Færsluflokkur: Umhverfismál
2.5.2013 | 12:02
Íslendingar notuðu almennt ekki borð fyrir 200 árum
Þeir t.d. boruðu ekki, þeir átu úr öskum m.a. og sátu með vasahníf eða annað áhald á rúmstokknum í baðstofum landsins.
Hvort þetta borð er virðulegt og eða vönduð smíð veit ég ekkert um, en þau húsgögn sem sýnd eru og eru til á þjóðminjasafni eru sjaldnast vönduð smíð og flest innflutt til landsins.
Íslendingar tóku almennt seint upp danska borðsiði þar sem borðað var við sérstök matborð með hnífapörum. E.t.v. 100 ár eða svo.
Eitt elsta og virðulegasta borðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2013 | 18:14
Útgerðarmenn sendu börn á vettvang göngunnar.
- Einnig mátti sjá grímuklædda aðila taka þátt gjörningi LÍÚ - manna ásamt fjölda barna þar sem þau fóru um með skilti inni í göngunni en þeir hinir fullvöxnu gengu meðfram á gangstéttunum.
. - Um að gera að verja hagsmuni sérréttindastéttanna á Íslandi sem engar breytingar vilja á þjóðfélagsgerðinni.
Það fór heldur lítið fyrir þeim í göngunni þessum stjórnmálamönnum sem þjóðin hafnaði gjörsamlega í kosningunum á dögunum, þar á meðal fyrrum þingmennirnir Atli Gíslason, Jón Bjarnason og Bjarni Harðarson en einnig Þorleifur Gunnlaugsson sem nú hefur hrapað í það virðingasæti að vera varaborgarfulltrúi.
Þessir menn hafa ekki verið sýnilegir í kröfugöngum 1. maí áður. Það veit ég vegna þess að ég hef verið fastagestur í þessum göngum í áratugi. Ég reikna með, að það sama eigi við aðra þá sem báru þessi skilti.
Ekki gat ég séð að þeir hafi áttað sig því, þegar fundarmenn sungu nallann sem fjallar um þá kröfu verkafólks og vilja að sameining launamanna um víða veröld geti átt sér stað og sé hagsmunum nauðsynleg.
Samkvæmt könnunum erum við í meirihluta með þjóðinni sem erum andvíg inngöngu Íslands í ESB, ef það ættu að vera einhverjir sem eru í andstöðu við ESB eru það við sem störfuðum í iðnaði á Íslandi við inngöngu Íslands í EFTA og margir okkar misstu aleiguna og öllum var sama.
En við erum einnig í meirihluta sem viljum ljúka þessum viðræðum. Þjóðin hafnaði þægu þýjunum, nytsömu sakleysingunum sem hafa látið íhaldið skítnýta sig undanfarin misseri ´þessu máli m.a.
Þeir sviku sína kjósendur á síðasta kjörtímabili.
Mótmæltu hugsanlegri ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
30.4.2013 | 23:49
Framsóknarflokkurinn er eina von Sjálfstæðismanna
Eina von Bjarna til að taka þátt í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkinn er með Framsóknarflokki. Enginn annar flokkur myndi vilja starfa með Bjarna og félögum.
Nú dag sýndi Bjarni af sér þann hroka og dómgreindarskort að hafna viðræðum við Framsóknarflokkinn nema að hann hætti öllum samtölum við aðra flokka.
Þetta var mikill afleikur hjá Bjarna.Því Framsóknarfokkurinn hefur aðra valkosti. Síðan mega menn ekki gleyma því, að mjög margir innan Framsóknarflokksins kenna Sjálfstæðisflokknum alfarið um hrunið og hvernig þessum flokki tókst að afvegaleiða forystumenn í Framsókn. (Davíð og Halldór)
Framsóknarflokkurinn telur sig vera búinn að hreinsa til í sínum ranni en það hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki gert enn og er í afneitun.
Klaufaskapur Bjarna í málinu er yfirgengilegur
Framsókn ekki með einkaleyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2013 | 13:03
Enn eitt áfallið hjá Bjarna Benediktssyni
- Og hjá Sjálfstæðisflokknum.
- Einnig hjá ..Heimsýn" og hjá ,,Vinstri vaktinni"
Alveg frá því á lokadögum kosningabaráttunnar hefur Bjarni Benediktsson gert hosur sínar grænar fyrir Sigmundi Davíð. Reyndar gerði Bjarni kröfur um að hann í nafni Sjálfstæðisflokksins yrði falið að mynda ríkisstjórn í landinu. Þetta er því ákveðið áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn til viðbótar við önnur.
- Sjálfstæðisflokkurinn óttast það nú mest að lenda í þeirri stöðu að verða áfram í stjórnarandstöðu.
Nú fær Sigmundur Davíð næði til að ræða við fleiri flokksformenn og getur hæglega sett á stað atburðarrás þar sem ekki verður aftur snúið. Þótt ýmsir hafi verið að atast í Sigmundi Davíð með því að ýja að því hann væri þegar byrjaður að ræða við Bjarna. Greinilegt er að Sigmundi Davíð hugnast betur samstarf til vinstri og hann verður í slíkri stórn afgerandi foringi.
Slík stjórn gefur færi á, að setja á stað skuldaleiðréttingar, lagfæringar á stjórnarskránni ásamt ásættanlegum breytingum á fiskveiðimálunum. Allt mál sem ekki væri hægt að gera í samstarfi með Sjálfstæðisflokki. Þá væri hægt að koma á eðlilegum breytingum á húsnæðiskerfinu ásamt félagslegu húsnæðiskerfi sem er nauðsynlegt gagnvart láglaunafólki.
Umhverfismálin ásamt lagfæringum í menntamálum og átaki félagsbótum fyrir almenning. Þá er þannig einfaldara að eiga samskipti við aðila vinnumarkaðarins með þessum hætti ásamt nauðsynlegri uppstokkun á Tryggingastofnun og alvarlegri skoðun á eftirlaunakerfi landsins.
Þá er nauðsynlegt að lagfæra fundarsköp Alþingis.
- Líklegt er að bæði ,,Björt Framtíð" og Píratar" myndu styðja slíka stjórn í mörgum þjóðþrifamálum og þannig myndi slík stjórn hafa miklu breiðari skírskotun en tveggja flokka stjórn.
Ætlar að ræða við alla formenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.4.2013 | 17:27
Bjarna liggur á og er þegar byrjaður að liggja í Sigmundi Davíð
- Sigmundur Davíð lætur eins og maddömmum sæmir, lætur ganga eftir sér. Nú fer fram leikurinn að músinni.
Það væri Sjálfstæðisflokknum afar erfitt ef það yrði hlutskipti hans að standa utan ríkisstjórnar í tvö kjörtímabil. Bjarni og hans félagar óttast ekkert meir heldur en ef Sigmundi hugnaðist betur að líta il vinstri eftir samstarfs valkostum. Sama má segja um samtök atvinnurekenda.
Það er nefnilega ekki besti valkosturinn fyrir sauðsvartan almenning að mynda þessa tveggja flokka stjórn og slík ríkisstjórn hefi ekki nógu breiða skýrskotun.
Þá finnst mörgum að Bjarni hafi ekki hreinan skjöld
Það er eiginlega minni líkur á því að Sigmundur Davíð kjósi að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki undir stjórn Bjarna Benediktssonar. Ástæðan er einföld, Sjálfstæðisflokkurinn er stærri þótt flokkarnir hafi jafnmarga þingmenn.
Í slíkri stjórn lægi alltaf í loftinu að sjálfstæðismönnum þætti eðlilegt að það væri Bjarni sem væri forsætisráðherra.
Í þannig helmingaskiptastjórn er jafnvel ekkert fast í hendi fyrir því að aðalmál Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni næði fram að ganga með þeim hætti sem Sigmundur Davíð væri ánægður með.
Framsóknarflokkurinn yrði ekki það forystuafl í slíku samstarfi eins byðist í þriggja flokkastjórn með gömlu stjórnarflokkunum.
Auk þess Framsóknarflokkur fengi á sig gamlar aurslettur frá Sjálfstæðisflokki.
Í þriggja flokka stjórn með Samfylkingu og Vinstri grænum bæri Sigmundur Davíð og Framsóknarflokkur höfuð og herðar yfir samstarfsflokkanna með fleiri þingmenn en þeir hafa samanlagt.
Þannig gæti flokkurinn fengið 4 ráðherra af stærri sortinni, Samfylking 2 ráðherra ásamt forseta Alþingis og Vinstri Grænir 2 ráðherra.
Í slíku samstarfi gæti Framsókn hæglega unað við helstu áherslur þessara flokka eins í Samfylking með ESB málið og frekari uppbyggingu velferðarsamfélagsins VG getur unað sínum hag í umhverfisverndar-málum og staðið að uppbyggingu félagslega velferðarkerfisins.
Þar með getur VG verndað Ramma-áætlun og meiri líkur á að hægt sé að þoka stjórnarskrármálum áfram en Framsókn hefur samt sem áður svigrúm til stóra framvæmda með stoð í þeirri áætlun.
Besti árangur Framsóknar síðan 1979
Einboðið að Sigmundur fái umboðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.4.2013 | 16:32
Spái þriggja flokka stjórn
28. apríl 2013 kl. 9.40 eftir Kristbjörn Árnason
- Og að Sigmundur Davíð yrði óumdeilanlegur forsætisráðherra
Mér finnst minni líkur á því að Sigmundur Davíð kjósi að fara í stjórnar-samstarf með Sjálfstæðisflokki undir stjórn Bjarna Benediktssonar. Ástæðan er einföld, Sjálfstæðisflokkurinn er stærri þótt flokkarnir hafi jafnmarga þingmenn.
Í slíkri stjórn lægi alltaf í loftinu að eðlilegt væri að Bjarni væri forsætisráðherra.
Í þannig helmingaskiptastjórn er jafnvel ekkert fast í hendi fyrir því að aðalmál Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni næði fram að ganga með þeim hætti sem Sigmundur Davíð væri ánægður með.
Framsóknarflokkurinn yrði ekki það forystuafl í slíku samstarfi eins byðist í þriggja flokkastjórn með gömlu stjórnarflokkunum.
Auk þess Framsóknarflokkur fengi á sig gamlar aurslettur frá Sjálfstæðisflokki.
Í þriggja flokka stjórn með Samfylkingu og Vinstri grænum bæri Sigmundur Davíð og Framsóknarflokkur höfuð og herðar yfir samstarfsflokkanna með fleiri þingmenn en þeir hafa samanlagt.
Þannig gæti flokkurinn fengið 4 ráðherra af stærri sortinni, Samfylking 2 ráðherra ásamt forseta Alþingis og Vinstri Grænir 2 ráðherra.
Í slíku samstarfi gæti Framsókn hæglega unað við helstu áherslur þessara flokka eins í Samfylking með ESB málið og frekari uppbyggingu velferðarsamfélagsins VG getur unað sínum hag í umhverfisverndar-málum og staðið að uppbyggingu félagslega velferðarkerfisins.
Þar með getur VG verndað Ramma-áætlun en Framsókn hefur samt sem áður svigrúm til stóra framvæmda með stoð í þeirri áætlun.
Gamalkunnugt mynstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2013 | 00:13
Álfyrirtæki blandar sér opinberlega í kosningabaráttuna
- Það er aldrei nógu oft á það minnt, að erlendir aðilar eru þegar að ráskast með íslenskar auðlindir og hverskonar hagsmuni.
. - Forstjóri Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls á Grundartanga, segist vongóður um að ný ríkisstjórn komi álveri í Helgvík í gagnið. Hann segir í ávarpi að ný ríkisstjórn muni veita félaginu stuðning og sjá um virkjanir og línulagnir vegna álversins.
- Það er aldrei nógu oft á það minnt, að erlendir aðilar eru þegar að ráskast með íslenskar auðlindir og hverskonar hagsmuni.
. - Forstjóri Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls á Grundartanga, segist vongóður um að ný ríkisstjórn komi álveri í Helgvík í gagnið. Hann segir í ávarpi að ný ríkisstjórn muni veita félaginu stuðning og sjá um virkjanir og línulagnir vegna álversins.
Nýlegar kannanir sýna að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er því mótfallinn að hér verði reist ný álver.
Fram hefur komið mikill einhugur sjálfstæðis- og framsóknarmanna um að taka upp rammaáætlun og hefja virkjanir, meðal annars í Þjórsá.
Flokkarnir tveir gætu fengið meirihluta þingmanna í kosningunum á morgun ef marka má kannanir.
Álrisi bíður eftir virkjanastjórn
Alverin hafa um langan tíma tekið fullan þátt í pólitískri umræðu á Íslandi.
Þau reka upplýsingaskrifstofu sem er dugleg við að senda til þjóðarinnar ýmiskonar áróður um gildi álframleiðslu. Enginn veit hversu miklu þessi fyrirtæki hafa dælt til réttra flokka og réttra einstaklinga undanfarin ár. Hvers konar fyrirbæri er það þegar álrisar byggja íþróttahús og útdeila miklum styrkjum i til ýmiskonar starfssemi sem geta átt sér pólitískan bakgrunn.
Þótt það hafi verið settar upp reglur um styrki fyrirtækja til stjórnmálaflokka er hægur vandi að komast í kringum þessar reglur.
Hvað ætli mörg fyrirtæki greiði félagsgjöld fyrir fjöldan allan af kennitölum?
Hvað ætli ýmis fyrirtæki borgi margar óbirtar auglýsingar og greiði fyrir litlar auglýsingar stórar upphæðir?
LÍÚ hefur verið ansi stórtækt í þessum málum undanfarna mánuði og allar eru þessar auglysingar í nafni fyrirtækja. Þetta eru vissulega jafn beinir styrkir till stjórnmálaflokka og aðrir styrkir.
Það sést t.d. mjög vel fyrir þessar kosningar að þá hafa hagsmunasamtök og einstök fyrirtæki staðið fyrir miklum áróðri sem fellur að stefnu álflokkanna á Íslandi einkum þó að stefnu Sjálfstæðisflokksins. Maður þarf ekki að fara langt til að rekast á þennan áróður. Hann er bara í næstu verslun.
Mikilvægt að ráða eigin örlögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2013 | 16:00
Það kostar klof að ríða röftum
Vissulega hafa þetta verið erfiðir tímar og þeir verða það áfram ef ákveðin stjórnmálaöfl munu ná hér völdum eins og flest bendir til. Það eru aðilar sem hiklaust segjast ætla að mismuna fólki. M.ö.o. hygla á betur stæðu fólki á kostnað venjulegra launamanna.
(En þessa mynd eigum við launamenn)
Hér í fréttini segir Tryggvi Páll að veruleg brögð séu á því að fólk reyni að koma listmunum í verð til þess að eiga fyrir framfærslu. Áður fyrr hafi fólk gjarnan selt listaverk til að losa fé til að kaupa aðra hluti. Nú fari peningarnir í nauðþurftir.
Það er auðvitað ekki minnst einu orði á það, að stór hluti þjóðarinnar á ekki svona hluti sem ekki teljast til nauðþurfta og einhverntíma hafa eigendur þessara mynda haft rúm fjárráð til að kaupa þær. Á meðan að yfir helmingur venjulegra launamanna hefur aldrei efni á slíkum myndakaupum ef þeir hafa börn í framfærslu.
Ljósi punkturinn í þessu máli, að þessar myndir koma þessu fólki að einhverju gagni.
Selja listaverk til að eiga fyrir mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2013 | 07:29
Láglaunafólkið er loksins að gefa sig fram
- Nú eru það eru fjölskyldurnar sem eru með laun rétt yfir fátækramörkum sem skammast sín fyrir það eitt að standa sig ekki í brauðstritinu.
. - Fólkið sem býr í ódýrum íbúðum og ekum á litlum ódýrum bílum ef það á þá nokkurn bíl.
. - Fólkið sem vill ekki vera upp á aðra komið.
. - Fólkið sem býr í leiguíbúðum
Til þessa hefur það verið hálaunafólk sem hefur grenjað úr sér augun í tæp fjögur ár vegna mikilla skulda sem það stofnaði sjálft til. Það sama hálaunafólk hefur snúið stjórnmálaflokkunum um fingur sér og ætla flest framboðin að gera allt fyrir hálaunafólkið.
En þau framboð hefa engan áhuga á láglaunafólkinu sem er í greiðsluþroti.
Það er aðeins Vinstri- græn sem talar til þessa fólks og gefur hálaunafólki engin loforð.
Meira um fjölskyldufólk í vanda en áður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2013 | 17:58
Æ fleiri sjá gegnum skrum Framsóknar
- Það er hárrétt mat, að boðskapur og stefna Framsóknar myndi verða mesti landsbyggðarskattur sem um getur á seinni árum.
- En ekki bara það, heldur einnig verulegur auka skattur á láglaunafólk, einmitt fólkið sem hefur fengið stærsta skellinn í hruninu sem er fólk sem býr í leiguhúsnæði á Reykjavíkursvæðinu.
Peningarnir verði þá notaðir til að greiða niður skuldir ríkissjóðs svo hægt verði að byggja upp félagskerfið að nýju og lækka skatta á launfólki. Næga styrki hafa hálaunamenn notið gegnum árin með lægri skattagreiðslum.
Nánast jafnstórir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)