Færsluflokkur: Dægurmál
23.8.2013 | 18:44
Þetta er leið ósátta og ófriðar
- Vissulega getur það verið góð hugmynd að stofna efnahagsráð en það er ekki sama hvernig það er skipað
En þessi skipan á fólki til þessa verkefnis fer alvarlega á skjön við framsetningu Bjarna um að hann vildi stofna til þjóðarsáttar um efnahagsmál. Allt kemur þetta fólk úr ranni Sjálfastæðisflokksins og eru raunar fulltrúar fyrir mjög róttækar hægri sjónarmið.
Þá hlýtur það að vekja athygli að tveir aðilar í þessum hópi, Guðrún fyrrum vara-þingmaður flokksins og Orri eru í raun fulltrúar fyrir samtök atvinnurekenda. Þá hefur Ragnar Árnason verið helsti talsmaður fyrir hörðustu sérgæskustefnu LÍÚ í sjávarútvegsmálum.
- Þessi skipan getur tæplega talist vera til þess fallin til að skapa sátt í samfélaginu.
![]() |
Fjármálaráðherra stofnar efnahagsráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.8.2013 | 19:24
Þetta eru auðvitað slæm vinnubrögð, ef satt er.
- Ég verð þó að viðurkenna að ég trúi fáu af því sem Guðlaugur Þór segir og man ekki hverjar þessar spurningar voru.
- .
- Sennilegt finnst mér að þær hafi verið álíka gáfuegar og málefnalegar eins og margt það sem stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokksins lét frá sér fara á síðasta kjörtímabili.
- .
- En Guðlaugur Þór stóð í stórframleiðslu á bull spurningum og RÚV var stanslaust að flytja fréttir af fyrirspurnum frá þingmanninum, á færibandi.

- En það eru allir óánægðir með RÚV. Vinstri mönnum finnst miðillinn sinn fyrst og fremst hampa hægri mönnum og hægri mönnum finnst RÚV bara sinna vinstri mönnum.
En Guðlaugur Þór hefur verið spurðum um eitt og annað og sjaldnast svarað. Dæmi eru spurningar um tengsl hans við hagsmunaaðila varðandi Orkuveituna og ævitýrið um REI.
Þá hefur Guðlaugur Þór aldrei svarað spurningum um, hverjir lögðu í kosninga-sjóði hans fyrir kosningarnar 2007. En stuðningsmenn hans létu honum í té 25 milljónir króna. Það er mjög mikilvægt að þessi þingmaður upplýsi þjóðina um hverjir það eru sem hafa kostað hans kosningabaráttu.
Eðlilegum spurningum um hvort Guðlaugur Þór sé að einhverju leiti háður slíkum styrktaraðilum. Eða hvort hann hafi þannig selt sálu sína.
- Nú keppast moggadindlar við að auglýsa, að RÚV sé til sölu.
. - Oft hafa þingmenn verið til sölu.
. - Hvað ætli margir núverandi alþingismenn hafi þegar verið keyptir og eða hafa verið seldir?
![]() |
Þykir svarleysið ekki fréttnæmt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.8.2013 | 17:16
Fráleitur málflutningur eigenda hópferðabíla
- Opinbert fé er ekki notað til að styrkja Strætó, heldur eru sveitarfélögin styrkt til að efla samgöngur í þágu íbúa sinna. Þetta er gert samkvæmt ströngum skilyrðum og samningum sem sveitarfélögin þurfa að gera.
- .
- M.ö.o. styrkurinn er veittur fólkinu í landinu, sem einskonar afsláttur af sköttum. Eitt er alveg ljóst, að Strætó fitnar ekkert vegna þessara peninga.

Opinbert fé er ekki notað til að styrkja Strætó, heldur eru sveitarfélögin styrkt til að efla samgöngur í þágu íbúa sinna. M.ö.o. styrkurinn er veittur fólkinu í landinu, einskonar afsláttur af sköttum. Eitt er alveg ljóst, að Strætó fitnar ekkert vegna þessara peninga.
Rétt eins og það er ekki innheimtur virðisaukaskattur vegna fargjalda, þegar fólk borgar fyrir fargjöld innanlands. Það dettur engum í hug að segja það, að það sé styrkur til rútufyrirtækja. Þrátt fyrir þá staðreynd hafa fargjöld á Íslandi í almenningsfarartækjum verið mjög há miðað við laun venjulegra launamanna og einnig miðað við fargjöld í Evrópu almennt.
Í flestum löndum Evrópu eru almenningssamgöngur hluti af þjónustu ríkis- og sveitarfélaga og það var löngu kominn tími á það að slíkt fyrirkomulag væri þróað á Íslandi.
Rétt er að benda á þá staðreynd að hópferðafyrirtæki hafa greidd mjög lág gjöld fyrir að aka um vegi landsins. Uppbygging vegakerfisins er félagsleg aðgerð og ekki hugsuð til að styrkja einkafyrirtæki. Stórir bílar slíta vegunum margfalt við smábíla einkum þó flutningabílar.
Það er mikilvægt að styrkja fólk á landsbyggðinni með þessum hætti, rétt eins og sveitarfélögin styrkja rekstur almenningsfarartækja á höfuðborgarsvæðinu. Flugið nýtur einnig mikilla styrkja þótt flugfélögin þurfi að greiða lítilsháttar skatta.
![]() |
Segja Strætó njóta ólögmætrar ríkisaðstoðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.8.2013 | 21:44
Gengisfall núverandi ríkisstjórnar
- Var raunar fyrirsjánleg, því ekki lifir ríkisstjórn á loftinu einu saman.
Fallið er þegar raunverulegt og er nú komið niður fyrir kjörfylgi stjórnarflokkanna og hveitibrauðsdagar stjórnarinnar eru vart liðnir. Flokkarnir eru þegar ósáttir í ESB-málum.
Hætt er við að fylgi ríkisstjórnarinna eigi eftir að falla verulega þegar um næstu áramót ef loforðin sem þessir flokkar lofuðu kosningunum koma ekki upp úr hattinum.
Þá eru einræðistilburðir ýmissa ráðherra þegar orðnir áberandi sem minna óneitanlega í fyrri samstjórnar-tímabil þessara gömlu valdaflokka. Hrokinn leynir sér ekki og útúrsnúningar eru þegar algengir, auk þess sem leikrænir tilburðir formanns fjárlaganefndar fara þegar mjög fyrir brjóstið á ráðherrum og þing-mönnum Sjálfstæðisflokksins og pirrar raunar einnig samflokksmenn hennar. Slíkar kúnstir eru mjög óvinsælar á Íslandi nútímans.
Það er eftirtektarvert að vegur VG virðist fara nokkuð vaxandi samkvæmt þessari könnun MMR, en það er vart treystandi könnunum þessa aðila sem hefur valið sér sérstæða leið til að mæla fylgi stjórnmálaflokka.
Að vísu er þetta svipuð niðurstaða og hjá öðrum aðilum. Fylgi VG hefur farið vaxandi allar götur frá því Katrín Jakopsdóttir var kosinn formaður sem góð þróun fyrir flokkinn. Hún stóð sig vel í kosningabaráttunni og var algjörlega málefnaleg og er enn.
Það sama verður ekki sagt um formann Samfylkingarinnar sem stóð sig fremur illa og ótrúlega þvoglumæltur og átti erfitt með að útfæra stefnu síns flokks fyrir kosningarnar. Nú virðist einhver örvænting hafa gripið Árna Pál.
Spurningar Árna Páls til utanríkisráðherrans eiga ekki eftir að verða honum til vegsauka. Gunnar Bragi getur í raun hunsað þessar spurningar nú og vísað þeim til utanríkismálanefndar og boðist til að mæta þar til fundar eftir fríið. Jafnframt getur hann sagt að svörin við þessum spurningum séu þegar komin fram.
![]() |
Tæpur helmingur styður stjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2013 | 17:40
Útsmoginn áróður Moggadrengja
Allar götur frá 1960 hef ég fylgst með stjórnmálum þótt ekki hafi ég verið þátttakandi í stjórnmálaflokkum allan þennan tíma.
Allt þetta tímabil sem er býsna langur hefur Morgunblaðið lagt ríkisútvarpið í einelti fyrir það eitt að flytja fréttir sem ekki eru ritstýrðar af flokkspólitískum sjónarmiðum Sjálfstæðisflokksins eða af samtökum atvinnurekenda.
Þá var þess einnig gætt að ekki mátti auglýsa fundi hjá verkalýðshreyfingunni ef félagsmenn væru hvattir til að mæta. Það voru auðvitað helstu valdaflokkar Íslands sem þessu stjórnuðu og vildu hafa puttana í öllu sem heyrðist í útvarpi.
Allir þeir sem ekki segja umyrðalaust já við stefnu Morgunblaðsins og Sjálfstæðis-flokksins eru og voru andstæðingar flokksins. Þetta er bara staðreynd og jafnvel fólk sem ekki aðhyllis neina sérstaka stjórnmálastefnu eru einnig andstæðingar flokksins.
Nú er svo komið að RÚV er eini fjölmiðillinn sem hægt að treysta fyrir óbjöguðum hlutlausum fréttaflutningi. Fréttaflutningi sem almenningur getur treyst. Sjálfstæðis-flokkurinn ræður einfaldlega yfir öllum öðrum fjölmiðlum nema e.t.v. DV.
Það er fullkomlega eðlilegt að ef einhver ber lygar upp á einhvern fréttamann að fréttamaðurinn geti borið hönd yfir höfuð sér og taki upp varnir. Það er bara eðlilegt að það sé gert fyrir dómsstólum ef málið er ekki leyst á annan hátt.
![]() |
Segir fréttamann RÚV hóta sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.8.2013 | 16:03
Algjörlega ómissandi þingmaður
- Það yrði alvarlegt áfall að missa Vigdísi úr áhrifa- verkefnum á Alþingi.
. - Nóg var það slæmt að flokkur hennar treysti henni ekki til að verða ráðherra frekar en öðrum Reykvíkingum.
. - Hún setur lit á pólitískar umræður.

Það er óskiljanlegt, að almenningur skuli ekki vilja að farið sé í það þarfa verkefni að reyna enn frekar að spara hjá hinu opinbera. Síðasta ríkisstjórn eyddi mikilli orku í sparnaðaraðgerðir og það er ekki nema sjálfsagt að slíku starfi sé haldið áfram.
Við sem erum ekki stuðningsmenn þessarar ríkisstjórnar bindum miklar vonir við Vigdísi. Það er þegar komin veruleg þreyta hjá sumum sem verða umbera eitt og annað sem hún segir.
Ég hef þegar sent sparnaðarnefndinni nokkrar tillögur og þær eru með þessum hætti:
- fækka ráðherrum í 8 strax.
- Leggja niður alla styrki til einstakra atvinnugreina
- Að hafa eitt skattstig í virðisaukaskatti og engar greinar verði undanþegnar skilum á slíkum skatti t.d. 15%
- Að allir aðilar greiði tekjuskatt bæði einstaklingar og lögaðilar eftir sömu álagningareglu að frádregnum persónuafslætti.
- Að allir skattgreiðendur bæði einstaklingar og lögaðilar greiði skatt samkvæmt brútto tekjum.
- Að dregið verði um framkvæmdum Landsvirkjunar og að fyrirtækið greiði fullan tekjuskatta af bróttotekjum.
- Að allir styrkir verði aflagðir til fjölmiðla
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2013 | 20:26
Flottur og heilsteyptur persónuleiki
Ég efast ekki um að Hörður Björgvin Magnússon á eftir að standa sig vel í framtíðinni sem knattspyrnumaður enda yfirvegaður að eðlisfari. Heiðarlegur og framsækinn.
![]() |
Hörður: Rifja upp gamla takta úr Fram-liðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 15.8.2013 kl. 07:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.8.2013 | 21:12
Vissulega er nú nauð á hólnum eins og oft áður.
- Tómahljóðið í pistli Þorsteins Pálssonar er ekki óvenjulegt að þessu sinni. Til að skilja skrif hans verður að átta sig á þeirri staðreynd, að þar skrifar fyrrum framkvæmdastjóri samtaka atvinnurekenda. VSÍ eins og þau samtök voru nefnd í þá daga . En einnig fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra.
. - VSÍ voru heildarsamtök manna sem voru svo góðhjartaðir og fórnfúsir að veita mönnum þann munað að fá að vinna fyrir sér á hæfilegum launum að þeim fannst. En þeir bundust samtökum að halda niðri launum starfandi fólks á Íslandi.
. - Þorsteinn Pálsson
Tómt stundaglas Kögunarhóllinn
Hann eins og gamlir félagar hans í samtökum atvinnurekenda líta á lífeyrissjóðina sem fjáfestingalánasjóð og hugsa til hans með þeim hætti. Þessir aðilar gera allt sem þeir geta til að halda í þetta frjálshyggjukerfi sem ver verulega á skjön við hagsmuni launamanna.
Það er löngu orðin staðreynd að núverandi lífeyrissjóðakerfi gengur ekki upp og það er fyrirkomulag sem var þröngvað upp á launamenn með valdboði fyrrum átrúnaðargoðs Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar.
- ASÍ bað aldrei um þetta fyrirkomulag, ASÍ gerði eðlilegar kröfur um eftirlaunakerfi af norrænni fyrirmynd sem er gegnumstreymiskerfi.
- Það er ljóst, að það stefnir óðfluga í það, að fimmti hver vinnudagur launamanna renni í þessa frjálshyggjuhít.
- Það eru ansi háar tryggingagreiðslur og það er kerfi sem elur á misrétti í landinu.
Það er reyndar staðreynd að ríkissjóður styrkir þetta eftirlaunakerfi því það er í raun ónýtt og það eru hrein ósannindi að atvinnurekendur beri einhverja ábyrgð á þessum sjóðum. Það eru alfarið launamenn sem greiða í sjóðina með beinum greiðslum og vinnuframlagi. Allt samkvæmt kjarasamningum.
Það að gefa það í skyn að launamenn sjálfir geti ekki annast þessa sjóði er auðvita hrein ósvífni. Atvinnrekendur og þeirra fulltrúar hafa ekki reynst þessum sjóðum sérlega vel.
Varðandi B-hluta lífeyrissjóðs, að þá hafa opinberir starfsmenn ynnt af hendi allar greiðslur í sjóðinn en ríkisvaldið hefur frá því að núverandi kerfi var tekið svikist um að standa skil á umsömdum greiðslum í sjóðinn.
Það er mjög ómaklegt að ásaka síðustu ríkisstjórn um að hafa ekki bjargað málunum, stjórn sem tók við gjaldþrotabúi ríkissjóðs og hruni eftir viðskilnað Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn í 18 ár. Þessar breytingar voru gerðar í valdatíð Davíðs Oddssonar og hann trassaði það að standa í skilum alla sína tíð.
Rétt skal vera rétt. Það er lágmarkskrafa að sannleikurinn sé sagður í þessu máli.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2013 | 15:06
Verulegur árangur nokkura einstaklinga
- Er hafa verið í réttlætisstríði við herveldið undanfarin ár.
Bandaríska herveldið er að byrja að láta undan gríðarlegum þrýstingu frá umheiminum vegna persónunjósna þess er snýr að allri heimbyggðinni.
Sjálfur friðarhöfðinginn, Barack Obama Bandaríkjaforseti boðaði til blaðamannafundar í Hvíta húsinu í kvöld þar sem hann hét því að gerðar yrðu viðeigandi endurbætur á umdeildum eftirlitskerfum bandarískra yfirvalda. Hann sagði að slegnir yrðu frekari varnaglar gegn misnotkun á eftirlitinu, sem sumir kalla persónunjósnir. (Mbl)
Þetta er að gerast fyrir tilverknað Bradleys Mannings, Wekileaks og síðan Edward Snowden.
Þetta er vonandi bara rétt byrjunin, almenningur í Bandaríkjunum er byrjaður að snúast gegn stórnvöldum í þessum málum og einnig víðvegar um heiminn. Ímynd Bandaríkjanna hefur skaðast mjög alvarlega.
![]() |
Obama heitir bót og betrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2013 | 20:20
Í september fáum við að vita hvernig á að aflétta höftunum
- Samkvæmt kosningaloforði Framsóknarflokksins
- .
- Spurningin er, hvernig Sigmundur Davíð ætlar að gera það án þess að það bitni á launamönnum einvörðungu.

Jafnframt vara þær við boðuðum ætlunum ríkistjórnar þeirra silfuskeiðunga sem ætla að hygla yfirstéttar elítunni og stórskuldugri millistétt landsins.
Stjórnmálamenn mega ekki ljúga"
Niðurskurður á óþægindum
![]() |
AGS leggst gegn skuldaniðurfellingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)