23.9.2016 | 17:09
Að læðast bakdyramegin
- Enn er stigið eitt skrefið inn í ESB.
* - Alltaf kemur Sjálfstæðisflokkurinn að öllum þessum skrefum
Fyrst var það gert með EFTA aðildinni 1970 og stórt svið stjórnsýslunnar og atvinnulífsins fært undir forráð EB eins ríkjasambandið var þá kallað í umræðunni.
Iðnaðinum var fórnað fyrir hagsmuni útgerðarinnar, landbúnaðar og verslunar.
Síðan er það EES 1993 þá er fleiri atvinnugreinum fórnað. Fyrir fjármálakerfið og nú mátti flytja inn landbúnaðarvörur en gamla einokunargreinin hefur getað varist með dyggri þátttöku stjórnmálamanna.
Schengen-samstarfið 2001
Nú er það þetta skref þar sem Ísland gengst undir yfirþjóðlegt fjármálaeftirlit ESB í gegnum eftirlitsstofnun EFTA
EFTA-aðildinn er lykillinn að þessu öllu og hagsmunir ákveðinna atvinnugreina. Næst má reikna með kröfu þátttöku Íslands í sameiginlegri hervæðingu Evrópu
Umdeilt mál samþykkt á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2016 | 17:15
Þingmenn Alþingis verða að vera ábyrgir orða sinna.
- Ef einhver aðili telur að alþingismenn hafi verið með óeðlilega aðdróttanir í sinn garð hlýtur sá hinn sami að geta borið hendur fyrir höfuð sér.
*
- Þótt alþingismönnum finnist þeir vera ákaflega merkilegar persónur oft á tíðum eru þeir bara venjulegir hvað þetta snertir.
* - En þess ber að gæta hvort sem mönnum finnst það eðlilegt eða ekki. Þá njóta embættismenn sérstakrar verndar gegn orðum annarra í sinn garð.
* - Það eru í lögum afar þungar refsingar gegn öllum þeim sem hafa embættismenn fyrir rangri sök.
* - Það er bara eðlileg krafa að embættismaður óski eftir afsökunum frá aðilum sem bera upp á þá að þeir hafi brotið af sér í starfi.
- Embættismaðurinn hefði auðveldlega getað valið hina leiðina og stefnt þessum þingmönnum. Það hafa fallið slíkir dómar.
Verður nafngreindur síðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2016 | 21:01
Þingforsetinn datt í forarpyttinn
- Hann tók þátt í kosninga mallinu og bullaði
* - Gott er að rifja upp eftirfarandi
,,12.mars 2012, í tíð síðustu ríkisstjórnar, voru þrotabú föllnu bankanna látin falla undir fjármagnshöft sem skapaði þá samningsstöðu sem þekkt er orðin.
Framsókn sat hjá og Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn málinu eftir að fulltrúar kröfuhafanna höfðu komið fyrir þingnefnd og látið öllum illum látum.
Fyrir sjálfstæðismönnum í því máli fór Guðlaugur Þór Þórðarson sem nú slær vindhöggin af miklu móð".
Katrín Júlíusdóttir
Hæpið að skýrslan sé alvöru plagg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.9.2016 kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2016 | 17:55
Þingforseti kominn í útúr snúninga
- Þetta er ekki mál nefndarinnar þar sem það hefur ekki verið tekið fyrir í nefndinni.
* - Þetta eru bara skrípalæti.
Það er nú þannig að í 26. grein þingskapa eru býsna rúmar heimildir fyrir nefndir til að taka upp mál. það getur borið þannig að að það sé meirihlutaákvörðun viðkomandi nefndar að taka upp mál sem minnihlutinn kann að vera andvígur. Heimildir til að gera slíkt eru til staðar, segir Einar K. Guðfinnsson.
Það sem ekki stenst í þessari túlkun forsetans er að málið hefur ekki verið tekið upp í nefndinni og afgreitt þar.
M.ö.o. ekkert hefur verið bókað um málið svo ljóst er að meirihluti nefndarinnar hefur verið of fljót á sér til að kalla þetta ákvörðun og verk nefndarinnar.
Þetta er ekki skrípasamkoma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2016 | 17:55
Voðalega eru allir vondir við kallinn
- Ef þetta hefur verið helsta umfjöllunar efni Sigmundar Davíðs,
brýtur það vissulega blað í stjórnmálasögu þjóðarinnar.
* - Það er reyndar óskiljanlegt með öllu hvað þessi mál koma stjórnmálaumræðunni við.
* - Það er reyndar algengt að brotist sé inn í tölvur fólks, eru sagðar af því ótal sögur. Lögreglan er reglulega að vara við slíku.
* - Umdeildur forsætisráðherra hlýtur að vera áhugaverðari í þessum efnum en sauðsvartur almúginn. Því er það furðulegt að þessi maður skuli ekki vera með sérstakar varnir.
* - Þessi orðræða virkar þannig á mig, að Sigmundur Davíð sé að reyna að láta félaga sína vorkenna sér.
* - Allir stjórnmálaforingjar verða fyrir mikilli áreitni og sérstaklega þegar þeir hafa hagað sér kjánalega hvað eftir annað. Það fylgir hlutverkinu. En ég man ekki eftir því að þeir hafi skælt við pilsfald félaga sinna.
* - Einkum ef þeir hafa leikið þann leik trekk í trekk að segja þjóðinni ósatt.
Svartur kafli, njósnir og brjálaðar aðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2016 | 13:07
Hver og einn hefur sín viðmið í kjarasmningum.
- Sveitarfélögin hafa sín, með Reykjavík í broddi fylkingar sem er sennilega skelfilegasti atvinnurekandi landsins.
En Reykjavík rekur láglaunastefnu af verstu gerð og hefur alltaf gert það. Síðan eru önnur sveitarfélög að pukrast við að greiða sínu fólki betri laun auk ýmissa fríðinda.
Inga Rún Ólfasdóttir, sviðstjóri kjarasviðs sambands sveitarfélaga, segir það vonbrigði að eftir langar samningaviðræður hafi kennarar í Kennarasambandi Íslands fellt kjarasamning öðru sinni í gær.
Hún segir að samninganefndir hafi gegnið mjög langt í að mæta kröfum félagsins. Næstu skref séu að setjast niður með félaginu og reyna að greina stöðuna.
Formaður Félags grunnskólakennara nýtur ekki trausts meðal grunnskólakennara almennt. Kennarar eru óánægðir með störf hans í kjaramálum. En það er fámennur hópur fólks sem kýs þennan mann til forystu ár eftir ár.
Þá er ljóst, að eftirlaunamenn njóta ekki eingreiðslna nema um þær sé samið sérstaklega. Eingreiðslur hafa ekkert gildi, það sem skiptir máli eru eðlilegar launahækkanir.
Snýst fyrst og fremst um krónutöluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.9.2016 | 15:06
Margt er skrýtið í kýrhausnum
Allt er þetta hluti af sömu efnahagsmyndinni
- Hvers vegna eru ekki þegar í gildi almenn lög um skattagreiðslur skuldugra stóriðjufyrirtækja.
- Ásamt samskonar lögum um fjölmörg íslensk fyrirtæki sem leika þennan leik.
Þ.m.t. stórútgerðir vegna kvótakaupa svo eitthvað sé nefnt. Er ekki búið að breyta veiðigjöldunum í skattagjöld?
Eru það stóriðjufyrirtækin sjálf sem hafa komið í veg fyrir þetta eða kanski núverandi ríkisstjórn?.
Núverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir vel hægt að taka á skattasniðgöngu og þunnri eiginfjármögnun alþjóðlegra fyrirtækja hérlendis með lagasetningu.
Frumvarp þess efnis hafi legið tilbúið í þinginu í þrjú ár, en slíkar breytingar geti þó ekki verið afturvirkar.
Hannes starfaði í nefnd í fjármálaráðuneytinu um breytingar á skattkerfinu, Nefndin skilaði tillögum í júní 2012. En hvers vegna er þá ekki búið að taka á þessu fyrr?
Það hafa verið lögð fram frumvörp á Alþingi í anda þeirra tillagna sem nefndin lagði fram, en mér er ekki kunnugt um hvers vegna þetta hefur ekki verið afgreitt, segir Hannes.
Óljós tilgangur verðtryggingafrumvarps | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2016 | 10:06
Virðulega vaxinn
- Vissulega er forsætisráðherrann feitur og hann veit af því.
* - Hann hefur haft orð á því sjálfur að eigin frumkvæði í þætti hjá Gísla Marteini.
Við sem höfum svona virðulegt vaxtalag fáum svo sannarlega að finna fyrir því. En þyngdin er samt staðreynd og maður viðurkennir það að flestir vildum við vera miklu léttari. Það er ætíð stutt í minnimáttarkenndina hjá okkur sem erum of þungir, en við erum meistarar í því að fela hana.
En ég get ekki ýmyndað mér að Sigurður Ingi forsætisráðherra sé viðkvæmur fyrir því sem fréttamaðurinn sagði.
Frekar en að Óttar væri viðkvæmur að sagt væri maðurinn með skrítna hárið eða þessi mjói.
Eða hvar á þessi litla að vera? Hún fær ekki borð. Hver og einn þarna á myndinni hefur sín sérkenni og veit af þeim.
En að segja að óvarkárni fréttamannsins sem mér hefur reyndar alltaf þótt heldur leiðinlegur útvarpsfréttamaður sé teikn um hversu illa öllu starfsfólki RÚV er við Framsókn er algjörlega fráleitt.
Þessi maður á bara vera í öðrum störfum að mínu mati.
Það er ekki hægt að kenna RÚV um hrikaleg mistök Sigmundar Davíðs. Það er heldur ekki hægt að kenna RÚV um óvinsældir flokksins. Þær eru algjörlega heimatilbúnar sem eru vegna alvarlegra kosningasvika flokksins.
Þessi óviðeigandi orð fóru út í loftið fyrir slysni áður enn umræðan hófst. Hann á bara að segja af sér. Það hefur oft komið fyrir að hann hefur verið leiðinlegur við viðmælendur. Það er mín skoðun.
Þetta náðist allt á upptöku en það var Einar Freyr Elínarson, formaður samtaka ungra bænda, sem vakti máls á þessu í kvöld og hafa bæði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, og Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, gagnrýnt þessa framkomu fréttamannsins.
Þetta Framsóknarfólk myndi allt segja ósatt, ef þau segðust aldrei hafa leitt hugann að því hversu feitir forystumenn flokksins væru og velt því fyrir sér að það væri óheppilegt fyrir flokkinn.
En Sigurður Ingi hefur komið vel fyrir sem forsætisráðherra og aldrei sýnt örum neitt nema kurteisi.Ef einhver bjargar Framsókn nú, er það hann.
Segir ummælin sýna andúð á Framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2016 | 22:30
Það er ekki gaman af guðspjöllunum
- Það er greinilegt að ekki geta allar starfstéttir verið á lista hjá pírötum.
* - Hvers eiga smalar að gæta?
* - Sagt er að Þórður sé gamall smali að atvinnu og að innsta eðli.
* - Það er ljóst að hann á miklu frekar heima í Framsóknarflokknum.
* - Þar eru smalar algengir á framboðslistum.
* - En orðið smali er fallegt alþýðumál, en biblíuþýðingum var tekið upp orðið fjárhirðir
* - Miklu lengra og virðulegra orð, m.ö.o. féhirðir.
* - Síðan hefur verið talað um fé án hirðis.
* - Allir vita, að á fyrri öldum fyrir daga gaddavírsins vildi fé fara út í buskann ef enginn smali gætti hjarðarinnar.
* - Hann verður bara að gæta sín á því að segja ekkert um vaxtarlag manna.
Íhugar stöðu sína innan flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.9.2016 kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.9.2016 | 09:22
Lýðskrumarar njóta sín vel þessa daganna
- Nú væri mikilvægt að leggja fram frumvarp um að taka upp nýtt skattþrep sem lögð eru á árslaun sem fara t.d. yfir 15 milljónir. Mætti hugsa sér 70% tekjuskatt á þann hluta launa sem fara yfir þau mörk.
* - Það yrðu að vera almenn skattalög. Það eru allmargir með slík árslaun sem þeir vinna ekki fyrir. Væntanlegir bónusþegar myndu þá greiða skatt af þessum launum.
* - En það er ljóst að gammaflokkarnir munu ekki samþykkja slíkt skattþrep. En málflutningur þeirra í tengslum við þessa ofur bónusa er auðvitað algjör sýndarmennska og skrum til þess ætlað að ganga í kjósendur.
Árangurinn er óviðunandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)