Færsluflokkur: Dægurmál
19.2.2014 | 17:26
Geir Jón er örugglega hinn vænsti maður
- Þótt hann hafi farið gróflega yfir strikið að mér finnst, þegar hann lét eftir sér óum beðinn að skrifa flokkspólitíka skýrslu um mótmæla aðgerðirnar í miðborginni eftir hrunið.
. - Hann gerir það með þeim hætti að hann taldi að það gagnaðist honum í prófkjörslag innan Sjálfstæðisflokksins af öllum flokkum. Hann er kominn á þing.
Ég er viss um að fjöldamörg ungmenni treysti þessum manni sem trúuðum og vel gerðum manni sem vildi öllum vel. En það er sú mynd sem ungmenni eiga flest um þjóna þjóðkirkjunnar á Íslandi a.m.k. Þ.e.a.s. að unga fólkið treysti því að hann hafi alla staði unnið sitt starf í kristilegum kærleiksanda og af fórnfýsi.
- Svona með góðum föðurlegum hætti. Enda þekktur fyrir sín störf innan Hvítasunnuhreyfingarinnar og innan þjóðkirkjunnar þar sem hann sýndi af sér góðar hliðar.
M.ö.o. mér finnst einnig að hann hafa brugðist því trausti sem fólk sýndi honum þegar hann fer að tíunda eitt og annað sem mátti liggja í þagnargildi. Hann leyfði sér að gaspra með ósannar samsæriskenningar um að hinir og þessir stjórnmálaflokkar hafi skipulagt þessi fundarhöld.
Þessi maður af öllum á að hafa í heiðri fyrirgefninguna og kærleikan sem hann hefur boðað í frístundum sínum og sem yfirmaður í lögreglunni.
Mér fannst það afar sérkennilegt að heyra það frá einum lögreglumanni sem stóð vaktina við Alþingishúsið forðum, hve þeir lögreglumennirnir voru lítt hrifnir af vinnubrögðum þessa manns sem yfirmanns á þessari vakt. Sagði hann augnaþjón.
Mér þætti gaman að vita í hverju öll þessi menntun þingmannsins er fólgin. Hvort hún er fólgin í iðnáminu hans sem mér sýnist vera merkilegast af þessari skólgöngu sem hér upp talin og eða í söngnáminu. Ég hefði haldið að óspurðu að hún hefði hlotnast honum í 40 ára lögreglustarfi einna helst.
Ég efast um að skólaganga þessi hafi menntað hann sérstaklega.
- Já ég veit það, að það erfitt að reyna að vera kristinn maður hverja stund í lífinu. Rétt eins og það erfitt að vera góður vinstrimaður
![]() |
Geir Jón tók sæti á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2014 | 16:23
Gamalt vandamál
Það er ekki nýtt að það sé erfitt safna fé til að byggja upp ný fyrirtæki, einkum þegar um einhverjar nýungar eru að ræða. Þegar ég var ungur var ekki um að ræða að það kæmu að slíkum fyrirtækjum einhverjir sérstakir fjárfestar.
Nú er hugsunarhátturinn sá að það sé eðlilegt að annað fólk láti aurana sína í einhverja óvissu þegar stofnuð eru ný fyrirtæki utan um verkefni sem eru í smávægilegum atrið örlítið frábrugðið öðrum líkum fyrirtækjum.
Þetta er auðvitað mjög vænlegt fyrir svonefnda frumkvöðla sem sleppa þá við alla meiriháttar áhættu af því brölti sem þeir standa í með viðeigandi eignamissi og oft fjölskyldu missi einnig.
Ef þessi fyrirtæki hafa starfsmenn sitja þeir einnig mjög oft í áhættunni, því miður.
![]() |
Gömul hugmynd í nýjum búningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2014 | 23:54
Höftin
Vinnan við afnám hafta á Íslandi er löngu hafin, hún hófst tiltölulega snemma í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms. Verkefnið er í höndum Seðlabankans undir forystu seðlabankastjórans, Más Guðmundssonar.
- M.ö.o. Bjarni Benediktsson mun ekki getað státað af því að hafa byrjað það verkefni að afmá höftin. Þá hefur verið starfandi þverpólitísk nefnd í tvö ár sem hefur með þetta mál að gera og svonefnda snjóhengju sem er hluti af sama máli.
. - Enn er verkefnið í höndum seðlabankastjóra og er verkið unnið með mikilli gát og varúð. Íslenska þjóðfélagið má ekki við neinu óðagoti við að leysa þetta vandamál.
![]() |
Höftin fara ekki í einu vetfangi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2014 | 13:20
Það er ekki allt uppi á yfirborðinu
Merkileg frétt um launakjör ófaglærðs verkafólks
Það hefur þegar verið staðfest að laun á Íslandi hafi hrapað verulega frá hruni og eru enn að lækka þegar virði hverrar vinnustundar er metið. Ísland er nú þegar láglaunaland þegar staða láglaunafólks er skoðuð.
Launamisrétti hefur aukist verulega og t.d. launataxtar iðnaðarmannafélaganna virðast vera nánast óvirkir nema fyrir eldri félagsmenn og þá sem eiga verulega undir högg að sækja.
Kaupmáttur á Íslandi er á meðal þess lakasta í Evrópu. Þetta má sjá á vefnum Numbeo sem er kynntur sem stærsti gagnabanki heims þegar kemur að lífskjörum almennings í yfir 100 löndum.
Kaupmáttur almennings í 18 ríkjum Evrópusambandsins er meiri en kaupmáttur hér á landi. Kaupmáttur hér á landi er svipaður og í Slóveníu og Póllandi, og helmingi lakari en í þeim löndum þar sem hann er mestur, Lúxemborg, Þýskalandi og Svíþjóð. Lakastur er hann í Rúmeníu og Búlgaríu. Þar er hann 20 prósentum lakari en hér á landi.
Lítill kaupmáttur Íslendinga helst í hendur við að hér er dýrt að lifa. Þegar vísitala neysluverðs er borin saman í rúmlega 100 löndum kemur í ljós að dýrtíðin er mest í Noregi og þar er Ísland í fimmta sæti.
Matvara er líka dýr hér á landi í samanburði við önnur ríki. Hér er matvara sú fjórða dýrasta í heiminum, hún er einungis dýrari í Sviss, Noregi og Venesúela.
Ef litið er á þróun kaupmáttar hér á landi frá árinu 2011 kemur í ljós að hann hefur rýrnað um tæp 40 prósent á þremur árum. (RÚV 7. Feb 2014)
Þessi framsetning á hver laun pólverja á Íslandi eru í samanburði við meðallaun á Íslandi er býsna merkileg. Því ef fréttin er rétt, þá er greinilegt að verulegt launaskrið er á Íslandi og þá helst á höfuðborgarsvæðinu væntanlega.
Það er ljóst að pólverjum eru tryggð lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum t.d. Eflingar í Reykjavík. Það er einnig ljóst að stór hluti íslenskra félaga í Eflingu eru vinnandi á strípuðum launatöxtum. Örugglega allir sem vinna hjá borginni og hjá ríkinu.
Í fréttinni er fullyrt:
Laun pólskra innflytjenda á Íslandi eru aðeins 57% af meðallaunum. Kaupmáttur launa þeirra hér á landi er um helmingur þess sem hann er í Noregi og Danmörku; og litlu meiri en í Póllandi. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn.
Laun Pólverja í Reykjavík, eru að jafnaði næstum helmingi lægri en meðallaun á Íslandi. Þá eru launakjör þeirra miklu verri en í Kaupmannahöfn og Ósló. Mun fleiri eru þó með fasta vinnu og færri vinna svart.
Formaður Eflingar sagði í hádegisfréttum að almennt væru pólverjar með hærri heildarlaun en íslendingarnir í félaginu. Hann sagðist reikna með því að það væri vegna þess að þeir ynni lengri vinnudag en íslendingar almennt. Um þriðjungur félagsmanna í Eflingu væri af erlendu bergi brotnir.
Það er ljóst að atvinnufyrirtækin á Íslandi myndu ekki standast neina Písa könnun. Þau eru ofurskuldsett og ætlast er til þess að launamenn axli ábyrgðina á ábyrgðarleysi atvinnurekenda á árunum fyrir hrun.
- Það er ekki eðlilegt að gera kjarasamninga upp á aðeins 2,8% launahækkun og það er einnig fyrirtækin sem er hinn seki í því að kynda upp verðbolgu á Íslandi en ekki launataxtar í kjarasamningum.
![]() |
SGS er klofið í viðræðum við SA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2014 | 16:06
Illugi og framhaldskólinn
Hvað ætlar mentamálaráðherrann að gera við þá nemendur sem ekki ljúka námi í framhaldskóla á 3 árum?
Ekki nægir að hlaupa til Rússlands í felur til að öskra á homma og lespíur með Pútín og Ólafi Ragnari.
- Þeir stjórnmálakallarnir og kerlingar í sömu stétt virðast halda það, að ungmenni þjóðarinnar séu úr ,,Lego" kubbum.
. - Þ.e.a.s. úr plasti og ef þeir passa ekki nákvæmlega í normið sem stjórnmálamenn ákveða að skuli ganga í skólakerfinu og þó sérstaklega á framhaldskólakerfinu.
. - Þá skuli umsvifalaust kippa þeim út af færibandinu og kuppa þá upp á nýtt.
- M.ö.o. það er ekki ráð fyrir að nemendur séu mannlegar verur og engin þeirra er nákvæmlega eins einhver annar nemandi.
. - Þeir virðast halda að hægt sé eins Adam Smith sagði forðum ,,að ungmenni séu aðeins eins og óskrifað blað" (Tabula rasa) Það eina sem þurfi að gera er að hnoða ungmenni eins hvert annað deig í það form sem vilji er fyrir að setja þá í.
. - Þannig að þeir passi á færiband MR og annarra álíka skólastofnanna. Að þeir hagi sér þá eins hvolpar í spurningakeppnum og svari vita gagnslausum spurningum um gagnlausa hluti. En allir vita að hvolpurinn stekkur fram ef eigandinn réttir út hendi.
: - Hvað ætlar ráðherrann sér með þá nemendur sem ekki ljúka framskólanámi á 3 árum?
. - Ekki býður atvinnulífið eftir slíku ungmenni.
Þetta gaspur ráðherrans að undanförnu opinberar þroskaleysi hans. Hann virðist halda einhverjar patent lausnir upp úr einhverjum frjálhyggjubókum leysi vanda ungs fólks á Íslandi þar sem yfirvöld hafa brugðist framskólanemum í nær 40 ár.
Skólakerfið fraus 1975 þegar flokkssystkyni Illuga breyttu eðli framhaldskólakerfisins. Allar götur frá þessum tíma hefur verið vitað að lestrarfærni væri ekki allra. Þ.e.a.s. að þriðjungur nemenda náði ekki viðmiðunarmörkum í samræmdum prófum upp úr grunnskóla.
- Yfirvöld völdu þá leið á þessu tíma að refsa þessu fólki. Refsingar eru enn í gangi.
Hver segir að viðmið ,,PÍSA" um lestrarfærni sé endilega rétt og að prófin fari fram með nákvæmlega sama hætti í öllum löndum. Það virðist a.m.k. staðreynd að markmið grunnskólakennara á Íslandi eru önnur og öðru vísi í lestrarkennslu en Písaviðmið gera ráð fyrir.
- Undanfarnar vikur hafa margir haft stór orð um lestrarkunnáttu á Íslandi einkum um færni drengja. Ég fullyrði að lestrarfærni hafi í raun aldrei verið betri á Íslandi heldur en nú síðustu árin og mun almennari en áður var.
En ég fullyrði einnig, að engin önnur stétt á Íslandi myndi standast viðlíka próf og eða kannanir sem "Písa" á að gera á störfum lestrarkennara. Ég endurtek, engin önnur stétt myndi standast viðlíka könnun.
![]() |
Meiri eftirspurn eftir sumum börnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.2.2014 | 17:49
Arfavitlaus framsetning hjá Menntamálaráðherra
- Í framhaldskólamálum þjóðarinnar.
Það eru eru allar líkur á því að hægt sé, að stytta nám í framhaldskólum niður í 3 ár að meðaltali en það gerist bara ekki með þeim áherslum sem í gangi eru í námskrám framhaldskólakerfisins. Til þess að þetta geti gengið er nauðsynlegt að breyta verulega inntaki kennslunnar og námsins. En einnig viðhorfum.
- M.ö.o. það þarf að stokka upp, þrífa línuna og beita á ný.
. - Auka þarf kröfur verulega til náms í bóknámi fyrir þá sem ætla í háskóla.
. - Breyta þarf verulega námskrám fyrir fólk í framhaldskólum sem ætla sér að fara í viðurkenndar starfsgreinar í atvinnulífinu.
- T.d. eru allar iðngreinar skapandi greinar og slíkum greinum verður að fjölga verulega og gera þeim jafn hátt undir höfði og öðrum greinum.
En það eru fjölmargir varðhundar ýmissa hagsmuna á þeirri leið sem fara verður til að skapa arðbærara skólakerfi. Erfiðasti varðhundurinn eru viðhorfin sem gera upp á milli námsefna í skólakerfinu og gera upp á milli hvað það er sem teljast vera mikilvægar námgreinar og hverjar ekki. Þau eru allsstaðar.
Afar stór varðhundur á leiðinni sem er stóri voffinn á vegum kennarasamtakanna sem stendur vörð um latínugreinarnar. Ríkjandi sjónarmið í kennarastétt er, að ekkert er mikilvægt nám nema að það sé hreint bóknám samkvæmt latínuskólahefðinni, m.ö.o. námsgreinar yfirstéttarinnar og eða aðalsins í Evrópu.
Þá eru það iðnmeistararnir sem héldu á árum áður, að með því að takmarka aðgang nýrra iðnnema í iðngreinarnar væru þeir að vernda eigin hagsmuni, þ.e.a.s. hagsmuni fyrirtækjanna. Það hefur reynst alrangt, þvert á móti hefur það hamlað framþróun.
Meistarakerfið er gríðarlegur dragbítur á uppbyggingu raunverulegs iðnnáms á Íslandi og hefur lengi verið. Einnig dragbítur á frekari uppbyggingu á nýjum formlegum iðngreinum sem gætu boðið upp á skaplegri laun fyrir launamenn en þau sem ófaglærðir verkamenn njóta. Einnig meiri framleiðsluverðmæti í þjóðfélaginu.
Þetta sem framhaldsskólarnir kalla fjölbreytt nám ætlað fyrir fólk sem ætlar að stunda verkleg störf er hreint prump. Þessar námsbrautir skapa enga áhugaverða möguleika fyrir ungt fólk nema í undantekningartilfellum og gefa þeim engin formleg starfsréttindi eða virðingu meðal manna.
- Í dag geta bóknámsnemendur lokið prófi úr framhaldskóla á 3 árum ef þeir hafa getu og vilja til þess.
- .
- Það er reyndar námsbraut sem mættu vera meira krefjandi fyrir nemendur ef þeir ætla í háskólanám eins og fyrr segir.
. - Samt kjósa nemendur almennt að ljúka slíku námi á 4 árum og mjög margir á 5 árum.
. - Það má auðveldlega fjölga þeim mánuðum sem kennt er í á hverju ári, en það er efamál hvort það breyti mjög miklu.
Nemendur hafa flestir áhuga fyrir öðrum hlutum en að ljúka námi á svo stuttum tíma. Þeir eru farnir að lifa lífinu, reka bíl og eru búnir að stofna fjölskyldur. Samfélagið á svo að veita námsmönnum félagslega aðstoð eins og þurfalingum.
Eitt er alveg öruggt og ráðherran gleymir alveg að minnast á. Hann getur ekki rekið fólk út úr framhaldskólunum eftir 3 ára veru þar. Þ.a.l. er þetta ekki framkvæmanlegt með tilskipunum ráðherra. Því það eru nemendur sem hafa valið sér tímalengdina í framhaldskólanum. En það er full þörf á því almennt, að stytta veru nemenda í framhaldskólum landsins.
Eina færa leiðin er að efla nám í greinum framhaldskólans sem útskrifa nemendur til fullra réttinda í atvinnulífinu. Það geta hæglega verið styttri námsbrautir með möguleikum til framhaldsnáms.
Það er einnig mikilvægt að inntak bóknáms í slíkum greinum verði að vera allt annað og einfaldara en í námsleiðum sem eru til undirbúnings fyrir háskólanám. En fagnámið verður að vera metnaðarfullt.
Þá er auðvitað löngu kominn tími til þess, að virða og meta slíkar greinar að verðleikum. Yfirvöld verða að ganga á undan í þeim efnum. Það er þjóðinni lífsnauðsynlegt að efla fjölbreytt atvinnulíf með því að beita framhaldsskólunum fyrir vagnin í þeim efnum. Þeim peningum sem varið er í slíka uppbyggingu er vel varið.
Nú er endalaust rekinn áróður fyrir háskólaleiðinni, með þeim afleiðingum að mikill fjöldi fólks flosnar upp úr háskólanámi án allra formlegar réttinda sem betur hefðu valir aðrar námsleiðir á framhaldskólastigi.
Þeir eru þegar í svipaðri stöðu og þeir 50 þúsund einstaklingar (þriðjungur nemenda frá 1975) sem ekki luku námi í framhaldskóla.
![]() |
Ekkert nema ráðleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2014 | 08:28
Meira fé frá ríkissjóði bakdyramegin?

Skólinn gæti þess vegna verið rekinn með núverandi sniði og síðan styrktur af bændasamtökunum. En tryggt yrði að vera, að það verði þá ekki bara ríkisstyrkir í gegnum bændasamtökin
Nú ef þessi samtök bænda geta styrkt bændaskólann á Hvanneyri með jafnháum upphæðum og skólinn virðist þurfa á hverju ári. Vaknar auðvitað spurningin um, hvort bændasamtökin séu að fá allt of mikla styrki frá ríkinu. Eftir því sem við fáum að vita þessir græningjar sem búa í Reykjavík, þiggja bændasamtökin einhverja milljónir í styrki árlega.
Nokkuð sem ég veit ekki til að önnur hagsmunasamtök fái á Íslandi.
Ef þessi skóli þarf að vera rekinn á háskólastigi væri nærtækast að mínu viti, að þessi skóli væri þá sameinaður við við Bifröst sem mér skilst að sé rekinn sem sjálfseignastofnun. Þeir myndu þá sameinast þessir tveir atvinnuvega skólar. Það myndi eflaust styrkja atvinnulífið í landinu.
![]() |
Taka þarf á rekstrinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2014 | 13:53
Til umhugsunar
Hvers vegna flytja þessir menn ekki bara til Moldavíu eða annað sem þeir geta stundað svona meint athæfi í friði. Þar geta þeir væntanlega látið fara vel um sig og lifað í vellystingum og engin ásakar þá um neitt ljótt.
Ég býst við því að almenningur á Íslandi myndi ekki fetta fingur út í slíka flutninga ef landið yrði síðan laust við ólöglegt háttarlag til framtíðar.
En þessi vinnubrögð bíða auðvitað dóms.
Leikendur í hruninu virðast hafa nægt fé til að ráða sér stjörnulögfræðinga til að flækja þessi málaferli sem mest og flækja. Ef einhver sauðsvartur vogar sér að hafa skoðun er honum hótað um leið málaferlum af ónafngreindum aðilum.
- Guðrúnar Johnsen hikaði ekki við að dæma þáverandi stjórnvöld Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og þáverandi seðlabankastjóra sem nú er ritstjóri.
. - Þessir kónar sáu síðan um að vildarvinir þeirra í flokkunum og stuðningsaðilar gætu tæmt bankanna og farið með aurana til ýmissa leynistaða.
. - Eftir sátum við sauðsvartur almúginn og erum að skrapa saman aurum á lágum launum til að greiða upp í skuldir ríkissjóðs,
bæta bönkunum eigið tjón með hækkuðum vöxtum og þjónustugjöldum
og þá erum við borga skuldir fyrirtækjanna sem voru ofurskuldsett og við launamenn situm uppi með skaðann.
. - Guðrún Johnsen sagði að viðbrögð Breta hafa verið algjörlega eðlileg til að verjast íslensku bólubankaköllunum.
![]() |
Eins og Moldavía í mannréttindum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
- á íslenskum ríkisskuldabréfum
- En er ástæða til þess að við íslendingar séum bjartsýnir?
- Málin hafa verið þögguð í Mogganum raunar eins og oft áður og raunar hefur það verið reynt á Alþingi einnig. Þetta er auðvitað alvörumál sem minnir á fortíðina fyrir hrun.
Við það rifjast upp þessi fregn:
Álagið í hæstu hæðum
Skuldatryggingarálag íslensku bankanna frá janúar 2007 til febrúar 2008. mbl.is
Eftir Guðrúnu Hálfdánardóttur guna@mbl.is
Skuldatryggingarálag íslensku bankanna hefur verið í hæstu hæðum undanfarið í kjölfar þeirra miklu erfiðleika sem ríkja á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.
Þannig er álag á skuldabréf Kaupþings nú 650 punktar, Glitnis 605 punktar og Landsbankans 375 punktar. Þess má geta að í júníbyrjun 2007 var skuldatryggingarálag Kaupþings 25 punktar, Glitnis 24 punktar og Landsbankans 18 punktar.
Skuldatryggingarálag mælir hvað það kostar fyrir fjárfesta að kaupa tryggingu gegn því að útgefandi viðkomandi skuldabréfs geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Kostnaðurinn er mældur sem álag ofan á grunnvexti.
Álagið er almennt talið vera einn besti mælikvarðinn á þau markaðskjör sem bankar standa frammi fyrir á alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum.
- Nú verður tæplega langt að bíða eftir því að skuldatryggingarálagið hjá íslensku bönkunum rjúki upp einnig. Er þýðir stórhækkaða vexti í bönkum.
- Það er full ástæða til að að hafa áhyggjur af efnahagsmálum í landinu á næstu misserum.
- Nú er væntanlegur ávinningur af þessum bragðdaufu kjarasamningum fokinn fyrir horn.
Á meðan peningarnir streyma til annarra landa sem urðu illa úti í alþjóðlegu fjármálakreppunni er Ísland úti í kuldanum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.
Um þetta er fjallað í International Financing Review, þar sem staða Íslands er borin saman við Írland, Portúgal og Grikkland. Þróunin hér á landi er rakin til stjórnarskipta og ósveigjanleika stjórnvalda í viðræðum við kröfuhafa föllnu bankanna.
Katrín Ólafsdóttir, lektor í hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir erfitt að fullyrða hvaða þættir hafi áhrif á kjörin sem ríkinu bjóðast í skulda-bréfaútgáfu erlendis.
Líklega hefur öll óvissan mest áhrif í þeim efnum, segir Katrín.
"Vissulega er óvissa tengd þessari aðgerð að skattleggja þrotabú bankanna, sumir telja þá leið færa og aðrir ekki," bendir hún á. Eins kunni að spila inn í áhyggjur af því að fyrirhuguð skuldaniðurfelling lengi í gjaldeyrishöftunum. " (Fréttabl 21.jan )
![]() |
Vilja aftur lána fé til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2014 | 17:22
Smalamennskan brást, bæði fyrir og nú eftir jólin
- Það veldur víst samtökum atvinnurekenda vonbrigðum að það skuli vera til staðar hugsandi fólk innan ASÍ, fólk sem ekki lætur smala sér í fjárréttir með gengdarlausum áróðri.
Lang líklegast er, að félagsmenn í félögum ASÍ þar sem mikið launaskrið er í algleymingi hafi samþykkt þessa samninga. En taxtafólkið hefur hafnað þessu kjörum enda átti það ekkert að bera úr býtum og fyrirtækin áttu að njóta enn frekari ríkisstyrkja m.a. á kostnað launamanna.
Fyrir launamenn hefur staðan einfaldast.
Nú ætti staðan fyrir fjölmörg félög innan Starfsgreinasamband að hafa einfaldast verulega, þau hafa nú losnað við úrtöluöflin og þau félög sem eru höllust undir samtök atvinnurekenda. Einnig laus við þá aðila innan ASÍ sem hafa allt aðra hagsmuni en ófaglært verkafólk, sérstaklega á landsbyggðinni. En vert er að hafa virkilegar áhyggjur af taxtafólkinu innan þessara félaga.
Nú fá þessi félög tækifæri til að standa sig í baráttunni. Það er vonandi að þau fái frið fyrir ASÍ og þeim félögum sem samþykktu er munu nú reyna að hanga í baráttu-félögunum. Í fyrsta lagi er hætta á því að þau vinni gegn þessum félögum og reyni síðan að fá sömu viðbótarhækkanir fyrir sína félagsmenn.
Í viðtali við Moggann kemur framkvæmdastóri samtaka enn einu sinni upp um reynsluleysi sitt í umræðunni um kjaramál er hann segir orðrétt:
Svigrúmið er afar takmarkað í atvinnulífinu um þessar mundir og ekkert hjá hinu opinbera. Það svigrúm sem fjallað hefur verið um að hafi verið fullnýtt í samningunum byggir í raun ekki á mati á getu atvinnulífsins til að taka á sig aukinn kostnað án verðhækkana, heldur var farið að ystu mörkum þeirra launabreytinga sem Seðlabankinn telur að geti samrýmst verðstöðugleika, nefnir Þorsteinn.
- Hér sést ljóslega hver stefna samtaka atvinnurekenda hefur verið í gegnum tíðina í kjaramálum. Hún er að semja um lága launataxta til að halda niðri launum opinberra starfsmanna og þeirra sem þurfa að draga fram lífið á bótum hverskonar.
. - Síðan vilja þessir aðilar hafa frítt spil um að umbuna þeim starfsmönnum sínum sem eru þeim þóknanlegir með hærri launum í gegnum hvers kyns vinnustaðasamninga. Því lægri launataxtar hjá stéttarfélögunum því meira vald hefur atvinnurekandinn yfir starfsfólki sínu með ríflegra launaskriði.
Auglýsingaherferðin bæði fyrir samningsgerðina og eftir hana telja atvinnurekenda hafa skilað verulegum árangri. En eins og allir vita sem eru eldri en tvævetur, að þá mun verðhækkanaskriðan koma eftir að búið er að berja launamenn til hlýðni við samningaborðið.
Það hlýtur að valda samtökum atvinnurekenda miklum vonbrigðum að smalamennskan brást. En svona auglýsingaherferðir einmitt þessara aðila, samtökum atvinnurekenda í samstarfi með flokknum sínum Sjálfstæðisflokknum heppnaðist hvað eftir annað á meðan vinstri stjórnin var enn til staðar.
En vinstri stjórnin hafði engan fjölmiðil á sínum snærum
![]() |
Niðurstöðurnar valda vonbrigðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)