skatta á atvinnurekendum og þeim sem aðeins greiða skatt af fjármagnstekjum.
Þá ætlar ráðherran að láta atvinnurekendum í té fjármuni launamanna sem heitir tryggiingagjaldið. Það eru raunar launamenn sem greiða þetta fé með vinnusinni.
Ég er raunar bara eftirlaunamaður hef ekki orðið var við skattalækkun en lífeyrir minn hefur hækkað um 10000 kr. Eins og hann átti að gera. En ég er þakklátur fyrir að þessari hækkun var flýtt. En þetta voru eins og við vitum hrunskerðingar sem launamenn hafa nánast einir borið.
En ég held að allir séu sammála um, að nauðsynlegt er að fara yfir tollamál og vörugjöld ásamt virðisaukaskattinn. Alltaf er auðvitað mismunandi áherslur um þessa skatta. En Framsóknarflokkurinn er líklega eini flokkurinn sem ekki vill hrófla við þessum sköttum.
Ég tek eftir því, að ráðherrann kallar veiðigjöldin skatta. Eins og allir vita eiga þetta að vera greiðslur fyrir aðgang að auðlindinni. Líklega mun þessi sami ráðherra kalla hækkun á þjónustugjöldum í heilbrigðiskerfinu skatta en ekki þjónustugjöld.
Þessi verðmiði er reyndar afar hæpinn, vegna þess að allirþessir peningar áttu að verða til þess að kosta ákveðna hluti. Þá vaknar spurningin um hverjir eigi að borga.
Ég vil benda á það sem forseti ASÍ segir um þessar skattahugmyndir Bjarna
Áhersla á skattalækkanir ekki reynst vel
![]() |
Bjarni Ben: Skattar munu lækka frekar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 6.4.2014 kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2014 | 13:12
Þvílíkt bull
- Hvernig á stjórnmálamaður að axla ábyrgð sem ber enga ábyrgð?
Jafnvel þótt byggingabraskarinn væri inni í borgarstjórn myndi hann ekki getað axlað ábyrgð á einu eða neinu. Einn áhrifalaus húsasmiður, sem ekki einu sinni hittir naglan á höfuðið.
Það er hægt að nota þetta orðasamband ef viðkomandi væri að segja af sér feitu ráðherraembætti eða að gefa frá einhverja stórkostlega hluti vegna sinna grundvallarsjónarmiða. Þ.e.a.s. vegna réttlætis.
Hér á það ekki við.
Flokkssystkyni Óskars hafa borið á borð fyrir landsmenn stórkostleg loforð sem enginn fótur var fyrir og í raun bara ýkjur og lygar. Slíkt gengur bara ekki upp nú, í borgarstjórnarkosningunum.
Það eru komnir fram nýjir miðflokkar í borginni sem fylla þörfina fyrir miðflokka.
![]() |
Flokksmenn í Reykjavík ráða þessu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2014 | 23:08
Starfsmenn á Herjólfi voru ekki í verkfalli
En það er óleyfilegur gjörningur að tilkynna á vinnustað að maður sé veikur ef maður er ekki veikur til þess eins að taka sér frí frá vinnu. Slíkt er mjög alvarlegt brot á kjarasamningum sem ekki má líðast. Það eru til aðrar leiðir til að takast á við fyrirtækið
Þessir menn voru ekki í verkfalli, þeir neituðu bara að vinna yfirvinnu. Það geta allir neitað því að vinna yfirvinnu hvenær sem er. Það er persónulegur réttur hvers sem er. Alþingi hefur tæplega vald til að skipa mönnum að vinna yfirvinnu undir þessum kringumstæðum.
Það þarf ekki að tilkynna um slíkt til opinberra aðila ef um fyrirvara er að ræða er það mál sem unnið er úr, á vettvangi fyrirtækisins og er í eðli sínu vinnustaðasamningur en ekki kjarasamningur.
Af þeim ástæðum er vafasamt að þessi lög frá Alþingi sem skylda menn til að vinna yfirvinnu standist stjórnarskrá. Það er einfaldlega mjög vafasamt að Alþingi hafi lögsögu um slíka vinnustaðasamninga. Það er a.m.k. full ástæða til þess að láta reyna á það fyrir félagsdómi.
Starfsmenn á Herjólfi eru láglaunamenn á margfalt lægri launum en meðalaun sjómanna á fiskiskipum t.d. í Vestmannaeyjum.
Það er hverjum og einum hollt að vera ekki með gífuryrði um þetta mál sem væri hverjum þeim sem gera sig seka um slíkt þeim sjálfum mikillar minnkunnar. Líklega hafa einhverjir alþingismenn verið með gífuryrði í umræðunum um þessi lög.
![]() |
Hópveikindi litin alvarlegum augum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2014 | 17:56
Ólýðræðislegt ofbeldi og ódulbúin hótun gagnvart t.d. kennurum
- Ef eitthvað getur talist vera ofbeldi, er það þegar ríkisvaldið grípur til þeirra ráða að setja lög á fullkomlega löglegar aðgerðir Verkalýðsfélags til að ná eðlilegum kjarabótum fyrir sína félagsmenn, sem er láglaunafólk.
. - Vert er að hafa í huga, að launamenn hafa verulega skert samningsfrelsi á Íslandi og skertan verkfallsrétt miðað launamenn í löndum sem við erum vön að bera okkur saman við

Í gær hrópaði Pétur Blöndal á Alþingi að yfirvinnubann háseta á Herjólfi væri ofbeldi af grófustu gerð. Oft hefur Pétri höndlast betur sannleikan en í þetta sinn. Það er öllum ljóst sem eitthvað fylgjast með í verkalýðsmálum, að samtök atvinnurekenda ætluðu sér aldrei að ræða við hásetanna um kjarabætur umfram þessar 2,8%.
Ekki bara það, að það er einnig ljóst að atvinnurekendur höfðu í hendi sér loforð frá ríkisstjórninni að þessi aðgerð háseta yrði brotin niður með lögum. M.ö.o. ríkisstjórnin hefur ákveðið að samtök atvinnurekenda hefðu sjálfdæmi um hvernig kjaramálin allra stétta þróast þau fjögur ár sem stjórnin tórir.
Ráðherra-ómyndin sagði í ræðu sinni að þetta væri vegna almannahagsmuna, en slík fullyrðing stenst enga skoðun þar sem skipið var í siglingu alla daga einu sinni á dag. Þá eru flugsamgöngur í fullum gangi og auðveldlega hefði mátt senda varning með öðrum skipum Eimskips. Hér voru það fyrst fremst hagsmunir nokkurra fyrirtækja sem ríkisstjórninni var í mun að varðveita.
Ég tel reyndar vafasamt hjá þessu fólki a grípa til þess ráðs að tilkynna veikindi. Miklu sterkara er sem er bæði löglegt og mjög viðráðanlegt í ekki stærri hópii manna en þarna er um að ræða.
Það er að hægja á allri vinnu um borð í skipinu og miða hana við það sem hásetar telja að útgerðin greiðir fyrir. Einkum vegna þess einnig að undanfarin misseri hefur verið fækkað verulega í áhöfninni. En það hlýtur að verða skoðað eftir þessa ósvífni.
Þessi lög eru einnig óvenju ósvífin, því oftast hefur löggjafin þegar hann hefur gripið ofbeldid eins og þessa er þessi aðgerð ber með sér. Þá hefur verið ákveðið að fólk sem lendir í slíku, að það fengi rúmlega þær hækkanir sem til boða hefur staðið.
Einnig mætti alveg álykta sem svo, að þessi lög væru til þess fallin til að senda skilaboð til kennara sem hafa talsverða reynslu af því að fá á sig lög í kjaradeilum af hendi þessara núverandi stjórnarflokka. Einmitt þeir stjórnmálaflokkar sem hafa verið ákafastir í því að skerða réttindi launafólks.
![]() |
Hópveikindi hjá Herjólfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.3.2014 | 13:58
Umræðan í baklandinu
- Það virðist sem stór hluti þjóðarinnar sé á einu máli um að Davíð Oddsson sé óheiðarlegur stjórnmálamaður.

En menn mega ekki gleyma því, að þorsteinn var vart nema snoppufríður unglingur þegar hann varð allt í einu framkvæmdarstjóri heildarsamtaka atvinnurekenda. Honum var vart vaxin grön. Hann var rétt hættur störfum þar á bæ þegar ég hóf þau afskipti af kjaramálum er kölluðu á samskipti við VSÍ.
Hann var af forystumönnum ASÍ sagður lang harðasti framkvæmdastjóri VSÍ til þess tíma er hann hóf þar störf. Þá var hann sagður í vasanum á LÍÚ. Enda maðurinn sem kom á frjálsa framsalinu á kvótanum og fann þannig upp aðferð til að búa til pening úr engu og sumir rekja upphaf hrunsins til. Er þetta að vera heiðarlegt?
Hann laug aldrei að mér eins og sumir félagar hans reyndu að gera í Garðastrætinu.
- Ekki ætla ég að segja að hann hafi verið óheiðarlegur, en ég er viss um að hann hefur alltaf talað fyrir hagsmunum Sjálfstæðisflokksins þá, eins og hann gerir ævinlega nú í seinni tið.
- Hann varð fjármálaráðherra í maí 1983 og stóð að lögunum um frjálsa vexti bankanna sem hækkuðu um rúmlega 30% í þessum mánuði og að öll lán almennings yrðu með verðtryggingu. Þessi sömu lög bönnuðu einnig verðtryggingu á launum samkvæmt kjarasamningum. Ég veit ekki hvað var svona heiðarlegt við þessi lög, rætur hrunsins liggja að miklu leiti í báðum þessum lögum.
En menn mega ekki gleyma því, að þorsteinn var vart nema snoppufríður unglingur þegar hann varð framkvæmdarstjóri heildarsamtaka atvinnurekenda. Hann var rétt hættur störfum þar á bæ þegar ég hóf þau afskipti af kjaramálum er kölluðu á samskipti við VSÍ.
![]() |
Eiga ekki að hreyfa við ESB-málinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2014 | 23:53
Eru framsóknarmenn að klúðra enn einu stórmálinu?
- Því miður að þá verður ekki hjá því komist að maður detti í slíka hugsun..
- Ég efast ekkert um það að Sigurður Ingi hafi viljað vinna Íslandi allt það gagn sem hann gæti.
. - Gunnar Bragi er ekkert stikkfrí í málinu, Hann er þó utanríkisráðherrann.

Öll stóru málin sem þessi flokkur lofaði fyrir kosningar og einnig þau sem hafa borist að ríkisstjórninni hafa klúðrast hrapalega. Nú er spurningin hvort Íslandi hafi verið stillt upp við vegg án þess að geta veitt einhverja viðspyrningu í raun í þessu makrílmáli.
Framsóknarmenn geta ekki endalaust kennt öðrum um sín endalausu klúður
Þá er eðlilegt að minna á skuldaleiðréttingamálið sem er við það að klúðrast þessa dagann og það sama má segja um niðurfellinguna á verðtryggingum á venjulegum neyslulánum.
Þá er ljóst að samstarfsflokkurinn er að fyllast efasemdum um hæfileika framsóknarmanna til að fara fyrir ríkisstjórn. Það er svo ótrúlega margt sem kemur þar til
![]() |
Líkar ekki vinnubrögð ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)