Færsluflokkur: Dægurmál
24.6.2017 | 08:47
Öfugmæli
- Það er ekki krónan sem er að sliga bílaleigurnar
* - Það eru skuldirnar sem það gera.
Skuldir þarf að greiða og á Íslandi eru okurvextir.
Hvergi á byggðu bóli er leiguverð á bílaleigubílum hærra en á Íslandi.
Bílaleigur eins og önnur ferðaþjónustufyrirtæki eru svakalega skuldsett.
Það hefur verið vitað áratugum saman á Íslandi að ekki gengur að reka fyrirtæki með engu eiginfé. Eða með loftfé sem er bara froða og er ekkert raunverulegt verðmæti.
- Reynslan hefur sýnt þetta og hún lýgur ekki.
Þessi fyrirtæki skila ekki af sér sköttum til samfélagsins, nema það sem ferðamaðurinn greiðir í virðisaukaskatt.Engum tekjuskatti er skilað og engu útsvari samt nýta þessi fyrirtæki ómælt innviði samfélagsins.
- Ef ekki er hægt að reka ferðaþjónustufyrirtæki í dag, verður það aldrei hægt
* - Viðskiptavinirnir eru eins og mý á mykjuskán
* - Auk þess sem þjónustan er seld á okurverði.
Krónan sligar bílaleigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.6.2017 | 17:10
Ferðaþjónustan er að verðleggja sig út af markaðnum.
- Siðleysi er jafnan fylgifiskur frjálsrar verðlagningar á vörum, við ákveðnar aðstæður
* - Hátt gengi krónunnar veldur ekki okurverði á þjónustu, heldur bara græðgi.
Fyrir tveim árum uppgötvuðu innfæddir Reykvíkingar að þeir gátu ekki lengur gert vel við sig á kaffihúsi og keypt sér ómerkilega tertusneið. Hún kostaði 2000 krónur í miðborginni.
Fyrir nokkrum dögum var ég staddur í Ólafsvík og voru skoðaðar lopapeysur. Þær voru á tvöföldu verði miðað við verðið á Laugaveginum. Það sem meira var, að þær voru ekki þvegnar.
Ég á tvo flugmiða og ætlaði til Húsavíkur og skoðaði í vetur hvað gisting fyrir tvo kostaði á gistiheimili. Nóttin var verðlögð á 32 þúsund m.ö.o. okur.
Rúnstykkjafréttin kórónar auðvitað bara ástandið. Ferðaþjónustuaðilar hamast við að verðleggja sig út af markaðnum. Það er ekki hátt gengi krónunar sem veldur þessu háa verði. Ef það væru rétt gengisáhrif ætti verðið að lækka.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2017 | 11:00
Þetta er um rúmlega 5,2% lækkun á stýrivöxtum
Annað hvort má segja að vextir hafi lækkað
um 0,25 prósentustig eða 0,25 prósentur.
*
En en í hlutfalli er vaxtalækkunin liðlega 5,2%.
Þessi vankunnátta íslenskra blaða- og fréttamanna ruglaði almenning alvarlega fyrir hrun þegar bankar hækkuðu vexti gríðarlega án þess að gerðar væru eðlilegar athuga semdir.
Dæmi, þegar tilteknir bankar hækkuðu 4% vexti um 1 prósentustig upp í 5%. Enginn sagði neitt. Slík hækkun var auðvitað 25% hækkun á 4%
Betra er að slíkt gerist ekki aftur.
Stýrivextir lækkaðir um 0,25% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2017 | 07:41
Svona var þetta á Íslandi
- Það er auðvitað rétt hjá þessum Vallarnesbónda að nauðsynlegt er að skilgreina það nákvæmlega hvað telst vera sjálfboðaliðastarf og hvað ekki
* - Eða bara þrældómur í einhverri mynd.Við erum mörg lifandi enn, sem þekkjum á eigin skinni barnaþrældóminn til sveita í æsku okkar
* - Við vorum mörg sem send vorum frá mjög fátækum heimilum í sveit til að vinna. Unnið var frá dagrenningu fram á kvöld alla daga. Frá miðjum maí og fram yfir fyrstu vikuna í október. Þá voru lömb komin í sláturhús.
* - Fótbolti sumarlangt var ekki okkar hlutskipti
Það er fjöldi fólks á Íslandi sem vinnur ýmiskonar sjálfboðaliðsstörf í velgjörðarskyni. Upp hugan kemur fjöldi fólks einkum konur sem vinnur fyrir ,,Rauða krossinn"
En áreitin spurning vaknar við þetta ósætti Vallarnesbænda sem er: Eru afurðirnar seldar og skila þær arði til býlisins? Eða er arðurinn gefinn til t.d. góðgerðarmála?
Það er auðvitað óeðlilegt að eitthvert fyrirtæki fái fólk til starfa án þess að greiða því raunveruleg laun fyrir vinnuna samkvæmt eðlilegum launatöxtum. Síðan þarf að skila eðlilegum gjöldum til samfélagsins. Breytir þá engu hvort framleiðslan sé einstaklega góð og falleg.
Hvert fer arðurinn og geta þessir bændur sýnt það hvernig honum er ráðstafað? Er hann gefinn eða seldur?
Börnin vinna í hita og ryki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2017 | 09:27
Ævintýri úr æsku minni í Þingholtunum
- Ég man vel eftir Elísabetu baráttukonu úr verkalýðshreyfingunni sem bjó í Snælandi
Það er einnig ljóslifandi fyrir mér minningin um strætisvagna Landleiða sem óku um Kópavog og til Hafnarfjarðar.
Þetta voru á þessum tíma sem Elísabet segir frá rauðmálaðir Skoda strætisvagnar sem brenndu svartolíu sem óku frá Reykjavík til Hafnarfjarðar.
Þessir vagnar voru frambyggðir með sérstöku stýrishúsi fyrir bílstjórann og aðstoðarmann hans. Síðan var farþegarýmið afþiljað og þar tóku einkennisklæddar bílfreyjur á móti farþegum, tóku á móti fargjaldi og vísuðu til sætis. Einhverjir þessara vagna voru með aftanívagn þar sem var annað farþegarými og önnur bílfreyja.
Ég fór alloft með þessum vögnum í Kópavog, sem stoppuðu á þremur stöðum í Kópavogi, við Nýbýlaveginn, á hálsinum þar sem var biðskýli og við Kron sem var við Hafnarfjarðarveginn á móts við Hlíðarveg.
Ylfingaflokkur í Kópavogi
Ég á mér gamalt ævintýri í þessum vögnum, þegar ég 5 ára tók mér einn far með einum þessum vagni. Ég gekk fast á eftir fullorðnum manni sem greiddi sitt fargjald og settist í tveggjamanna sæti og ég við hlið honum. Þegar hann fór út, sat ég einn eftir og þá fór freyjan að athuga málið og komst að sannleikanum. Ég man enn hvað áklæðið í sætunum var flott.
Vagninn stoppaði á endastöð í Hafnarfirði, þar var lögreglu sagt frá því sem gerst hafði. Á leiðinni til baka úr Hafnarfirði fékk ég að sitja framí hjá bílstjóranum.
Þegar í Lækjargötuna var komið tóku borðalagðir lögregluþjónar á móti mér og komu mér heim. En þá þegar hafði verið hafin leit af mér í Þingholtunum þar sem ég átti heima 1950.
Þegar Skodavagnarnir voru bannaðir komu nýjir vagnar sem voru málaðir bláir.
Mig minnir að ég hafi sagt frá þessu í Minningabók Kópavogsbúa sem bókasafnið gaf út fyrir mörgum árum síðan.
Frásagnir til framtíðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2017 | 21:42
Forsetar eiga ekki að hafa alræðisvald.
- Ég myndi ekki vilja gegna þessu embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar
- *
- Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi. Sagði Guðni forseti á fésbókinni í dag.
En síðustu vikur hafa af því borist fréttir að Trump forseti reki menn úr störfum hægri vinstri. Engu er líkara en það sé einræði sem ríki í Bandaríkjunum.
Bandaríkjamenn, einkum ráðamenn þar státa sig sig af því að Bandaríkin séu fyrirmyndar lýðræðisríki af bestu gerð.
Þeir telja sig þess umkomna að skipta sér af öðrum þjóðríkjum ef þeim finnst að stjórnarfar þar fari ekki eftir lýðræðifyrirmynd þeirri sem þeir telja sig vera.
Það er vissulega algengt að þjóðarleiðtogar og ríkisvöld fara algjörlega á svig við þau lýðræðis sjónarmið sem við norðurlandabúar höfum.
Þetta á jafnvel um mjög valdamikil og áhrifamikil ríki. En þessi ríki hafa yfirleitt ekkert verið að þykjast vera lýðræðisríki og ekki skipt sér af stjórnarfari annarra ríkja eins og Bandaríkin gera.
Vissulega erum við íslendingar heppnir að vera hluti af fámennu þjóðfélagi sem býr við nokkuð gott lýðræði, þótt mjög margt megi lagfæra og færa til nútímans.
Rifjar upp kynni af ananasmanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2017 | 08:47
Hugur Halldórs er allur hjá stóreignafólkinu
- Ef Halldór vill í raun og veru lækka skatta hjá almenningi í Reykjavík myndi hann boða lækkun á útsvari.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hægri menn sýna þann vilja sinn að hygla stóreignafólki sérstaklega.
Ef fasteignagjöld eru lækkuð munu tekjur af útsvari vera notaðar við að kosta þjónustu við fasteignir. Það sem fasteignagjöldin eiga að brúa
Er þýðir að launafólk eigi að þjónusta atvinnurekendur og eignafólki í enn ríkara mæli.
Ef Halldór vill í raun lækka skatta ætti hann að leggja til lækkun á útsvari sem eru skattar sem launafólk eitt greiðir til borgarinnar. Útsvarið er algjörlega flatur skattur er ekki hefur í sér persónuafslátt eins og tekjaskattur.
Fasteignagjöld eru þjónustugjöld til að standa undir kostnaði sveitarfélagsins við húsnæði það sem er í borginni.
Þ.e.a.s. innviðir sem eru vegna byggðarinnar og þjónusta sem verður að veita og fólki og fyrirtækjum sem eru með fasteignir.
Það er launafólk sem greiðir útsvörin. Það gera ekki fyrirtækin og sjaldnast eigendur þeirra.
Þeir ásamt öðrum sem lifa af fjármagnstekjum greiða ekki útsvör. Þá er það staðreynd, að mikill fjöldi eldri borgara býr í mjög stórum húsum, það stórum að það hefur ekki verið launafólk sem byggði þau eða keyptu.
Leiða má að því líkur að mikill fjöldi þessa eldra fólks sem býr í risastórum húsum hafi lítið greitt af sköttum um ævina.
Draga verður úr skattbyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2017 | 17:52
Margt er skrýtið í kýrhausnum
- Á Íslandi er það á hreinu, að lögreglan starfar í þágu almennings í landinu. Þótt útaf hafi stundum brugðið áður fyrr.
En það er einnig hlutverk lögreglunnar að verja einstaklinga gegn áreiti annarra, sérstaklega þegar stór hópur fólks áreitir alvarlega minni hóp.
Þá er það einnig hlutverk lögreglu að verja rétt kjörin stjórnvöld eins og t.d. alþingismenn gegn áreiti.
Eins og það er einnig verkefni lögreglu að verja rétt manna til að mótmæla t.d. stjórnvöldum.
Þessi þjóðarvitund kom mjög vel í ljós veturinn 2008 til 2009. Þegar öfáir óróa seggir réðust á Alþingishúsið og á lögreglumenn að störfum við húsið. Þá gerðist það skyndilega eitt sinn að almenningur á Austurvelli fór í vörn fyrir lögreglumennina sem stóðu vaktina.
Ekki er gott að átta sig á því hvað hefði annars geta gerst. Þegar ölóðir óróaseggir komu út af vínbörum í miðborginni og réðust á þinghúsið. Í raun réðust þeir einnig á rétt fólks til að halda uppi mótmælum á vellinum.
Nú gerist það, að bandarískur forseti krefst þess að hluti lögregluyfirvalda þarna í fyrirheitna landinu lýsi yfir sérstakri hollustu við sig.
Að lögregluliðið hlutist til um að rannsaka fólk eftir geðþótta forsetans. Rétt eins og í fasista- og einræðisríkjum. Það er ótrúlegt hvað fánarnir eru líkir gömlu nasistafánunum.
Satt að segja var ég svo barnalegur að halda að löggæslan í þessu landi ætti fyrst og fremst að gæta hagsmuna almennings en ekki um einstaklings hagmuni einstakra ráðamanna þar í landi.
Comey óttaðist að Trump myndi ljúga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2017 | 17:57
Nú skal reynt að breiða yfir skítinn
- Fylkt skal flokkspólitískum rétttrúnaði við skipan dómara. Þessi flokkur hefur nákvæmlega ekkert lært mistökum sínum síðastu áratugina.
Það er vandi þegar ráðherra gamla valdaflokksins verður óhjákvæmilega að fylgja kröfum flokksins vegna hagsmuna hans og velja milli fólks eftir flokkslínum til að skipa heilann dómstól.
Það er að gerast nú þegar dómsmálaráðherra breytir vali mats- eða hæfnisnefndar við stöðuveitingar.
Allur almenningur er meðvitaður um þessa pólitísku spillingu. Er kallar óhjákvæmilega á orðræðu um pólitískt geðþóttaval.
Þetta verður atburður sem geymist með þjóðinni í sögu hennar.
Ráðherrann getur aðeins brugðist við með hlutlægum, faglegum og skýrum rökum. Það gerði ráðherra dómsmála ekki nú þegar skipað var í Landsrétt í fyrsta sinn.
Ráðherra byggði ekki á faglegum upplýsingum um umsækjendur frá nefndinni og sjálfstæðri skoðun. Heldur á tilskipun og plotti bak við tjöldin.
Það er eðlileg rannsóknarskylda sem hvílir á ráðherra. Ávallt gildir fyrsti skriflegur rökstuðningur sem vali ræður en eftiráskýringar og mótsagnir duga skammt.
Þau sannindi liggja fyrir að Sigríður Á Andersen hefur áður tekið þátt í aðför að Ástráði Haraldssyni.
Er Sigríður Á. Andersen, núverandi dómsmálaráðherra, var í ritstjórn Vefþjóðviljans. Þegar vefmiðillinn hæddist að Ástráði Haraldssyni lögfræðingi og uppnefndi hann vegna stjórnmálaskoðana hans.
Þetta er flokkspólitísk aðför að einum umsækjanda um dómarastarf. Ráðherrann hefur áður tekið þátt í einelti gagnvart Ástráði Haraldssyni og getur því ekki verið hæf til að koma nærri þessu máli. Hún getur ekki hafa verið hlutlaus í málinu.
Vegna þessarar gömlu athafnar hefði ráðherran átt að víkja sæti og láta öðrum ráðherra um málið. Hún gat ekki verið hlutlaus í málinu.
Á þessum tíma kom Ástráður ekki nálægt neinu pólitísku starfi. En Ástráður er ekki sá eini sem verður fyrir flokkspóltísku síunni.
Þetta verður ævinlega tengt saman vegna þess að hún ákvað að gera ekki tillögu um hann sem dómara við Landsrétt, þrátt fyrir að dómnefnd hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann væri einn af hæfustu umsækjendunum.
Þessi tilraun Mogga litla nú, til að reyna að breiða yfir skítinn er dæmd til að mistakast. Þetta er heldur ekki fyrsta Moggaæfingin í þessari íþrótt blaðsins.
Þetta er einhver misskilningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.6.2017 | 20:49
Það er heimsstyrjöld í gangi
- Hrikalegt blóðbað á almennum borgurum fylgir, ekki bara í Austurlöndum og í Asíu.
* - Heldur er blóðbaðið farið að berast til Evrópu og stjórnvöld í þessum Evrópuríkjum þykjast ekkert skilja í þessu morðæði heima fyrir.
En ríkisstjórnir Evrópu þjóða uppskera það sem sáð er fyrir.
Almenningur er ævinlega skotmarkið í öllum þessum löndum.
Þeir sem stjórna styrjöldinni koma síðan hvergi nærri baðinu.
Samt er er ómögulegt að skilja það sem gerðist í Svíþjóð, þar sem það ríki á enga aðild að styrjöldinni eins og íslendingar. En á það hefur verið bent að þeir eru stórvirkir vopnasalar.
Bandaríkin fara um heimbyggðina á skítugum skónum og drepa fólk eftir hentileikum. Það hefur þetta ríki gert í áratugi og hafa áunnið sér ævarandi hatur fólks um allan heiminn. Rússar eru sjaldan langt undan.
Tvíburaturna árásin var auðvitað bara hluti af þessu stríði, þar sem aðalandstæðingurinn gat í fyrsta sinn gert árás í Bandaríkjunum.
Bandaríkjamenn trylltust og réðust þeir á Írak og hundruð þúsunda borgara létu lífið. Afleiðingar urðu ekki bara hörmulegar fyrir almenning heldur risu skuggaleg öfl sem virkjuðu hatrið gegn vesturveldunum.
Það sama átti sér í Afganistan þar voru drepnir hundruð þúsunda afgana sem ekkert höfðu til saka unnið. Eins og í Írak geysar þar enn styrjöld.
Sýrland er eitt landið þar sem Bandaríkin eru í stríði og eru jafnvel í bandalagi með talibönum eða félögum þeirra við að steypa einræðisherranum af stóli. Sennilega samkvæmt pöntun frá Sádum og Ísraelum.
Bæði Frakkar og sérstaklega Bretar fylkja liði í fremstu víglínu með Bandaríkjunum þar sem notuð eru afkastamestu morðtól sem hugsast getur til að drepa allt kvikt sem fyrir er. Ekki bara hermenn, heldur ekki síður konur og börn.
Bara í morgun hótaði núverandi forsætisráðherra breta að herða enn frekar loftárásir í t.d. Sýrlandi.
Hvenær ætla svokallaðir kristnir stjórnmálamenn að læra og að hætta ofbeldinu í heiminum?
100.000 börn í mikilli hættu í Mósúl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)