Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
21.8.2016 | 18:00
Það er betra að vanda sig í starfi
- Eins tugir þúsunda íslendinga tókum við strætó niður á Hlemm um
kvöldmatarleitið í gær á menningarnótt.
Síðan röltum við niður Laugaveginn eins og við höfum iðurlega gert á góðviðrisdögum undanfarin ár. Það var auðvitað gríðarlegur fjöldi fólks þarna á ferðinni.
Þegar við vorum komin á móts við ,,Vínberið heyrðum við tvo ca. 12 ára stráka spjalla saman og heyrðum við þá ræða um skólann á síðasta vetri. Annar spurði hinn hvort hefði ekki munað eftir gráhærðu kennslukonunni sem kenndi þeim í 6. bekk.
En hinn virtist ekki átta sig á þvi hvaða kennari þetta var. Nú voru kennararnir taldir upp og greinilegt var að þeir voru í stórum skóla. Síðan tók sá að útskýra það hvernig mætti þekkja þennan kennara. Það er sú kleip okkur alltaf í eyrað og snéri upp á. Þá var hinn fljótur að átta sig á um hvern var verið að ræða.
Eins og ég segi, það er betra að vanda sig í störfum. Þá alveg sama hvert starfið er. Svona umræða snertir mig auðvitað en ég starfaði í 24 ár sem kennari og það er betra að koma fram við nemendur af fullri virðingu og alúð.
Menningarnótt hefur gengið stóráfallalaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2016 | 14:19
Uppeldisskilyrði barna eru vissulega mismunandi
- Það er vissulega ljóst, að sumir alast við það að ná öllu fram með ofbeldi.
* - En ekki gengur að alhæfa í þeim efnum.
* - Leikskólabörn búa við jákvæðan aga í skólum þar sem ofbeldi viðgengst ekki
Hér segir Bjarni frá vandamálum Sjálfstæðisflokksins, þar sem rök flokksins og stefna gengur ekki í alla. Flokkurinn er ekki lengur skapandi og reynir að hafa sitt fram með ofbeldi.
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra segir
,,að hvorki hann né þingflokkur Sjálfstæðisflokksins myndu sætta sig við að ráðherra úr þeirra liði sæti hjá í atkvæðagreiðslu fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar .
Hann segir ekki hægt að hafa hlutina eins og á leikskóla þar sem barið er í borðið þar til hver fær sitt".
Nú fyrst flokkur Bjarna hefur gefist upp á heilaþvottatilraunum sínum er bara réttast að hætta stjórnarsamstarfinu strax.
Því Bjarni fær heldur ekki sitt þótt hann berji í borðin og reyni að snúa upp á handlegginn á Eygló.
Ljóst virðist sem tilraun Bjarna með að framlengja líf þessarar ríkisstjórnar eftir að Sigmundur Davíð hrökklaðist burt hefur mistekist.
Hann gat ekki kúgað alla til að samþykkja frjálshyggju hugmyndir Sjálfstæðisflokksins. Og sér kanski eftir því núna að hafa ekki krafist kosninga í vor sem leið.
- Það hafa reyndar fleiri félagsmálaráðherrar reynslu af Sjálfstæðisflokknum.
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, er ekki lengur með í liðinu og getur ekki gert miklar kröfur um að fá framgang annarra mála á meðan hún styður ekki það sem aðrir ráðherrar eru að fá.
Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við RÚV. Þetta er gamli gammbíturinn. Er verið hóta bændum núna?
En með þessum orðum er flokksformaðurinn greinilega að lýsa andstöðu flokksins við baráttumál Eyglóar í t.d. húsnæðismálum og því að styrkja fæðingarorlofið og eftirlaun eldri borgara.
Ræddu ekki ákvörðun Eyglóar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2016 | 21:28
Ofbeldis viðhorf.
- Þessi viðhorf Ragnheiðar varpar greinilega ljósi á það hvernig það er fyrir aðra stjórnmálaflokka að eiga samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.
Það hefur gjarnan verið aðferð þessa flokks að bera samstarfsaðila ofurliði. Einfaldlega er snúið upp á handlegg þeirra sem hafa önnur viðhorf.
Oftast hefur þessi flokkur haft yfirburðarstöðu í landsstjórninni og hefur getað skipt um samstarfsaðila eftir hentileikum.
Er slíkt gjarnan haft í hótunum undir rós. Í mörgum sveitarfélögum hefur þessi flokkur einnig getað beitt þessu ofbeldi.
Það er nákvæmlega ekkert lýðræðislegt við slík ofbeldis sambönd.
Það er vitað, að líklega er Eygló eini alþingismaður Framsóknar sem er með félagsleg viðhorf sem á í samstarfi með frjálshyggju mönnum.
Það sést greinilega að félagsmálaráðherrann hefur á öllu kjörtímabilinu átt í styrjöld við Sjálfstæðisflokkinn.
Eftir að flokkurinn veiktist í samstarfinu hefur staða hennar einnig veikst. Það á enginn flokkur að geta sýnt af sér slíkt ofbeldi.
Þetta skýrir auðvitað , hvers vegna margir stjórnmálaflokkar geta ekki starfað með þessum flokki.
Það hafa reyndar fleiri félagsmálaráðherrar reynslu af Sjálfstæðisflokknum.
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, er ekki lengur með í liðinu og getur ekki gert miklar kröfur um að fá framgang annarra mála á meðan hún styður ekki það sem aðrir ráðherrar eru að fá.
Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við RÚV. Þetta er gamli gammbíturinn. En lýsir um leið andstöðu Sjálfstæðisflokksins við baráttumál Eyglóar með þessum orðum.
Finnst þetta ekki boðleg taktík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.8.2016 kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.8.2016 | 10:00
Mikilvægt að grunnskólar láti nemendum í té ritföng, vinnubækur og blöð
- Þetta er mikið réttlætismál að skólarnir sjálfir láti börnum í té allar vinnubækur og ritföng.
Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þeirri staðreynd að margir skólar hafa sparað sér mikil rekstrar útgjöld með því einu að varpa ábyrgðinni yfir á foreldra barnanna.
Með kröfum um mikil útgjöld á hlutum sem skólar geta fengið fyrir miklu minna fé.
Þá er nauðsynlegt að fara yfir töskumálin. Það er algeng sjón að sjá byrjendur í skólum bera gríðarlega stórar töskur á bakinu milli skóla og heimilis. Skólataska eins og annað skóladót eru stöðutákn einstakra fjölskyldna.
Þarna bera skólarnir mikla ábyrgð. Það er eiginlega sáralítið sem þarf að bera í milli skóla heimila barnanna. Einnig væri það mikil framför ef heimanám barna á yngri stigum færi nánast alveg fram í skólunum sjálfum undir umsjón sérfræðinga.
Allar vinnubækur væru síðan geymdar í skólunum.
Lestrarbækur væru hugsanlega bækur sem mættu gjarnan fara með börnum heim svo börn gætu lesið með foreldrum sínum.
Þá er nauðsynlegt að hafa þær með gamla laginu. Þunnar og léttar.
Þannig gætu töskur verið mjög litlar og léttar á baki barnanna.
Nú er algegnt að börn eru að bera bunka af blöðum og bókum algjörlega að þarflausu.
Hér eru 6 ára börn í smíðastofu, sem nú eru fullorðið fólk með heimili.
Foreldrar greiði ekki fyrir ritföng og pappír | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2016 | 12:53
Vantar Strætó alla þjónustulund
- Undarlegt þjónustufyrirtæki Strætó.
Það breytir akstri vagnaleiðar nr. 18 þegjandi og hljóðalaust án þess að ræða um það við viðskiptavini sína og þá aðila sem kosta akstur þessa vagns.
Bæði með fargjöldum og sköttum sínum.
Nú hafa þeir breytt aksturleið vagnsins og skert þjónustu fyrirtækisins við þá Reykvíkinga sem búa í Grafarholti og í Úlfarsárdalnum.
Það er einnig sékennilegt að borgarfulltrúar ætli að láta Strætó bjóða okkur í þessu hverfi upp á þetta viðmót.
Akstursleiðin hefur nú verið skert og ekin er mun styttri leið. Einnig hefur leið 26 ekki verið í gangi síðan í vor.
Það vill svo til, að þetta hverfi býr við verulega skerta þjónustu af hálfu borgarinnar og borgarstjórnin getur alls ekki afsakað sig.
Það er auðvitað lágmarkið að þessu sé kippt í liðinn strax. Að íbúar finni það, að borgarstjórninni sé ekki sama um þetta háttarlag Strætó.
Strætóappið lá niðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.8.2016 | 11:51
Lánakerfi fyrir bankana
- Hér er greinilega ekki gert ráð fyrir jafnrétti fólks til húsnæðislána
* - Láglaunafólk verður haldið úti í kuldanum samkvæmt nýjum tillögum um húsnæðislán. Maður gæti haldið að þetta væru gamlar hugmyndir frá Óla Thors.
* - Hér er ekki gert ráð fyrir því lengur að húsnæðislán séu félagslegt fyrirbæri eins og hefur verið frá upphafi með öll húsnæðislán frá húsnæðislánastofnun íslendinga undir mismunandi nöfnum.
* - Hér er greinilega verið að tjónka við hið almenna bankakerfi á Íslandi.
Frétt mbl.is: Verðtryggingin ekki afnumin
Ef skilyrðin sem hér eru sett eru rétt, er láglaunafólk algjörlega úti í kuldanum.
M.ö.o. láglaunafjölskylda sem þarf frekar en allir aðrir á húsnæðisláni að halda eiga samkvæmt þessu ekki kost á húsnæðisláni.
Meginreglan verður sú að Íslandslán verða bönnuð, en þó verður heimilt að veita slík verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára sé ett af eftirtöldum skilyrðum uppfyllt:
- lántaki er yngri en 35 ára á lántökudegi og lánstími er 40 ár eða minna,
- lántaki er 3539 ára á lántökudegi og lánstími er 35 ár eða minna,
- lántaki er 4044 ára á lántökudegi og lánstími er 30 ár eða minna,
- skattskyldar tekjur næstliðins árs nema 3,5 milljónum króna eða lægri fjárhæð hjá einstaklingi eða 6 milljónum króna eða lægri fjárhæð ef lántakar eru fleiri en einn, eða
- veðsetningarhlutfall verður ekki hærra en 50% á lántökudegi.(Mbl)
Láglaunafólk verður að geta verið með löng húsnæðislán með háum eða miklum veðheimildum. Verðtryggingin í sjálfu sér er ekki óvinur láglaunafólks ef kaupmáttur launa fylgir á svipuðu róli.
En allt of háir vextir ofan á verðtryggingu er óvinurinn. Það er óeðlilegt að húsnæðislánavextir bankana skulu vera frjálsir. Þar duga 1 - 2% vextir.
Eignin í hugum láglaunafólks felst ekki í krónum og aurum endilega heldur miklu fremur í eðlilegu húsaskjóli sem dugar venjulegri fjölskyldu.
Einnig að hlutfall af eðlilegum fjöldskyldulaunum samkvæmt kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins fari ekki yfir 20%.
Ásamt því, að sveitarfélagið haldi uppi eðlilegri félagslegri þjónustu.
Svona hugmyndir hélt maður að enginn léti frá sér fara á þessari öld. Maður hefði geta átt von á svona fyrir stríð.
- Ekki má gleyma því, að húsnæðislánakjör á almennum lánamarkaði stjórnar einnig leigukjörum í leiguíbúðakerfinu.
Margir mega áfram taka Íslandslán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2016 | 15:51
Peningalyktin getur verið ansi megn
- Bara af þessum örfáu punktum sem ég hef þegar séð.
* - Sést að þessi hugmynd er ekki til að styrkja láglaunafólk til að eignast sitt eigið íbúðarhúsnæði.
Einnig er leiguíbúðakerfið sniðgengið.
Þetta virkar sem enn frekari lækkun á sköttum hálaunafólks.
Einnig eru þessar hugmyndir óbeinn stuðningur við hið almenna bankakerfið í landinu samfara því sérstaka áhugamáli Sjálfstæðisflokksins að leggja niður íbúðalánasjóð.
- Það er verulega úldin slorlykt af þessu
* - Það er ekki hægt að ímynda sér að þetta fari í gegnum þingið.
Ígildi 3% launahækkunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2016 | 13:51
Það er margt skrýtið í þessu landi
- Barna þrælkun þrífst í Tyrklandi og eru það Evrópskir ferðamenn
sem halda starfseminni gangandi. M.a. annarra íslenskir ferðamenn.
Íslenskar ferðaskrifstofur halda úti skoðunarferðum til að sýna og selja tryknesk teppi. Sem eru ofin af ungum stúlkum frá 7 ára aldri sem eru settar við teppa vefstólanna. Þær munu þurfa að sitja við þessa lágu stóla ca 30 cm háa alla sína starfsævi.
Tyrkir virðast vera mjög ánægðir með þessa starfsemi sem ku hafa skapað mikla atvinnu í sveitum landsins.
Síðan eru sölustaðir þar sem karlarir eru eins og greifar og selja teppin á lágu verði miðað við verðin í Evrópu.
Á bak við þennan þrældóm eru síðan erlendir aðilar sem eiga einkarétt á afurðum kvenna í Tyrkneskum sveitum og gróðinn fer að mestu til Evrópu.
Við íslendingar getum ekkert sett okkur á háann hest í þessu sambandi við erum enn lifandi margir komnir á eftirlaun sem þekkjum barnaþrældóminn á eigin skinni.
En við höfum að mestu unnið okkur sem þjóð upp úr þessari stöðu frá því að stéttlausa fólkið var á hverjum bæ án þess að hafa nokkur réttindi.
Fólkið sem varð að standa og sitja eins og húsbændur kröfðust. Stóð undir verðmæta sköpun býlanna.
Launin voru svipuð eins og hjá skepnunum, fólkið var fóðrað svo það héldi kröftum en lífi haldið í börnum þeirra enda væntanlegt vinnuafl.
Ég viðurkenni það alveg, að ég varð öskureiður þarna út í Tyrklandi um árið þegar mér var sýnd þessi ósvinna.
Ferðafélagar mínir urðu mér reiðir vegna þess að ég vildi ekkert kaupa. Á myndinni má sjá svipaðan vefstól og notaðir eru enn í sveitum Tyrklands nema að konurnar sátu nánast niður við gólf þegar störfuðu í þeirra vefstólum.
Tyrkir ósáttir við Wallström | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2016 | 18:30
Það er e.t.v. rétt, að EFTA yrði áhrifameira
- En um leið er ljóst, að áhrif annarra ríkja sem nú þegar eru í EFTA mun líklegast minnka að sama skapi.
Það eru miklar líkur á því, að Bretland yrði í raun allsráðandi í EFTA. Síðan heldu EFTA ríkin áfram að vera háð ESB um allar meiri háttar lagasetningar rétt eins og áður.
Það er auðvitað erfitt að fullyrða eitt eða annað, en ég held að það myndi ekki verða Íslandi til hagsældar. Þótt útgerðarmenn yrðu hressir.
Myndi gera EFTA áhrifameiri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2016 | 14:06
Vaxandi líkur á því að Sigmundur Davíð nái ekki kjöri
- Ljóst er, að hörð átök eiga sér stað baksviðs í Framsóknarflokknum.
* - A.m.k. ef Sigmundur Davíð ætlar sér að verða leiðtogi þessa flokks áfram.
* - Nema að plottið gangi út á það innan flokksins, að hann fari gegn Eygló í suðvestur er skapar klofningshættu.
Það er dagljóst að Eygló gengur um bratt einstigi í Framsóknarflokknum.
Hún er í raun eini núverandi þingmaður flokksins sem hefur reynt að feta slóð félagshyggjunnar sem ekki hefur tilkynnt um að til standi að hætta á þingi.
Það er enginn einhugur um
formanninn í norð-austurkjördæmi
og jafnvel er þar mikið andstreymi gegn Sigmundi Davíð.
Gunnar Bragi og Ásmundur Einar hafa verið hans nánustu samstarfsmenn og varla hjólar hann í þá til viðbótar kemur Lilja sem ætlar sér í Reykjavík suður.
Hann á ekki séns gegn núverandi forsætisráðherra.
Það verður fróðlegt að sjá hvar kraftaverkamaðurinn ætlar sér að bera niður. Eitt er þó mikilvægt að hafa bak við eyrað, að hann á lítið fylgi á höfuðborgarsvæðinu.
Eins og staðan er nú verður hann að berjast hart fyrir sæti á vænlegum framboðslista og miklar líkur á því að hann komist ekki á þing.
Enginn flokksmaður segir opinberlega að hann ætli gegn honum á landsfundi. En um leið er ljóst, að enginn ætlar sér að gefa honum rými á framboðslista.
Tekist á um oddvitasætin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)