27.6.2017 | 09:26
Flott heimili í sögulegum húsum
Húsgögnin höfða til mín eðlilega, en þetta eru húsgögn sem voru í framleiðslu þegar ég var að læra mína húsgagnasmíði.
Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir að húsgagnasmíði og hönnun þeirra er gömul listgrein. Húsgagnasmiðirnir sem ég var samtíða er ég var í námi litu flestir á sig sem listamenn.
Ég hitti í gær unga konu og fyrrum nemanda minn úr grunnskólanum er tilkynnti mér að hún væri að fara læra húsgagnasmíði. Ég hitti hana fyrir tilviljun ásamt móður hennar er hún sagði mér frá þessari ætlun sinni.
En mér fannst matborðið í eldhúsinu hjá Greip mjög flott og skemmtileg hönnun.
Heimilislíf: Sögulegt heimili í Vesturbænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.