Færsluflokkur: Umhverfismál
12.4.2013 | 16:54
Hugtakið útflutningstekjur einhverra atvinnugreina segir ekkert
- Nákvæmlega ekkert um það hvað þær skila þjóðarbúinu miklu í hreinar gjaldeyristekjur og eða í skatttekjum til ríkissjóðs og í sveitarsjóði landsins í gjaldeyri.
. - Það gengur heldur ekki að blanda saman launum og sköttum launamanna sem starfa í tilgetnum greinum og eða sköttum sjálfra fyrirtækjanna og eigenda þeirra. Það eru óskyldir hlutir.
Ef þessar atvinnugreinar væru ekki fyrir hendi myndi fólkið starfa í öðrum greinum og fá þar laun og greiða af þeim skatta. Engin getur fullyrt hvort aðrar greinar geti ekki skilað jafnháum launum til launafólks og þar með skatttekjum.
Inn í myndina verður taka tilkostnað ríkis og sveitarfélaga fyrir hvert starf sem atvinnugreinarnar veita beint.
Ekki gengur að taka með afleidd störf sem fylgja allri framleiðsu í öllum starfsgreinum.
Bara hvert starf í áliðnaði kostar ríkissjóð nálægt þremur milljörðum í beinum virkjunar og flutningskostnaði á raforkunni fyrir utan gríðarlegan kostnað sveitarfélaganna.
Þá er fórnarkostnaðurinn ótalinn bæði í beinum fjárútlátum og fórn á náttúrugæðum þjóðarinnar.
Það verður enginn ríkur á miklum tekjum einum saman, heldur er lykilþáttur í ríkidæmi sparnaður, aðhalds- og fyrirhyggjusemi. Bæði hjá einstaklingum og hjá heilum þjóðum. Þetta má sjá af því m.a. að bera saman afkomu þjóðanna, þar eru það ekki náttúruauðlindir sem skapa þjóðarauðin heldur fyrirhyggjusemin. Menntunarstig þjóðanna hafa mikil áhrif, sjálfstraust og menning
Þetta óheilbrigða hugtak útflutningstekjur er auk þess gríðarlega ósanngjarnt og hefur verið leiðarstefið í því að brjóta niður íslenskan samkeppnisiðnað sem er mjög fjármagnsléttur og hefur nánast engan kostnað hjá opinberum aðilum í för með sér.
Slíkur iðnaður skilar miklum gjaldeyristekjum með því að spara gjaldeyrir og gerir það að verkum að íslendingar sjálfir byggja upp atvinnulíf í skapandi vinnu í hvers kyns iðnaði og í ferðamannaiðnaði.
Það er eftirtektarvert, að frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins varast að tala um álver og aðra stóriðju nú í þessari kosningabaráttu. Formaður Sjálfstæðisflokksins taldi upp samskonar atvinnutækifæri til frambúðar og frambjóðendur Vinstri Grænna hafa gert í gegnum árin í sjónvarpsviðtalinu fræga í gærkvöld.
Enda eru fleiri álver ekki boðlegur kostur lengur og þau skila litlum gjaldeyristekjum til þjóðarinnar sjálfrar miðað við fórnarkostnað hennar. Jafnvel á uppbyggingar-tímanum við virkjanir og stóriðjuver er líklegt að erlendir aðilar fleyti rjómann af dýrðinni og noti starfsmannaleigur til að manna slíkar framkvæmdir.
- Forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, hefur ítrekað sýnt meðfylgjandi glæru á upplýsingafundum Landsvirkjunar. Boðskapur hans er skýr: Vissulega verða fjárfestingaráhrif stórra framkvæmda verða veruleg en þau eru í raun bara tímabundin bóla ef arðsemi fjárfestingarinnar rís ekki undir kröfum eigenda. Tilvísunin er vitaskuld Kárahnjúkavirkjun. Fjárfestingaráhrifin af henni voru gríðarleg en er arðsemin hvergi nærri viðunandi að mati yfirstjórnar Landsvirkjun.
Útflutningstekjur marklaust hugtak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 16.4.2013 kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.4.2013 | 23:39
Formaður Sjálfstæðisflokksins í sjónvarpssal með hnífa í baki
- Greinilegt að hér mætti mjög bitur formaður til leiks í sjónvarpssal.
. - Það er ljóst að hann hefur fengið hníf í bakið frá flokksfélögum sínum og andstæðingum innan flokksins.
. - Sem áhorfandi finnst mér ekki að það sé Bjarna sök hvernig fylgi flokksins hefur hrunið að því er virðist.
Það er erfitt að ímyndað sér að Hanna Birna geti verið leiðtogi þessa flokks eftir það sem undan er gengið, hvort sem hún á einhverja aðild að þessari skoðanakönnun eða ekki og þeim samblæstri sem hefur verið í gangi gegn sitjandi formanni þessa flokks.
Hún getur ekki sameinað flokkinn, það er hún sem verður alltaf dæmd fyrir að hafa klofið flokkinn á síðasta korterinu fyrir kosningar. Hún er hluti af klofningsöflum í flokknum og mun ekki geta sameinað flokkinn á ný.
Þá er það rétt sem Bjarni sagði, að flokkurinn hefur ekki gert upp hrunið og ekki viðurkennt stjórnarfarslega ábyrgð sína að því að til þess kom. Flokkurinn hefur verið í algjörri afneitun og enn eru framarlega á framboðslistum flokksins fólk sem er auri ausið vegna spillingarmála.
Merkilegast fannst mér í umræðu hans um atvinnumál, að hann nefndi ekki á nafn kröfunni um það að byggja virkjanir fyrir ný stóriðjufyrirtæki. Það hafa heldur ekki aðrir frambjóðendur flokksins gert nú fyrir þessar kosningar. Þetta virðist vera stefnubreyting hjá flokknum
Ég útiloka ekkert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 12.4.2013 kl. 07:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2013 | 12:21
Ein af alvarlegustu skugghliðum EES samningsins
- Sem einnig væri það með veru Íslands í ESB
Íslenskir launamenn hafa ekki góða reynslu af starfsmannaleigum í Evrópu sem oftast hafa á sínum snærum verkafólk frá fátækustu löndum Evrópu og alvarlegur grunur er um að þessari starfsemi fylgi mansal á fólki frá löndum þar sem mannréttindi eru fótum troðin.
Þótt starfskjör íslenskra launamanna hafi skerst alvarlega síðustu mánuðina fyrir hrun og síðan hrikalega við hrunið, eru kjör þessa fólks sem kemur með þessum starfsmannleigum mörgum sinnum lakari. Þeir hafa ekki einu sinni í sínum fórum vegbréf þegar þeir eru hér að störfum og laun þeirra eru greidd í heimalandi þeirra.
Margar starfsmannaleigur sem eru með heimilisfesti innan ESB eru jafnvel dótturfyrirtæki annarra slíkra þrælafyrirtækja sem eru með starfsmenn frá Asíu ríkjum eins og Kína.
Íslenskum stéttarfélög hafa ekki haft möguleika á því að tryggja það, að þetta fólk starfi eftir íslenskum kjarasamningum. Þetta mun því hafa þau áhrif að laun íslendinga fari lækkandi.
Þótt starfsemi þessara leigufyrirtækja hefðu verið bundin við Kárahnjúkavirkjun eingöngu og síðar við aðrar virkjunarframkvæmdir er ekkert sem segir að þessir aðilar geti ekki lagt öðrum og þá íslenskum fyrirtækjum til mannskap til starfa.
Þetta á bæði við um stóriðjufyrirtæki í erlendri eigu og raunar einnig í útgerð og fiskvinnslu og hverskonar annarri starfsemi. Það má alveg búast við því að hreyfing launafólks verði andstöðu við tilveru Íslands í EES og eða í ESB. Þetta brýtur niður stöðu íslenskrar verkalýðshreyfingu.
Íslandi gert að breyta reglum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2013 | 15:27
Sumir ánægðir en aðrir yfirmáta sárir
- Það er von að þeir gleðjist framsóknarmenn sem virðast ætla að vinna gríðarlegan sigur í væntanlegum kosningum.
. - Það væri vissulega hægt að samgleðjast með þeim ef þetta fylgi væri ekki fyrir lýðskrum eitt því það hefur verið sýnt fram á það margsinnis, að loforð þeirra standast ekki nána skoðun.
Sjálfstæðisflokkurinn sem var í vetur sigurviss og fólk í flokknum var farið að stilla mönnum upp í ráðherrastóla og ræddu málin í málstofunni með miklum hroka og yfirgangi. Þeir hertóku þingsal með aðstoð Framsóknar og komu í veg fyrir fram-gang stjórnarskrármálsins og réttlátar breytingar í fiskveiðmálum.
Við höfum trú á þeim stefnumálum sem við erum að tefla fram. Það er mikilvægast núna að koma þeim til skila en það hefur greinilega ekki gengið nógu vel hjá okkur, miðað við þessar kannanir, segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vandinn er með þessi stefnumið Sjálfstæðisflokksins, að þau eru þau sömu og flokkurinn hefur staðið fyrir undafarna tvo áratugi sem hafa nú loks sýnt fólki að þau standast ekki. M.ö.o. virka ekki þrátt fyrir að hátt sé reitt til lofts. Flokkurinn þurfti að endurmeta stefnuskrá sína sem hann ætlaði að gera eftir hrun en hætti við af einhverjum ástæðum, en gamla aðferðin hefur ráðið ferðinni sem er að viðurkenna aldrei mistök.
Þá hefur flokkurinn ekki hreinsað til í sínum ranni. Flokkurinn er enn í afneitun eftir hrunið. Hann hefur nú fengið skattastefnuna í andlitið og seðlabankamálið verður flokknum einnig dýrt spaug einkum vegna þess, að ekki má upplýsa um þetta blessaða símtal. Þá hafa margir flokksbundnir sjálfstæðismenn þá sögu að segja að það sé verulegt kurr á fundum flokksins og léleg mæting.
Það eru fleiri sárir, einkum forystumenn stjórnarflokkanna eftir allt erfiðið í ríkisstjórn. Það verður ekki véfengt að ríkisstjórnin hefur staðið sig mjög afburða vel þessi 4 ár og hvergi á byggðu bóli hvorki fyrr á Íslandi eða í öðrum löndum við álíka aðstæður hagur láglaunafólks verið varinn með viðlíka hætti.
Það er greinilega mikill sársauki í Samfylkingunni með þeirra fylgi og foringi þeirra hefur átt erfitt með að samfylkja sínu fólki. Eina hættan nú er sú, að Samf. Fari nú út í ótímabær kosningaloforð sem örðugt verður að standa við.
Það sama má segja um VG, þar hefur beinlínis orðið klofningur. Landsbyggðafram-sóknarmennirnir sem gengu í flokkinn á sínum tíma til að berjast fyrir sérhags-munum bændastéttarinnar á ýmsan hátt eru farnir.
Barátta þeirra sem var greinilega oft í andstöðu við hagsmuni launamanna urðu undir. Þetta fólk hefur farið í hefndaraðgerðir með gagnframboðum sem beinist eingöngu að því markmiði að skaða VG í þessum kosningunum sem allra mest.
Til þessa hafa kosningamál VG verið heiðarleg án yfirboða þ.e.a.s. með hófsemd og engu lofað sem ekki er hægt að framkvæma með varfærni. Þar er lögð áhersla á velferð láglaunafólks og greinilegt að sjónarmið launafólks hafa fengið meira vægi enn áður. Greinilegt er að þar er ný kynslóð komin á kreik undir forystu Katrínar Jakopsdóttur, með nýja hugsun og ný vinnubrögð. Eldri kynslóðin hefur látið undan.
Nú eru að koma fram ný framboð og er líklegt að tvö þeirra nái fólki á þing. Þessi framboð taka örugglega fylgi frá VG enda margar áherslur þær sömu.
Það er ljóst, að á Alþingi eiga eftir að verða miklar viðhorfsbreytingar meðal þingmanna með tilkomu þessara nýju flokka. Framsókn eða Sjálfstæðisflokkur neyðast til þess að láta af stórkarlalegu pólitíkinni sinni, vegna þess að allar líkur eru á að næsta ríkisstjórn verði þriggja flokka stjórn með aðild nýrra viðhorfa í vinnubrögðum.
Framsókn ánægð - sjálfstæðismenn brýna vopnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
- Þetta með grunngildi Sjálfstæðisflokksins er að þau eiga nákvæmlega ekkert skylt við grunngildi venjulegra flokka t.d. á norðurlöndum. Það verður að leita uppi verulega hægri sinnaða flokka frjálshyggjumanna til að finna svipaða stefnu.
Þá er helst að finna í Bandaríkjunum og t.d. í Ísrael, þar sem hægrisinnuðustu flokkarnir jaðra við að vera fasistaflokkar. En Sjálfstæðisflokkurinn sækir línuna til Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum.
Ýmsir leiðtogar Sjálfstæðisflokksins eru fastagestir á stórfundum þess flokks. Vandinn hjá Bjarna er einnig það innanmein sem komið er upp í flokknum sem er að flokksfélagarnir eru mjög margir hættir að trúa á þessi gildi eftir hrunið.
Sérstaklega þegar það er staðreynd að margir helstu forystumenn flokksins sem voru á kafi í spillingunni fyrir hrun eru enn í fremstu röð á framboðslistum. Þeir eru a.m.k. ekki óumdeildir. Flokkurinn og leiðtogar hans hafa ekki viðurkennt stjórnarfarsleg mistök flokksins er leiddi til þess að landið fór á hliðina. Það var reyndar ljóst löngu fyrir hrun og vitað var um væntanlega kollsteypu strax 2006 og ekkert var að gert. Þjóðin fór í kosningar 2007 án þess að vita af snjóhengjunni framundan
Þá hafa þingmenn og margir frambjóðendur flokksins sýnt af sér dæmalaust ábyrgðarleysi í störfum Alþingis í vetur og nú fram á vor, þar flokkurinn fór í vörn fyrir þá sérhagsmuna aðila sem hafa styrkt flokkinn mest fjárhagslega og þingmenn hans. Á þetta háttarlag horfir almenningur og flokksfélagar.
Þá hafa frambjóðenndir flokksins sýnt af sér gríðarlegan hroka í flestum viðtölum fjölmiðla. Sérstakur er hroki Hönnu Birnu fyrrum borgarstjóra. Hún hefur sýnt það, að hún er algjörlega óhæf til að vera leiðtogi stjórnmálaflokks.
Bjarni: Trúi á stefnuna fram í rauðan dauðann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.4.2013 | 13:39
Hugmyndir Framsóknarflokks eru ekki nýjar
- A.m.k. þrír aðrir stjórnmálflokkar hafa verið að skoða þessi sömu hugmyndir og þá möguleika sem Framsóknarflokkur hampar framan í fólk sem sínar.
. - Flokkarnir hafa skoðað möguleikanna sem gætu skapast þegar farið verður í það verk, að leyfa kröfuhöfum að eiga viðræður við seðlabankann og íslensk stjórnvöld hvað það muni kosta þessa aðila að ná eigum sínum út úr þrotabúunum.
Eini munurinn á málflutningi Sigmundar Davíðs og annara flokksformanna er sá að forystumenn stjórnarflokkanna hafa viljað fara varlega í yfirlýsingar og hafa ekki viljað gefa fólki falskar væntingar því þetta er alls ekki jafn gefið og frammaranir halda fram og þess vegna afar óábyrgt að gefa slíkar vonir. Reyndar hefur seðlabankstjórinn fyrir mörgum mánuðum sagt að allt að 70% afföll af eigum kröfuhafanna væru sanngjarnar.
En það var núverandi ríkisstjórn sem bjó til þessa stöðu og tæki sem Sigmundur lýsir að séu svo sterk að geta ekki annað en gefið af sér verulegan pening.Það var núverandi ríkisstjórn sem með lögum í mars fyrir ári felldi erlendar eignir þrotabúanna undir gjaldeyrishöftin GEGN vilja Framsóknar sem sat hjá og Sjálfstæðisflokks sem greiddi atkvæði á móti, og skapaði með því þessa sterku samningsstöðu sem samt enginn veit enn hvað fæst útúr stöðunni.
Þá er einnig mismunandi hvernig flokkarnir vilja ráðstafa þessu fé. Framsóknarmenn og raunar sjálfstæðismenn einnig vilja að þeir sem skulda mest eigi að fá mesta leiðréttingu.
Þ.e.a.s. fólk sem er með miklar tekjur og miklar skuldir, en er ekki með sínar skuldir í vanskilum. Fólk sem býr í stórum húsum og er með a.m.k. tvo dýra bíla á fóðrum. Sama hálaunafólkið sem stendur að "Hagsmunasamtökum heimilanna"
En skattahugmyndir Sjálfstæðisflokksins í þessum húsnæðismálum eru venjulegum launamönnum hættulegar sem í raun mundi færa þessi mál í gamlan farveg misréttis í landinu. Sumir munu njóta en venjulegir launamenn bera á herðum sér með auknum skattagreiðslum.
En vinstri flokkarnir vilja skapa nýtt félagslegt húsnæðiskerfi í gjöbreyttri mynd til að bjarga láglaunafólki frá ánauð húsnæðismálanna sem þetta fólk byrjaði að lenda í strax upp úr 2002 eftir að félagslega kerfið var lagt af 1998 og afleiðingar af þeirri ákvörðun fóru að koma í ljós samfara gríðarlega háum launamannasköttum.
Þá vilja þessir stjórnarflokkar einnig koma til móts við það fólk sem keypti sér íbúð síðustu u.þ.b. 4 síðustu árin fyrir hrun á bóluverði með bóluháum lánum.
Framsóknarflokkurinn hefur aðeins sagt hvað hann vill gera, en hann hefur enn ekki sýnt fram á að þetta sé raunverulegur möguleiki í þeirri mynd sem flokkurinn lýsir fjálglega. Þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni og forystumenn Framsóknarflokksins leyfa sér að þyrla upp lýðskrumi sem auðvitað þessum mönnum til skammar.
Ljóst er þó, að semja verður um þessi mál vegna hugsanlegra dómsmála og seðlabankinn hefur í marga mánuði verið með ákveðnar þreifingar í samráði með ríkisstjórninni. Síðustu fréttir eru þær að til stendur að ráða viðurkenndan samningamann á alþjóðavísu til verksins.
- Þá er einnig ljóst og það hefur þjóðin lært, að þetta mál verður í höndum Alþingis en ekki í höndum nýrrar ríkisstjórnar.
- .
- Þetta er of stórt mál fyrir einstaka ríkisstjórn.
Dugar fyrir skuldaleiðréttingu og meiru til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2013 | 15:53
Engin hefur áhuga á láglaunafólkinu
- Þetta er rétt hjá Gylfa Arnbjörnssyni og reyndar hefur áhugann skort hjá ASÍ einnig.
. - Það voru mikil áföll 1998 þegar félagslega íbúðakerfið var aflagt sem kostur fyrir venjulegt láglaunafólk í fullri vinnu sem dregur fram lífið á launum sem eru við fátækramörk.
. - Ákvörðun sem fór að bíta alvarlega 2002 samkvæmt gögnum frá ASÍ. Síðan hefur þessi samfélagshópur búið við alvarlegan greiðsluvanda.
Undanfarin ár hafa stéttarfélög iðnaðarmanna í byggingariðnaði haldið allri umræðu ASÍ um kjarmál í fullkominni gíslingu. Þessi stærstu hagsmunasamtök launamanna á íslandi hélt uppi stanslausri umræðum og kröfum um meiri virkjannaframkvæmda sem hefði skuldsett þjóðina enn frekar, er hefði fyrst og fremst lent á taxtafólkinu í landinu að greiða með hækkuðum sköttum.
Þessi krafa var um að halda uppi markaðslaunum byggingariðnaðarmanna sem voru þá þegar nær helmingi of margir í landinu.
En á hagsmunum ófaglærðra láglaunamanna hafði enginn áhuga á. Staðan er sú, að nær helmingur félagsmanna í Eflingu stéttarfélags býr í ótryggu leiguhúsnæði hér á Reykjavíkusvæðinu.
ASÍ hékk algjörlega í afturenda samtaka atvinnurekenda með þessar kröfur. Við íslendingar getum hrósað happi yfir því að ríkisstjórnin lét ekki undan þessum hörðu kröfum og fíkillinn, íslenska hagkerfið hefði orðið enn sýktara enn það hefur verið undanfarna áratugi.
Síðan við hrunið, var það hálaunað háskólagengið millistéttafólk sem gersamlega yfirtók um ræðuna vegna skellsins sem varð í húsnæðismálum, þeim tókst þetta með stofnun hagsmunasamtaka sem hafði þekkingu og færni til að heltaka stjórnmálaflokkanna í þessari umræðu.
Í marga mánuði hafa síðan öll framboð og verðandi framboð keppst við að útfæra lausnir þessa fólks sem er vissulega í skuldavanda sem það setti sig sjálft í en enginn hefur áhuga á gríðarlegum vanda láglaunafólks. Enda er það háskólagengið fólk sem ræður allri umræðu fjölmiðlanna og ræður einnig allri umræðu stjórnmálaflokkanna og almennt eru ófaglærðir láglaunamenn hvergi í framboði í líklegum þingsætasætum á framboðslistum.
Það er rétt sem Gylfi segir, að besta hjálpin við skuldsett heimili láglaunafólks er aukin kaupmáttur. Einnig aukin atvinna í gjaldeyrisskapandi atvinnugreinum.
Ekkert vantar á dekrið við stúdenta Byggja 95 íbúðir fyrir stúdenta sem eru félagslegar leiguíbúðir, en engar félagslegar íbúðir ætlaðar fyrir ófaglært láglaunafólk síðan 1998.
Gylfi: Lágtekjufólk fær enga aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2013 | 15:42
Tillögur að húsnæðislausnum fyrir hálaunafólk
- Skattaleið Sjálfstæðisflokksins hjálpar ekki láglaunafólki vegna húsnæðislána
. - Ekki heldur 20% leið Framsóknarflokksins
Þetta er einmitt láglaunafólkið, þ.e.a.s. ófaglært fólk sem starfar eftir umsömdum launum verkalýðsfélaganna sem eru í kringum svo nefnd fátækramörk sem á í mestum vanda vegna lítillar greiðslugetu. Þetta fólk skuldar lítið vegna þess að lánamöt bankanna kemur í veg fyrir að þetta fólk fái mikil lán.
Samkvæmt könnun sem Efling stéttarfélag lét gera fyrir skömmu síðan eru nær helmingur félagsmanna búandi í leiguhúsnæði og getur ekki nýtt markaðslegar lausnir í húsnæðismálum. Félagslega húsnæðiskerfið var lagt af 1998.
En þetta tekjulága fólk sem vinnur oft myrknanna í milli ef það hefur til þess tækifæri myndi þurfa að taka fullan þátt í því að greiða kostnaðinn með hærri sköttum við leiðir sem þessir flokkar kynna til lausnar skuldavanda fólks.
Það er athyglisverð ábending sem Gylfi Arnbjörnsson bendir hér á:
Hann segir að það sé tekjuhærra fólk sem skuldi meira, enda hafi það getað skuldsett sig eftir greiðslugetu. Þess vegna telur Gylfi að 20% lækkun skulda muni ekki lækka greiðsluvandann.
Það er athyglisvert að skoða að hópurinn í skuldavandanum er ekki í vandræðum með að borga af skuldunum sínum. Þess vegna var það mat Seðlabankans að 20% lækkun skulda myndi ekki breyta neinu varðandi greiðsluvandann, því fjármunirnir færu til þeirra sem væru ekki í greiðsluvanda, segir Gylfi
Raunar má segja, að það kemur einnig hálaunafólkinu til góða að leysa húsnæðismál láglaunafólks með félagslegum hætti. Enda er það í stefnuskrám vinstri flokkanna að það verði gert, enda ekki önnur leið fyrir hendi.
Hálaunafólkið í landinu hefur þegar notið félagslegra úræða með ýmsum hætti á meðan það var í námi. Það hefur notið félagslegrar skólagöngu, félagslegra námslána og jafnvel þess einnig að búa í stúdentgörðum. Láglaunafólkið hefur tekið fullan þátt í því að kosta slík úrræði með störfum sínum og skatta-greiðslum.
Þá má einnig benda á þá staðreynd að framhaldskólakerfið hefur brugðist þessu fólki hrapalega þar sem það hefur ekki boðið þessu ófaglærða fólki upp á eðlilegar námsbrautir til að afla sér starfsmenntunar.
Gylfi: 20% leiðin hjálpar ekki tekjulágum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2013 | 12:00
Knýjandi þörf fyrir 25 þús félagslegar í búðir á Íslandi, nú þegar
- ASÍ gerir ráð fyrir félagslegu húsnæðiskerfi í hugmyndum sínum um nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi. Forysta ASÍ telur að nú sé knýjandi þörf fyrir um 25 þús félagslegar íbúðir á Íslandi.
Það var mikill sorgaratburður 1998 þegar félagslega húsnæðiskerfið var lagt af á Íslandi. Það var vissulega þörf á því stokka upp þetta gamla kerfi sem var stofnað 1930 og færa það í nútímalegt rekstrarform.
Staða launamanna á Íslandi í húsnæðismálum sínum hefði verið snöggtum skárra við hrunið 2008 ef við átt öflugt félagslegt húsnæðiskerfi.
- Það er gleðilegt að nú virðast flestir stjórnmálaflokkar vera sammála hugmyndum ASÍ sem bendir á dönsku leiðina þetta eru grundvallar viðhorfsbreytingar.
Segir er í gögnum ASÍ, að í Danmörku séu tveir þriðju af húsnæðislánum veitt hjá sérstökum húsnæðislánabönkum. Kerfið er orðið 200 ára gamalt og því má með sönnu segja að það hafi sannað sig sem varanlegt.
Kasten Beltoft framkvæmdastjóri Realkreditforeningen í Danmörku, segir að þetta kerfi bjóði upp á gegnsæi og taki í burtu alla vaxtaáhættu.
En í gögnum ASÍ segir einnig að um þriðjungur allra íbúða sem byggðar eru í Danmörku séu félagslegar íbúðir.
Í flestum ríkjum Evrópu, er það hlutverk ríkis og sveitarfélaga að tryggja félags-legt íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði fyrir tekjulægstu íbúana. Umfang,
eðli og form þessarar aðstoðar er margbreytilegt, en algengast er að því sé sinnt með framboði af leiguhúsnæði. Í markmiðum fyrir félagslegt húsnæðiskerfi er
mikilvægt að tryggja eftirfarandi:
Nægilegt framboð af félagslegu húsnæði fyrir tekjulágar fjölskyldur.
Koma í veg fyrir stéttskipt íbúamynstur og byggja upp kerfi með aðlaðandi húsnæðislausnum fyrir breiðan hóp landsmanna.
Húsaleiga sé í samræmi við félagsleg markmið um viðráðanlega leigu sem taki ekki skyndilegum hækkunum.
Reglur um útleigu séu gagnsæjar, hlutlægar og komi til móts við hópa með sérþarfir.
Rekstur húsnæðisins sé ábyrgur, hagkvæmur og nútímalegur til að tryggja hátt þjónustustig fyrir alla íbúa á viðráðanlegu verði.
Íbúarnir hafi tækifæri til þess að hafa áhrif á reksturinn.
Koma í veg fyrir að félagslega kerfið hafi neikvæð áhrif á samkeppnisaðstæður í öðrum hlutum húsnæðiskerfisins.
Útgjöld hins opinbera vegna þessa kerfis verði viðráðanleg að teknu tilliti til meginmarkmiðanna.
Félagslega húsnæðiskerfið verði í framtíðinni sjálfbært, en fái þangað til bein framlög frá hinu
Landsfundur VG haldinn á dögunum gerði sérstaka samþykkt um að taka upp viðræður við og samstarf við Verkalýðshreyfinguna um nýtt húsnæðiskerfi og umræður um hvernig mætti byggja upp nýtt félagslegt húsnæðiskerfi.
Það verður ekki litið framhjá samtökum launafólks þegar gengið verður til verks til að endurreisa húsnæðiskerfið á Íslandi.
Lánakerfi sem er alltaf í jafnvægi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.4.2013 | 21:42
Flestum er nú beitt fyrir flokkinn í kosningabaráttunni
- Heilbrigðismálin eru kosningamál og er eitt aðalmálið í stefnuskrá VG sem og ýmissa annarra flokka einnig.
. - Núverandi ríkisstjórn jók verulega fjárútlát til tækjakaupa fyrir sjúkrahúsin nú á síðustu metrunum og hlífði heilbrigðisþjónustunni verulega miðað við önnur svið í ríkisbúskapnum.
. - En árum saman fyrir hrun höfðu sjúkrahúsin verið svelt varðandi tækjakaup og sjúkrahúsin látin drabbast niður.
. - Ýmis frjáls félagasamtök hafa í gegnum tíðina verið að láta sjúkrahúsunum í té tæki til að starfa með. Forstöðumenn sjúkrahúsanna hafa verið að segja frá þessari óhæfu, árum saman.
Magnús Orri segir hér frá auknum fjármunum til tækjakaupa:
,,Eftir hrun hefur tvöfalt meira verið sett í tækjakaup hjá LSH og á Akureyri en fyrir hrun, segir Magnús Orri. ,,Þetta var gert á sama tíma og halli ríkissjóðs var tekinn úr 200 mia í 3 mia. Ef flokkar sem lofa yfir 100 mia skattalækkunum komast til valda þarf að óttast um velferð og heilbrigðismál. Til að fjármagna slíka eftirgjöf til þeirra sem eiga mest og þéna mest þarf að skera niður til spítalans.
Þessi fyrrverandi landlæknir þarf auðvitað að gæta sín í orðræðunni þegar hann blandar sér í kosningabaráttuna ásamt allmörgum læknum sem eru væntanlega allir flokksbundnir Sjálfstæðismenn. Þetta er auðvitað kosningabarátta fyrir þennan flokk.
Því í mörg ár fyrir hrun, eimitt þegar allt virtist vera í blóma á Íslandi höfðu stjórnvöld í nær 18 ár skorið verulega niður fjármagn til tækjakaupa á sjúkrahúsum ríkisins og vanrækt alvarlega það hlutverk sitt að annast viðhald húsa og að byggja upp eðlilega heilsgæslu í landinu sem þessi flokkur barðist gegn í raun.
Þá lét Sigurður Guðmundsson verandi landlæknir og aðstoðarlandlæknir á hluta þess tíma ekkert í sér heyra engar athugasemdir. Það er einnig mjög alvarlegt og þessir læknar minnast nákvæmlega ekkert á, en það er sú staðreynd að búið er að útvista stórum hluta af læknaþjónustunni og það er orðið mjög kostnaðarsamt fyrir efnalítið fólk að fá eðlilega þjónustu.
Þessi þróun hófst alvarlega með tilkomu frjálshyggjunnar í ríkisstjórn Íslands á 10. ártug síðustu aldar er kom með tilkomu nýrra manna. Þá hafa viðhorf lækna til starfa sinna breyst ansi mikið á þessum tíma.
En vissulega þarf að lyfta Grettistaki í heibrigðismálum og raunar einnig í fleiri malaflokkum eins og í menntamálum og í félagsmálum almennt. En einkaframtakið er að taka við sér og atvinna að aukast verulega með blóm í haga. Allt gerist þetta án ríkisafskipta.
Farin fram af bjargbrúninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 4.4.2013 kl. 07:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)