Færsluflokkur: Bloggar
17.5.2017 | 09:23
Enginn vill þurfa að borga
- „Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn sé andvígur innheimtu nýrra gjalda til að fjármagna borgarlínuna. Hins vegar sé rétt að efla almenningssamgöngur“.
Auðvitað verður þessi flokkur sem lýsir þessu yfir að svara því fyrst hann er á móti þessari aðferð til að kosta þessa nauðsynlegu framkvæmd, hvernig hann vill fara að. Þessi framkvæmt kostar mikið fé.
Það er ljóst að veruleg hækkun á lóðaverði verður ekki með öllu velt út í verðlagið af íbúðarframleiðendum, vegna þess að álagning og verðlag á íbúðarhúsnæði er þegar í hæstum hæðum og fólk hefur ekki efni á að greiða hærra verð.
Hið eðlilega væri að þessum kostnaði yrði skipt á milli lóðaverðs og fasteignagjalda sem eru svo sannarlega þjónustugjöld vegna fasteigna,lóða, skólabygginga o.s.frv. í borginni og þar með taldar samgöngur.
Fráleitt væri að hækka útsvörin.
Andvígur nýjum innviðagjöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2017 | 17:27
Litlir kallar í útúr snúningum
- Beiðnin var sett fram strax eftir að skýrsla var lögð fram um fátækt á Íslandi og það eru nokkrir mánuðir síðan.
Það var löngu búið að biðja um þessa umræðu áður en Gunnar Smári fann upp trixið til bjargar andlitinu.
En núverandi stjórnarflokkum hefur tekist að tefja þessa nauðsynlegu umræðu og á skammast sín fyrir.
Þetta er bara umræða sem þarf að fara fram reglulega í þinginu. Það er vissulega allt of langt síðan þessi vinkill var tekinn á þessu máli.
Slík umræða hefur ekki farið fram síðan að rústabjörgunar ríkisstjórnin starfaði. Á þeim tíma var reynt að huga að stöðu fátæks fóks á Íslandi og eitt og annað gert s.s. að lækka skatta á efnalitlu fólki.
Við íslendingar sem erum komnir á eftirlaun þekkjum mjög vel stjórnarfarið á Íslandi þegar Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar í stjórnarráðinu. Fylgifiskur slíkra stjórna hefur alltaf verið landlæg fátækt á Íslandi.
En nú býr þjóðin við alveg sérstakar aðstæður. Fyrrum framkvæmdastjóri heildarsamtaka atvinnurekenda á Íslandi er félagsmálaráðherra. En þessi samtök hafa alla tíð barist fyrir því að halda niðri lægstu launum á Íslandi og einnig öllum öllum launum sem Tryggingastofnun greiðir.
Þótt framtak ASÍ sé gott í húsnæðismálum dugar það engan vegin til að bjarga þeim sem verst standa í lífsbaráttunni.
Það framtak er ekki framtak ríkisstjórnar þótt þeir hafi neyðst til að svara kallinu enda verða það lífeyrissjóðirnir sem koma til með að leggja fram lánsfé.
Fátækt stelur draumum barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
- Þetta er auðvitað bara áfangasigur íbúa í miðborginni innan tíðar má reikna með því að það verði mun stærra svæði sem rútur geta ekki farið inn á.
* - Gæti verið stórt skref í átt að fjölskyldu-og umhverfisvænni miðborg.
Með þessu hefur lengi mátt búast, því rútufyrirtækin hafa sýnt íbúum fádæma átroðning undanfarin ár. Það er eftirtektarvert að algjör samhljómur var um þessa samþykkt í borgarstjórn.
Nú skapast ný tækifæri, fyrir nýja tegund miðborgarökutækja sem væru rafbílar skráðir fyrir 7 farþega með rúmu farþega rými, hannað fyrir gott aðgengi fyrir fatlaða ásamt góðu rými fyrir mikinn farangur.
Nauðsynlegt er að slíkir bílar aki fyrir lágt fast gjald á miðborgarsvæðinu og væru einnig valkostur fyrir íslendinga. Er gætu keypt sér kort til að ferðast með slíkum bílum. Ökumenn hafi leyfi til að fylla bílanna af farþegum enda séu fargjöld miðuð við hvern farþega.
Best væri að sömu reglur gætu gilt um strætisvagna og stóra flutningabíla, en nýja borgarlínan hefði aðrar reglur
Mismunað með rútubílabanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2016 | 20:43
Báðir foringjar stjórnarflokkanna reyndu að ljúga að þjóðinni í gær
- Fjármálaráðherra fór með ósannindi í gær.
* - Sjálfstæðisflokkurinn uppfyllti ekki kosningaloforð sitt um afnám
tekjutengingar ellilífeyris.
Þá hefur þjóðin orðið vitni að því, að báðir fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna reyndu að ljúga að þjóðinni. Á fysta degi kosningabaráttunnar.
Jafnframt er ekki rétt að Sigríður Hagalín Björnsdóttir, umsjónarmaður leiðtogaumræðnanna í gær, hafi farið með rangt mál þegar hún beindi spurningu um málið til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.
Hún fór einnig með rétt mál þegar hún spurði Sigmund Davíð um aflandeyjamálin. En Sigmundur Davíð reyndi að ljúga sig frá málinu.
- Þá varð þjóðin vitni að því í dag þegar Sigmundur Davíð reyndi að ljúga að þjóðinni einhverri vitleysu um innihald fundsins hjá þingflokki Framsóknarflokksins.
Hann breytti um svip, þegar hann tók til lyganna.
- Í grein Stundarinnar er bréfið fræga sem Bjarni sendi kjósendum fyrir síðustu kosningar.
Stjórnmálamenn verða að segja satt. Hér eru leiðréttingar á þremur rangfærslum Sigmundar Davíðs í leiðtogaumræðunum á RÚV í gær:
1. Það er rangt hjá Sigmundi að hann hafi aldrei átt aflandsfélag. Hann átti aflandsfélagið Wintris Inc. með konu sinni til ársloka 2009. Tekjur af fjármagni eru í skattalegu tilliti sameiginlegar hjónum og eignin sömuleiðis.
2. Það er rangt hjá Sigmundi að Tortóla sé ekki skattaskjól. Tortóla er skattaskjól. Skattaskjól eru landsvæði sem ekki leggja á tekjuskatt eða mjög lágan. Tvísköttunarsamningur við Bresku Jómfrúreyjar er takmarkaður og nær ekki til félaga eins og Wintris Inc. Upplýsingaskiptasamningurinn er að undirlagi OECD gerður við ríki sem teljast skattaskjól og er öfugt við það sem Sigmundur heldur fram staðfesting á því að Tortóla er skattaskjól.
3. Það er rangt hjá Sigmundi að hann hafi sýnt fram á rétt skattskil vegna Wintris Inc. Þau skjáskot úr excelskjali sem Sigmundur hefur lagt fram sanna ekki neitt í þeim efnum. Skattyfirvöld eru ein bær til þess að meta hvort skattskil og skattlagning er rétt. Til þess þurfa þau að fá allar upplýsingar sem kveðið er á um í lögum og reglugerðum. Eina leiðin til að sýna fram á rétt skattskil vegna Wintris Inc. er að birta ársreikninga félagsins og skattskýrslur þeirra hjóna. Það hefur ekki verið gert og á meðan svo er getum við ekki vitað hvort Sigmundur og kona hans greiddu skatta af Wintris Inc. í samræmi við íslensk lög. Rangfærslur Sigmundar eru vanvirðing við fólkið í landinu. Kjósendur eiga heimtingu á því að kjörnir fulltrúar segi satt og rétt frá. (Svandís Svavarsdóttir.)
Ólöf og Guðlaugur leiða í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2016 | 21:19
Villandi frétt eða raunar ósannindi
- Þótt samið hafi verið um það í kjarasamningum ASÍ við samtök atvinnurekenda að fyrirtækin myndu hækka framlögin
í nafni hvers og eins launamanns um 3,5 prósentur (eða prósentustig).
Eru það ekki greiðslur atvinnurekenda eða eigenda fyrirtækjanna
nú frekar enn áður.
Í kjarasamningum er tekist á um skiptingu arðsins í rekstri fyrirtækjanna. Þ.e.a.s. arðinum sem verður til af störfum launafólksins.
Því er það ótvírætt að starfsmennirnir greiða sjálfir þetta framlag með vinnu sinni.
Á sama hátt og atvinnurekendur sem starfa í fyrirtækjunum, en það gera ekki allir atvinnurekendur.
Þannig að framlag fyrirtækjanna beint í sjóðina eru umsamin laun fyrir unnin störf en ekki gjöf frá atvinnurekendum eða eigendum fyrirtækjanna.
Hvers vegna þessi aðferð er viðhöfð, er það til þess að launafólk greiði ekki skatta af þessum launum fyrr en það fær lífeyri úr sjóðunum.
Annars gæti staðan orðið sú ef launamaður fellur frá snemma á lífsleiðinni að hann væri búin að greiða skatta af launum sem hann hefði ekki notið.
Fyrirkomulagið er vegna skattamál, til tryggja það að launamaðurinn greiði ekki skatta af þessum fyrr en með töku lífeyris.
Það sama má segja um öll önnur launatengd gjöld og þar með tryggingagjöldin.
Því eru það ósannindi þegar sagt er, að atvinnrekendur greiði þessi framlög.
Mótframlag hækkar um 3,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.6.2016 | 20:26
Ríkisstjórn tekur enn afstöðu gegn launafólki
- Breytir þá engu hvort um er að ræða láglaunafólk eins og hásetar á Herjólfi
eða hálaunamenn í flugstarfsemi þjóðarinnar. Síðan verða flugfélögin að
skipuleggja flugið með öðrum hætti og það geta þau.
Ráðherrann fullyrðir að þessar kjaradeilur bitni á þriðja aðila. Það er reyndar vandséð að slík fullyrðing standist, því allir þeir sem yfirvinnubannið bitnar á eru aðilar málinu.
Annað hvort félagar i stéttarfélagi flugumferðarstjóra eða í samtökum atvinnurekenda.
Þá er tæplega mögulegt að lög hafi áhrif á málið. Félagið getur sagt sig formlega frá yfirvinnubanninu.
En þar sem þetta er það þéttur hópur og nánast allir starfandi saman á tveimur til þremur vinnustöðum. Þess vegna geta menn sjálfir ákveðið að vinna ekki yfirvinnu án aðkomu félagsins.
- Engin lög ná yfir slíkar einstaklingsbundnar aðgerðir flugumferðarstjóra.
* - Samtök atvinnurekenda geta ekki látið sig koma á óvart að flugumferðarstjórar ýti á eftir lausn á kjaramálum sínum. Viðræður hafa staðið yfir frá því í október.
* - Atvinnurekendur ákváðu að hunsa flugumferðarstjóra á meðan ósamið var við stóru félögin. Ætlast síðan til að flugumferðarstjórar éti það sem úti frýs.
* - Þeir að vera farnir að átta sig á þeirri staðreynd að þeir ráða ekki við félög fólks í fluggeiranum með ofbeldi.
Sagði sjö mínútur ekki nóg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.6.2016 | 11:23
Davíð er farinn að tapa fylgi
- Það var alltaf ljóst að ævintýralegt fylgi Guðna miðað við fyrstu fylgistölur myndi dala og að fylgi við frambjóðendur muni jafnast.
Það sem verður að teljast frétt eftir þessa könnun
er að fylgi við Davíð Oddsson minnkar og er hann að missa hlutfallslega
meira fylgi en Guðni.
Það gerir hann, þrátt fyrir að miklir fjármunir fylgi því framboði og einnig heill stjórnmálaflokkur, samtök útgerðarmanna og Morgunblaðið standi þar á bak við. Enda um pólitíkst framboð að ræða og römm hagsmunagæsla.
Það er auðvitað eðlilegt að framlag blaðsins sé reiknað sem peningalegt framlag. Þar sem blaðinu sé dreift sem fríblaði upp fullu að kosningaáróðri. Annað væri fullkomlega óeðlilegt. E.t.v. verður þetta framlag kært.
Einn óvandaður aðili dreifði þessum útbelgda Moggasnepli í alla póstkassana í stigahúsinu í morgun.
Þá var dagblaðakassinn fylltur að einhverjum blöðum sem kenna sig við sjómannadaginn. En auðvitað stendur útgerðin að öllum þessum áróðri.
Póstkassarnir eru bara fyrir nauðsynlegan bréfapóst og þeir eru merktir með sérstökum merkjum um að ekki megi setja í kassana ómerktan póst.
Þá eru sumir merktir þannig að fríblöðum er hafnað og nefnd sem dæmi Fréttatíminn og Morgunblaðið. Þetta er alveg ótrúleg frekja að virða ekki kröfur eigenda pðóstkassana, því fjölskyldur þurfa ekki að taka sér nema vikufrí þá kemst enginn nauðsynlegur póstur lengur í kassana fyrir þykkum fríblöðum sem engin les.
Gott að vera yfir í hálfleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2016 | 12:05
Þessi staða Ólafs Ragnars var ljós fyrir nokkrum dögum
- Áður en Davíð Oddsson steig fram og sagðist skyldi bjóða sig fram til þess að verða forsetaefni.
* - Stormurinn vegna aflandshlutabréfa forseta frúarinnar og óheiðarleiki forsetans gerði það að verkum að þjóðin gat ekki hugsað sér hana sem fulltrúa þjóðarinnar.
Einnig var ljóst eins og segir í leiðara Kjarnans fyrir tveim dögum.
„Ólafur Ragnar er því frambjóðandi elítunar. Þeirra sem vilja viðhalda valdaójafnvægi í samfélaginu með þeim hætti að fáir menn, í krafti óbilandi trúar á eigin yfirburði, ráði sem mestu.
Þeirra sem standa varðstöðu um óbreytt kerfi gríðarlegrar misskiptingar auðs, áhrifa og valda. Þeirra sem reka pólitík sem gengur út á að ala á hræðslu við hið óþekkta til að réttlæta eigin tilveru. Þeirra sem líta á sig sem lausnina, en eru í raun vandamálið." Leiðari eftir Þórð Snæ Júlíusson.
- Einnig var ljóst að Ólafur Ragnar var í raun varðhundur gamla tímans, barðist gegn breytingum á stjórnarskránni og þá um leið andstæðingur þess að breytingar yrðu á lögum um fiskveiðiheimildir.
Það er óhugsandi að yngri kynslóðir á Íslandi færu að kjósa sér fulltrúa gamalla tíma sem forseta. Mann sem hefur fengið ákúrur frá Rannsóknarnefnd Alþingis fyrir áberandi fylgispekt við útrásarvíkinganna og banka gangsteranna. Sjá 8. bindi bls. 176.
- Auðvitað áttaði Davíð sér á þessari stöðu Ólafs Ragnars, sem hafði þurft að ljúga sig frá einu málinu til annars í langan tíma.
* - En Davíð er einnig fulltrúi gamla tímans, útrásar-innar, útgerðarinnar og Sjálfstæðisflokksins.
Það er alveg sama hvað Davíð mun reyna að þvo það af sér með miklum orðaflaum, það mun honum aldrei takast. En er auðvitað verðugur fulltrúi sinnar viðhorfsbræðra og félaga.
Unga kynslóðin mun sjá til þess, kjósendur Sjálfstæðisflokksins duga honum ekki á Bessastaði.
Ólafur Ragnar hættur við framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.2.2016 | 14:54
Hrikaleg fljótfærni vagnstjóra
- Væntanlega hafa verið einhver vitni að atvikinu og eða aðdraganda þess.
* - Því það er aðeins sagt frá annarri hlið málsins.
Ég get vel trúað því að þessi stúlka hafa hagað sér með algjörlega óviðunandi hætti í vagninum og hafi verið búin að fá margar viðvaranir.
E.t.v. hefur hún oft látið eins argasti dóni í vagninum.
Í fréttinni er talað um þetta atvik eins og hún hafi verið alsaklaus og til fyrirmyndar.
- En var það þannig?
Eða hafa menn virkilega þá skoðun að 14 ára gamall einstaklingur þurfi ekki að bera ábyrgð á sinni hegðun. Unglingar á þeim aldri vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera.
- En ef stúlkan hefur bara verið eins og ljós, má bílstjórinn svo sannarlega taka pokann sinn.
14 ára hent út úr strætó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.12.2015 | 12:22
Öll framleiðni aukning er á valdi eigenda fyrirtækjanna
- Afköst íslenskra launamanna eru alveg á pari við afköst fólks í löndum þar sem framleiðni er mest. Þetta veit Adolf auðvitað mæta vel.
* - Hann veit einnig að ferðaþjónustan er að greiða allt of lág laun
Laugadagskvöldið 12. des fór ég í leikhús og sá Billy Elliot.
Það er skemmst frá því að segja að sjaldan hefur nokkurt leikverk haft jafn sterk áhrif á mig. Þó ég hafi í tvígang séð myndina í sjónvarpi er höfðu sterk áhrif á mig.
En leikverkið náði mér algjörlega í byrjun þegar átökin við lögreglu voru sýnd. Ég var eiginlega ekka sogum í sæti mínu í langan tíma. Ég réð ekki við mig.
Ég hef nokkrum sinnum átt í núningi við íslenska lögreglumenn, en þeir eru hrein prúðmenni miðað við þessa bresku starfsbræður sína. Þótt í hópnum leynist misjafnir sauðir.
- Átök íslenskrar verkalýðshreyfingar við lögreglumenn er liðin tíð á Íslandi sem betur fer. En svo er ekki í Bretlandi og eða víðast í heiminum.
Ég er reyndar mjög viðkvæmur þegar kemur að því, að sýnt er algjörlega ódulið ofbeldi eins og það sem verkamönnum var sýnt af stórnvöldum í Bretlandi árið 1984 og óeirðarlögreglu beitt óspart gegn alþýðu manna í námubæjunum.
- Í raun voru breskir lögreglumenn á árinu 1984 miklu ofbeldisfyllri en sýnt var í leikritinu. Kolamenn treystu ekki forystumönnum sínum í TUC.
Kolanámumenn áttu ekki bara í vinnudeilu við eigendasamtök kolanámanna í Bretlandi sem er gamli aðallinn þar í landi og hefur námuvinnslan verið tákngerfingur fyrir ofbeldi í atvinnurekstri, heldur blandaðist íhaldstjórn Margrétar Thatcher í málið nánast strax í upphafi.
Einnig auðvitað alþjóðleg samtök kolavinnslu eigenda. Á þessum tíma var ég ekki virkur verkalýðsbaráttu á Íslandi en fylgdist með málinu í mjög takmörkuðum fréttum af þessum átökum hér á Íslandi.
Það er eftirtektarvert hversu lítinn stuðning þetta verkafólk fékk frá umheiminum, þrátt fyrir að þessi átök voru og urðu í raun mjög áhrifaríkur vendipunktur í allri verkalýðsbaráttu.
Það var einnig greinilegt að önnur verkalýðsamtök í Bretlandi voru ekki með í liði.´Það voru eiginlega bara pólskir námumenn og námumenn í Nicaragua sem studdu bresku námamenna.
- Ekki veit ég til þess að ASÍ hafi gert það eða Verkamannasambandið. A.m.k. eru ekki til gögn um það á lausu.
Á þessum tíma voru stjórnvöld á Íslandi nýlega búin að draga vígtennurnar úr verkalýðshreyfingunni hér. (með lögum settum í maí 1983) ASÍ sat sem lamað eftir það, síðan má segja að öll verkalýðsbarátta á Íslandi hafi farið fram á hnjánum.
Ástæðan fyrir því, að ég er svona viðkvæmur fyrir þessu efni er sú, að ég hef reynslu af því að halda fólki í verkfalli og í átakamikilli baráttu fyrir bættum kjörum.
Erfiðustu andstæðingar okkar voru ekki þeir sem sem höfðu okkur í vinnu, heldur samtök atvinnurekenda ásamt félögum okkar í ASÍ og einkum sér í lagi félagar okkar Sambandi Byggingamanna eins landsamband byggingariðnaðarmanna hét þá. Þeir voru alltaf í svikráðum við okkur og við sátum uppi með skaðann.
Þetta voru þeir félagar okkar sem húsgagnasmiðir höfðu mátt hafa á herðum sér alla tíð, okkar litla og róttæka félag var það eina afl í þessu landsambandi sem hafði eitthvað að segja þegar til verkfalla kom.
Hin iðnaðarmannafélög byggingaiðnaðarmanna voru í raun ekki verkalýðsfélög heldur blönduð iðnaðarmannafélög þar sem meistarar og sveinar voru aðilar.
Verkföll eru tvíeggja sverð og slíkum átökum er aldrei hægt að treysta á stuning annara stéttarfélaga. Það eina sem treysta má á, er að þau reyna svíkast aftan að hverjum aðila sem nær árangri. Jafnvel undir forystu virtra manna er virtist.
- Allir vinstrimenn sem láta sig heill verkafólks varða eiga að sjá þetta stykki. Síðan fylgir þessi fallega saga af blóminu sem spratt upp úr þessum hrikalega hrjóstri sem öll aðstaða og umgjörð kolanámumann var og er líklega enn.
Laun á Íslandi hækkuðu of mikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)