Færsluflokkur: Umhverfismál
25.4.2013 | 17:41
MMR skoðannakannanir eru ómarktækar
Mælast svipað stórir í könnun MMR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2013 | 14:53
Að hika ekki við að segja ósatt
Þeir framboðsaðilar sem hér segja að ekkert sé að vanbúnaði að afnema höftin vegna þess að málið sé undirbúið eru að segja ósatt og þeir vita það.
Þetta er vandasamt verkefni sem kallar á samheldni landsmanna og mun taka mörg ár. Annars munu það verða launamenn sem bbera allann kostnaðinn.
Bjarni sagði að búið væri að kortleggja verkefnið nú þegar þrotabúin væru tilbúin að ganga til nauðsamninga og þá gæti ferlið verið fljótlegt. Hann tók fram að fara ætti fram með ýtrustu kröfur og jafnvel beita skattlagningu á kröfuhafana.
Þetta segir formaður þess flokksins sem á metin í gengifellingum og ber ábyrgð á síðustu gegnisfellingu sem varð við hrunið.
Maður veltir því fyrir sér, hver hafi þá undirbúið málið svona vel. Það hljóta þá að vera núverandi stjórnvöld sem það hafa gert.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að ríkisvaldið hefði þau tæki sem þurfi til að knýja fram um niðurstöðu í málinu og að Evrópusambandið hefði nú þegar verið með mun róttækari aðgerðir en menn veltu fyrir sér hér á landi. Hann sagði afnám hafta ekki eiga að taka langan tíma.
Sigmundur vitnar þá í samþykkt Alþingis um þrotabúin frá því mars 2011 þegar Sjálfstæðisflokkur lagðist allur gegn lagasetningunni og Framsóknarmenn sátu hjá í atkvæðagreiðslunni sem var að festa hugsanlegar eignir erlendra aðila í þrotabúum gömlu bankanna.
Það er nauðsynlegt að ná samningum við þessa kröfuhafa því hörð valdbeiting kallar á hörð viðbrögð þeirra sem hafa átt viðskipti við íslendinga. Hugsanlega má nota skattlagningu á útstreymi gjaldeyris og fleiri þvinganir í þeim dúr, en það mun allt lenda á launamönnum í landinu vegna óhjákvæmilegrar gegngisfellingar í kjölfarið.
Bjarni: Höftin burt á næstu mánuðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2013 | 13:12
BÍ BÍ segja framsóknarmenn og hafa lengi gert
En greinilegt er að mörgum finnst fuglasöngurinn fallegur
Hinn prúði háskólakennari sem engan vill styggja þegar hann segir að ef þessir peningar væru fyrir hendi sem framsóknarmenn segja hægt sé að fá frá erlendum kröfuhöfum að þá er hugsanlegt að það væri hægt að framkvæma hugmyndir þeirra.
En þeir eru bara ekki fyrir hendi.
Segir heimilin fá leiðréttingu strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2013 | 17:08
Furðufrétt
- Þetta er sérkennileg frétt í meira lagi.
Þegar þessi miðill flytur fréttir af inntaki persónulegs samtals við fjármálaráðherra. Það er auðvitað ljóst, að það hefur enginn ráðherra ánægju af því að leggja skatta einhverja, bara siss sona. Það er nákvæmlega sama í hvaða flokki ráðherrann er.
Það er viðurkennt að íslenska þjóðin hefur gríðarlegan kostnað af veru erlendra ferðamanna í landinu. Ef þessir erlendu ferðamenn eiga ekki að greiða þann kostnað sjálfir munu íslendingar sjálfir þurfa að bera kostnaðinn.
Þá er leiðinni ekki nema heiðarlegt að minna á þá staðreynd, að það eru fyrst og fremst launamenn sem greiða skatta á Íslandi en ekki fyrirtæki, ekki menn í fyrirtækjarekstri og ekki þeir sem aðeins hafa fjármagnstekjur.
Þá er auðvitað mikilvægt að þessi Magnús Bragason geri sér grein fyrir þeirri staðreynd að ef almenningur á að greiða allann kostnað með hækkuðum tekjusköttum af veru ferðamanna í landinu, mun almenningur innan tíðar snúast gegn vaxandi ferðamennsku í landinu.
Síðan eru það eru ferðamenn sem greiða skattinn en ekki rekstraraðilarnir.
Katrín á móti 14% skatti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2013 | 14:16
Öll lausaganga hunda í Reykjavík er bönnuð
- Nema í aflokuðum til þess hönnuðum gerðum.
Einnig er bannað vera með hunda á fjölmörgum stöðum jafnvel þótt þeir séu í ól. Jafnvel á slíkum stöðum leyfa hundaeigendur sér að vera með bæði smáa og stóra hunda sem margir hverjir eru hættulegir.
Jafnvel hefur mátt sjá fólk með hunda í miðborginni innan um hundruð og jafnvel þúsundir borgara á stórhátíðisdögum. En þetta er harðbannað.
Þá er það oft frekar ógeðslegt að ganga um marga frábæra göngustíga borgarinnar þar sem allt er vaðandi í hundaskít. Undanfarin ár hef ég haft gott útsýni yfir slíkan göngustíg og það er oft ævintýri líkast þegar hundspottin þurfa að gera þarfir sínar. Þá lítur hundahaldarinn gjarnan í kringum sig og upp í glugga húsanna til kanna hvort einhver sér til hans.
Ef svo óheppilega vill til, að það sést til einhvers í glugga tekur hundagæslumaðurinn upp sinn plastpokka og rótar aðeins í jarðveginum við hliðina á skítnum og þykist hirða upp óþverrann.
Á þessum stíg er ekki óalgengt að sjá lausan boxer hlaupa á undan eigendum sínum og oft er sá í slíkri gæslu barna. En boxerhundar hafa dundað sér við að drepa lömb í útjaðri borgarinnar þar sem eigendur þeirra hafa þá sleppt þeim lausum.
Ráðist á móður á Klambratúni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.4.2013 | 14:09
Nýir tímar í verkalýðshreyfingunni.
- Félagsmenn VR hljóta að fagna því að kominn er nýr formaður hjá félaginu þó einkum konur sem eru í miklum meirihluta í þessu stærsta verkalýðsfélagi landsins.
VR hefur löngum verið undir hælnum á Sjálfstæðisflokknum og flokkurinn hefur löngum misnotað félagið í pólitískum tilgangi. M.a. klofið ASÍ í mörgum mikilvægum málum og staðið að því að draga úr rótækum samþykktum og þannig sljófgað klær ASÍ.
Ekki veit ég hvort nýi formaðurinn á sér einhverja pólitíska tilveru í einhverjum stjórnmálaflokknum, það myndi í sjálfu sér vera í góðu lagi ef slík aðild formannsins verði ekki til þessa að sá flokkur geti misnotað VR með sama hætti og gert hefur með þetta félag árum saman.
Nú má reikna með því, að fótgönguliðar í gamla valdaflokknum verði virkjaðir enn á ný til að koma að formanni úr Sjálfstæðisflokknum og stjórn með réttar pólitískar áherslur og uppruna.
Ekki má gleyma þeirri staðreynd að pólitískir forystumenn í VR voru bendlaðir við mjög alvarlega spillingu eftir hrunið.
Ólafía tekin við sem formaður VR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2013 | 10:34
Allir stjórnmálaflokkar bera hag millistéttanna á örmum sér
- Allir stjórnmálaflokkar leggja áherslu á að bæta stöðu fólks sem er í framhalds- og í háskólanámi. Enn skal lagt í að bæta styrkjakerfi þessa þjóðfélagshóps á öllum sviðum.
- Lítið fer fyrir áhyggjum framboðanna af hag láglaunafólks í landinu sem starfar eftir launaflokkum sem eru með krónutölum við fátækramörk. Bara svo að það komi fram að hæsti launataxti Eflingar er um kr 220 þús fyrir fulla vinnu.
Þetta er fólkið sem neyðist til þess að vinna yfirvinnu á fjölmörgum óþverrastöðum langt undir umsömdum launatöxtum. Þetta fólk skuldar reyndar lítið í húsnæðislánum og eru gjarnan leiguliðar af því að það fær ekki há lán en samt er það í hrikalegum greiðsluvanda.
Þetta er ekki nýtt undir sólunni. Þetta hafa reyndar eigendur fiskvinnslufyrirtækja og annarra iðnfyrirtækja gert í áratugi, hefur verið áberandi í saltfiskvinnslunni og í fataiðnaði. Konur eru gjarnan ráðnar í hálft starf sem þýðir að þær skila miklu meiri afköstum jafnaðarlega en ef þær væru að störfum allann daginn.
Síðan koma aðrar konur til starfa eftir hádegið og keyra það fólk áfram sem er starfandi fulla vakt og er á þessum tíma búið að skila hálfu dagsverki. Staðan virðist samt að mörgu leiti breyst því nú er það ungafólkið sem er að stíga út á lífsbrautina sem verður að sætta sig við þessa stöðu og strax í upphafi fast í fátækragildru.
Fólk um fimmtugt sem hefur starfað við þessi lífskjör sem er stritið og lágu launin er þegar farið að missa heilsu og þrek.
Á meðan langskólagengnafólkið á þá gjarnan eftir 20 ár á vinnumarkaði við góða heilsu og getur síðan notið eftirlauna áranna með allgóða heilsu og þokkalega fjárráð.
Launamunur kynjanna 188 þúsund kr. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.4.2013 | 18:18
Barnaleg viðbrögð kaupmannsins,
- þetta þýðir auðvitað að fólk ályktar sem svo að Nonni hafi eitthvað að fela.
Verslunahættir sem þessir hjá Kosti taka greinilega mið af bandarískum vinnubrögðum. Það er bara nauðsynlegt að fylgjast vel með verðlagi í þessari búð sem og öðrum búðum. Það vantar ekkert upp á stóryrtar yfirlýsingar frá kaupmönnum.
Þessa daganna eru samtök versunareigenda með áróður í búðunum sem greinilega tónar með stefnumiðum Sjálfstæðisflokksins og það er kallað að misnota aðstöðu sína í pólitískum tilgangi.
Reyndi að stöðva ASÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2013 | 18:52
Vilja láta bera sig í gullstól
- Reykjavíkurflugvöllur verður að víkja frá þessum stað
Þá væri ný staðsetning á Hólmsheiði fyrir flugvöll heldur ekki ásættanleg sem er þegar vaxandi útivistarsvæði fyrir Reykvíkinga. Ekkert annað sveitarfélag myndi láta bjóða sér annan eins yfirgang og Reykvíkingar hafa mátt þola af ákveðnum hagsmunaaðilum sem nota þennan flugvöll.
Persónulega þekki ég þennan átroðning vegna fyrri búsetu minnar undir fluglínum þessa flugvallar sem er óþolandi með öllu. Bæði af því að hafa átt heima í Þingholtunum og síðan á Kárnesi.
Ég er algjörlega sammála bókun Gísli Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skipulagsráði, er létu þá bóka að flugvöllurinn í Vatnsmýri uppfyllti ekki tilmæli Alþjóða flugmálastofnunarinnar um öryggismál.
Gildi það til dæmis um öryggissvæði við flugbrautarenda, öryggissvæði frá miðlínu og um aðflugsljós og hindrunarfleti. Þetta hafa flugmálayfirvöld verið treg til að viðurkenna.
Þá segja þau að borgaryfirvöld eigi að hafna kröfum um fellingu elsta hluta skógarins í Öskjuhlíð og uppsetningu lendingarljósa á Ægisíðu. Borgaryfirvöld ættu að hafna slíkum kröfum, rétt eins og þau höfnuðu stórum ljósamöstrum í Hljómskálagarðinum þegar flugvallayfirvöld reyndu að fá þau í gegn.
Ef athugasemdir Önnu Ingólfsdóttur við bloggfærslu Óðins Þórinssonar B-757 á Reykjarvíkurflugvelli
eru réttar að þá eru þetta um 100 manns á dag sem nýta sér flug til Reykjavíkurflugvallar til að sinna erindum í Reykjavík sérstaklega vestan við Reykjanesbraut.
Anna Ingólfsdóttir, 14.4.2013 kl. 16:33
Að fórna framtíðar byggingarsvæði Borgarinnar sérstalega fyrir 200 hundruð farþega daglega fram og aftur á flugvellinum er bara einum of mikið af því góða. Þessir farþegar verða bara að sætta sig við þótt þeir þurfi að lenda aðeins fjær miðborginni.
Flugvöllurinn of frekur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2013 | 16:01
Pólitísk afskipti Framsóknaflokks settu Íbúðarlánasjóð á hliðina
- Með góðri aðstoð Sjálfstæðisflokksins og afskiptaleysi hans
Framsóknarflokkurinn mun þó varla losna undan því að þurfa að svara fyrir þau afglöp sem bent verður á í skýrslunni. Guðmundur Bjarnason, fyrrverandi ráðherra flokksins, stýrði sjóðnum frá 1999 til 2010 og þá var Árni Magnússon félagsmálaráðherra 2003 til 2006. Er talið að þessir tveir verði helst gagnrýndir í skýrslunni.
Það voru vissulega sérkennileg vinnubrögð þessara manna að nýta sjóðinn til að ryðja upp hundruðum íbúða á Austurlandi sem átti auðvitað að nýtast sem kosningatrix fyrir flokkinn. Nú standa hundruð íbúða óseljanlegar á þessu landsvæði og liggja undir skemmdum.
Almenningur fær að borga brúsann
Syndir framsóknarmanna eru stórar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |