Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Gamalt vandamál

Það er ekki nýtt að það sé erfitt safna fé til að byggja upp ný fyrirtæki, einkum þegar um einhverjar nýungar eru að ræða. Þegar ég var ungur var ekki um að ræða að það kæmu að slíkum fyrirtækjum einhverjir sérstakir fjárfestar. 

Nú er hugsunarhátturinn sá að það sé eðlilegt að annað fólk láti aurana sína í einhverja óvissu þegar stofnuð eru ný fyrirtæki utan um verkefni sem eru í smávægilegum atrið örlítið frábrugðið öðrum líkum fyrirtækjum.

Þetta er auðvitað mjög vænlegt fyrir svonefnda frumkvöðla sem sleppa þá við alla meiriháttar áhættu af því brölti sem þeir standa í  með viðeigandi eignamissi og oft fjölskyldu missi einnig. 

Ef þessi fyrirtæki hafa starfsmenn sitja þeir einnig mjög oft í áhættunni, því miður. 


mbl.is Gömul hugmynd í nýjum búningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höftin

Vinnan við afnám hafta á Íslandi er löngu hafin, hún hófst tiltölulega snemma í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms. Verkefnið er í höndum Seðlabankans undir forystu seðlabankastjórans, Más Guðmundssonar. 

 

Það er svo sannarlega rétt hjá núverandi fjármálaráðherra að slíkt afnám gerist ekki með einum fingrasmelli. Verkið tekur langan tíma. Farið var mjög hægt á stað en ferlið gengur æ hraðar fyrir sig. 

  • M.ö.o. Bjarni Benediktsson mun ekki getað státað af því að hafa byrjað það verkefni að afmá höftin. Þá hefur verið starfandi þverpólitísk nefnd í tvö ár sem hefur með þetta mál að gera og svonefnda snjóhengju sem er hluti af sama máli.
    .
  • Enn er verkefnið í höndum seðlabankastjóra og er verkið unnið með mikilli gát og varúð. Íslenska þjóðfélagið má ekki við neinu óðagoti við að leysa þetta vandamál.

 


mbl.is Höftin fara ekki í einu vetfangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki allt uppi á yfirborðinu

Merkileg frétt um launakjör  ófaglærðs verkafólks

Það hefur þegar verið staðfest að laun á Íslandi hafi hrapað verulega frá hruni og eru enn að lækka þegar virði hverrar vinnustundar er metið. Ísland er nú þegar láglaunaland þegar staða láglaunafólks er skoðuð.

Launamisrétti hefur aukist verulega og t.d. launataxtar iðnaðarmannafélaganna virðast vera nánast óvirkir nema fyrir eldri félagsmenn og þá sem eiga verulega undir högg að sækja.

 

„Kaupmáttur á Íslandi er á meðal þess lakasta í Evrópu. Þetta má sjá á vefnum Numbeo sem er kynntur sem stærsti gagnabanki heims þegar kemur að lífskjörum almennings í yfir 100 löndum.

Kaupmáttur almennings í 18 ríkjum Evrópusambandsins er meiri en kaupmáttur hér á landi. Kaupmáttur hér á landi er svipaður og í Slóveníu og Póllandi, og helmingi lakari en í þeim löndum þar sem hann er mestur, Lúxemborg, Þýskalandi og Svíþjóð. Lakastur er hann í Rúmeníu og Búlgaríu. Þar er hann 20 prósentum lakari en hér á landi. 

Lítill kaupmáttur Íslendinga helst í hendur við að hér er dýrt að lifa. Þegar vísitala neysluverðs er borin saman í rúmlega 100 löndum kemur í ljós að dýrtíðin er mest í Noregi og þar er Ísland í fimmta sæti. 

Matvara er líka dýr hér á landi í samanburði við önnur ríki. Hér er matvara sú fjórða dýrasta í heiminum, hún er einungis dýrari í Sviss, Noregi og Venesúela. 

Ef litið er á þróun kaupmáttar hér á landi frá árinu 2011 kemur í ljós að hann hefur rýrnað um tæp 40 prósent á þremur árum“.  (RÚV 7. Feb 2014)

Þessi framsetning á hver laun pólverja á Íslandi eru í samanburði við meðallaun á Íslandi er býsna merkileg. Því ef fréttin er rétt, þá er greinilegt að verulegt launaskrið er á Íslandi og þá helst á höfuðborgarsvæðinu væntanlega.

Það er ljóst að pólverjum eru tryggð lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum t.d. „Eflingar“  í Reykjavík.  Það er einnig ljóst að stór hluti íslenskra félaga í Eflingu eru vinnandi á strípuðum launatöxtum. Örugglega allir sem vinna hjá borginni og hjá ríkinu.

Í fréttinni er fullyrt:
Laun pólskra innflytjenda á Íslandi eru aðeins 57% af meðallaunum. Kaupmáttur launa þeirra hér á landi er um helmingur þess sem hann er í Noregi og Danmörku; og litlu meiri en í Póllandi. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn.

Laun Pólverja í Reykjavík, eru að jafnaði næstum helmingi lægri en meðallaun á Íslandi. Þá eru launakjör þeirra miklu verri en í Kaupmannahöfn og Ósló. Mun fleiri eru þó með fasta vinnu og færri vinna svart“.

Formaður Eflingar sagði í hádegisfréttum að almennt væru pólverjar með hærri heildarlaun en íslendingarnir í félaginu.  Hann sagðist reikna með því að það væri vegna þess að þeir ynni lengri vinnudag en íslendingar almennt. Um þriðjungur félagsmanna í Eflingu væri af erlendu bergi brotnir.

Það er ljóst að atvinnufyrirtækin á Íslandi myndu ekki standast neina „Písa“ könnun. Þau eru ofurskuldsett og ætlast er til þess að launamenn axli ábyrgðina á ábyrgðarleysi atvinnurekenda á árunum fyrir hrun.

 

  • Það er ekki eðlilegt að gera kjarasamninga upp á aðeins 2,8% launahækkun og það er einnig fyrirtækin sem er hinn seki í því að kynda upp verðbolgu á Íslandi en ekki launataxtar í kjarasamningum. 

 


mbl.is SGS er klofið í viðræðum við SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til umhugsunar

Hvers vegna flytja þessir menn ekki bara til Moldavíu eða annað sem þeir geta stundað svona meint athæfi í friði. Þar geta þeir væntanlega látið fara vel um sig og lifað í vellystingum og engin ásakar þá um neitt ljótt.

Ég býst við því að almenningur á Íslandi myndi ekki fetta fingur út í slíka flutninga ef landið yrði síðan laust við ólöglegt háttarlag til framtíðar. 

En þessi vinnubrögð bíða auðvitað dóms. 

Leikendur í hruninu virðast hafa nægt fé til að ráða sér stjörnulögfræðinga til að flækja þessi málaferli sem mest og flækja. Ef einhver sauðsvartur vogar sér að hafa skoðun er honum hótað um leið málaferlum af ónafngreindum aðilum. 

 

  • Guðrúnar Johnsen hikaði ekki við að dæma þáverandi stjórnvöld Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og þáverandi seðlabankastjóra sem nú er ritstjóri. 
    .
  • Þessir kónar sáu síðan um að vildarvinir þeirra í flokkunum og stuðningsaðilar gætu tæmt bankanna og farið með aurana til ýmissa leynistaða.
    .
  • Eftir sátum við sauðsvartur almúginn og erum að skrapa saman aurum á lágum launum til að greiða upp í skuldir ríkissjóðs,
    bæta bönkunum eigið tjón með hækkuðum vöxtum og þjónustugjöldum
    og þá erum við borga skuldir fyrirtækjanna sem voru ofurskuldsett og við launamenn situm uppi með skaðann.
    .
  • Guðrún Johnsen sagði að viðbrögð Breta hafa verið algjörlega eðlileg til að verjast íslensku bólubankaköllunum. 

 


mbl.is Eins og Moldavía í mannréttindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins opnar Mogginn umræðuna um þriðjungshækkun á skuldatryggingarálagi

  • á íslenskum ríkisskuldabréfum

  • En er ástæða til þess að við íslendingar séum bjartsýnir?

  • Málin hafa verið þögguð í Mogganum raunar eins og oft áður og raunar hefur það verið reynt á Alþingi einnig. Þetta er auðvitað alvörumál sem minnir á fortíðina fyrir hrun.


    Við það rifjast upp þessi fregn: 
     
„Viðskipti | mbl | 22.2.2008 | 18:14 | Uppfært 18:47
Álagið í hæstu hæðum

Skuldatryggingarálag íslensku bankanna frá janúar 2007 til febrúar 2008. mbl.is
Eftir Guðrúnu Hálfdánardóttur guna@mbl.is 

Skuldatryggingarálag íslensku bankanna hefur verið í hæstu hæðum undanfarið í kjölfar þeirra miklu erfiðleika sem ríkja á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. 

Þannig er álag á skuldabréf Kaupþings nú 650 punktar, Glitnis 605 punktar og Landsbankans 375 punktar. Þess má geta að í júníbyrjun 2007 var skuldatryggingarálag Kaupþings 25 punktar, Glitnis 24 punktar og Landsbankans 18 punktar.

Skuldatryggingarálag mælir hvað það kostar fyrir fjárfesta að kaupa tryggingu gegn því að útgefandi viðkomandi skuldabréfs geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Kostnaðurinn er mældur sem álag ofan á grunnvexti. 

Álagið er almennt talið vera einn besti mælikvarðinn á þau markaðskjör sem bankar standa frammi fyrir á alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum“.
  • Nú verður tæplega langt að bíða eftir því að skuldatryggingarálagið hjá íslensku bönkunum rjúki upp einnig. Er þýðir stórhækkaða vexti í bönkum. 
  • Það er full ástæða til að að hafa áhyggjur af efnahagsmálum í landinu á næstu misserum. 
  • Nú er væntanlegur ávinningur af þessum bragðdaufu kjarasamningum fokinn fyrir horn.
Nú finnst Mogganum ekki ástæða til þess að segja frá því, að álag á skuldabréf íslenska ríkisins hafi hækkað um ríflega þriðjung frá kosningum og Ísland sé nánast í frosti á erlendum mörkuðum samanborið við önnur lönd. 

Á meðan peningarnir streyma til annarra landa sem urðu illa úti í alþjóðlegu fjármálakreppunni er Ísland úti í kuldanum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Um þetta er fjallað í International Financing Review, þar sem staða Íslands er borin saman við Írland, Portúgal og Grikkland. Þróunin hér á landi er rakin til stjórnarskipta og ósveigjanleika stjórnvalda í viðræðum við kröfuhafa föllnu bankanna.

Katrín Ólafsdóttir, lektor í hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir erfitt að fullyrða hvaða þættir hafi áhrif á kjörin sem ríkinu bjóðast í skulda-bréfaútgáfu erlendis.

Líklega hefur öll óvissan mest áhrif í þeim efnum, segir Katrín. 

"Vissulega er óvissa tengd þessari aðgerð að skattleggja þrotabú bankanna, sumir telja þá leið færa og aðrir ekki," bendir hún á. Eins kunni að spila inn í áhyggjur af því að fyrirhuguð skuldaniðurfelling lengi í gjaldeyrishöftunum. " (Fréttabl 21.jan )

mbl.is Vilja aftur lána fé til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smalamennskan brást, bæði fyrir og nú eftir jólin

 

  • Það veldur víst samtökum atvinnurekenda vonbrigðum að það skuli vera til staðar hugsandi fólk innan ASÍ, fólk sem ekki lætur smala sér í fjárréttir  með gengdarlausum áróðri. 

Lang líklegast er, að félagsmenn í félögum ASÍ þar sem mikið launaskrið er í algleymingi hafi samþykkt þessa samninga. En taxtafólkið hefur hafnað þessu kjörum enda átti það ekkert að bera úr býtum og fyrirtækin áttu að njóta enn frekari ríkisstyrkja m.a. á kostnað launamanna.

 

 Fyrir launamenn hefur staðan einfaldast.  

Nú ætti staðan fyrir fjölmörg félög innan Starfsgreinasamband að hafa einfaldast verulega, þau hafa nú losnað við úrtöluöflin og þau félög sem eru höllust undir samtök atvinnurekenda. Einnig laus við þá aðila innan ASÍ sem hafa allt aðra hagsmuni en ófaglært verkafólk, sérstaklega á landsbyggðinni. En vert er að hafa virkilegar áhyggjur af taxtafólkinu innan þessara félaga. 

Nú fá þessi félög tækifæri til að standa sig í baráttunni. Það er vonandi að þau fái frið fyrir ASÍ og þeim félögum sem samþykktu er munu nú reyna að hanga í baráttu-félögunum. Í fyrsta lagi er hætta á því að þau vinni gegn þessum félögum og reyni síðan að fá sömu viðbótarhækkanir fyrir sína félagsmenn.   

 

Það kemur engum á óvart, að Morgunblaðið stendur eins og klettur með sam-tökum atvinnurekenda í þessum átökum, raunar eins og þetta blað hefur alltaf gert.  Það kemur meir á óvart þótt það eigi ekki að gera það, að ritstjóri Fréttablaðsins hefur nú tekið stöðu með málflutningi atvinnurekenda og er með rakalausar fullyrðingar í leiðara.
 

Í viðtali við Moggann kemur framkvæmdastóri samtaka enn einu sinni upp um reynsluleysi sitt í umræðunni um kjaramál er hann segir orðrétt:
„Svigrúmið er afar takmarkað í atvinnulífinu um þessar mundir og ekkert hjá hinu opinbera. Það svigrúm sem fjallað hefur verið um að hafi verið fullnýtt í samningunum byggir í raun ekki á mati á getu atvinnulífsins til að taka á sig aukinn kostnað án verðhækkana, heldur var farið að ystu mörkum þeirra launabreytinga sem Seðlabankinn telur að geti samrýmst verðstöðugleika,“ nefnir Þorsteinn.
 

  • Hér sést ljóslega hver stefna samtaka atvinnurekenda hefur verið í gegnum tíðina í kjaramálum. Hún er að semja um lága launataxta til að halda niðri launum opinberra starfsmanna og þeirra sem þurfa að draga fram lífið á bótum hverskonar.
    .
  • Síðan vilja þessir aðilar hafa frítt spil um að umbuna þeim starfsmönnum sínum sem eru þeim þóknanlegir með hærri launum í gegnum hvers kyns vinnustaðasamninga.  Því lægri launataxtar hjá stéttarfélögunum því meira vald hefur atvinnurekandinn yfir starfsfólki sínu með ríflegra launaskriði.

 

Auglýsingaherferðin bæði fyrir samningsgerðina og eftir hana telja atvinnurekenda hafa skilað verulegum árangri. En eins og allir vita sem eru eldri en tvævetur, að þá mun verðhækkanaskriðan koma eftir að búið er að berja launamenn til hlýðni við samningaborðið.

Það hlýtur að valda samtökum atvinnurekenda miklum vonbrigðum að smalamennskan brást. En svona auglýsingaherferðir einmitt þessara aðila, samtökum atvinnurekenda í samstarfi með flokknum sínum Sjálfstæðisflokknum heppnaðist hvað eftir annað á meðan vinstri stjórnin var enn til staðar. 

En vinstri stjórnin hafði engan fjölmiðil á sínum snærum 


mbl.is Niðurstöðurnar valda vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð þessa flokks eru marklaus


Afnám verðtryggingar forsenda samstarfs

Sigurður Ingi Jóhannsson, nýkjörinn varaformaður Framsóknarflokksins ásamt formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sem kjörinn var nýr varaformaður Framsóknarflokksins í dag, segir útilokað að flokkurinn taki þátt í ríkisstjórn nema sú stjórn taki á verðtryggingunni.

„Við leggjum gríðarlega áherslu á að það sé mikilvægt að taka á þessum málum. Við teljum það mikilvægasta mál þjóðarinnar,“ segir hann.

Þannig að Framsóknarflokkurinn mun ekki taka þátt í ríkisstjórn nema það mál verði sett á oddinn? „Já, ég mundi fullyrða það að við leggjum það mikla áherslu á það og ætlum að sýna það mikla staðfestu að á þessu máli verði tekið. Við förum vart í ríkisstjórn og ekki hugsanlegt nema á því verði tekið,“ segir Sigurður Ingi. 

Það er forsenda fyrir ríkisstjórnarþáttöku Framsóknarflokksins að tekið verði á skuldamálum heimilanna. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem var endurkjörinn í dag með nærri 98% atkvæða. 


mbl.is Fasteignaverð gæti lækkað um 20%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forseti ASÍ kallar á frekari ríkisstyrki til fyrirtækjanna.

 

  • Nánast hver einasti atvinnurekandi í landinu sagði já við þessum kjarasamningum. 
    .
  • því samningurinn minnkað útgjöldin hjá fyrirtækjunum. Ríkið ætlaði í raun að bæta fyrirtækjunum takmarkaðar launahækkanir meir enn að fullu.
    .
  • Fyrirtækin hefðu grætt á þessum samningum en launamenn tapað.

 

T.d. með því að lækka tryggingagjöldin sem eru í raun umsamin útgjöld launamanna en ekki atvinnurekenda svo því sé haldið rækilega til haga og síðan ýmsar aðrar hliðranir sem ekki hafa enn séð dagsins ljós, og t.d. aukin umsvif í ríkisrekstri. 

  • Útgangspunktur þessara samninga er að halda uppi verðstöðvun í landinu.
  • Í því efni er nákvæmlega ekkert fast í hendi, aðeins óljósir fjólubláir draumar.

Nokkuð sem hefur verið reynt oft áður og aldrei gengið eftir. Enda miðaðist það við það tímabil hjá atvinnurekendum sem það tæki samtök þeirra með hjálp ríkisstjórn-arinnar að fá samtök launamanna til að samþykkja þessa ónýtu samninga.

Síðan er auðvitað frjálst verðlag í landinu og verðbólgan siglir sinn sjó, en öll opinber launakjör múlbundin með allskyns lagaflækjum. Slíkir fjötrar ná fyrst og fremst til opinberra starfsmanna og þeirra á almennum vinnumarkaði sem lifa samkvæmt lægstu launatöxtum og fólks sem lifir á hvers kyns bótum.  

Forseti ASÍ kvartar undan rýru framlagi ríkisstjórnarinnar til að styrkja atvinnu-fyrirtækin frekar við launakostnaðinn og til að sætta launamenn við ónýta kjarasamninga. 

Menn verða að gera sér grein fyrir að öll framlög ríkisvaldsins til atvinnulífsins til að hamla á móti hækkunum á launum fólks er hreinn ríkisstyrkur til fyrirtækjanna.

Það er skynsamlegt nú,  að ASÍ dragi sig nú út úr kjarasamningagerð strax og taki sér frí næsta árið í hið minnsta.  Nú kalla aðstæður á nýjar aðferðir við að rétta við kjörin í landinu.  

ASÍ lét atvinnurekendur eina ferðina enn draga sig á asnaeyrunum og þá er kominn tími til þess að félagsfólk í ASÍ fari að skipta út stjórnum í félögum sínum.  Nýir vendir sópa best.

Það sama á við í félögum opinberra starfsmanna.


mbl.is Framlag ríkisstjórnar frekar rýrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn gerast bjartsýnir í heiminum

 

  • En er ástæða til þess að við íslendingar séum bjartsýnir?

  • Nú eru málin þögguð í Mogganum raunar eins og oft áður.


    Við það rifjast upp þessi fregn: 
     
„Viðskipti | mbl | 22.2.2008 | 18:14 | Uppfært 18:47
Álagið í hæstu hæðum

Skuldatryggingarálag íslensku bankanna frá janúar 2007 til febrúar 2008. mbl.is
Eftir Guðrúnu Hálfdánardóttur guna@mbl.is 

Skuldatryggingarálag íslensku bankanna hefur verið í hæstu hæðum undanfarið í kjölfar þeirra miklu erfiðleika sem ríkja á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. 

Þannig er álag á skuldabréf Kaupþings nú 650 punktar, Glitnis 605 punktar og Landsbankans 375 punktar. Þess má geta að í júníbyrjun 2007 var skuldatryggingarálag Kaupþings 25 punktar, Glitnis 24 punktar og Landsbankans 18 punktar.

Skuldatryggingarálag mælir hvað það kostar fyrir fjárfesta að kaupa tryggingu gegn því að útgefandi viðkomandi skuldabréfs geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Kostnaðurinn er mældur sem álag ofan á grunnvexti. 

Álagið er almennt talið vera einn besti mælikvarðinn á þau markaðskjör sem bankar standa frammi fyrir á alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum“.
  • Nú verður tæplega langt að bíða eftir því að skuldatryggingarálagið hjá íslensku bönkunum rjúki upp einnig. Er þýðir stórhækkaða vexti í bönkum. 
  • Það er full ástæða til að að hafa áhyggjur af efnahagsmálum í landinu á næstu misserum. 
  • Nú er væntanlegur ávinningur af þessum bragðdaufu kjarasamningum fokinn fyrir horn.
Nú finnst Mogganum ekki ástæða til þess að segja frá því, að álag á skuldabréf íslenska ríkisins hafi hækkað um ríflega þriðjung frá kosningum og Ísland sé nánast í frosti á erlendum mörkuðum samanborið við önnur lönd. 

Á meðan peningarnir streyma til annarra landa sem urðu illa úti í alþjóðlegu fjármálakreppunni er Ísland úti í kuldanum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Um þetta er fjallað í International Financing Review, þar sem staða Íslands er borin saman við Írland, Portúgal og Grikkland. Þróunin hér á landi er rakin til stjórnarskipta og ósveigjanleika stjórnvalda í viðræðum við kröfuhafa föllnu bankanna.

Katrín Ólafsdóttir, lektor í hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir erfitt að fullyrða hvaða þættir hafi áhrif á kjörin sem ríkinu bjóðast í skulda-bréfaútgáfu erlendis.

Líklega hefur öll óvissan mest áhrif í þeim efnum, segir Katrín. 

"Vissulega er óvissa tengd þessari aðgerð að skattleggja þrotabú bankanna, sumir telja þá leið færa og aðrir ekki," bendir hún á. Eins kunni að spila inn í áhyggjur af því að fyrirhuguð skuldaniðurfelling lengi í gjaldeyrishöftunum. " (Fréttabl 21.jan )
Bjarkey Gunnarsdóttir, sem situr í fjárlaganefnd Alþingis fyrir Vinstri græna, vakti athygli á umfjöllun erlendra fjölmiðla þar sem fullyrt að Ísland sé úti í kuldanum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Fullyrt sé að þessa þróun megi rekja til stjórnarskipta á Íslandi.

 


mbl.is Spá því að hagvöxtur taki við sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig standa málin á Íslandi?

  • Ástandið á Íslandi er mikið umhugsunar efni þegar tryggingarálagið er skoðað, en það hefur stökkbreyst. 
  • ástand sem getur sett öll efnahagsmál í óefni á Íslandi sem fyrst bitnar á launafólki. Verulega hækkuðum vöxtum 
  • Sjá línurit og texta fyrir neðan mynd

 

 

  • Í frétt á vef Reuters í morgun er sagt frá þeim viðsnúningi sem orðið hefur á viðhorfi erlendra aðila til Íslands frá stjórnarskiptunum síðasta vor.
  •  
  • Þar kemur fram að álag á skuldabréf íslenska ríkisins hafi hækkað um ríflega 50% frá kosningum og Ísland sé nánast í frosti á erlendum mörkuðum samanborið við önnur lönd.
  •  
  • Þetta er mikil breyting á viðhorfi til Íslands frá því sem var undir lok síðasta kjörtímabils og ekki ásættanlegt fyrir okkur sem búum á þessu landi.
  •  
  • Árangurinn sem náðist á síðasta kjörtímabili er ekki aðeins í hættu heldur lítur út fyrir að hluti hans sé þegar farinn fyrir lítið.
  •  
  • Samkvæmt skilgreiningu Wikipedia er svokallað skuldatryggingarálag (CDS) álag ofan grunnvextiskuldabréfs sem mælir hvað það kostar fyrir fjárfesta að kaupa  vátryggingu gegn því að útgefandi viðkomandi skuldabréfs geti ekki staðið við skuldbindingar sínar.
  •  
  • Skuldatryggingarálag er sem sagt mælikvarði á markaðskjör sem bönkum bjóðast á alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum.
  • Á fyrri myndinni hér að ofan má sjá þróunina í skuldatryggingarálaginu frá 2008 til loka síðasta kjörtímabils. Á hinni sést svo breytingin sem er orðin frá síðasta vori til dagsins í dag.
  • Þarf frekari vitna við?

 


mbl.is Bandarískir bankar í uppsveiflu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband