- Á starfsmannafundi á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja (HSVE) í dag var tilkynnt að skurðstofunni yrði lokað frá og með 1. október nk.
. - Þetta gerist á sama tíma og heilbrigðisráðherrann tekur þátt í baráttunni fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur verði óbreyttur í Vatnsmýrinni.
. - Hann er þarna í liði með hagsmuna aðilum sem virðast hafa nægt fé í áróðursstarfsemi sína og hugsa um hagsmuni atvinnufyrirtækja.
Þótt ég búi nú uppi í Grafarholti, að þá er ég alinn upp undir fluglínu þeirra flugvéla sem fljúga yfir Kársnesið til og frá Reykjavíkurflugvelli.
Það er engin lýgi þótt ég segi frá því að oft fann maður bensínfnykin á nesinu þegar vélar tóku á loft eða voru að lenda. Þá sleiktu vélarnar húsþökin að okkur íbúum fannst þarna í byggðinni.
Það er stutt síðan að lítil flugvél féll til jarðar utan við byggðina á Akureyri ásamt meðfylgjandi sorg. Ekki bara fyrir norðan, heldur einnig hjá fólki sem býr undir fluglínum eins og á Kársnesi í Kópavogi.
En það er staðreynd, að nauðsynlegt er að gera eitthvað í þessu flugvallarmáli, eitthvað sem er viðunandi fyrir þá íbúa í Reykjavík sem búa undir fluglínum vallarins. Einnig vegna þeirrar hagsmuna borgarbúa að þétta byggðina og nýta þetta miðborgarsvæði undir byggð. Þá verður að finna leið sem tekur tillit til hagsmuna allra í málinu s.s. hagsmuni landsbyggðarmanna einnig. Eins og staðan er nú, virðist landsbyggðarfólk enn einu sinni ætla að rúlla yfir hagsmuni Reykvíkinga.
Þessi umræða um hjartveika í þessu sambandi er bara yfirgengileg, algjörlega ómálefnaleg og ósvífin. Ef einhver verður hjartastopp verður að endurlífga hann á staðnum og koma honum síðan á skurðdeild eftir að hafa farið á móttöku sjúkrahús t.d. á Akureyri.
- Það eru hagsmuna aðilar sem standa að þessari undirskriftarsöfnun ásamt eignamönnum. Menn sem beita fyrir sig í hagsmunabaráttu sinni alvarleg veikindi fólks.
- Þessum mönnum er nákvæmlega sama um hagsmuni sjúklinga sem er t.d. á landsbyggðinni þeir að byggja upp góða læknisþjónustu á landsbyggðinni.
- Gunnar Kr. Gunnarsson framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja á fundi nú að þeim væri nauðugur einn kostur,að skera niður í rekstrinum. Þetta verður m.a. til þess að fæðingar í Vestmannaeyjum munu að mestu heyra sögunni til.
- Þetta kemur fram á vefnum Eyjafréttir. Hinn möguleikinn var að leggja niður öldrunardeild og minnka lyflæknisdeildina. Þá hefði sjúkrarúmum fækkað úr 23 í tólf.