Færsluflokkur: Dægurmál
3.6.2017 | 13:55
Sóðalegur galdrakall
Einhver maður sem afrekaði það að pissa á dyr. Til þessa hefði ég haldið að það væri ekki hægt. En það er svo sannar lega hægt að pissa í gegnum um dyr standi þær opnar.
Síðan er einfalt að míga á hurðir bæði stórar og smáar. En hurðir eru það fyrirbrigði sem notað er til að loka dyrum. Fólk gengur t.d. inn og út um dyr og iðulega á hurðir.
Að lokum, ekki er hægt að banka á dyr þótt það sé skrifað einhversstaðar.
Pissaði á hurð Stjórnarráðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2017 | 18:23
Lögbrot?
Alþingi samþykkti skipun 15 dómara gegn ráðlagningu fagnefndar í einni atkvæðagreiðslu, en dómara skal þingið samþykkja hvern fyrir sig ef farið er á skjön við ráðlagningu. Því er lögmæti skipunarinnar í vafa og við hvetjum forseta Íslands að skrifa ekki undir hana.
Það er ekki í lagi að leyfa ráðherra að skipa dómara eftir forsendum sem einungis hún þekkir. Stöndum vörð um réttarkerfið okkar og krefjumst útskýringa.
- Guðni Thorlacius Jóhannesson, forseti Íslands
Þetta er tölvupóstur sem mér barst fyrir stundu síðan
Jóhannes Rúnar íhugar að leita réttar síns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2017 | 21:13
Nú hlýtur að taka við viðskiptastríð
- Almenningur hlýtur nú að sniðganga Bandarískar vörur.
Á Íslandi eru a.m.k. þrjú mengandi Bandarísk fyrirtæki og nú er engin ástæða til þess að taka á þessum fyrirtækjum með einhverjum silkihönskum.
Þetta ríki mengar mest allra ríkja að Kína undanskildu sem þó ætlar að standa við Parísarsamninginn.
Það var ljóst fyrir mörgum árum að Bandaríkin eru á fallandi fæti efnahagslega og fer stöðugt aftur í samanburði við önnur iðnríki.
Draga sig út úr Parísarsamkomulaginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2017 | 14:33
Það eru margir hlutir óboðlegir hjá Sjálfstæðisflokknum.
- Það er ekkert nýtt að Sjálfstæðisflokkurinn hyglar sínum félögum endalaust. Flokkurinn hefur alltaf gert þetta
* - Því er ekki nema eðlilegt að bakland þessa fólks sem dómsmálaráðherra vill gera að dómurum í landsrétti verði rannsakað nákvæmlega
* - Úr því að ekki megi virða tillögur alnefndarinnar
* - Siðleysi þessa flokks er með eindæmum.
Hér kemur frétt RÚV sem er eitt dæmi um siðleysi flokksins og segir orðrétt:
Lögfræðistofan Juris fékk greiddar 107 milljónir fyrir þjónustu fyrir fjármálaráðuneytið á árunum 2013-15.
Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að ráðuneytin vörðu tveimur og hálfum milljarði í sérfræðiþjónustu á tímabilinu og hækkaði kostnaður milli ára úr 700 milljónum 2013 í einn milljarð 2015. Oft voru samningar ekki gerðir né heldur kostnaðaráætlanir.
Viðskipti fjármála- og efnahagsráðuneytisins við lögmannsstofuna Juris vöktu sérstaka athygli Ríkisendurskoðunar og numu þau 107 milljónum.
Einn eigandi Juris, Lárus Blöndal, hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, skipaði hann til að mynda stjórnarformann Bankasýslu ríkisins.
Þá var annar eigandi Juris, Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde í Landsdómsmálinu. Þriðji eigandinn, Vífill Harðarson, hefur verið á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og sá fjórði, Sigurbjörn Magnússon, var framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins 1985-1990.
Ríkisendurskoðun kallaði eftir gögnum um viðskiptin og upplýsti ráðuneytið að fyrir lægi gagnkvæm viljayfirlýsing milli ráðuneytisins og Juris frá 2006. Þá var Árni Mathiesen fjármálaráðherra.
Kaup ráðuneyta á sérfræðiþjónustu í milljónum talið
Forsætisráðuneyti --( 2013 35,6) (2014 62,1) ( 2015 49,6) samtals 147 milljónir
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti- ( 2013 - 126,4) (2014 100,1) ( 2015 107,0) samtals 333,5 milljónir
Fjármála- og efnahagsráðuneyti --- (2013 188,4) (2014- 429,5) (2015 -555,4) samtals 1173,3 milljónir
Innanríkisráðuneyti (2013 95,5) (2014 -94,5) (2015 -112,3) samtals 302,4 milljónir
Mennta- og menningarmálaráðuneyti ( 2013 43,9) (2014 21,9) (2015 43,9) samtals 109; milljónir
Umhverfis- og auðlindaráðuneyti (2013 31,4) ( 2014 - 22,6) ( 2015 66,7) samtals 120,7 milljónir
Utanríkisráðuneyti (2013 105,5) (2014 15,3) (2015 15,5) samtals 136,3 milljónir
Velferðarráðuneyti (2013 67,2) (2014 73,1) (2015 92,7) samtals 233,0 milljónir
Eða 2555,8 milljónir hjá vildarvinum og flokksbræðrum Bjarna Benediktssonar.
Ríkisendurskoðun gerir athugasemd við að ráðuneytið hafi ekki staðið betur að samningsgerðinni við Juris og hagað þessum kaupum á sérfræðiþjónustu í samræmi við leiðbeiningar sínar til annarra ríkisaðila þar sem segir að í samningum skuli koma fram tíma- og kostnaðaráætlanir.
Fjármála- og efnahagsráðuneyti fer með málefni opinberra innkaupa og ættu vinnubrögð þess við innkaup að vera til fyrirmyndar, segir ríkisendurskoðandi.
Oft höfðu ráðuneytin samband við aðeins einn aðila og buðu honum tiltekin verkefni. Gjarnan var samband til staðar við ráðgjafann ýmist vegna fyrri verkefna eða annarra ástæðna.
Slík vinnubrögð eru í skýrri andstöðu við reglur og leiðbeiningar um kaup á sérfræðiþjónustu og ekki í samræmi við ákvæði laga um jafnræði og gagnsæi, segir ríkisendurskoðandi.
Ekkert ráðuneytanna fór í útboð eða örútboð innan rammasamninga á tímabilinu vegna kaupa á sérfræðiþjónustu.
Frétt frá RÚV í dag.
Við þurfum fokking tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2017 | 12:20
Gömlu valdníðslu aðferðirnar
- Það var ekki hægt að láta sér detta annað í hug þegar breytingatillögur dómsmálaráðherrans við tillögur hæfisnefndarinnar um dómaraskipan við Landsrétt voru birtar.
Ýmsar sögur hafa flogið í gegnum tíðina um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn gætir þess ævinlega að eiga alla dómara og sýslumenn í landinu úr sínum röðum.
Valdaflokknum hefur tekist þetta vegna þess að flokkurinn hefur ráðið ráðneytum þjóðarinnar nær allan lýðveldistímann
Það er t.d. enginn vinstri maður í þessum stéttum svo vitað sé. Hæst flugu þessar sögur á tíma Björns Bónda.
Stjórnarandstöðuþingmenn hafa gætt sín á því að ræða aðeins þessa óskammfælnu aðför ráðherrans að regluverki um aðferðarfræði við skipan dómara.
Þeir hafa ekki hugsað upphátt um hvort tillaga ráðherrans um fólk í dómarasætin tengist einhverjum hagsmunahópum eða stjórnmálaflokki.
Réttur almennings stendur svo sannarlega til þess, að áður en Alþingi tekur afstöðu til tillagna ráðherrans séu öll slík tengsl könnuð ef einhver eru.
Eða á staðan enn að vera þannig, að vinstri menn geti ekki fullkomlega treyst íslenskum dómstólum.
Ákvörðun ráðherra verði rannsökuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2017 | 18:17
Fráleit fyrirsögn á forsíðufrétt
- Að stjórnarandstaðan hafi sigrað ríkisstjórnina.
Ákveðnir þingmannahópar á Alþingi sigra ekki aðra þingmannahópa. Annað hvort sigrar réttlætið og sannleikurinn eða tapar. Öðruvísi gerast hlutirnir ekki.
Líklega er núverandi þing með þeim bestu sem við höfum lifað, þar sem þingmenn þurfa sameiginlega úr báðum þingmannahópum að koma sér saman um lausnir í öllum málum. Samt er það svo að það er ríkisstjórnin sem leggur fram nánast öll málin.
Mál sem er verulegur ágreiningur um eða eru illa unnin fara ekki í gegn um þingið. Sjónarmið almennings hafa haft mikil áhrif á afstöðu þingmanna eins og í brennivínsmálinu og er það gott.
En það er ákveðin ómöguleiki á dagskrá þingsins sem er eftirlætis mál forsætisráðherrans eða stefnuskrá ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum til 5 ára.
Ríkisstjórnin getur ekki ætlast til þess að stjórnarandstöðuflokkarnir kingi þröngri stefnu Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum sem er í andstöðu þeirra eigin stefnu.
Ef stjórnin nauðgar þessu máli í gegn á einu atkvæði verður það að teljast mikill ósigur fyrir þá hagsmuni og stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir.
Það yrði þá samþykkt sem hefði nákvæmlega enga merkingabæra þýðingu.
En til þessa hafa flestar ríkisstjórnir myndað sér stefnu með samstarfssamningum.
38 mál á dagskrá Alþingis í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2017 | 12:43
Silki- yfirfrakki eða bitlingar fyrir flokksgæðinga
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, kann að koma orðum að hlutunum.
Hann segir hugmyndir hægri stjórnarinnar vera ógeðfellda aðför að sjálfstæði Landspítalans ef sett yrði pólitísk stjórn yfir spítalann.
Slík stjórn yrði auðvitað bara einskonar silkihúfa enda engin þörf fyrir slíka stjórn, nema til að útvega rétt trúuðum aðilum bitlinga.
Er gæti einnig gert það auðveldara að útvista fjölmörgum verkefnum til réttra velvildarmanna.
Íslendingar þekkja þessar gömlu aðferðir hægri flokkanna úr sögunni. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn var að hygla sínum mönnum.
Ógeðfelld aðför að Landspítalanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.5.2017 | 08:56
Ekki hagsmunir launafólks
- Það eru ekki hagsmunir launafólks að þessi sundabraut verði byggð
* - Því slík framkvæmd verður meira og minna greidd fyrir
íslenskt skattfé, að lokum ef að verður.
Það er einmitt launafólk sem eru hinir raunverulegu skattgreiðendur á Íslandi.
Fyrirtækin, fjármagnstekjufólkið og atvinnurekendur greiða sáralitla skatta.
Það verða einnig erlendir aðilar sem byggja upp slíka vegagerð en ekki íslensk fyrirtæki með íslendinga við störf.
Það yrðu því þrælar frá erlendum starfsmannaleigum sem bæru hitan og þungan af vinnunni.
Sundabraut vekur áhuga fjárfesta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.5.2017 | 18:29
Enn er reynt að fara gegn vilja þjóðarinnar
- Hvað eftir annað hefur verið kannað af víninnflytjendum hvort ekki megi breyta lögum um sölu á áfengi.
Samkvæmt þeirra hugmyndum um að samfélags fyrirtæki komi ekki nærri alkóhól sölu.
Alltaf hefur þjóðin sagt sína skýru skoðun sem er að vera algjörlega á móti meira frjálsræði í sölu víns.
En hin þægu þý heildsalanna í gamla valdaflokknum hafa hvað eftir annað reynt að taka vínsölumál á dagskrá Alþingis.
Unga fólkið í heildsalaflokknum reyndi nú fyrir helgi að fara á bak við samnefndarmenn sína í allsherjanefnd.
Pöbbaflokkurinn er auðvitað innilega sammála.
Enda með lepp fyrir vinstra auga.
Viðhorf þessa fólks eru orðin ansi lúin og komin frá gömlum tímum, eldgömul sjónarmið íhaldsmanna og frjálshyggjufólks.
Ekki er tekið tillit til lýðheilsu sjónarmiða þjóðarinnar. Þótt samtök kaupmanna vilji þetta háttarlag er alveg víst að verkalýðshreyfingin er á móti.
Sópa sannleikanum undir teppið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.5.2017 | 11:56
Allir flokkar eru sammála þessu.
- Auðvitað eru allir stjórnmálaflokkar í borginni sammála um það, að vilja leggja á skattgreiðendur lágmarksútsvar
* - En mikilvægt er að tekjustofnar dugi fyrir úgjöldum borgarinnar.
Það væri auðvitað hægt að lækka útsvarið ef allir íbúar borgarinnar greiddu útsvar hafi þeir tekjur yfir persónuafslætti. Taka skal fram að allir njóta persónuafsláttar .
T.a.m. greiða þeir sem lifa á fjármagnstekjum einum saman ekki útsvar. Langflestir eigendur atvinnufyrirtækja í einkaeign greiða lítil sem engin útsvör.
Öllum er ljóst,að þetta er bara ódýrt kosningabrellu útspil hjá Sjálfstæðisflokki sem hann myndi aldrei standa við komist flokkurinn til áhrifa.
Hann yrði einnig að svara því hvar hann myndi skera niður í kostnaði á móti. Þessi flokkur hefur aldrei staðið sig í efnahagsstjórnun.
Vilja lágmarksútsvar í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)