Færsluflokkur: Dægurmál

Meðvirkni hjá lögreglu??

  •  Nú eins og jafnan áður sýnir lögreglan af sér mikla meðvirkni þegar hún segir frá atburðum þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgar.  
  • .
  • Eða eins og segir í hér í fyrirsögn fréttarinnar.
    ---„Engin stórmál á þjóðhátíð“---
     

Þó er alveg víst að mikil drykkja var á þessari skemmtun og drykkjulæti, þá voru númeraplötur teknar af 18 bílum, 45 fíkniefnamál  auk þess kynferðislegt ofbeldi.

 

Það er ekki alltaf allt glæsilegt í Reykjavík um helgarnætur en ef sambærilegir hlutir gerðust í borginni væri ekki verið að skafa af því með því að gera lítið úr alvarlegum afbrotum. Til þessa hafa fíkniefnabrot verið talin alvarleg og í fréttum af þeim hefur ekki tíðkast að ræða um mismikil brot í þessum efnum.

Það er auðvitað löngu kominn tími til þess, að fá utanað komandi lögreglumenn t.d. frá Reykjavík til að sinna lögregluvakt á þjóðhátíð í eyjum og að jafnmargir Árnessýslu lögreglumenn kæmu til Reykjavíkur.

 A.m.k. er mikilvægt að hafa breytilega hópa lögreglumanna til að sinna hátíðum sem þessum. Því árlegur fréttaflutningur lögreglumanna af t.d. þjóðhátíð í eyjum ber þess greinilega merki að þarna sé um einhver hagsmunamál að ræða hjá lögreglumönnum.  Þ.e.a.s. að líkindi séu að þeir lögreglumenn sem eru jákvæðir gagnvart því sem raunverulega gerist fá frekar þessa aukavinnu en aðrir.


mbl.is Engin stórmál á Þjóðhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona viðbrögð geta ekki komið á óvart á Íslandi

 

  • Það hefur lengi viðgengist vinavæðing í íslenskum dómstólum
    .
  • Við eigum svona Silvios Berlusconis- menn á Íslandi 

 

Íslenskir stjórnmálamenn hafa verið fundnir sekir um að brjóta íslensk lög og jafnvel sjálfa stjórnarskránna. Sumir hafa þeir fengið dóma og flokksfélagar þeirra hafa jafnvel farið í vörn fyrir þessa menn. Aðrir hafa sloppið vegna fyrningarreglna.

Aðrir hafa verið á mörkum þess að geta talist til beinna afbrotamanna vegna þess að lög hafa ekki verið afdráttarlaus um athæfi þeirra og hugsanleg brot . Ámælisvert háttarlag er látið fyrnast. Þrátt fyrir þessar staðreyndir eru menn endurkosnir og geta þess vegna orðið ráðherrar.

Þeir hafa ásakað aðra fyrir að haft þá afstöðu til þessara  hluta, að þeir hafa viljað vísa málum fyrir dómstóla og eða hafa viljað bæta lög og jafnvel stjórnarskrá svo svona hlutir geti ekki endurtekið sig.

Þetta ástand á Ítalíu er vissulega alvarleg spilling.

En svipuð spilling á sér stað á Íslandi 


mbl.is Sýna Berlusconi samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin heldur enn sjó

  • Ef marka má þjóðarpúls Gallups nýtur rísstjórnin enn 54% fylgis meðal þjóðarinnar sem er 3 prósentustigum meira fylgi en stjórnarflokkarnir fengu saman í kosningunum sem var 51,1%.
    .
  • En mikið fylgistap miðað fyrstu skoðanakönnun eða um 6 prósentustig á örstuttum tíma og áður en það er farið að reyna á ríkisstjórnina. 

Fylgi Framsóknarflokksins hefur verið að hrapa frá því stuttu fyrir kosningar sem virðist skýrast af því, að stóru loforð flokksins hafa frá þeim tíma virst vera ótrúverðug og óútskýranleg. Þessi loforð eru nánast eins og framsettar óskir flokksins með fjögurra blaða smára í hönd.

 

Lausnirnar eru afar óljósar þegar rýnt er í þær af einhverri alvöru og eru í raun þær að almennir launamenn muni bera kostnaðinn af skuldaleiðréttingum með aukinni skattbirði inn í framtíðina.

Þá hafa flestir ráðherrar Framsóknar farið illa á stað, þó einkum Sigurður Ingi Jóhannsson og Gunnar Bragi Sveinsson.

Eygló Harðardóttir nýtur enn trausts frá kjósendum sem þó stendur ekki á traustum fótum. Forsætisráðherrann er dálítið í felum og hefur skipulagt verkaskiptinguna á þann veg að óþægilegu málin lenda á öðrum ráðherrum. Samt hefur hann þegar gert nokkur alvarleg mistök.

Sjálfstæðisflokkurinn siglir sinn vana sjó og hefur ekki komið neitt á óvart í sjálfu sér.  Kristján Þór Júlíusson hefur þó verið brokkgengur og hefur sýnt að stutt er í frjálshyggjuna hjá honum.

Illugi Gunnarsson er enn mjög einbeittur og setur fram sína hægri stefnu kinnroða-laust án hiks. Ef hann hefði gamalt valdabaktjald í flokknum væri hann auðvitað formaður flokksins nú.

Hann virðist vera foringjaefni framtíðarinnar í þessum flokki ef fram fer sem horfir. Bjarni fer fram með mikilli varúð og greinilegt er að mörg blindsker eru á hans vegferð. Stelpurnar í ráðherraliði Bjarna eru greinilega til skrauts.

Flokkarnir í stjórnarandstöðu geta sjálfum sér um kennt, þeir gengu mjög sundraðir fram í þessum kosningum. Það má alveg reikna með því, að ef þetta fólk hefðu ekki tvístrast í fjölmörg flokkabrot hefði ríkisstjórnin haldið velli.

Það ættu allir að sjá nú, hversu mikil hörmung það var fyrir allann almenning í landinu, að hleypa hrunflokkunum að stjórnarráðinu á nýjan leik. Þessa daganna er stefnt að því hraðbyri að koma þjóðfélaginu í sama mót og það var 2006.   


mbl.is Ríkisstjórnin með 54% stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varla pláss fyrir almenna sundgesti í Grafarvogslaug

 

  • Þegar skólasund er í fullum gangi
    .
  • Það er ekki nýtt vandamál, borgarstjórn hefur ekki í gegnum tíðina haft áhuga á uppbyggingu sundlauga og er eftirbátur annarra sveitarfélaga í þeim efnum.

 

Nýja sundlaugin í Mosfellsbæ 

Reykjavíkurborg hefur alla tíð staðið sig illa í sundlaugarmálum breytir þá engu hvaða flokkar mynda meirihluta í borgarstjórn. Það er t.d. hörmulegt að koma á suma sundstaði borgarinnar.

Ég vil bara nefna aðbúnaðinn í Vesturbæjarlauginni. Þar er sturtu-aðstaðan hjá körlunum fyrir neðan allar hellur og getur ekki staðist reglur.  Þá er laugin sjálf til skammar.

Ástandið í Grafarvogslaug er þannig á vetrum þegar skólasund er í gangi, að þá er ekki pláss fyrir almenna sundgesti svo vel sé. Laugagestir verða oft að sæta lagi til að geta fengið að synda. Það er bara staðreynd að það vantar sundlaugar í mörg hverfi borgarinnar. Það er ekkert nýtt.

Þessi mál standa miklu betur í öllum nágrannasveitarfélögunum og einnig almennt á landsbyggðinni.  Í Mosfellsbæ eru þrjár góðar sundlaugar fyrir utan tvær minni laugar.

Það er vonandi að laugin sem á að byggja í Úlfarsárdal fari fljótt á stað og verði fljót í byggingu. Sú laug á að þjóna byggðinni undir suðurhlíðum Úfarsfells og í Grafarholti


mbl.is Fara til Mosfellsbæjar í skólasund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ármenn framtíðarinnar


  • Sem eru vakandi fyrir möguleikum síns fólks í hverju héraði fyrir sig
    .
  • Margt smátt gerir eitt stórt segir máltækið
Í eina tíð voru það vatnmyllurnar sem hrundu á stað einhverju sem kalla má iðnað er byggði á notkun véla. En sögunarmyllurnar urðu ekki aðeins undirstaða í trjáiðnaði hvers konar eða það sem kallað hefur verið húsgagnaiðnaður á Íslandi.

 

Heldur einnig í málmiðnaði með tilkomu rennibekkjanna og fleiri tækjum. Þá var það vogaraflið sem notaðð var beint til að knýja vélar í iðnaði.

Nafn sem á engan hátt getur lýst nema hluta greinarinnar. En í alþjóðlegum atvinnugreinagögnum má sjá að þessi grein skiptist í yfir 40 undirgreinar. En þær virkjanir sem Hornfirðingar eru að skoða bera vott um framfarahug og geta ef rétt er að farið skapað veruleg verðmæti er væru til sparnaðar á útlögðu fé út fyrir byggðarlagið.

Það er einnig kominn tími til þess að skoða atvinnugreinar sem áður fyrr blómstruðu á Íslandi og geta í raun staðið fyrir sínu, til að kanna það hvort þær gætu ekki sparað dýrmætan gjaldeyri landsmanna. Enn eymir eitthvað eftir af þekkingu og færni til að stunda þessar greinar t.d. fjármagnslétts iðnaðar.

Það er t.d. ömurlegt til þess að vita, að þetta unga fólk sem gefur sig út fyrir hönnun á fjölmörgum sviðum, er að byggja upp atvinnulíf í iðnaði annara landa en ekki á Íslandi.

Þetta er hinn rétti hugsunarháttur varðandi uppbyggingu á atvinnulífi eins og þeir sýna á Hornafirði. Það er hinar smáu einingar í atvinnulífi sem hafa gert lönd eins og Þýskaland og fleiri öflugustu ríki veraldar að því sem þau eru í dag.

Stóru raforkuverin sem byggð hafa verið á Íslandi undanfarna áratugi og hafa lagt erlendum fjölþjóðafyrirtækjum til allt of ódýra orku af takmarkaðri auðlind þjóðarinnar.

Það sem er skuggalegast við það er, að allir hagkvæmustu orkukostir þjóðarinnar hafa farið í hendur útlendinga og eftir situr þjóðin með miklu dýrari kosti fyrir sig. T.d. fyrir framtíðar farartæki þjóðarinnar.

Það kostar mikla peninga að flytja raforku á afskekkta staði og því hljóta þannig smávirkjanir að vera kostir sem verðir eru skoðunar. Í hugan koma t.d. Vestmannaeyjar þar sem hlýtur að vera hagkvæmur staður fyrir vindorkubúskap.

 


Gleymið ekki loforðunum

 
 
 
Það er auðvitað fráleitt að vera með þessa óþolimæði 

mbl.is Þingmaður þarf að borga 5,8 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hótanir um lög á launamenn?

  • Nú er áróðurinn hafinn hjá samtökum atvinnurekenda.

Gamli framkvæmdastjóri samtaka atvinnurekenda, Þorsteinn Pálsson er látinn ríða á vaðið með því að kalla á lög frá Alþingi um að afturkalla launahækkanir æðstu embættismanna ríkisins er taka mið af launum sambærilegra forstjóra í einkageiranum, samkvæmt lögum.


Forseti ASÍ andmælir slíku inngripi í launamál, því það getur allt eins orðið til þess að lög yrðu sett um allar breytingar á launum launafólks á vinnumarkaði næsta vetur. Margar fyrri ríkisstjórnir núverandi stjórnarflokka hafa sett slík lög á meðan Alþingi hefur verið í sumarleyfi. En hugmynd gamla íhaldsmannsins er að setja slíkum lögum nýtt nafn, eða neyðarlög.

Nú rýkur steypistöðvarprinsinn fram á vígvöllinn og segir að ekki gangi að semja um hækkun á launatöxtum launamanna sem nái 6 – 7% hækkun á launatöxtum sem eru t.d. innan við fátækramörk. Hann segir að slíkt hleypi á stað óðaverðbólgu.

Rétt eins og launamenn beri einhverja ábyrgð á verðbólgu í þessu landi umfram atvinnurekendur, sem ekki geta rekið sín fyrirtæki og hafa sett þau í þrot. Í stað þess að fjárfest sé í íslensku atvinnulífi, hafa svo nefndir eigendur fyrirtækjanna arðrænt atvinnureksturinn og hefur hann af þeim sökum verið í mikilli stöðnun og raunar afturför í áratugi.

Nú má vænta þess innan nokkurra daga komi Mogginn með sinn áróður gegn öllum launahækkunum. Það er hann vanur að gera þegar flokkur Moggans á aðild að ríkisstjórn.

Flokkurinn og samtök atvinnurekenda vilja reka samtök launamanna í þjóðarsáttarformið með lögum ef ekki vill betur. Þessir aðilar munu reka gamla blóðuga fleyginn í raðir launamanna.

Það er lítill vandi að skerða enn frekar samningsrétt samtaka íslenskra alþýðu. Það hafa þeir oft gert áður og er svo komið að réttur launamanna á Íslandi er mun rýrari en gerist í fjölmörgum löndum Evrópu.

Atvinnurekendur hafa þegar mótað launastefnuna í landinu með því að hækka laun forstjóranna og bankastjóranna í landinu. Þeir geta ekki ætlast til þess að almenningur í landinu sætti sig við eitthvað minna.

Þá hafa launamenn þurft að bera á herðum sér kostnað vegna afskrifta á þúsundum milljarða króna af atvinnurekstrinum og enn eru sömu bossarnir að stjórna fyrirtækjunum. Bossar gjaldþrota eru jafnvel í forsvari fyrir samtök atvinnurekenda og telja sig geta sagt launamönumm hvað eðlilegt sé að þeir fái í launahækkanir.

Hvað ætli hann fái í laun þessi framkvæmdastjóri samtaka atvinnurekenda?


Ekki bráðabirgðarlög, heldur neyðarlög skulu þau heita.

  • Lögin sem fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson kallar eftir. Ekki má gleyma því að hann er einnig fyrrum framkvæmdastjóri VSÍ eða samtaka atvinnurekenda á Íslandi.
    .
  • Sjálfstæðisflokkurinn og bakland hans, samtök atvinnurekenda hafa kallað eftir slíkri þjóðarsátt mánuðum saman. Það má segja, að allan þann tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í stjórnarráðinu frá 1991 frá tilkomu Davíðs Oddssonar hefur verið spiluð slík plata með ýmsum afbrigðum. 
Samið hefur verið við heildarsamtök ófaglærðra innan ASÍ og reynt hefur verið að fá sem flesta með á þeim bæ. Gerðir hafa verið samningar öll þessi ár um að halda launum fólks innan þessara samtaka sitt hvorum megin við fátækramörkin. Jafnframt gerðir samningar um að halda niðri kjörum þeirra sem verða að treysta á Tryggingarstofnun.

Öðrum var haldið úti á sífreranum í launamálum um það snérust sáttagerðirnar að aðrir fengju ekki meiri launahækkanir og samningsaðilar stóðu saman um það að berja niður aðra aðila á vinnumarkaði sem reyndu að ná frekari launabótum.

Þetta var í raun lærdómurinn af þjóðarsáttarsamningunum eftir á, eftir að Davíð Oddsson var gerður að forsætisráðherra. ASÍ taldi sig ekki hafa kost á öðru þar sem búið var að skerða samningsrétt verkalýðshreyf-ingarinnar alvarlega með lögum settum í maí 1987. Þorsteinn Pálsson á sinn þátt í þeim gjörningi. 

Það er ósatt hjá Þorsteini Pálssyni að slíkt samkomulag hafi falist í „Þjóðasáttarsamningum“ um að aðrir aðilar skuli ekki fá meiri launahækkanir heldur en fólst í þeim samningum. 

ASÍ og önnur samtök launamanna geta ekki tekið þátt í slíkum gjörningum þar sem sett eru lög á löglega gerða samninga annarra launamanna í landinu. Vandinn er sá, að yfirmenn á atvinnumarkaði njóta verðtrygginga á sínum launum þrátt fyrir að verkalýðsfélögunum sé bannað að gera slíka samninga. Gerðadómur um kjör æðstu embættismanna tekur mið af launum þeim eru viðvarandi meðal stjórnenda einkafyrirtækjanna í landinu. Slík lög eru ekki arfur frá síðustu ríkisstjórn þau eru eru miklu eldri.

Eitt stærsta glappaskot í pólitík liðins árs var ákvörðun þáverandi velferðarráðherra að hækka laun forstjóra Landspítalans. Þverstæðan í því máli er að ein og sér var ákvörðunin studd góðum og gildum rökum. Glappaskotið fólst í því að hún gaf fordæmi sem ráðherrann og ríkissjóður stóðu ráðþrota andspænis.

Ekki stóð á áróðursdeild Sjálfstæðisflokksins að gera sem mest úr því vandamáli með því m.a. að nýta sér stéttarfélög innan heilbrigðisgeirans í slaginn. Félag hjúkrunarfraæðinga hefur lengi verið fjarstýrt úr Valhöll.

Það hlaut að koma að einhverju uppgjöri

  • Nú eftir að Hanna Birna er farin
  • Það er engin ástæða til þess að ætla, að Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir fari með hreinar lygar.  

 

En almenningur hefur talið að Hanna Birna hafi í raun verið prímus mótor í öllu þessu máli. Sá orðrómur styrktist auðvitað eftir að hún reyndi svipuð bolabrögð gagnvart Bjarna Benediktssyni  fyrir síðustu kosningar.

Nú er stendur Sjálfstæðisflokkurinn frammi fyrir þeirri staðreynd að hafa sett fram a.m.k. tvo óhæfa borgarstjóra úr sínum röðum og síðan Ólaf Magnússon fyrrum flokksmann í Sjálfstæðisflokknum.

Þeta er enn óþægilegra fyrir flokkinn þar sem undramaðurinn Jón Gnarr virðist hafa staðið sig vel sem borgarstjóri á mjög erfiðum tímum ásamt sínum félögum í borgarstjórninni og hann nýtur mikilla vinsælda.  

Rei-málið verður ævinlega blettur á Sjálfstæðisflokknum og hinn svakalegi viðskilnaður flokksins við Orkuveituna sem var í raun gjaldþrota. Hanna Birna getur ekki þvegið sig af því klúðri þótt málið eigi líklega sínar rætur stjórnarhátta Framsóknarflokksins.

 

Nú liggur Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að hvítþvo sjálfan sig sem fyrst og setja upp geislabaug ef rétt er að hún íhugi nú að bjóða sig fram sem næsta borgarstjóraefni Sjálfstæðismanna. Hún hefur t.d. verið dugleg að skrifa greinar að undanförnu um skólamál sérstaklega.

Helstu vonarpeningarnir flokksins úr borgarstjórnarflokknum hafa verið þeir  Júlíus, Gísli Marteinn og Kjartan eru tæplega líklegir til afreka í næstu kosningum og því ljóst að ef flokkurinn ætlar sér stærri hlut í næstu kosningum verður hann að leita að nýju fólki.

Þetta fólk hefur sýnt það, að það hefur sjálft sig og sína hagsmuni í fyrsta sæti innan borgarstjórnarinnar og tekur einnig hagsmuni flokksins fram yfir hagsmuni borgarbúa. Síðasti borgarstjóri flokksins var bara bullukollur að mínu mati sem kjósendur geta ekki tekið alvarlega, því miður.


mbl.is Misnotuðu veikindi Ólafs F.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pétur er vanur að segja sannleikann þegar lífeyrissjóðir eru annarsvegar.

 

  • Þetta er því miður sannleikurinn, þ.e.a.s. ef menn vilja reikna út og áætla hve mikinn lífeyri ríkið og einnig sveitarfélög eiga eftir að greiða þeim sem enn eru í B- deild lífeyrissjóðs ríkisins. 

 

Í þessum efnum er ekki við opinbera starfsmenn að sakast, þeir hafa unnið fyrir sínum lífeyrisréttindum og greitt alla greiðsluna með vinnu sinni og það ekki á neinum háum launum. Það stæðist varla stjórnarskránna, að skerða þessa eign eldri starfsmanna ríkisins.

Sannleikurinn er auðvitað sá að ríkið og sveitarfélögin skulda þetta og eiga að vera búin að greiða skuld fyrir löngu og það með vöxtum sem eru engir smá aurar og Pétur kýs að nefna ekki.  Það er t.d. ótrúlegt að íslenska þjóðin taldi sig búa við gríðarlega velmegun í nokkur ár, en samt var þá ekki tækifærið nýtt til að greiða þessa skuld. 

  • Getur verið að því hafi ráðið andúð á opiberum starfsmönnum og fordómar.   

 

„Talandi um að jöfnuði sé náð í ríkisfjármálum. Eigum við ekki að fara að opna augun?“ segir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, á Facebook-síðu sinni í dag. Þar gerir hann að umfjöllunarefni sínu stöðu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.

Sjálfur hafi hann bent á vanda lífeyrissjóðsins í yfir þrjá áratugi en hann sé tvíþættur. Fyrir það fyrsta sé B-deild sjóðsins, sem og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga, lokuð fyrir nýjum sjóðsfélögum. Ógreidd skuldbinding, sem ekki er færð í fjárlög, sé yfir 400 milljarðar króna. Ríkið, og þar með skattgreiðendur, séu langstærsti skuldarinn.

Í annan stað sé A-deild lífeyrissjóðsins sem tekin hafi verið upp árið 1997. Hún eigi að standa undir sér með iðgjöldum samkvæmt lögum en hafi hins vegar ekki gert það. Hækka þurfi iðgjaldið um 4% í 19,5% að sögn Péturs. „Þar er vaxandi skuldbinding upp á 60 milljarða sem ríkið skuldar að mestu.“

Við þetta bætist síðan að sveitarfélögin skuldi tugi milljarða í ógreiddar lífeyrisskuldbindingar.

 

  • Það eru vissulega ástæða til að hafa miklar áhyggjur af sveitarfélögunum og svo virðist sem ríkið hafi baktryggt á sínum tíma að sveitarfélögin gæti greitt sinn hluta. Ekki má gleyma því að opinberir starfsmenn eru einnig skattgreiðendur ekki síður en aðrir. 
    .
  • Ég hef haldið því fram mjög lengi að þetta sjóðakerfi sé að syngja sitt síðasta, það bara stenst ekki að launamenn eigi að nota fimmta hvern vinnudag til að greiða þennan lífeyrissjóðaskatt. Því þetta eru skattagreiðslur af verstu tegund. Þ.e.a.s. flatur skattur.  

 


mbl.is Hækka þurfi iðgjaldið í 19,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband