Færsluflokkur: Dægurmál
21.10.2016 | 22:50
Samstaða
- Það er fullkomlega eðlilegt að ákveðnir stjórnmálaflokkar á Íslandi ákveði sameiginlega að draga ákveðna línu í sandinn.
Flokkar sem hafa starfað saman af fullum heilindum og fyrir opnum tjöldum.
Lausir við þá pólitísku spillingu sem hefur gegnsýrt íslenskt samfélag.
Hafa þegar ákveðið vinna ekki með spillingaröflunum á Íslandi og stjórnmálaflokkum sem tengjast slíku atferli. Með flokkum sem eru háðir bæði fyrirtækjum og hagsmunasamtökum. Slíkir aðilar verða handan línunnar.
Það hefur sýnt sig að þessir 4 flokkar geta unnið saman. Tveir miðju flokkar, einn frjálslyndur jafnaðarmannaflokkur og einn vinstri flokkur. Allt flokkar ótengdir fyrirtækjum og eða hagsmunasamtökum.
Ræða mögulega vinstri stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2016 | 17:02
Vinstri grænn
- Ragnar Kjartansson frambjóðandi VG í Reykjavík norður um kúnstina að græða og grilla!
Búið að skipa formann samráðshóps | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2016 | 11:56
Efnahagstjórn þjóðarinnar er í molum
- Enn einu sinni hefur komið á daginn að Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki haft tök á efnahagsmálum þjóðarinnar
* - Foringi flokksins hefur haldið úti dauðaleit að eignum ríkisins sem mætti selja til að rétta við efnahagsreikning ríkisins.
Frændleggur Bjarna vantar meiri pening til að kaupa meira af góðum eignum af brunaútsölu Bjarna
Það er beinlínis hrópað í ýmsum skúmaskotum flokksins eftir gengisfellingu. Forráðamenn í hagsmunasamtökum veiða og fiskvinnslu beinlínis hrópa á gengisfellingu.
Mikið er skrafað á þeim vettvangi og víðar í baklandi flokksins. Þar er flokks fólk margt búið að átta sig á getuleysi flokksins við efnahagsstjórn þjóðarinnar.
Hin bláa hönd ræður greinilega ekki við skipulagða efnahagsstjórn, stjórnleysið og spillingin er einnig slík innan stjórnarflokkanna og innanbúðar hrægammar uppteknir við að maka krókinn.
Lengi hefur verið vitað, að skattaánauð á venjulegu launafólki var mjög mikil á valdatíma Davíðs Oddssonar á meðan hálaunafólk, fjárfestar og atvinnurekendur greiddu mjög litla skatta. Þetta sýna öll gögn.
Skattar almenns launafólks lækkuðu í tíð vinstri stjórnarinnar og skattar á hálaunafólki, á fjárfestum og á atvinnurekendum hækkuðu.
Nú í ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar Davíðs og síðar Sigurðar Inga hefur sótt í sama farið. Skattar á almennu launafólki hafa aukist. En minnkað á hálaunafólki.
Nú er nýr vandi í gengismálum. Því ef gengið fellur, minnka gjaldeyristekjur af ferðafólki mjög alvarlega. Ferðaþjónustan er nú helsta uppspretta gjaldeyris fyrir þjóðina og framundan er að settir verða hóflegir skattar á ferðafólk.
- Það drýpur spilling af hverju strái.
Fiskútflytjendur áberandi í gögnunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2016 | 09:16
Það er augljóst að jarðstrengir eru framtíðin
- Stóriðjur heyra fortíðinni til
Það er varla hægt að reysta Landsneti fyrir þessu kostnaðarmati. Fyrir utan það að ýmis umhverfislýti eru ekki tekin til mats.
Það er öruggt að skaðinn af loftlínu vegur algjörlega á móti, að mati margra aðila. Réttur kostnaðarmismunur finnst ekki nema að verkið sé boðið út og því lokið.
Væntanlega reiknar Landsnet með því að gerður sé stokkur þar sem fleiri línur gætu farið um síðar.
Einnig er bara eðlilegt og réttlátt, að ef lína er lögð vegna einhvers stóriðjuvers í eigu erlendra aðila að þeir greiði fyrir slíkan aukakostnað.
Það er bara alls ekki boðlegt lengur að þjóðin skuli alltaf þurfa að þola skaðann af fyrirferð erlendra stórfyrirtækja.
Jarðstrengir tvöfalt dýrari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.10.2016 | 23:02
Til upplýsingar
Eftirfarandi staðreyndir liggja fyrir um
lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings(link is external)
þann 6. október 2008:
- Lánið nam 500 milljónum evra (85 mia.kr. á þávirði) sem var hátt í allur gjaldeyrisvaraforði landsins á þeim tíma
* - Lánið var veitt til fjögurra daga en samt sem áður ekki gert ráð fyrir að það fengist greitt
* - Lánið var greitt inn á reikning Kaupþings í Deutsche Bank Frankfurt í evrum í þremur hlutum, 200.000.000, 85.000.000 og 215.000.000
* - Ekki er enn vitað að fullu hvernig láninu var ráðstafað af hálfu Kaupþings
* - Lánveitingin var ekki samþykkt af bankastjórn Seðlabankans
* - Engir lánasamningar voru gerðir á milli Seðlabankans og Kaupþings um lánið
* - Ekkert mat var lagt á veðið sem boðið var fyrir láninu
* - Allar lánareglur Seðlabanka Íslands voru þverbrotnar við lánveitinguna
*
Enn er eftirfarandi grundvallarspurningum ósvarað,
um þetta stærsta eftirmál Hrunsins:
- Hvers vegna var lánið veitt?
* - Hver eða hverjir tóku ákvörðun um lánveitinguna?
* - Hvað varð um peningana?
*
Þeir sem geta svarað þessum spurningum eru:
- Davíð Oddsson, fyrrverandi bankastjóri Seðla-bankans, sem ber ábyrgð á lánveitingunni segir Geir H Haarde
* - Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra Íslands í Washington, sem var hafður með í ráðum um lánveitinguna
* - Aðrir ráðherrar ríkisstjórnar sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar.
(heimild bvg.is)
Seðlabankinn skoðar mál Sturlu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2016 | 21:04
Utanríkisráðherra hrósar vinstri stjórninni
- Hún getur auðvitað ekki annað á alþjóðlegum vettvangi, því allir málsmetandi aðilar í Evrópu vita um árangur vinstri stjórnarinnar á Íslandi
* - Reyndar er það svo, að allar fjórar stjórnirnar eftir að hrunið var staðreynd, hafa staðið sig vel
* - Þótt ýmsar áherslur síðustu þrjú árin hafi borið þjóðina af eðlilegri leið, til aukinnar misskiptingar meðal landsmanna
Ein reynslan og mikilvægasta sem ætti að vera stjórnmálamönnum mikilvæg til framtíðar. Hún er sú að skapa verður mikla samstöðu stjórnmálamanna um öll erfið viðfangsefni t.d. í efnahagsmálum til að árangur og sátt náist.
Þessar tvær síðustu stjórnir undir forystu Framsóknar hafa viljað halda að sér öllum spilum og hafa ekki gætt þess að ná víðtækri samstöðu og sátt.
Til að ná árangri í þessum málaflokki verður sátt að nást. Gömlu ruðnings aðferðirnar ganga ekki lengur, þ.e.a.s. valdboðs aðferðirnar þar sem teknar eru ákvarðanir í bakherbergjum.
Um þessar mundir ríkir hreint uppnám á fjölda mörgum sviðum, þar sem skapa verður sátt með þjóðinni. Íslendingar vilja búa í lýðræðisríki en ekki í samfélagi tilskipana.
Íslandi reynst vel að ráða sér sjálft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2016 | 11:53
Það kemur ekki á óvart
- Að yfirvöld, hvorki í Hafnarfirði og eða ríkisvaldið hafa ekki áhuga á útekt
Arður af erlendum stóriðjufyrirtækjum hefur nánast engin bein áhrif á þjóðartekjur Íslands. Enda er ekki um íslenska verðmætasköpun að ræða. Greinilega er verið að spila með þjóðarauðlindir íslendinga.
En hafa áhrif á vísitöluna ,,Landsframleiðsla" Er segir að allur arður af þessum fyrirtækjum fer úr landi.
Það sama má í raun segja um þá orkuframleiðslu Landsvirkjunar sem fer til þessara erlendu fyrirtækja sem er um 80% af allri raforkuframleiðslu á Íslandi.
Álver greiða nánast enga skatta innanlands og er þá sama hvort um er að ræða til sveitarfélaganna eða til ríkisins. Eru auk þess með gríðarlega afslætti á þjónustugjöldum eins og fasteigna- og hafnargjöldin eru.
Skattar launafólks eru ekki skattgreiðslur þessara fyrirtækja. Launatengd gjöld eins greiðslur í lífeyrissjóði, sjúkrasjóði og tryggingagjöldin eru allt umsaminn hluti af launum starfsmanna.
Ríó Tintó hefur sýnt íslensku þjóðinni hug sinn til íslendinga. Best væri að þetta fyrirtæki færi sem fyrst í burtu með allt sitt hafurtask.
Staðsetning þessa álvers skaðar mjög ímynd Íslands í augum erlendra ferðamanna og hagsmuni þjóðarinnar.
- Útlendingar eiga meiri eignir á Íslandi en íslendingar sjálfir.
Þessir erlendu aðilar hafa eignast gríðarlega mörg fyrirtæki eftir hrunið.
M.a. eiga þessir aðilar stóriðjufyrirtækin hér á landi og hafa stjórnað landinu með þeim stjórnmálaflokkum sem þeim eru hliðhollir í bráðum 20 ár.
Stóriðjufyrirtækin halda uppi pólitískri baráttu bæði leynt framan af og ljóst hin síðari ár.
Úttekt á álverinu aldrei kláruð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2016 | 18:25
Stjórnmálaflokkar háðir hagsmunasamtökum eða fyrirtækjum er ekki treystandi
- Fyrir stjórn landsins eða sveitarstjórnum
20 milljóna framlög fyrirtækjanna á síðasta ári til Sjálfstæðisflokksins koma mér ekki á óvart og ekki heldur hitt að fyrirtækin styrkja sinn flokk árlega er því er virðist. M.ö.o. ekki sérstakir kosningastyrkir.
- Heldur fastir styrkir á kostnað launafólks sem starfa í þessum fyrirtækjum. En styrkir flokksmanna og annarra einstaklinga voru 30 milljónir.
Ekki kemur mér heldur á óvart að fyrirtækin hafi borgað flokknum fyrir auglýsingar á síðasta ári 23 milljónir. En það kæmi mér á óvart ef einhverjar auglýsingar hafi birst í samræmi við þessa upphæð.
Þetta er auðvitað eitthvað sem kjósendur þurfa að skoða.
Ef þeir ætla að láta slíkum flokkum eftir atkvæði sitt, eru kjósendur þá að kjósa þessi fyrirtæki til þess að fara með stjórn landsins.
Framsókn þiggur 11 milljónir frá fyrirtækjum og 9 milljónir frá félagsfólki
Samfylkingin 5 milljónir frá fyrirtækjum og 16 milljonir frá félagsmönnum.
3 stjórnmálaflokkar þiggja ekki fé frá fyrirtækjum
Vinstri grænir þiggur 9 milljónir frá félögum en sérstaklega frá kjörnum fulltrúum flokksins.
Félagsgjöld Pírata voru tæpar 2 milljónir og hjá Bjartri framtíð 2 milljónir
Þrír fengu enga styrki frá fyrirtækjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2016 | 16:54
Barnalegur útúr snúningur fjármálaráðherra
- Varla hefur fjármálaráðherrann ætlað að henda 90 milljörðum inn í lífeyrissjóð opinberra starfsmanna af eintómri góðvild
* - Það er í góðu lagi að nefna þann sannleika, að þessi upphæð er auðvitað skuld ríkissjóðs við lífeyrissjóðinn.
Skuld sem byrjaði að vinda upp á sig á valdatíma Davíðs Oddssonar eftir að gerðar voru breytingar á eftirlaunafyrirkomulagi opnberra starfsmanna.
Breyting sem skerti stöðu opinberra
starfsmanna alvarlega.
Greiðslujöfnuðurinn batnar ekkert við það að skulda upphæðin standi ógreidd. Rétt eins og þegar ríkissjóður selur eignir á niðursettu verði. Við það batnar ekki staða ríkissjóðs þótt lausafjárstaðan lagist eitthvað.
Til viðbótar nokkuð sem sýnir heiðarleika ráðherrans. Þegar samtök opinberra starfsmanna gera athugasemdir við frumvarpið um jöfnun lífeyrisréttinda.
Segir Bjarni þær athugasemdir byggðar á misskilningi. Ef svo hefði verið, hefði það verið lítið mál að leiðrétta þann misskilning.
En það var ekki gert, hvers vegna. Jú, það var nefnilega stórmál því ráðherra reyndi að fara á bak við opinbera starfsmenn.
Við höfum farið rétt með | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2016 | 11:43
Árinni kennir illur ræðari
- Það er auðvelt fyrir þennan mann að kenna öðrum um ófarir sínar
* - Þá liggur RÚV auðvitað vel við höggi því ríkisútvarpið
sem flytur hlutlausar fréttir getur ekki varið sig.
Sigmundur Davíð getur ekki haft ritstjórnarvald yfir fréttastofu RÚV og ákveðið að fréttastofan flytti aðeins glansfréttir af honum. Svona eins og gerist í Norður-Kóreu þar sem ráðamaður landsins er mærður endalaust.
Ófarir sínar getur kallinn ekki kennt öðrum um, hann hefur skapað þær allar sjálfur. Sigmundur Davíð getur ekki ætlast til þess að allir líti fram hjá brestum hans eins og ekkert sé.
Hann hefur fengið ótal tækifæri til að koma til þjóðarinnar til að biðjast afsökunar en hefur ekki gert það.
Þjóðin trúir ekki einu orði af því sem hann segir lengur, því nógu oft hefur hann farið ansi frjálslega með sannleikann.
Nú er svo komið að fylgið virðist vera að hrynja af Framsóknarflokknum í hans kjördæmi. Þessi maður hefði ef hann væri heiðarlegur átt að láta sig hverfa af vettvangi stjórnmálanna.
Hafa átt trúnaðarsamtöl eftir fáleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)