Færsluflokkur: Dægurmál

Hækkun á virðisaukaskatti á landbúnaðarvörum ætti að þýða minnkandi styrki til landbúnaðar.

  • Það er auðvitað launafólk sem styrkir landbúnaðarframleiðsluna á Íslandi. Það gera ekki aðrir
 
Árin 2011 til 2013 kostaði mjólk á bændaverði neytendur og íslenska ríkið 15,5 milljarða króna…
KJARNINN.IS
  • Þetta er ansi stór sannleikur en hann skautar samt fram hjá mikilvægum punkti sem er, að niðurgreiðsla á íslenskri landbúnaðarvöru er ekki til að styrkja almenning og hefur aldrei gert það.
    *
  • Hann til að halda niðri verðlagi á íslenskum landbúnaðarvörum og er því styrkur til bænda. 
  • Allar slíkar fullyrðingar er óeðlilegur áróður ættaður frá bændasamtökunum. Menn mega ekki gleyma því að það er fyrst og fremst launafólk sem niðurgreiðir landbúnaðarvörur t.d. tekjuskatti og launasköttum á Íslandi.

    Slíkir skattar eru greiddir af brúttótekjum launafólks + útsvar sem bændur greiða ekki eða önnur fyrirtæki.

    En eðlilegt er að geta þess, að með því að hækka virðisaukaskattinn á landbúnaðarvörum minnka styrkirnir til bænda sem beinar greiðslur nema annað komi til.

    Verði tollar á innfluttum landbúnaðarvörum lækkaðir mun það eitt og sér ekki lækka verð á innfluttum landbúnaðarvörum, nema að tollar séu óeðlilega háir. 

    Verð á erlendum landbúnaðarvörum á Íslandi stýrist fyrst og fremst á verði íslensku vörunnar og á gæðum hennar.


mbl.is Tollar af mjólkurvörum lækki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er mikið fagnaðarefni

  • Nú koma fyrstu frumvörpin fram um gjaldeyrismálin og það er rétt sem einhver segir hér í athugasemdum að allir forystumenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi munu sjá eigin fingraför á þessari vinnu og þakka sér fyrir að eiga hlut í gerð þessara frumvarpa.
    *
  • Enda er það eðlilegt í jafn stóru máli og þetta er. Vinnan við málið hófst löngu fyrir stjórnarskiptin og núverandi ríkisstjórnin hefur staðið sig vel í málinu, að því er virðist við fyrstu sýn.

Katrín bendir á ósamræmi í ræðum forsætisráðherra og fjármálaráðherra

Áætlun um losun hafta var kynnt á blaðamannafundi í Hörpu í hádeginu. Byggir á aðgerðaáætlun frá 2011. Gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi og seinagang.

 
Áslaug Karen Jóhannsdóttir
aslaug@stundin.i

mbl.is Lækkar skuldir ríkissjóðs um 30%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið álfa grei á Alþingi

  • Er e.t.v. að átta sig á því að forystumenn opinberra starfsmanna sem eru í verkfalli gagnvart sínum atvinnurekenda, sem er ríkisstjórn Íslands eiga í pólitískri baráttu. 

Líklega heldur þingmaðurinn að ríkisstjórnin sé ekki í pólitískum aðgerðum þegar hún neitar háskólagengnu starfsfólki ríkisins um eðlilegar viðræður um kaup og kjör.

Ætlast þingmaðurinn til að þetta fólk sem eru starfmenn þjóðarinnar taki bara við tilskipunum svona rétt eins og Ísland væri einræðisríki.

Ríkisstjórnin ber ábyrgð á þessari stöðu ekki síður en starfsmenn ríkisins og raunar enn meiri ábyrgð.

Ríkisstjórnin hefur í raun framselt samtökum atvinnurekenda umboð sitt til að ráða því hvað ríkisstarfsmönnum er boðið í laun.

Þetta er því miður ekkert nýtt undir sólinni. Því flokkur þingmannsins hefur haldið uppi svona vinnubrögðum um áratugaskeið og nokkur verkalýðsfélög hafa tekið þátt í leiknum.

  • Mér finnst blessaður maðurinn vera veruleikafirrtur.

Auðvitað skilur hann ekki að endalaus miðstýring í kjaramálum gengur ekki upp áratugum saman.  Það kemur að endalokum þess fyrir rest.  


mbl.is Segir verkalýðsforystuna í pólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmi um pólitísk bellibrögð

  • Þetta er auðvitað bara upprifjun á staðreyndum.
    *
  • Þar fyrir utan er ekki einu sinni arður af orkusölu til þessara fyrirtækja. Ákveðnir stjórnmálamenn með Sigmund Davíð í fararbroddi.


Fjölmargir hagfræðingar sem ekki eru á spena hjá ýmsum hagsmunasamtökum hafa margoft bent á þá staðreynd að íslenskar virkjanir skila tæpast arði. 

Tvö alþjóðleg stórfyrirtæki hér á landi, Alcoa og Norðurál, borga litla sem enga tekjuskatta hér á landi, þar sem þau skulda systurfélögum sínum erlendis hundruð milljarða króna. Fyrirkomulagið er alþekkt erlendis, en lög hér á landi gera þessa aðferð við að lækka...
RUV.IS

mbl.is Pólitísk bellibrögð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrar orðnir pólitískir flóttamenn

Morgunblaðið er í miklum vanda með sína menn

  • Blaðið á í vandræðum með að segja frá afrekum ráðherranna í ríkisstjórninni því sumir eru í endalausu klúðri
  • Ólíkar eru athafnir ráðherranna þótt báðar séu þær heldur ógeðfeldar. Annar vill færa ríkisstofnanir með valdi frá Reykjavíkursvæðinu. Á meðan hinn vill færa mikilvægar stofnanir frá landsbyggðinni til Reykjavíkur.

Sjávarútvegsráðherrann réðist með oforsi á starfsmenn fiskistofu í byrjun síns starfsferils og tilkynnti starfsfólki að stofnunin yrði flutt til Akureyrar innan árs með manni og mús.

Starfsfólk tók upp varnir enda engin lög sem heimila þessi fantalegu vinnubrögð sem líktust einna helst vinnubrögðum einræðisherra í einhverju einræðisríkinu.


Nú hefur þessi ráðherra gefist upp að sinni, en vinur hans forsætisráðherrann er að reyna að fá samþykkt lagafrumvarp sem á að gefa ráðherrum frelsi til að færa allar þær stofnanir sem undir hann heyra, hvert á land sem hann vill.

Almennt eru íslendingar hlynntir því að opinberar stofnanir dreifist um landið en ekki að slíkt sé gert í einhverju gerræðiskasti ráðherra hverju sinni.

Nú kemur skólamálaráðherrann fram sviðið og skýrir frá nýjum valdsboðum af hans hálfu. En strax eru komnar einhverjar vomur á hann


Hann hefur gefist upp á því geræði sínu að ætla að leggja niður fjölda framhaldsskóla á Norðurlandi og að sameina þá í einn skóla á Akureyri. Nú hefur hann hrakist frá þessari ætlun sinni sem betur fer.

Þá hafði ráðherrann ætlað að loka framhaldsskólum fyrir nemendum eldri en 25 ára sem voru á bóknáms-brautum. ASÍ troð þessari áætlun ráðherrans ofan í kok á karli sem hefur lofað því í tengslum við kjarasamninganna að draga til baka allar áætlanir í þessa veru.

Nýjasta geræðishugmynd ráðherrans gengur út á það, að allt framhaldsnám í tónlistarsviðinu verði aflagt á landsbyggðinni og fært til Reykjavíkur.

Þ.e.a.s. hann vill færa alla slíkar skólastofnanir til höfuðborgarinnar svo kostnaðurinn færist til nemenda og foreldra þeirra. Afleiðingar verða auðvitað að fjölmörg landsbyggðar ungmenni geta ekki sótt tónlistanám.

Þetta á ekki að koma neinum á óvart, en fyrir nokkrum árum byrjaðu ráðamenn Sjálfstæðisflokksins að einka-væða allt iðnnám í landinu.

Frá þessum fasisku hugmyndum eignalausa ráðherrans segir bæði á forsíðu Fréttablaðsins í dag og í kvöldfréttum RÚV.

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, segir koma til greina að ríkið veiti einum tónskóla á höfuðborgarsvæðinu fjármuni til að bjóða upp á tónlistarnám á framhaldsskólastigi.
RUV.IS

mbl.is Engar ákvarðanir teknar um tónlistarnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki eitthvað vantalið hér á þessum bæ?

  • Í þessari frétt segir frá efni sem fram kom á aðal­fundi Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum sem hald­inn var á þriðju­dag en fyr­ir­tækið lét KPMG reikna út skatta­spor fyr­ir­tæk­is­ins.
    *
  • Fyrirtækið er hér að telja upp framlag starfsfólksins til opinberra aðila og lífeyrissjóða sem einnig eru skattpeningar í raun. En stórum hluta af greiðslum launafólks er greinilega sleppt.
    *
  • Fyrirtækin telja sig greiða skatta sem kölluð eru launatengd gjöld (Tryggingagjöld og mótframlag vegna lífeyrissjóðagreiðslna) sem eru hvoru tveggja skattar sem launafólk greiðir. 

Mér sýnist þetta vera mjög vantalið, því það sem sagt er vera framlag fyrirtækjanna í lífeyrissjóðagreiðslunum eru umsamdar greiðslur launafólks í sjóðina. Eigendur fyrirtækjanna greiða ekki þessar greiðslur þó þeir standi skil á þeim. 

M.ö.o. umsamdar greiðslur í lífeyrissjóðina samkvæmt kjarasamningum. Samtals 12,5% að lágmarki. Umsamið er hvernig greiðslunum er skilað, samningar sem fá bakstoð í lögum.

Þá eru það launatengdu gjöldin sem kölluð hafa verið Tryggingagjöld ekki inni í þessari mynd. Þau gjöld eru einnig skattagreiðslur starfsfólksins en ekki eigenda fyrirtækjanna. 

Rétt skal vera rétt.

Þetta eru samtals afar háir skattar til viðbótar þeim beinu sköttum sem launamenn greiða sem eru að lágmarki um 37% af launum.

Það versta við þessa skatta launatengd gjöld og greiðslurnar í lífeyrissjóðinar eru flatir skattar rétt eins og útsvarsgreiðslurnar.


mbl.is Drjúgt framlag starfsmanna VSV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær grein Seingríms J Sigfússonar

  • Steingrímur hefur verið að senda frá sér frábæra og hárbeitta pistla að undanförnu.

Íhaldinu í báðum stjórnarflokkunum svíður undan þessum greinum og hefur nú skipulagt áróðursstríð gegn Steingrími þar sem fram koma svívirðilegar ásakanir.

Steingrímur segir:
,,Sögðum við ekki, öll sem eitt, á árunum fyrst eftir hrun að ein ríkasta skyldan við okkur sjálf og framtíðina væri að gera allt sem í okkar valdi stæði til að fyrirbyggja að slíkar efnahagslegar og félagslegar hamfarir af manna völdum gætu nokkurn tímann endurtekið sig? Jú, mig minnir það".

og einnig:

,,Frekari bati í afkomu ríkisins er því að stöðvast og verða að engu í höndum hinna reynslulitlu kyndara í Stjórnarráðinu".

síðan:
,,Það er ekki kviknað í, en eldsmaturinn er víða, og spurning hvort núverandi ráðamönnum okkar sé treystandi fyrir eldspýtunum. Um það hef ég miklar og vaxandi efasemdir eins og reyndar sístækkandi meirihluti þjóðarinnar ef marka má skoðanakannanir".

Það er ekki kviknað í, en eldsmaturinn er víða og spurning hvort núverandi ráðamönnum sé…
KJARNINN.IS

mbl.is Bankar seldir í flýti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðstýringin í kjaramálum hefur beðið skipbrot.

  • Samningsfrelsi launamanna hefur í raun verið afnumið á Íslandi er þýðir á mannamáli, að stjórnarskrárvarin mannréttindi launafólks hafa verið gerð að engu.

Það er auðvitað siðlaust, þegar annar samningsaðilinn getur bara sett lög á hinn aðilann. Slík staða býður ekki upp á jafnræði samningsaðila sem er auðvitað grundvallar krafa í lýðræðisríki.

Það er ljóst að skapa verður nýjar reglur um hvernig unnið er úr slíkum krísum þegar opinberir starfsmenn geta ekki náð eðlilegum kjarasamningum við sinn atvinnurekenda. Verkfallsvopnið er gert óvirkt.

Ekki er gott að segja hvernig skuli vinna úr slíku, hugsanlegt er að það verði einhver úrskurðaraðili sem ákveður hver laun skuli verða í slíkri starfsgrein þegar verkfall hefur staðið í ákveðinn tíma. 

Skipun manna í slíka nefnd verður að gæta þess að jafnræði ríki milli samningsaðila með odda manni sem á engan hátt tengist samningsaðilum og eða stjórnmálaöflum í landinu.

Slíkur tími mætti þá ekki verða lengri en 6 mánuðir og samningar lausir um leið og slíkur tími er liðinn ef aðilar hafa þá ekki náð samningum.  Einnig verði þá að vera reglur um hvaða viðmið skuli vera til viðmiðunar þegar launataxtar eru ákveðnir.  

  • Eitt er víst, að annar samningsaðilinn má ekki hagnast á störfum slíkrar nefndar.

mbl.is Útilokar ekki lög á verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú eru síðustu hálmstráin gripin

  • Mogginn tekur auðvitað alltaf þátt í því, að reyna að sverta Steingrím J Sigfússon, eins og blaðið hefur lengi reynt.
    *
  • Blaðinu finnst þetta auðvitað flott tækifæri til þess arna þar sem fram koma heimildarmenn.
  • *
  • Blaðið hefur ekki alltaf slík þæg þý til að leita til, í áróðri sínum. 

Ekki veit ég hvað hefur farið fram á þingflokksfundum VG, eitt er þó 100% víst að til þess að eitthvað geti orðið að lögum er ekki nauðsynlegt að málið hafi verið tekið fyrir á þingflokksfundum VG.

 

Einkum eftir að þingflokkurinn var klofinn í herðar niður. Þá dugði það ráðherrum flokksins að tryggja meirihluta á Alþingi fyrir lagasetningum og var meirihluti þingflokksins auðvitað með í ráðum.

Menn skulu muna, að þrátt fyrir klofningin hélt ríkisstjórnin velli allt kjörtímabilið. Það sárnaði auðvitað þessu klofningsliði mest.

Það hefur mörgum sinnum komið fram í fjölmiðlum og af hendi Bankasýslunnar að þegar ríkissjóður losaði sig við verðlausan eignarhlut sinn í þessum bönkum til slitabúanna hafi verið fyrir hendi lög sem heimiluðu það.

Það hafði einnig komið fram og marg rætt að ríkissjóður hafði ekki bolmagn til þess að halda öllum þessum þrotabúum í sinni hendi.

Sannleikurinn var alveg ljós, það var ekki á íslenska skattgreiðendur leggjandi sem eru fyrst fremst launamenn að taka á sig slíkar birðar til viðbótar öllu öðru til að halda í alla þessa banka.

Mér er spurn: Þá fyrir hverja? Það er alveg morgunljóst að það hefði ekki verið til að vernda hagsmuni almennings.

Því áttu þeir að gera það? Þetta voru einkabankar. Þeir hefðu átt að öllu eðlilegu að fara strax í þrot.  

Því miður, þessir nefndu þingmenn reyndust óhæfir og þreklausir að mínu mati þegar á reyndi. Höfðu reyndar mjög ólík sjónarmið í mjög mörgum málum en venjulegir vinstrimenn. Enn er þetta klofningslið að reyna að réttlæta gjörðir sínar. Að mínu mati hefði verið betra að þetta fólk hefði aldrei verið kosið á þing.

Þetta mál hefur svo sannarlega verið rannsakað af áhugamönnum þar um. Þá hefur bankasýslan gefið út skýrslu um þetta mál er væntanlega byggir á ýtarlegri rannsókn. E.t.v. er eðlilegt að það verði rannsakað enn frekar af viðurkenndum aðilum. 


mbl.is Segir Steingrím hafa „leikið einleik“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svarti bletturinn á þessum hugmyndum eru neikvæð áhrif hans á bótagreiðslur

  • Samið er um að í lok samnings verði ekki leyfilegt að greiða lægri laun en kr 300 þúsund á mánuði. Það er í góðu lagi og fagnaðarefni út af fyrir sig. 
    *
  • Væntanlega verður þá samið í þessum anda fyrir þá sem eru í hlutastarfi. 
    *
  • Það er mjög alvarlegur galli á þessum samningshugmyndum, sem er að áfram verða auglýstir launataxtar í kjarasamningum sem eru langtum lægri en þetta lágmarkslaunaákvæði segir til um.

 

  • Þannig hefur samtökum atvinnurekenda í samstarfi við sinn pólitíska arm tekist að halda við lýði launaflokkum sem eiga að halda niðri öllum bótagreiðslum sem fara í gegnum Tryggingastofnun.
  •  
  • Flóabandalagið hefur um áraraðir ásamt VR tekið þátt í þessum leik og hann hefur einnig áhrif á laun opinberra starfsmann

mbl.is Samningar háðir kaupmáttaraukningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband