Færsluflokkur: Kjaramál
10.7.2015 | 09:19
Lélegt áróðursbragð
- Það er eins og Moggi litli geri ráð fyrir, að þeir sem lesi fréttabréfið hafi ekkert milli eyrnanna.
Ekki þarf maður að vera fylgjandi því að Ísland gangi alla leið inn inn í ESB til sjá hverskonar heimska það er, sem Mogginn birtir hér.
Guð blessi Ísland
Sagði maðurinn sem síðar var dæmdur fyrir stjórnarskrárbrot
Reyndar er það svo, að Ísland hefur verið auka aðili að EB eða því sem síðar var kallað ESB allar götur frá 1. janúar 1970 með EFTA inngöngunni.
- Allt vegna hagsmuna útgerðarinnar í landinu en á kostnað annarra atvinnugreina á Íslandi. Það er fjölmargt fólk sem var starfandi í iðnaði sem hefur verið ESB frá þessum tíma.
Það er eins og þessi Moggaskrifari geri leik að því að gleyma strandi Íslands og hruni sem hér varð á vakt Sjálfstæðisflokksins og ábyrgð stjórnvalda var velt á launafólk í landinu og eignafólki hlíft.
Ef Ísland hefði verið að fullu innlimað í ríkjasambandið er líklegt að íslenska samfélagið hefði fengið svipaða neyðarhjálp og Grikkland. Alls ekkert minna.
Þetta er eins og hver annar pólitískur áróður og merkilegt að ritari greinarinnar skuli ekki hafa komið Rúv inn áróðurinn einnig.
- Því miður sannleikurinn er sá, að Íslandi hefur ætíð verið þiggjandi með betlistaf í hendi í samskiptum sínum við ríkjasambandið.
* - Ætli Moggi hafi ekki notið góðs af því í gegnum tíðina?
![]() |
Hefði reynst Íslandi dýrt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.7.2015 | 19:56
Fyndnar yfirlýsingar
- Það er ekki óalgengt að þegar forsætisráðherra eins sá gegnir því hlutverki nú gefur út yfirlýsingar frá nánast tveggja manna tali.
* - Þótt allir íslendingar viti að Sigmundur Davíð segi ávallt satt og gangi aldrei á bak orða sinna, þá er nákvæmlega ekkert sem styður svona yfirlýsingar. Þær eru nær örugglega skáldskapur.
Aðilar á svona fundum túlka niðurstöður ævinlega eins og hentar hagsmunum þeirra sjálfra. Engar skriflegar, undirritaðar og vottaðar heimildir liggja eftir fundinn með sameiginlegum skilningi á innihaldi fundarins.
Ekki er hægt að reikna með því að meðreiðar sveinar forsætisráðherra segi annað en það sem ákveðið hefur verið nánast fyrirfram og eftir fundinn.
Forsetinn og lærifaðir forsætisráðherrans er auðvitað alveg meistari á þessu sviði hann segir jafnan stór-fréttir af litlu sem á að hafa gerst fundum hans við hina og þessa aðila úti í heimi.
Það er ekki einu sinni víst að Bessastaðabóndinn eigi alltaf formlega fundi með þessu spariklæddu mönnum og að umræðan hafi verið önnur en um veðrið.
Það er a.m.k. ljóst að þessi fundur hefur ekki haft nokkra einustu þýðingu fyrir íslendinga ef marka má orð okkar manns í jólafötunum frá síðustu stórhátíð. Hann þyrfti greinilega að láta víkka jakkann aðeins og fá sér stærri skyrtu.
Kallarnir þarna í Brussel munu túlka umræðuna eftir eigin hagsmunum og ég tala nú ekki um, ef skiptir um vindátt á Íslandi.
En framkoma ESB gagnvart Grikklandi enn sem komið er, munu ekki auka á vinsældir ríkjasambandsins á Íslandi.
![]() |
Sterkt samband milli Íslands og ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2015 | 15:56
Össur virðist hafa nef fyrir handverki, þegar matur er annarsvegar
- Margar af bestu ræðum Össurar eru svo sannarlega gott handverk bæði í inntaki og gerð, Ekki síst í flutningi.
* - En því miður, að það svo að stór hluti af yngstu kynslóðunum hefur enga tilfinningu fyrir vönduðu handverki og tengingunni fyrir vönduðu handverki oft á tíðum og náttúruvernd.
Það er jafnvel sama fólkið gjarnan langskólagengið sem vill varðveita gömul hús og hefur lesið um bókmenntir sem einnig er handverk rétt eins tónmenntirnar. Leyfir sér að eyðileggja annað handverk með eltingarleik sínum á eftir ómerkilegum tískustraumum.
Sumt af þessu handverki er afbragðsgott og merkilegt en annað lélegt. Almennt séð er þetta allt eftirlík-ingar af hlutum sem hafa verið gerðir annarstaðar ef maður kýs að líta þannig á málið.
T.d. uppfinningin stóllinn er vel yfir 6000 ára gömul. Ekkert er nýtt undir sólinni og nýjungar koma gjarnan nýjum með uppfinningum á tækjum eða verkfærum.
Þannig hefur það verið í gegnum aldirnar, það voru mikil vatnaskil í handverki þegar vatnmyllurnar hófu sín störf í Evrópu rétt eins og vatnaskilin sem tölvan hefur orsakað.
Ég rakst á þessa auglýsingu sem sýnir mér skemmdarverk og óvirðingu fólks fyrir vönduðu handverki. Einnig alvarleg aðför að náttúrunni,eikin er gjarnan nær 300 hundruð ár í vexti.
Menn geta tæplega hrópað hátt um náttúruvernd og tekið þátt því um leið að ganga með þessum hætti að afurðum jarðarinnar og merkilegrar menningar.
- Þetta er hörmuleg sjón
Þetta borð og stólar voru algeng í framleiðslu á Íslandi upp úr 1920 og eitthvað fram yfir seinni heimsstyrjöldina. Síðan hefur þetta sem hér er sýnt verið eyðilagt.
Þessi húsgögn voru smíðuð úr eik, er síðan var reykt og áborin með pólitúr, en síðan lökkuð með þunnu sellulósa lakki. Það er rétt að settin voru smíðuð úr massívri eik. Aldrei hefur verið talað um plankaeik í húsgögnum.
Ekki er ólíklegt að þessir hlutir hafi verið smíðaðir hjá Krisjáni Siggeirssyni hf. En þau voru nokkur verkstæðin sem smíðuðu áþekk borðstofu sett. Þau eru smíðuð eftir danskri fyrirmynd. Svona húsgögn voru aldrei notuð í eldhúsi á þessum tíma, þau voru allt of dýr til þess.
Þessum borðum fylgdu oftast sex stólar en stundum átta og þá voru gjarnan þessir tveir armstólar með hærra baki, stór borðstofuskápur (skenkur) hann var notaður fyrir sparistellið mataráhöldin á flottustu yfirstéttarheimilum og einnig fylgdi það sem kallað var anítuborð eða minni skápur fyrir dúka og þess háttar.
Ekki er ólíklegt að heilt svona sett hafi kostað þrenn ef ekki fern árslaun verkamanna fyrir stríð. Þá hefur fína postulínið, silfrið og atlas-silkidúkarnir ekki kostað neina smáaura.
Þá voru nánast alltaf stórar látún ljósakrónur með kristalljósaskreytingum hangandi yfir slíku borði.
Reyndar eru þessi húsgögn á myndinni af ódýrari gerðinni og framleidd hér innanlands. Því alltaf voru þessi borð stækkanleg, þetta borð er með einfaldri útgáfu af stækkunarbúnaði. Síðan vooru til svonefnd ensk stækkun og hollensk sem gátu tvöfaldað stærð borðsins.

Um 100 ára gamalt planka/tré eldhúsborð, sem ég kalkmálaði- en auðvelt að ná henni af. Óska eftir raunhæfu tilboði
![]() |
Svona á að elda eldsterkt hjarta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2015 | 07:42
Vantrú margra á getu íslendinga
- Hrjáir marga af ýmsum ástæðum, sumir hamast á mæðrum sínum bernsku sinni og kvabba um stöðugt um nammi.
* - Síðan á landanum og vilja að hann virki helst öll virkjanleg vatnföll á íslandi til framleiða hræódýra raforku fyrir erlend stórfyrirtæki. Því þeir halda að íslendingar sjálfir geti ekki byggt upp eigin fyrirtæki.
* - Aðrir byrja í blábernsku að bjarga sér með því að vinna sér fyrir smá launum með því að sinna ýmsum viðvikum fyrir fólk. Þetta eru þeir íslendingar sem byggja m.a. upp íslenskt atvinnulíf og verða stöðugt virkir í annarri uppbyggingu samfélagsins.
Ætlast er til, að íslenskir skattgreiðendur greiði kostnaðinn með hækkuðum sköttum en fá aldrei endurgreiddan útlagðan kostnað með eðlilegri ávöxtun fyrir utan þau skemmdarverk sem unnin eru á íslenskri náttúru. Náttúru sem eru í raun mestu auðævi þjóðarinnar.
- Erlendir aðilar kaupa þegar um 80% af því rafmagni sem framleitt í landinu og tekjurnar sem íslendingar fá af öllu þessu brölti eru ekki nema um 1% af þjóðarekjunum. Fyrir utan þann skaða sem þessi starfsemi veldur þjóðinni og öðrum atvinnugreinum í landinu.
Það má nánast segja, að stóriðjan uni sér félagslegri bómull á Íslandi og njóti orku á félagslegum kjörum.
Nú svo komið, að íslendingar eiga enga hagstæða virkj-unarkost fyrir sjálfan sig. Framundan er það mikla verkefni að rafvæða samgöngur í landinu. Sérstaklega einkabílanna, síðan röðinni koma almennings samgöngur.
Einnig þarf að finna lausnir fyrir skemmtiferðaskipin sem hingað koma stríðum straumum og brenna svartolíu í höfnum landsins. Þetta eru forgangsverkefni fyrir íslenska orkuframleiðslu.
Finna þarf einnig nýjar lausnir fyrir skipaflotan og að koma þunga-flutningum hringinn í kringum landið út á sjó. Þjóðvegir landsins bera ekki þá stórauknu umferð sem um þá með stór aukinni umferð erlendra ferðamanna á einkabílum.
Þessar hugmyndir sveitarstjórnarmanna eru þess virði að þær séu skoðaðar rækilega og þær bornar saman við aðrar lausnir. Skipulag borgarinnar verður a.m.k. að batna verulega og almenningssamgöngur verða að taka til sín megin-þungann af miðborgarumferðinni.
Þetta sjá allir sem hafa eitthvað milli eyrnanna annað en drullumall sem er enn forritað á pókimon fígúrur.

![]() |
Framkvæmdir af stað á þessu ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2015 | 18:25
Mikilvæg skýrsla en segir kanski ekki nógu mikið
- Það væri mikilvægt að nota ekki hugtakið menntun í þessu sambandi.
* - Starfsmenntun væri betra, því algengt er að háskólagengið fólk er alls ekki að starfa í greinum sem það hefur lært að vinna við með námi sínu. Eru þá ófaglærðir í sínu starfi.
Því menn geta verið ansi vel menntaðir þótt þeir hafi ekki farið í langskólanám og geta einnig skilað mjög verðmætri vinnu í sínu starfi. Það virðist vera orðin lenska að litið sé niður á slíkt nám.
Nám sem byggir á mikilli starfsreynslu, þekkingu og færni sem aðrir leika alls ekki eftir, e.t.v. vegna mikillar sérhæfingar. Þarna koma inn í myndina gríðarlega margir þættir sem nauðsynlegt er að skoða.
Einnig getur verið að störf margra háskólagenginna hópa séu bara lítils virði eða að verðmat á á störfum þeirra séu ósanngjörn og óeðlileg.
Einnig getur verið að nám margra hópa með háskólagráðu sé ómarkvisst og þeir sem lokið hafi námi í slíkum greinum skili ekki þeim arði sem vænta má.
Ekki kemur fram í þessari skýrslu hve langur vinnutími liggur á bak við ráðstöfunartekjur hinna ýmsu hópa.
Ekki kemur fram hvort háskólagengna fólkið sé almennt að starfa við starfsgreinar sem það hefur lært sérstaklega til að vinna við. Það er nefnilega algengt að háskólagengið fólk sé í raun ófaglært í þeim starfsgreinum sem það er að vinna í.
Fram kemur að vaxtatekjur teljist til tekna en vaknar spurningin um hvort vaxtakostnaður dragi niður ráðstöfunartekjur. Eins og t.d. vextir af námslánum hjá háskólamenntuðu fólki.
Ljóst er að markaðslaun á t.d. suðvesturlandinu hjá fólki sem er með styttra skólanám að baki eru mjög ráðandi þáttur lífskjörum fólks, en slík laun eru sjaldgæfari hjá háskólagengnu fólki sem eru að mestu opinberir starfsmenn.
Það er nauðsynlegt að nám fólks sé gott og skipti máli við þau störf sem fólk er að læra. Að námið skili arði fyrir fyrir fólkið sjálft og einnig fyrir þá sem sem hafa þetta skólagengna fólk í vinnu.
Menn verða einnig að átta sig á þeirri staðreynd, að fólk fer ekki í langt og erfitt nám fyrir þjóðfélagið heldur fyrir sjálft sig.
Á bak við há og góð laun á vinnumarkaði verða að standa mikil verðmæti og arður einhvers sem greiðir launin.
![]() |
Samkeppnin aldrei verið eins grimm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 8.7.2015 kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.7.2015 | 13:52
Hallærisleg eftirá skýring
- Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði við aðalmeðferð í máli Bandalags háskólamanna (BHM) gegn ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að kröfur BHM væru langt umfram, næstum tvöfalt, það sem samið var um á almenna vinnumarkaðinum í lok maí mánaðar.
- Formaður samninganefndar ríkisins fer eftir fyrirmælum fjármálaráðherra og er hans samningamaður í einu og öllu. Hann gat auðvitað ekkert um sjónarmið ráðherrans sem ullu því að ekki var sagt eitt orð við BHM vikum saman.
* - Það eru þau viðhorf fjármálaráðherrans um að opinberir starfsmenn skuli lúta stefnumótun samtaka atvinnurekenda í kjaramálum. Einnig, að opinberir starfsmenn ættu í raun ekki að hafa verkfallsrétt.
Það er rétt, að meginkrafa BHM hefði gengið út á launabreytingar, bæði að breyta launatöflunni og eins að breyta því með hvaða hætti menntun skuli vera metin til launa.
Launaliðurinn hefði verið sameiginleg krafa aðildarfélaganna átján, sem voru í samfloti í kjaraviðræðunum. Hugmyndir félaganna voru lagðar fram, kynntar og rökstuddar löngu áður en flóamenn og VR stigu fram á sviðið.
- Um það er engin spurning, að samtök atvinnurekenda og ríkisstjórnin biðu eftir klofningsfélögunum því þessir aðilar opnuðu ekki munnin fyrr en þau komu að samningaborðinu.
* - Væntanlega hafa farið fram ákveðin samráð milli þessara aðila áður en þeirra sjónarmið voru lögð fram.
* - Þessi félög sviku félaga sína í ASÍ eins og oft áður.
Starfsgreinasambandið var því einnig sniðgengið, hunsað og samningsréttur þess vanvirtur.Það lagði ekki fram kröfur um húsnæðismál.
- Húsnæðismálapakkinn er í raun styrkur ríkisins til fyrirtækjanna í landinu. Það var ekkert samráð um þann pakka nema við flóafélögin í sambræðingi við forystu ASÍ. Launfólk er m.ö.o. látið kaupa þennan sama húsnæðipakka í 4. sinn.
Öll félögin gerðu meiri kröfur um launahækkanir en samið var um í lokin. En lágmarkslaunakröfur Starfs-greinasambandsins gerðu það samband að sigurvegara þessara samninga.
En unglingataxtar flóafélaganna gerðu flærnar að svikurum samninganna eins og oft áður.
Svik flóaflónna hjálpar einnig til við að halda niðri öllum tryggingabótum í landinu og um er að ræða ellilaunin, örorkubætur og væntanlega atvinnu-leysisbætur.
Samtök atvinnurekenda telja að upphæð þessara bóta séu í hreinni samkeppni við lægstu launaflokka sem samningar segja til um að laun eiga að vera í.
Unglingar njóta almennt ekki markaðslauna.
![]() |
Kröfur langt umfram almenna markaðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2015 | 13:28
Furðulegur fréttaflutningur um Grikkland
- Íslenskir fréttamiðlar stunda nú þann leik sem endranær að enduróma áróður þeirra afla t.d. í Evrópu sem sterkast standa valdalega og fjárhagslega. Fer reyndar oftast saman því miður.
Það er sorglegt að RÚV virðist stunda sama leikinn sem er að grípa hráann áróðurinn og útvarpa honum sem heilögum sannleika.
Það er auðvitað staðreynd og allir átta sig á þeirri staðreynd sem eitthvað bitastætt hafa milli eyrnanna að gjaldþrota staða Grikkja er ekki ný, staðan er reyndar gamalkunn.
Hún er nú bara sú birtingamynd sem hlaut að koma upp á yfirborðið þótt hagsmunagæslu aðilar sem ásamt ESB elítunni vildu forðast að hún yrði sýnileg á þessum tímapunkti.
Við vitum að hrægammar sem höfðu bankakerfið ásamt atvinnulífinu í höndum sér í áratugi stunduðu þann leik endalaust hirða allann arð af þessari starfsemi og fluttu gróðann úr landi.
Atvinnulífinu ásamt bankakerfinu var og er endalaust haldið skuld við erlenda aðila og þannig var allur gróðinn fluttur úr landi án þess að greiddur væri eðlilegur skattur til grískra yfirvalda.
Búnar eru til fjölbreyttustu skýringar til að réttlæta ósómann í þessu landi. Launafólk býr almennt við fátækt í Grikklandi og lepja dauðan úr skel, á meðan þeir sem geta stundað rekstur sem byggist t.d. á ferðaþjónustu.
Það virðist nú vera ungum grikkjum loksins ljóst að fjárhagsvandi þjóðfélagsins leysist ekki með endalausum samningum við lánadrottna og umboðsmenn þeirra sem eru augljóslega ráðamenn í fjölmennustu ríkjum ESB. Það verður að koma til réttlæti og þá sé byrjað á hreinu borði.
- M.ö.o. að þeir borgi sem stofnuðu til skuldanna upphaflega. Þeir aðilar sem voru meðvirkir og jusu í þessa aðila fé verða einnig að bera ábyrgð.
Skuldir ríkisins eru í raun ekki skuldir ríkisins og hægri stjórnin hafði auðvitað ekki umboð til þess að láta ríkissjóð Grikklands gangast í ábyrgð fyrir skuldum atvinnulífsins í landinu.
M.ö.o. unga fólkið virðist hafa áttað sig á þeirri staðreynd að gríska þjóðin verður sjálf að koma sér út úr þessum vanda. Því verður þjóðin að losa um tök fjármagnsaðilanna á þjóðarbúinu.
- Núverandi ríkisstjórn í Grikklandi er veik vegna þess að elítan þar í landi stendur öll gegn ríkis-stjórninni.
* - Einnig eigendur fyrirtækjanna í landinu. Þegar illa gengur að ná réttlátum samningum verður þessi stjórnað að spyrja þjóðina. Það er bara augljóst.
Innrs eðli ESB hefur svo sannarlega sýnt sig í þessu máli.
- Þessa stöðu ættu íslendingar að þekkja mætavel. Þetta er í eðli sínu svipuð staða og var á Íslandi þótt hún sé miklu alvarlegri.
* - Enn er reynt að sigla íslenska samfélaginu aftur í svipaða stöðu og var fyrir hrun.
![]() |
Grikkir greiða atkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.7.2015 | 22:49
Þyrlur eru þarfaþing í ferðamanna landinu Íslandi
- Það er greinilegt að fjölga verður í þyrluflotanum á landinu.
* - Það er talið að þeir ferðamenn sem koma til landsins á þessu ári verði 4 sinnum fleiri en öll íslenska þjóðin til samans.
Stór hluti þessa ferðafólks er á ferð um hálendi landsins hluta ferðarinnar. Fólk á öllum aldri, í mismunandi ásigkomulagi og leggur oft á sig gríðarlegt erfiði til að upplifa landið.
Kostir þyrla til sjúkra- og björgunaflugs eru þeir að þessar flugvélar þurfa ekki flugvelli. Sjúkraflug þurfa yfirleitt að taka stuttan tíma því er mikilvægt að ef notaðar eru hefðbundnar venjulegar flugvélar að flugvelli séu ekki langt frá sjúkrahúsi.
En einnig að staðsetning sjúklinga séu rétt við flugvelli ef um slys er að ræða eða alvarleg veikindi. Það er rétt að hafa þetta í huga þegar menn hafa verið að rífast um Reykjavíkurflugvöll og flugvellir kosta mikla peninga. Þá er sama hvar þeir eru staðsettir.
Það er greinilegt að sú staðreynd að þyrlur þurfa ekki sérstaka flugvelli og geta flogið í mjög erfiðum veðrum við mjög erfið skilyrði. Að þyrlur eru að taka yfir allt sjúkraflug á Íslandi. Þær eru einnig að verða ódýrari heldur en þær voru fyrir mörgum árum síðan.
Bara þessar staðreyndir segja okkur, að það er óþrft að vera með stórann flugvöll í Reykjavík. Innanlandsflugvöllurinn gæti þess vegna verið bæði í Hvassahruni eða bara í Keflavík.
![]() |
Fjögur þyrluútköll frá klukkan fjögur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2015 | 21:40
Er forsætisráðherra að gefa gerðardómi fyrirmæli í viðtölum?
- Nú eftir þinglokin
Þetta er sem betur fer rangt mat hjá forsætisráðherranum um möguleikanna á launabreytingum hjá hjúkrunarfræðingum, staðan er miklu bara flóknari en þetta.
Íslenskir læknar eru eftirsóttir í öðrum löndum það er staðreynd því eftirspurn eftir læknum fer vaxandi í þeim löndum sem lífskjörin hafa batnað undanfarna áratugi.
Eftirspurnin er bara miklu meiri eftir íslenskum hjúkrunarfræðingum með með mikla starfsreynslu og fræðiþekkingu en eftir læknum.
Það er vandinn sem við er að eiga. Sagt er, að þegar vanti um 100 hjúkrunarfræðinga til starfa á Landsspítalanum.
Það þarf heldur ekki að leysa þessi launamál með þessum hætti, það eru fleiri möguleikar í stöðunni. Vert er að hafa í huga að það er miklu flóknara að fá sérfræðiþekkingu í hjúkrun á sjúkrahúsin heldur enn að fá lækna.
Eins og sá sem er þessi launahækkun sem stendur til boða, en síðan yrði gerður samningur ákveðna krónutölu hækkun á launum árlega t.d. í 5 ár. Slíkur samningur myndi ekki breyta stöðunni á almennum vinnumarkaði.
Enda væri þá slíkur samningur tengdur markaðslaunum á almennum vinnumarkaði. Þ.e.a.s. til að koma til móts við þá launaþróun sem er í markaðslaunakerfinu. En markaðslaun hafa rokið upp undanfarna mánuði og eru enn á mikilli uppleið. Langt umfram gerða kjarasamninga.
Hin almenni vinnumarkaður yrði að taka afstöðu til vandamálsins ef hjúkrunarfræðingum fækkaði í landinu. Um slíkt er auðvelt að semja, en niðurstaða næst ekki tilskipunarleiðina eins og núverandi stjórnvöld vilja fara. Launamenn yrðu ekki vandamálið, heldur samtök atvinnurekenda.

![]() |
Óskað eftir greinargerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2015 | 20:06
Kristur var dæmdur fyrir guðlast og krossfestur
- Það er rétt sem Úlfar Þormóðsson sagði í viðtali við Mbl fyrir tveim árum að lög gegn guðlasti væru í raun hættuleg.
Slík lög geta hæglega breytt um merkingu á augabragði. Þetta er auðvitað draugur úr fortíðinni þegar kirkjuvaldið var enn órjúfanlegur hluti af yfirvöldum t.d. á Íslandi.
- Marteinn Lúter var einnig dæmdur fyrir guðlast og var raunar bannfærður af páfa.
Prestar voru hluti af íhaldsamri yfirstéttinni í landinu og hluti af æðstu valdastétt landsins.
Smán saman hefur verið að fjara undan þjóðkirkjunni sem valda-aðila í landinu. Er varð í raun að engu eftir svívirðu Ólafs Skúlasonar í embættistíð sinni sem varð raunar eftirmanni hans á biskupsstóli einnig að falli.
Ítök gamla valdaflokksins kirkjunni hafa eftir þetta örugglega beðið beðið mikið afhroð.
Nú er svo komið að prestastéttin telur sig tilheyra venjulegum launamönnum sem eru skipulagðir í samtökum háskólamanna sem starfa hjá ríkinu.
- Prestar nútímans eru sennilega fegnastir allra að lögin um guðlast hafi verið afnumin.
Veraldleg viðhorf þessa hóps eru örugglega gjörbreytt sem sjá mátti t.d. með síðasta bikupskjöri. Vonandi verður það svo í framtíðinni, að stjórnmálaflokkar sjái sóma sinn í gagnvart þjóðinni að blanda sér ekki í innri mál þjóðkirkjunnar.
- Íslendingar verða, að átta sig á þeirri staðreynd, að þar sem kúgunin er mest í heiminum eru víðast í gildi hörð lög gegn svonefndu guðlasti og dauða-refsingar eru iðulega viðhafðar.
![]() |
Veifaði forboðnu blaði á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)