Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.8.2016 | 20:03
Þetta er ljóta poppið.
- Tollfrjáls osta innflutningur skiptir launafólk nákvæmlega engu máli.
* - Það sem skiptir máli er að styðja við bakið á launafólki í dreifðustu byggðum landsins. Það skiptir máli.
Á Íslandi er það launafólk sem greiðir skattana og heldur uppi styrkjum til t.d. landbúnaðar.
Það skiptir miklu máli að minnka fjárausturinn í ýmiskonar fyrirtæki bænda.
Samkvæmt fréttum af þessum samningi stendur til að styrkja það fólk sem á lögbýlisjarðirnar og stundar landbúnað, sem er fyrirtækjarekstur er skilar nánast engum sköttum til samfélagsins.
Það eðlilega væri að bændur njóti samskonar styrkja og aðrir í dreifðum byggðum landsins. Bændur eru yfirstétt í dreifðustu byggðum landsins, þeir sem eiga eignirnar.
Það er einnig óskiljanlegt að styrkja landbúnað sem er starfræktur innan marka Reykjavíkur.
Alþingismenn hafa aldrei haft áhuga á öðrum atvinnugreinum en sjávarútvegi og vinnslu á sjávarfangi.
Ásamt landbúnaði. Verslun og fjármálaviðskipti eiga einnig upp á pallborðið hjá mörgum þeirra.
En framleiðslugreinar eins og t.d. samkeppnisiðnaður eiga sér enga málsvara á Alþingi og hafa aldrei átt. Enda hefur slíkri starfsemi verið fórnað fyrir hagsmuni ofangreindra greina.
Nægir að nefna inngöngu Íslands í EFTA 1970 þegar ríkisvaldið keypti tollaafsláttinn á Evrópska efnahagssvæðinu fyrir fiskafurðir með því að fórna íslenska iðnaðinum. Landbúnaður var hafður á undanþágu.
Svona magalending eins og virðist stefna í, sannar það sem ég segi og hef oft sagt áður. Enn skal láta launafólk blæða fyrir landbúnaðinn. Enn skal haldið á braut misréttis.
Afnám tolla á ostum kemur til greina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2016 | 10:26
Það ofbauð mörgum forsetaframboð Davíðs Oddssonar
- Jafnvel flokksystkinum hans var algjörlega ofboðið.
Ríkisendurskoðandi segir að meira tjón hljótist af tæknilegu gjaldþroti Seðlabankans en Icesave, verði heimtur Landsbankans eins og spáð er.
Að minnsta kosti 175 milljarðar króna munu lenda á íslensku þjóðinni vegna ástarbréfa Seðlabankans.
Föllnu bankarnir öfluðu sér lausafjár með lánum frá minni fjármálafyrirtækjum sem aftur fengu lán frá Seðlabankanum gegn ótryggum veðum. Þessi bréf hafa verið kölluð ástarbréf.
Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir: spyrja má hvers vegna Seðlabankinn brást ekki fyrr við þessum leik bankanna og herti kröfur um veð gegn lánum til minni fjármálafyrirtækja.
Að mati Ríkisendurskoðunar hefði það getað dregið úr því tjóni sem varð eftir fall bankanna. Heildarfjárhæð krafnanna nam 345 milljörðum.
Tap bankans vegna þeirra nam 75 milljörðum en ríkið tók 270 milljarða yfir. Af þeirri fjárhæð voru 175 milljarðar færðir til gjalda hjá ríkinu.
Að minnsta kosti þessir 175 milljarðar sem búið er að færa til gjalddaga hjá ríkissjóði mun að stærstum hluta lenda á íslensku þjóðinni," segir Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi
Er tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans stærri en Icesave?
Það fer eftir því hve mikið af eignum Landsbankans gengur til baka en við getum sagt ef það verður í kringum 85-95% þá er þetta meira tjón en höfuðstólinn af Icesave skuldbindingunni," segir Sveinn.
Af þeim lánum sem ríkissjóður yfirtók má áætla að 51 milljarður króna sé með trygg veð en verðmæti annarra lána er óljóst. Lán eiga að vera veitt með tryggum veðum," segir Sveinn.
- Það voru Svavar samningar sem gerðu útslagið um að allt fór vel vegna Icesave.Þeir björguðu því sem bjargað varð og gerðu ráð fyrir að eigur slitabús bankans greiddu skuldina.
* - Og þannig fór það einmitt.
* - Eignir Landsbankans kláruðu Icesave en þjóðin sat uppi með hundruð miljarða af óstjórn Seðlabankans.
* - Aðaltjónið af Icesave var bólgin bullumræða.
* - Ríkisendurskoðandi hafði rétt fyrir sér.
* - Miðaði að vísu við 85-90 prósent endurheimtur af eignum Landsbankans;
* - endurheimtur urðu sem sé betri og samanburðurinn þvî enn óhagstæðari fyrir Seðlabankann og AÐALbankastjórann.
- Um sum mál er ekki fjallað á þessum miðli
Ákveðnir stjórnmálamenn vilja gjarnan gleyma tilraunum Geirs Haarde, Baldurs Guðlaugssonar og síðar Bjarna Benediktssonar.
Þegar þeir reyndu að fá Alþingi til að samþykkja frumvarp þeirra fyrrnefndu um samninga sem þeir gerðu um Icsave.
Samningar Geirs og Baldurs gerðu ráð fyrir að þjóðin borgaði skaðann af Icesave á örstuttum tíma og með ofurháum vöxtum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2016 | 13:21
Davíð fær föst skeyti frá Hringbrautinni
- Aumingja blessaður karlinn.
Auðvitað geta allir verið svekktir yfir eigin getuleysi og vegna áhugaleysis annarra á eigin persónu. En að gamall refur í pólitík fari opinberlega í slíka fýlu sem ritstjóri fréttabréfs útgerðarinnar er í nú, er af síðustu sort.
Frambjóðendur, sem tapa kosningum verða að geta borið harm sinn í hljóði. En kanski er fýlan vegna viðbragða þeirra sem hafa hann í vinnu og hafa sennilegast att honum í þetta framboð.
En eigendur Moggans ættu að geta huggað sig við það, að framboð Davíðs hefur væntanlega komið í veg fyrir framgöngu Andra Snæs, umhverfisverndarmanns og eindregins stuðningsmanns nýrrar stjórnarskrár.
Enn einu sinni opinberar Davíð sig sem bullara og talar um rasista, fasista eða nasista ef marka má þessi orð hans. Er hann að lýsa sjálfum sér?:
**********
Meðal þess sem ekki mátti nefna, hvort það gæti verið æskilegt að samhliða fjölmenningu færi lágvær, varfærin krafa um eðlilega tillitssemi og aðlögun að því sem fyrir var. Það er víðar gott fólk en á Íslandi.
************
Hér má sjá sömu tækni og klæki sem fyrrum Bessastaðabóndi var þekktur fyrir. Sem er að búa til orðaflækjur sem hæglega má túlka á margan veg.
- Hefði þjóðin þurft slíkan forseta áfram?
* - Nei, þjóðin þarf ekki nýjan flækjusmið á Bessastaði.
Orða samböndin: ,,góða fólkið" og ,,fjórflokkurinn" eru væntanlega bæði komin úr smiðju ritstjórans þegar hann sem oftar en ég hef tölu á, skortir rök.
Þá reynir hann að gera lítið úr öðru fólki sem ekkert hefur af sér gert annað en að vera yngra en hann og hafa viðhorf sem ekki eru á könnu ritstjóra hagsmunasamtaka útgerðarinnar.
Maður spyr sig auðvitað. Hefur þú enga sómatilfinningu?
Guðni Th. nýorðinn prófessor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2016 | 18:17
Líklega er verið að gera hreint á Bessastöðum
- Góðir hálsar, ég vil vekja athygli á ræðu nýja forsetans
* - Allt annar bragur en ræður forseta hafa áður verið
* - Ekkert miklast af yfirnáttúrulegum hetjum fortíðar
*
Enginn yfirstéttarstíll í ræðunni
* - Hann notaði málsnið alþýðunnar í málflutningi sínum og gerði það vel
* - Þetta þótti mér sérlega vænt um. Maður úr alþýðustétt og þorir að vera það.
Boðberi nýrra tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2016 | 13:38
Hilla virðist vera framsóknarmaður.
- Hillary Clinton, forsetaefni Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, segir að Rússar hafi brotist inn í tölvur flokksins og náð þar í ýmsar upplýsingar.
Hún gefur í skyn að vegna þess, eins og hún segir að þjónar Pútíns, hafi brotist inn í tölvur Demókrataflokksins, verði upplýsingarnar í tölvupóstunum rangir við það eitt.
Það verður þá að vera verkefni þessa flokks að leiðrétta það sem fram hefur komið og segja sannleikann.
Hún notar sömu aðferðir og Sigmundur Davíð sem segir alveg eins, að af því að einn bandarískur Panama-kall keypti þessi gögn hann, að þá við það eitt yrðu allar þessar upplýsingar um hann rangar.
Þetta hefur þegar verið borið til baka, eins og bullið hjá Hillu verður væntanlega borið til baka.
Eitt er þó rétt, að Rússneska leyniþjónustan er undir yfirstjórn Pútin. Það sama á auðvitað um öflugustu leyniþjónustu heimsins, sem er hin bandaríska. Sem er undir yfirstjórn forseta Bandaríkjanna.
Það er auðvitað slæmt að hafa framsóknarmann sem forseta mesta herveldis heimsins. Enn verra væri auðvitað að fá fasistann.
Clinton eykur forskot sitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.7.2016 | 23:00
Sýndarmennskan ríður ekki við einteyming
- Það er ansi mikill popparabragur á þessu máli frammara.
Í gamla daga eða upp úr 1976 þegar við margir í verkalýðshreyfingunni mótmæltum þeirri verðtryggingu sem sett voru á öll lán sem launafólk var háð. Til að nýta sér í lífbaráttu sinni er fólst í því að koma þaki yfir fjölskylduna.
- Áfram voru lán til fyrirtækja-reksturs óverðtryggð og vextir lægri
Við höfðum auðvitað áhyggjur af þessum nýju viðhorfum sem komu fram hjá seðlabankastjóranum Jóhannesi Norðdal. Er sagði einnig, að ef bankar geta verðtryggt öll lán þurfa bankavextir ekki að verða nema 1% til 1,5%.
Það er ekki fyrr en með ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar 1983 (þá forsætisráðherra og Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra) Að bannað var að verðtryggja kjarasamninga sem fjandinn varð laus. (Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur)
- Það hafði verið ríkjandi sjónarmiðið að verðtrygging lána og verðtrygging launa ættu að fylgjast að og fara eftir sömu vísitölu. Ef húsnæðislán ættu að vera verðtryggð.
* - Það var sjónarmið í verkalýðshreyfinunni og einnig Bjarna Benediktssonar fyrrum forsætisráðherra. Lögin sem sett voru í maí 1983 varð skaðvaldurinn og er enn.
Þá voru vextir gefnir frjálsir er þýddi að hin minnsta hreyfing á launakjörum hjá lægst launaða fólkinu í landinu, hækkuðu húsnæðis- og bankavexti sjálfvirkt. Allt verðlag hækkaði síðan í sama takti og mjög oft í miklu hraðara tempói, því verðlag er almennt frjálst.
Eina leiðin til að breyta þessu, er nokkuð sem telst vera algjört bann að nefna, en er hið eina sem hefur raunveruleg áhrif. Það er að setja lög um hámarksvexti á húsnæðislánum ef lán eru verðtryggð verði aldrei hærri en 2%.
Þ.e.a.s. á lánum sem duga venjulegu launafólki til að kaupa þriggja herbergja íbúð í höfuðborginni. En lán þar yfir gæti verið á markaðsvöxtum. Allt annað er sýndarmennska.
Það þarf alls ekki að vera hlutverk stjórnvalda að veita hærri lán til húsnæðiskaupa eða til að byggja leiguhúsnæði. Það er engin félagsleg þörf á slíku.
Að vísitalan á þeim lánum tæki mið af þróun kjaramála á hverjum tíma. Til viðbótar þessu er eðlilegt að til staðar væru félagslegar úrlausnir þar sem lán væru verðtryggð en vextir frá 1/2% fyrstu 5 árin en hækkuðu síðar í takti við eðlileg lífskjör láglaunafólks.
Vextir yrðu venjulegir þegar laun fólks væri komin að ákveðnum mörkum. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis-flokkur afnámu félagslega húsnæðiskerfið.
Vextir af öðrum lánum yrðu áfram frjálsir.
Ef það það má hafa lög í landinu sem banna að verðtryggja kjarasamninga getur ekki verið óeðlilegt að einnig séu lög um hámarksvexti á húsnæðislánum til kaupa minni íbúða sem áður segir hér.
Það er hið eina sem dugir, allt annað er sýndarmennska og augnaþjónusta. Þessi leið er líklega ódýrari en sú sem nú farin. Sem er að ríkið niðurgreiði vexti einkabankanna með vaxtabótum
- Almennt vill launafólk greiða til baka þau lán sem það tekur.
Þetta er dæmi um loddaraskap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.7.2016 kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2016 | 17:39
Góð ákvörðun
- Það verður væntanlega gott fyrir lýðræðið ef Vigdís kærir þá til lögreglunnar sem haldið hafa uppi níðskrifum um hana og hennar störf.
Þótt ég hafi nánast aldrei verið sammála henni í nokkrum málum og hafi öndverða skoðun á mörgu sem hún hefur unnið að undanfarin ár hef ég ekki leyft mér að skrifa níð um þessa konu.
Vigdís hefur aldrei að ég held sparað stóryrðin svo það hlýtur að vera erfitt að dæma um þessi skrif sem beinast gegn henni.
En fólk verður að geta borið virðingu fyrir öðru fólki jafnvel þótt þér finnist að viðkomandi hafi ekki alltaf hagað sínum málflutningi eftir boðlegum leiðum.
Það verður að gera miklar kröfur til þingmanna. Þeir eru ekki hver sem er.
Vigdís kærir níðskrif á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.7.2016 | 18:04
Fordómar í umræðunni
- Sterk og mikilvæg skilaboð
Orð í tíma töluð. Ingólfur Sigurðsson knattspyrnumaður vakti mikla athygli þegar hann steig fram árið 2014 og lýsti því hvernig er að lifa með kvíðaröskun.
Hann segir í blogg færslu sem Stundin birtir:
Ég er geðsjúklingur sem getur verið bara ansi fínt svona inn á milli og ég þekki fullt af öðrum geðsjúklingum. Þessi hatramma barátta við sjálfið reynist fólki erfið óáþreifanlegur sársauki og hávær alsæla sífellt að reyna miða sig við rúðustrikað samfélagið og staðsetja sig öðru hvoru megin við línuna.
M.ö.o. rauðhærðir eru ekki hættulegri en þeir sem eru dökkhærðir. Heldur ekki þeir sem eru grannir eða nota gleraugu.
Áfram heldur Ingólfur síðar í færslunni og segir m.a.:
Það er óhugnaleg bylgja voðaverka í heiminum og eins og gefur að skilja flytja fjölmiðlar fréttir af ódæðunum. Þegar komið er í ljós hve margir hafa fallið eða særst beinast spjótin að árásarmanninum sem er krufinn til mergjar.
Þá er jafnan brýnast að segja frá því að maðurinn hafi verið geðsjúkur og jafnvel þurft á einhverjum tímapunkti æviskeiðs síns að leggjast inn á geðdeild til skamms tíma. Ef maðurinn er ekki múslimi, þá hlýtur hann nú að vera geðsjúkur. Ráðgátan leyst, eða hvað?
Þessar ábendingar eiga erindi inn í íslenskt samfélag, það virðist vera hópur fólks á Íslandi sem reynir að halda á lofti fordómum eins og þeim sem Ingólfur dregur hér fram í dagsljósið.
Takk fyrir Inólfur.
Ég hef alla mína ævi verið frekar þungur á vigtinni, heldurðu að ég sé e.t.v. hættulegri en aðrir af þessum sökum?
Réðst að fólki með sveðju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2016 | 13:29
Það hafa orðið gríðarlega viðhorfsbreytingar á Íslandi
- Jafnvel hörðustu virkjunarsinnar meðal stjórnmálamanna
hafa verið snúast umhverfinu í vil.
* - Enda hafa viðhorf almennings gjörbreyst í þessum efnum.
Þegar kemur að umhverfismálum, jafnvel dómsstólar eru farnir að dæma náttúrunni í hag. Náttúruverndarsinnar hafa greinilega lært að vinna með gildandi lögum þannig að lögin eru túlkuð á annan veg. Einnig er að fjöldi fræðimanna er starfandi meðal náttúruverndarsinna.
- En auðvitað hefur ósvífin framkoma álverana breytt skoðunum almennings.
* - Tínsla Fjallagrasa skila þjóðinni meiri arði en álver.
Nú hefur Héraðsdómur Reykjaness fellt úr gildi framkvæmda-leyfi sem sveitarfélagið Vogar gaf út til Landsnets vegna Suðurnesjalínu 2.
Landsneti bar að setja framkvæmdaáætlanir í umhverfismat og kynna stjórnvöldum og almenningi. Það var ekki gert og því er framkvæmdaleyfið ógilt.
Sífellt meiri andstaða er meðal þjóðarinnar um frekari stóriðju uppbyggingu. Því er þessi mikla umfjöllun m.a. RÚV um framkvæmdir á Þeistareykjum og á Bakka á Húsavík alveg með ólíkindum.
Svo virðist sem sjónvarpsstöðvarnar séu einhverri keppni um hvor stöðin fjalli meira um þessa ósvinnu. Maður spyr sig auðvitað hvort stóriðjuaðallinn standi þarna á bak við.
En stéttarfélagið a Húsavík reynir sem það getur að standa sig vel í vörslu á réttindum þessa erlenda fólks sem kemur til að starfa við virkjunina.
Maður hefur það sterklega á tilfinningunni að margir þessara verkamanna séu í raun þrælar. Að það séu gíslar í heimalandi þessara manna.
- Verkefni stjórnvalda næstu misserin er þetta, ekki gengur að selja orkuna til útlanda eða erlendum fyrirtækjum þegar við eigum óleyst verkefni heima fyrir eins og þetta, ásamt fiskimjölsverksmiðujum.
Skemmtiferðaskip sem er 250 metrar að lengd losar jafn mikinn koltvísýring og 83.678 bílar á ársgrundvelli (árið 2012). Losun brennisteins er á við 421.153 bíla og losun brennisteinstvíildis frá skipi af þessari stærð er jafn mikil og frá 376.030.220 bílum. -- Á höfuðborgarsvæðinu voru 133.679 fólksbifreiðar á skrá árið 2015.
Framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu ógilt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2016 | 11:47
Gott framtak bæjarstjórans
- Að koma niður af stallinum og viðurkenna að þetta ábyrga fólk er að gera góða hluti og taka vandaða afstöðu.
* - En þetta tónlistafólk spilar t.d. ekkert á böllum þar sem mikil drykkja og önnur ómenning á sér oft stað
Nú þegar hefur bæjarstjórinn i eyjum sýnt þann manndóm og viðurkennt að svonefnd þjóðhátíð í Herjólfsdal skiptir bæjarstjórn og bæjarsjóð máli.
En síðast en ekki síst ungmenni í eyjum og annarstaðar á Íslandi.
Elliði á heiður skilinn fyrir þetta. Nú ætti bæjarstjórinn að reyna að beina þessari þjóðhátíð til framtíðar að uppbyggilegri skemmtun fyrir alla.
Að reyna að losna við drykkjuásýndina sem mun þegar til lengdar lætur eyðileggja þessar skemmtanir. Einnig að passa upp á goslokahátíðina að hún rati ekki í þennan farveg.
Hittast aftur vegna Þjóðhátíðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)