Færsluflokkur: Stjórnlagaþing
10.10.2016 | 00:30
Visnstri stjórnin gerði kraftaverk
Það hefur verið hálfgerð þjóðaríþrótt, að undanförnu,
að rakka niður störf vinstristjórnar.
Af því tilefni tók Davíð Kristjánsson saman nokkur atriði sem hollt er að rifja upp:
Nokkur atriði af því sem ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu gerði á síðasta kjörtímabili:
- Afnámu sérstök lífeyrisréttindi ráðherra og þingmanna sem sett voru þeim Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni til heiðurs.
* - Breyttu lögum um Seðlabankann. Þá var í fyrsta sinn í sögunni gerð hæfniskrafa til Seðlabankastjóra sem fram til þess dags komu flestir úr stjórnmálum með skelfilegum afleiðingum fyrir okkur öll.
* - Settu á sérstakan hóp sérfræðinga úr Seðlabankanum og utan hans til að leggja mat á efnahagslífið með tilliti til vaxta
* - Breyttu lögum um skipan dómara sem komu í veg fyrir vina- og ættingjaráðningar í stöðu dómara
* - Verðbólga fór úr 20% í 3% á kjörtímabilinu
* - Vextir lækkuðu úr % í 5% á kjörtímabilinu
* - Halli á rekstri ríkissjóðs fór úr 216 milljörðum í núll á kjörtímabilinu. (Náðu þeim árangri með því að afla tekna til jafns við óhjákvæmilegan niðurskurð)
* - Sérstakur þrepaskiptur tekjuskattur var lagður á, því hærri sem launin voru því hærri skattprósenta.
* - Hækkuðu ekki skatta á lægstu laun.
* - Lögðu á auðlegðarskatt
* - Endurgreiddu um þriðjung af vöxtum sem fólk greiddi af húsnæðislánum sínum
* - Settu 12 milljarða í sérstakar vaxtabætur
* - Hækkuðu almennar vaxtabætur
* - Gripu til ýmissa aðgerða sem tugþúsundir heimila nýttu sér og eru verðlagaðar á um 85 milljarða króna
* - Opnuðu nýjar leiðir fyrir ungt fólk til að hefja aftur nám í stað þess að vera án atvinnu. (Nærri 1.500 nýir námsmenn fóru í Háskóla Íslands vegna þeirra aðgerða)
* - Tóku upp víðtækt samráð við aðila vinnumarkaðarins um nýjar leiðir til náms fyrir ungt fólk
* - Vörðu atvinnu með því að auka tekjur í stað þess að skera endalaust niður
* - Settu sanngjarnt veiðigjald á útgerðina fyrst allra þjóða
* - Læstu þrotabú gömlu bankanna inni í landi með lagasetningu í mars 2012. Án þeirra laga væri ekki hægt að semja um lausn á uppgjöri þrotabúanna. Framsókn og íhaldið greiddu atkvæði á móti lagasetningunni
* - Settu lög um hvernig á að standa að sölu fjármálafyrirtækja í eigu eða hlutaeigu ríkisins til að koma í veg fyrir aðra einkavæðingu. Íhaldið og framsókn greiddu atkvæði á móti
* - Sögðu upp öllum aukasamningum við starfsfólks stjórnarráðsins, t.d. vegna notkunar á bíl og fleira. Aðeins greitt samkvæmt reikningum eftir það
* - Skáru verulega niður í utanlandsferðum ráðherra, þingmanna og embættismanna
* - Aðeins formenn þingmanna fóru erlendis á fundi og varamenn fóru ekki í þeirra stað
* - Lækkuðu laun þingmanna og hæstu laun embættismanna
* - Settu siðarelgur fyrir ríkisstjórn og ráðherra
* - Fækkuðu ráðuneytum úr 18 í 8
* - Fækkuðu ráðherrum úr 12 í 8
* - Gerðu umhverfisráðuneytið að fullbúnu öflugu ráðhuneyti
* - Settu fram og samþykktum áætlun um verndun og nýtingu náttúruauðlinda
* - Breyttu lögum um þingsköp Alþingis sem juku mjög vægi minnihlutans
* - Fækkuðu þingnefndum
* - Buðu stjórnarandstöðunni upp á formennsku í nefndnum
* - Breyttu gjaldþrotalögum til að hjálpa því fólki sem komst ekki undan gjaldþroti
* - Efldu fjármálaeftirlitið á kostnað bankanna
* - Breyttu lögum um bankastarfsemi m.a. til að gera lágmarkskröfur um hæfni stjórnenda þeirra sem ekki hafði verið gert áður
* - Lækkuðu dráttarvexti
* - Breyttu reglum íbúðalánasjóðs til að draga úr greiðslubyrði heimila
* - Gerðu umfangsmikla kjarasamninga í miðri kreppunni árið 2011
* - Náðu að halda friði á vinnumarkaðinum allt kjörtímabilið þrátt fyrir alla erfiðleikana
* - Juku framlög til velferðarmála úr 6,8% af landsframleiðslu í 7,8%
* - Fjölguðu framhaldsskólum til að auka námsframboð fyrir ungt fólk
* - Minnkuðum atvinnuleysi úr tæpum 10% í 4%
* - Sendu AGS úr landi fyrr en áætlað var í upphafi
* - Byrjuðu að endurgreiða lán sem norðurlöndin veittu okkur
* - Endurgreiddum Færeyingum allt það sem þeir lánuðu okkur af rausnarskap sínum
* - Losuðu okkur undan hryðjuverkjalögum sem Bretar settu á okkur undir hægristjórninni
* - Héldu heilbrigðiskerfinu gangandi sem var ekkert sjálfsagt að hægt væri að gera
* - Gerðu samkomulag við stjórnendur og starfsfólk Landspítalans um aðhald í rekstri til fjögurra ára og síðan uppbyggingu m.a. nýtt sjúkrahús
* - Settu nokkrar stórframkvæmdir í gang í vegamálum
* - Samþykktu og fjármögnuðu að fullu sérstaka fjár-festingaráætlun sem núverandi ríkisstjórn sló af
* - Hæddust ekki að almenningi
* - Gerðu ekki grín að mótmælendum
* - Kvörtuðu ekki undan gagnrýni, heldur svöruðu henni með rökum
* - Létu vinna ótal greiningar og skoðanir á stöðu almennings, nánast alltaf í samráði við aðra stjórnmálaflokka
* - Veittu stjórnarandstöðunni aðgang að efnahags-ráðgjöfum ríkisstjórnarinnar og embættismönnum við að skoða og gera úttektir á hugmyndum og tillögum sem andstaða vildi láta gera
* - Nokkuð gott. Ekki satt?".
Björt leiðir í Reykjavík norður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnlagaþing | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.10.2013 | 18:00
Þá vitum við hver á auðlindina
- Það er sko ekki þjóðin
- Það er ekki heldur útgerðin
. - Hér kemur svarið : 6XLOP2rMH5U
- Þá getur þjóðin verið með það á hreinu hvers vegna ekki má breyta lögum um sjávarútvegin þegar eigandinn vill það alls ekki
- .
- Ekki má breyta stjórnarskránni sem getur skert eign þessa aðila
. - Einnig hvers vegna ekki er áhugi á því að deila eignarhaldinu á auðlindinni með öðrum
Stjórnlagaþing | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2013 | 15:07
Að snúa hlutum á hvolf
- Stjórnarskrárbrot er mjög alvarlegt brot
En þótt dómstóllinn yrði lagður niður er þetta verkefni hans jafn lifandi og jafn mikilvægt og áður. En þá verður einnig að velja Hæstaréttardómara með öðrum hætti. En val á þeim hefur farið eftir flokkspólitískum leiðum frá upphafi.
Ekki má gleyma því að Landsdómur dæmdi fyrrum forsætisráðherra fyrir að brjóta stjórnarskránna með vinnubrögðum sínum. Sá dómur var faglegur í alla staði. En auðvitað hefði átt að vísa öllum málunum fyrir Landsdóminn sem Rannsóknarnefnd Alþingis nafngreindi í skýrslu sinni.
- Mál þessara þriggja ráðherra sem ekki var vísað í dóminn sitja þá eftir ódæmd af til þess viðurkenndum dómstól er þýðir þá bara eitt að þeir hafa þá hvorki verið dæmdir eða sýknaðir.
- Þá voru tveir aðrir fyrrum forsætisráðherrar nefndir í skýrslunni en þeirra mál voru talin fyrnd. Þeir er þá þar með ósýknaðir af þeim sökum sem á þá voru bornir rétt eins og hinir þrír.
Síðan verður að geta þess, að MMR er ekki aðili sem nýtur trausts vegna þess hvernig þátttakendur eru valdir sem álitsgjafar. Það eru alls ekki hlutlausir aðilar og að þessi aðili er allt of tengdur Morgunblaðinu.
Stjórnlagaþing | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2013 | 13:22
Ómerkileg umræða hjá þessum ráðherra
- Dómurinn stendur óhaggaður og er sama hvað menn gaspra um hann
. - Eftir stendur einnig, að þrír aðrir fyrrum ráðherrar hafa einnig verið ásakaðir um að hafa brotið stjórnarskránna af til þess bærum og hæfum aðilum. Þeirra æra hefur ekki verið hreinsuð af þessum ásökunum.
Það vita flestir hvernig á því stóð, að máli aðeins eins af fyrrum ráðherrum var vísað í landsdóm en ekki málum þeirra allra fjögurra sem rannsóknanefnd Alþingis sagði að hefðu að líkindum brotið stjórnarskránna. Síðan er það tíundað hvernig þessi brot hafi orðið til og í hverju þau voru fólgin.
En að ráðherrann Kristján Þór Júlíusson skuli lýsa því yfir að fólkið sem skipaði Landsdóminn hafi látið misnota sig til pólitískra ofsókna á síðasta kjörtímabili, er yfirgengileg óhæfa. Það væri vænlegra fyrir þennan ráðherra að gæta orða sinna og láta það vera a dæma saklaust fólk í sölum Alþingis.
Landsdómur er fjölskipaður dómur margra hæstaréttardómara auk fjölmargra leikmanna skipuðum af Geir Haarde. Dómurinn er í raun hluti af Hæstarétti og það er í raun vandséð hvernig Hæstiréttur sjálfur hefði komist að annarri niðurstöðu miðað við verklýsingu á störfum þessa Landsdóm.
Bara svo það sé rifjað upp, að þá hefur einmitt Sjálfstæðisflokkurinn beitt sér gegn því í gegnum árin að Landsdómur verði lagður niður. Það hefur verið baráttumál nokkurra þingmanna í öðrum flokkum að dómurinn yrði lagður niður.
Áfram ráðherraábyrgð án Landsdóms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.6.2013 | 19:10
Rannsóknarnefndin ásakaði Ingibjörgu Sólrúnu
- Hún hefur ekki verið hreinsuð formlega af þessum ásökunum, það hefði þurft dóminn til þess.
. - Þá er það ansi bratt af henni að gera lítið úr störfum dómaranna sem skipuðu Landsdóm þegar þetta mál fór fyrir dóminn. Þar voru hæstaréttardómarar og leikmenn og þeirra vinna var fagleg.
Ekki veit ég hvaða sjónarmið réðu hjá alþingismönnum þegar ákveðið var að vísa máli Geirs til Landsdóms. Um leið var ákveðið að sleppa þremur fyrrum ráðherrum við þessa málsmeðferð. Geir hefur sagt að þetta hafi verið pólitísk ákvörðun í og með.
En hann og Ingibjörg Sólrún geta ekki sagt að dómurinn hafi starfað með flokkspólitískum hætti.
- Þ.e.a.s. að dómur hafi tekið við einhverjum slíkum tilskipunum og farið eftir þeim. Það er fáranlegt hugmyndaflug að láta sér detta það í hug. Sérstaklega þegar fyrrum ráðherrar gera slíkt.
. - Þannig að það voru ekki alþingismenn sem dæmdu Geir Haarde, heldur dómarar í Landsdómi. Þeir gerðu það með algjörlega faglegum hætti.
Því eru allar slíkar ásakanir mjög alvarlegar.
Rangt að efna til Landsdóms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnlagaþing | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2013 | 17:56
Það eru allir stjórnmálaflokkar sammála um það,
- að breyta þurfi stjórnarskrá Íslands þ.á.m. ákvæðinu um Landsdóm.
. - Er kallar þá á breytingar á lögum um Hæstarétt sem gæti orðið stjórnlagadómstóll með því að komið væri upp millidómstigi í landinu.
Hér segir lögmaður Geirs í raun sannleikann um þetta fyrirkomulag.
Landsdómsfyrirkomulagið er mjög vandmeðfarið og þess vegna á það kannski ekki rétt á sér. Þetta hefur ákveðna kosti en auðvitað galla líka. Af þeirri reynslu sem maður hefur af Landsdómi finnst mér mjög vandmeðfarið að gera greinarmun á pólitískum sjónarmiðum og lögfræðilegum sem gerir það kannski að verkum að það sé allt eins gott að leggja þetta bara af, segir Andri.
Rannsóknarnefnd Alþingis var ekki skipuð óvitum, þar var mjög virt fagfólk sem í raun lagði dóm á störf og gjörninga fjölda manna. Landsdómur var einnig skipaður hæstaréttardómurum ásamt leikmönnum sem hafa unnið verk af fullri fagmennsku.
Því má hrósa Þuríði Backman fyrrum alþingismanni þorði að standa á sínu sjónarmiði og á sjónarmiði meirihluta alþingismanna sem tók mark á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Hún stóð í báða fætur þrátt fyrir hagsmunagæslu þessara þingmanna á þessu Evrópuráðsþingi sem margir eru sekir um vafasöm vinnubrögð sjálfir og geta ekki verið hæfir til að fjalla um efni eins og þetta.
Ef Geir telur sig hafa verið dæmdan saklaus hefði hann átt að fara með málið fyrir dóm. Þá á ég við að hann hefði átt að fara með málið til Evrópudómsstólsins.
Geir Haarde hefur alla tíð kosið að líta framhjá þeirri staðreynd, að það var rannsóknanefnd Alþingis sem áleit að Geir hefði gerst sekur um stjórnarskrárbrot ásamt þremur öðrum ráðherrum í hans ríkisstjórn. Þá nefndi rannsóknarnefndin tvo aðra fyrrum ráðherra en þeirra brot voru firnd.
Af þeirri ástæðu einni var nauðsynlegt að fá út úr því skorið fyrir dómi hvort þessir fyrrum ráðherrar hafi verið sekir eða saklausir.
Það hefði einnig verið æskilegt að fara yfir mál gömlu ráðherranna. Það var beinlínis nauðsynlegt að fara með öll málin fyrir dóminn til þess að hreinsa þessa menn af sök hafi þeir allir saklaust dæmdir af rannsóknarnefndinni. Hinir ráðherrarnir hafa á sér þessa ásökun sem ekki verður af þeim hreinsuð.
Það fráleitt af Geir og öðrum ráðherrum sem voru ásakaðir ásamt félögum hans í Sjálfstæðisflokknum að draga í efa að fólkið í Landsdómi hafi blandað pólitík í málið. Þetta er hrein ósvífni, því í sambandi má nefna að Landsdómur var skipaður í hans tíð sem forsætisráðherra.
Það Evrópuráðsþingið hefur orðið sér til minnkunnar ef það er ályktun þess að Landsdómur hafi ekki unnið af fagmennsku. Dómurinn yfir Geir var ekki flokks-pólitískur og hann var ekki dæmdur fyrir pólitísk mistök heldur fyrir eins og áður er sagt fyrir stjórnarskrárbrot.
Þetta þing segir aðeins að ekki skuli dæma stjórnmálamenn fyrir pólitísk mistök og því verður niðurstaðan ekki túlkuð með þeim hætti sem Geir segir. Það er beinlínis rangtúlkun.
Maður spyr sig bara, eru fjölmiðlar hræddir við að segja rétt frá niðurstöðu málsins?
Geir Haarde skuldar þjóðinni beiðni um fyrirgefningu og eða afsökun.
Þessi ályktun hreinsar ekki Geir Haarde af neinni sök , nema síður væri.
Þetta er mín skoðun
Vandmeðfarið fyrirkomulag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnlagaþing | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.5.2013 | 18:14
Útgerðarmenn sendu börn á vettvang göngunnar.
- Einnig mátti sjá grímuklædda aðila taka þátt gjörningi LÍÚ - manna ásamt fjölda barna þar sem þau fóru um með skilti inni í göngunni en þeir hinir fullvöxnu gengu meðfram á gangstéttunum.
. - Um að gera að verja hagsmuni sérréttindastéttanna á Íslandi sem engar breytingar vilja á þjóðfélagsgerðinni.
Það fór heldur lítið fyrir þeim í göngunni þessum stjórnmálamönnum sem þjóðin hafnaði gjörsamlega í kosningunum á dögunum, þar á meðal fyrrum þingmennirnir Atli Gíslason, Jón Bjarnason og Bjarni Harðarson en einnig Þorleifur Gunnlaugsson sem nú hefur hrapað í það virðingasæti að vera varaborgarfulltrúi.
Þessir menn hafa ekki verið sýnilegir í kröfugöngum 1. maí áður. Það veit ég vegna þess að ég hef verið fastagestur í þessum göngum í áratugi. Ég reikna með, að það sama eigi við aðra þá sem báru þessi skilti.
Ekki gat ég séð að þeir hafi áttað sig því, þegar fundarmenn sungu nallann sem fjallar um þá kröfu verkafólks og vilja að sameining launamanna um víða veröld geti átt sér stað og sé hagsmunum nauðsynleg.
Samkvæmt könnunum erum við í meirihluta með þjóðinni sem erum andvíg inngöngu Íslands í ESB, ef það ættu að vera einhverjir sem eru í andstöðu við ESB eru það við sem störfuðum í iðnaði á Íslandi við inngöngu Íslands í EFTA og margir okkar misstu aleiguna og öllum var sama.
En við erum einnig í meirihluta sem viljum ljúka þessum viðræðum. Þjóðin hafnaði þægu þýjunum, nytsömu sakleysingunum sem hafa látið íhaldið skítnýta sig undanfarin misseri ´þessu máli m.a.
Þeir sviku sína kjósendur á síðasta kjörtímabili.
Mótmæltu hugsanlegri ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnlagaþing | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
30.4.2013 | 13:03
Enn eitt áfallið hjá Bjarna Benediktssyni
- Og hjá Sjálfstæðisflokknum.
- Einnig hjá ..Heimsýn" og hjá ,,Vinstri vaktinni"
Alveg frá því á lokadögum kosningabaráttunnar hefur Bjarni Benediktsson gert hosur sínar grænar fyrir Sigmundi Davíð. Reyndar gerði Bjarni kröfur um að hann í nafni Sjálfstæðisflokksins yrði falið að mynda ríkisstjórn í landinu. Þetta er því ákveðið áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn til viðbótar við önnur.
- Sjálfstæðisflokkurinn óttast það nú mest að lenda í þeirri stöðu að verða áfram í stjórnarandstöðu.
Nú fær Sigmundur Davíð næði til að ræða við fleiri flokksformenn og getur hæglega sett á stað atburðarrás þar sem ekki verður aftur snúið. Þótt ýmsir hafi verið að atast í Sigmundi Davíð með því að ýja að því hann væri þegar byrjaður að ræða við Bjarna. Greinilegt er að Sigmundi Davíð hugnast betur samstarf til vinstri og hann verður í slíkri stórn afgerandi foringi.
Slík stjórn gefur færi á, að setja á stað skuldaleiðréttingar, lagfæringar á stjórnarskránni ásamt ásættanlegum breytingum á fiskveiðimálunum. Allt mál sem ekki væri hægt að gera í samstarfi með Sjálfstæðisflokki. Þá væri hægt að koma á eðlilegum breytingum á húsnæðiskerfinu ásamt félagslegu húsnæðiskerfi sem er nauðsynlegt gagnvart láglaunafólki.
Umhverfismálin ásamt lagfæringum í menntamálum og átaki félagsbótum fyrir almenning. Þá er þannig einfaldara að eiga samskipti við aðila vinnumarkaðarins með þessum hætti ásamt nauðsynlegri uppstokkun á Tryggingastofnun og alvarlegri skoðun á eftirlaunakerfi landsins.
Þá er nauðsynlegt að lagfæra fundarsköp Alþingis.
- Líklegt er að bæði ,,Björt Framtíð" og Píratar" myndu styðja slíka stjórn í mörgum þjóðþrifamálum og þannig myndi slík stjórn hafa miklu breiðari skírskotun en tveggja flokka stjórn.
Ætlar að ræða við alla formenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnlagaþing | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)