Færsluflokkur: Umhverfismál

Árinni kennir illur ræðari,

  • Nú halda þeir blaðamannafund í danskasta húsinu í Reykjavík.
    .
  • Þeir kynna algjör kosningasvik

Allar þær staðreyndir sem þessir ágætu drengir draga nú fram um stöðu ríkissjóðs voru kunnar fyrir kosningar. Ríkisstjórnarflokkarnir sögðu frá vandanum og vöruðu við stórfelldum kosningaloforðum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Þ.e.a.s. þeir vöruðu við þessum skuldum og ekkert var dregið undan í þeim efnum. Það var vegna þessa vanda sem kosningaloforð þáverandi stjórnarflokka voru svona rýr.

 

En það voru þessir tveir pabbadrengir kusu að láta sem enginn efnhagsvandi væri framundan og lofuðu gulli og grænum skógum. Allir vissu að loforð þessara flokka var hreinn loddaraskapur en margir vonuðu að þeir væru að segja satt.  

Staðreyndin talar sínu máli á Alþingi. Þessir drengir hafa engar lausnir efnhagsmálum. Formaður fjálaganefndar er strax kominn í vonlausa vörn á fyrstu starfsviku Alþingis.

Jafnvel kjósa þessir stuttbuxnadrengir að sleppa því að ræða um þann gríðarlega vanda sem láglaunafólk stendur frammi fyrir. Það er barnafólkið fólkið sem er starfandi fullann vinnudag og er með börn í ofanílag og njóta launa sem eru við fátækramörk. Fólk sem ekki geta fengið lán til að kaupa sér íbúð.

Hjá þessu fólki er vandinn mestur allra á Íslandi og stjórnarflokkarnir hafa enn ekki haft áhuga á sinna vanda þess fólks.

 

  • Það er staðreynd, að millistéttin náði allri athyglu stjórnmálaflokkanna allt síðasta kjörtímabil og nú fyrir kosningarnar. Láglaunafólkið gleymdist gjörsamlega. 

 


mbl.is Staða ríkissjóðs verri en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin virðist ekki treysta sér til að fella veiðigjaldið niður

  • Það er gott því almenningur krefst veiðigjalda og reyndar miklu meiri gjalda en Steingrímur J Sigfússon lagði til.

Enda gerir almenningur kröfu um að útgerðin greiði fyrir fiskinn í sjónum og það á ekki að vera í formi skatta heldur beinar greiðslur.  En það er auðvitað áhyggjuefnið að ríkisstjórnin lækki þessi gjöld og geri þau að skattagreiðslum.

 

Það yrði ótrúlegt að almenningur sætti sig við það, að sköttum verði meira og minna aflétt af fyrirtækjunum og eigendum þeirra ásamt því aðlækka veiðgjaldið verulega. Er kostaði aukinn kostnað hjá almenningi í formi skatta- og eða aukinna þjónustugjalda ásamt þjónustuskerðingar til viðbótar við það sem hrunið framkallaði. 

Auðvitað getur verið eðlilegt að finna einhverja leið sem væri þá málamiðlun og almenningur sættir sig við rétt eins og sjómannastéttin. Það má ekki verða skattur, því skattur hefur áhrif á launakjör sjómanna.


mbl.is Veiðigjaldið rætt í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðstjórnarárátta Sjálfstæðisflokksins í nafni LÍÚ

 

  •  Nú skal settur yfirfrakki á RÚV 

 

Er á öllum sviðum, bara til að rifja það upp að LÍÚ hefur haft í gegnum tíðina haft yfirstjórnlegt vald yfir allri kjarasamningagerð á Íslandi. M.ö.o. allri kjarasamningagerð er miðstýrt frá LÍÚ.

 

Þessum hagsmunasamtökum hefur einnig tekist að miðstýra samningagerð opinberra starfsmanna, einkum þegar hjáleiguflokkurinn er í ríkisstjórn sem er reyndar algengast á Íslandi. 

  • Miðstýringin nær svo sannarlega inn á Alþingi og inn í ríkisstjórnir í þessum stofnunum hafa löngum verið margir þykkir ullar yfirfrakkar
  • Eins og þeir einir nota hjá samtökum atvinnurekenda og þeirra liðsmenn hafi þeir hlotið viðurkenningu.  

Spurningin nú hlýtur því að vakna um ástæður þess, að RÚV má ekki vera stjórnað af öðrum en þeim sem er undir vængjum ránfuglsins.

Það vill þannig til, að RÚV hefur verið eini fjölmiðillinn á Íslandi um langan aldur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki haft puttana í til stýringar á t.d. fréttaflutningi og eða efnisvali Ríkisútvarpsins.

Þessi miðill hefur verið hlutlaus í fréttaflutningi og hefur flutt eins réttar fréttir og hægt er á Íslandi og það hefur LÍÚ ekki þolað og þá um leið flokkurinn í túnjaðrinum. Þetta er því miður staðreynd, að spillingaröflin hafa ekki þolað dagsbirtuna sem nær fram í fréttaflutningi RÚV.

Þessa dagana hafa fyrrverandi fréttamenn hjá „365 miðlum“ verið upplýsa landslýð um hvernig svonefndir eigendur þeirrar fréttaveitu hafa rekin mann og annann ef þeir hlýða ekki kröfum eigendanna um að hlífa „réttum aðilum“ fyrir sannleikanum, fyrir réttum fréttum.

Maður hefur það óneitanlega á tilfinningunni að nú skuli miðstýra fréttaflutningi RÚV með penum hætti. En Mogginn, flokkurinn  og húsbændur þessa aðila hafa um árabil kvartað undan þessum rétta fréttaflutningi.    


mbl.is Alþingi kjósi í stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjaradeilu í Þingeyjarsýslum vísað til sáttarsemjar

 

  • Eðlileg viðbrögð Framsýnar stéttarfélags

 

Greinilegt er, að breytingar á atvinnuháttum í Þingeyjarsýslum kalla á lagfæringar á skipulagsmálum verkalýðsfélaganna á þessu svæði og raunar á skipulagi ASÍ einnig því þetta er stærra mál en svo að dugi að leysa það fyrir Þingeyjarsýslur einar.

 

Að vísa málinu til sáttarsemjara getur hugsanlega leitt til þess að málið leysist til næstu framtíðar.  Annars yrði að vísa málinu í Félagsdóm og það er örugglega eitthvað sem ASÍ getur tæpast verið ánægt með eða þau félög sem þetta mál snertir.

Vonandi leiðir þetta til þess, að skipulagsnefnd ASÍ taki málið föstum tökum er gæti falist í því að gerður verði landssamningur utan um störf við hvalaskoðun og öll tengd störf í landi.

Þessi tregða hefur auðvitað ekkert afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu að gera þó hafi vissulega áhyggjur af því að almennt séu laun fólks í þeirri grein of lág. 


mbl.is Deilu vísað til ríkissáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað virða menn fullveldi þjóðarinnar, eða þannig

 

  • En spurningin er bara hvort hvalastofnar sem eru við Ísland séu einvörðungu staðbundnir stofnar við skerið sem ekki fara um fiskveiðilögur annara þjóða.
    .
  • Eða hvort þeir eru að einhverju leiti hluti af sameiginlegum stofnum sem tilheyra einnig öðrum þjóðum.

 

Íslendingar hafa t.d. rétt til að leysa vind hvar og hvenær sem er, jafnvel þótt þeir væru staddir á fínum tónleikum í fínu löndunum þar sem allt er svo heilagt.

Þá eru íslendingar  alveg frjállsir af því hvort þeir fara í bað á hverjum degi og eða einu sinni á ári rétt fyrir jólin eins og var forn íslenskur siður og allra þjóða kvikindi urðu varir við nærveru þeirra.

Á sama hátt eru Hollendingar auðvitað frjálsir af því að ákveða hvaða skip fara um hafnir þeirra eða landa farmi sínum í land. Þetta eru bara staðreyndir og kemur öðrum málum ekkert við.

Þeir leyfa t.d. sölu á hassi við sína hafnir sem við bönnum harðlega á Íslandi. 

 

  • Bara að halda því til haga, að það ríkir verulegt misrétti milli atvinnugreina á Íslandi og þá um leið milli fólks eftir því hvaða störf það starfar við.

 


mbl.is „Munum gæta hagsmuna Íslendinga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðamenn eiga dvelja á Íslandi án þess að greiða skatta

 

  •  Þetta er alveg ótrúlegt

 

Það er reyndar kostulegt að lækka skatta  hérlendis á erlendum ferðamönnum. Þessir skattar eru ekki það háir að þeir skipti erlent ferðafólk máli einfaldlega vegna þess hversu lágt gengið er á íslensku krónunni

 

Þannig að það eru engar líkur á að þessi aðgerð fjölgi ferðafólki erlendis frá. Síðan er það bara staðreynd að Ísland má varla við því að allt sé gert við núverandi aðstæður að reyna að fjölga ferðafólki.

Þetta frumvarp Bjarna er lagt fram fyrir pöntun frá hóteleigendum. Nær væri að tilkynna slíka hækkun frá og með 1. janúar 2016. Það er verulegur kostnaður fyrir samfélagið að taka móti ferðmönnum með þeim hætti sem komið er.

Það er algjörlega ótækt og óeðlilegt að varpa þeim kostnaði á launamenn.


mbl.is Fallið frá 14% gistináttaskatti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúleg og snögg breyting á einum fjölmiðli

 

  • Undanfarin fjögur hefur Morgunblaðið rótast eins og naut í flagi á meðan hér starfaði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. 

  • Ríkisstjórn sem sópaði upp drullunni eftir hrun ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins og spillingarælunni.
 
 
  • Nú skal gefið á báðar hendur, skattar lækkaðir á fyrirtækjum, einnig á þeim sem aðeins hafa fjármagnstekjur og einnig verða frítekjumörk hækkuð verulega hjá ellilífeyris-þegum svo gamlir hálaunamenn er eiga mikla peningalega eignir geti notið lífsins.
    .
  • Fólk sem aldrei hefur borgað skatta og aldrei greitt í lífeyrissjóði fá þannig sérstaka ívilnun. 
  • En venjulegir launamenn á eftirlaunum sitja eftir í súpunni og fá enga skattalækkun

 

Nú er allt eins og blómstrið eina og þegar maður les yfir Moggann getur maður haldið að mað sé mættur á samkomu hjá KFUM og sé að syngja SARA, SARA    SÉRTU VELKOMIN. Nú er  Moggi litli svoooooo jákvæður og allt svo svakalega jákvætt.

En vindmyllurnar voru reyndar settar upp í stjórnartíð Jóhönnu. Góðan daginn. Það var auðvitað ekki hennar verk,  en nú býr landinn við nýjan veruleika í orkumálum. Það er búið að láta erlenda aðila fá alla ódýrustu orkukostina sér til handa eftir eru dýrir kostir fyrir íslendinga.

Tveir ráðherranna eru þrýsta á Landsvirkjun um að gefa meira með orkunni sem hugsanlega væri hægt að láta Norðurál hafa og hinn vill láta þessum aðilum í té sérstaka byggðastyrki


mbl.is Rjúkandi gangur á vindmyllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsgagnasmíði er göfug listgrein

  • Raunar er greinin í eðli sínu tær listgrein þótt rekin hafa verið fjöldaframleiðslufyrirtæki er byggja á rótum greinarinnar.
  • .
  • Þá breytir það ekki sjálfum kjarna listgreinarinnar sem býr við mjög sterka heimspeki í raun og mjög fastmótuð gæðaviðhorf og rótgróið siðvit sem segir hvað sé rétt og hvað rangt á sviði fagsins.
    .
  • Þá er greinin í eðli sínu mjög umhverfisvæn atvinnugrein. 

Flestar listgreinar hafa orðið fyrir þeirri reynslu, að rekin eru fjöldaframleiðslu-fyrirtæki er byggja á kjarna listgreinanna á svipaðan hátt. Dæmi um slíkt er hverskonar myndlist og tónlist svo nefndar séu tvær greinar sem eru gjarnan í samstarfi með húsgagnasmíðinni.

      

Talið er að Sókrates hafi skilgreint hugtakið list á sinni tíð og taldi hann smiðina vera göfugustu listamennina. Þessir smiðir voru auðvitað húsgagnasmiðir og raunar áhaldasmiðir einnig. Þekktasti smiðurinn í greininni var Jósep og iðnnemi hans Jesú. Flest grunn handverkfæri greinarinnar voru þá þegar komin fram, að vísu mörg í frumgerð eins og hefillinn. 

Þessi iðngrein er alþjóðleg og skiptist í yfir 40 mismunandi greinar og frá henni hafa þróast nýjar iðngreinar, bifreiðasmíðin og bílamálunin er dæmi um þekktar greinar hérlendis.

Til eru örfáir smíðisgripir frá því fyrir daga Sókratesar en mjög  algengar styrjaldir í löndunum við Miðjarðarhafið hafa farið illa með slíkar minjar.

Nám í húsgagnasmíði er mjög góður grunnur fyrir frekara nám í hverkonar handverksgreinum  eins og t.d. í hönnun og í listgreinum. Húsgagnasmiðir hafa verið mjög eftirsóttir sem sölumenn einnig og kennarar í grunn- og framhaldsskólum. 


mbl.is Lauk sveinsprófinu á steypinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir borgarfulltrúar sammála flutningi flugvallarins

Eins og frétt frá borgarstjórn. En Mbl segir, að fram hafi komið í gær að Júlíus Vífill Helgason og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúar úr Sjálfstæðisflokki hafi setið hjá og ekki stutt tillögu að nýju aðalskipulagi. 

 

Þetta þýðir samkvæmt venjulegum fundarsköpum að þeir tveir samþykki og sætti sig niðurstöðu meirihluta fundarins. Nema að þeir hafi lagt fram formlega bókun á fundinum um andstöðu sína við nýtt aðalskipulag Reykjavíkurborgar.

Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða einkum þar sem almenn sátt hefur myndast um nýtt aðalskipulag sem styrkir mjög stöðu borgarinnar um að verja hagsmuni sína og borgarbúa í skipulagsmálum gegn þeirri andstöðu margra landsbyggðarmanna um að færa flugvöllinn. 


mbl.is Fagna tillögu að aðalskipulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhyggjur ASÍ eru eðlilegar

Á þensluskeiðinu fyrir hrun var augljóst að í landinu var mikill fjöldi ófrjálsra verka-manna sem fyrst og fremst störfuðu við byggingar- og mannvirkjagerð hverskonar. En síðan bættust við ýmiskonar óþrifaleg láglaunastörf sem íslendingar vildu helst ekki starfa við. 

 

Þetta fólk fyllti alla strætisvagna á hverjum morgni og ljóst var að fólkið hýrðist við slæman kost í einu eða tveim herbergjum og margir í hópum í fjölmörgum leiguhjöllum sem skyndilega urðu til.  

Nú eftir að nær 5 ár eru liðin frá hruni hefur smán saman verið að komast á jafnvægi í atvinnumálum í landinu þótt erfiðleikar séu enn sýnilegir í greinum þar sem varð sprenging í þenslu eins og byggingum.

Þá hefur verið að þróast sú staða á vinnumarkaði, að í landinu eru fjölmargir launamenn t.d. pólskir  sem eru mest áberandi og fólk frá öðrum löndum sem hafa fundið fjölina sína hér og ætla sér að setjast að. Þetta er harðduglegt fólk sem vinnur við hvað sem er í hvaða veðri sem er.Börn þessa fólks stendur sig almenn frábærlega í grunnskólum borgarinnar.

Því væri það arfavitlaus efnahagsaðgerð að ríkið fari opinberar bygginga-framkvæmdir í stórum stíl eins og við miklar virkjunarframkvæmdir. Það yrði til þess að hella olíu á eldinn, sem skapar falska velmegun þenslugreinanna  en aðrir greinar þar sem starfa fyrst og fremst fók sem vinnur samkvæmt umsömdum launatöxtum situr þá eftir eina ferðina enn.

Rétt eins og var fyrir hrun og það var einnig sama fólkið sem tók á sig verulegar launaskerðingar. En eru það hin öflugu hagsmunasamtök sem ráða ferðinni á ríkisstjórnarheimilinu.


mbl.is Óttast undirboð á markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband