Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ólafur ómissandi

Það er eins við búum í Afríkulandi svo þroskað er lýðræðið á Íslandi

  • Blessaður forsetinn, þessi sem ég hef beðið fyrir í nær 20 ár á nánast hverjum sunnudegi.
    *
  • Hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að hann sjálfur sé algjörlega ómissandi fyrir Íslenska þjóð.
    *
  • Þ.e.a.s. að enginn annar íslendingur hafi getu og eða vit til að vera forseti Íslands.

Ólafur ragnar og sádi

Ég get bara sagt það, að ef ég væri svona góður með mig eða hefði ekki nema helminginn af því sjálfsáliti sem Ólafur Ragnar er með væri búið að senda mig á göngudeild fyrir löngu.  En það á auðvitað bara við um mig.

M.ö.o. hann fullyrðir nánast að íslenska þjóðin hrynji í rústir ef einhver annar verði forseti þjóðarinnar en hann.  Hann heldur því blákalt fram, að hann einn sé hæfur til að vera forseti.  Hann getur samt ekki sýnt fram á það með nokkrum hætti eða fært einhver rök fyrir því.

Það er mín skoðun að Ólafur Ragnar hafi gert fjölmörg mistök í störfum sínum í þessu embætti er hafa skaðað hagsmuni þjóðarinnar alvarlega.  

Má auðveldlega lesa um ýmis slík afglöp í rannsóknarskýrsu Alþingis. Þá brást hann þjóðinni nú á dögunum  og einkum fólkinu sem hefur fjölmennt á Austurvöll dögum saman. En einnig stórum hluta þjóðarinnar ef marka má skoðanakannanir.  

Ólafur Ragnar er að mínu mati ekki lengur forseti þjóðarinnar, heldur ýmissa aðila í stjórnmálunum á Íslandi og þeim sem tilheyra yfirstétt Íslands og vilja ekki fá neina breytingar á stéttarstöðu sinni. Það væntanlega einnig þeir sem eiga fé á Tortóla.

Ekki þarf að minna á samstarf hans með vinum sínum sem hafa nú verið dæmdir í fangelsu undanfarna mánuði. Reikna má með því að þeir þessir vinir hans eigi aðild að Tortóla skúffufyrirtækjum. 

Fólkið krafðist þess að Sigmundur Davíð færi frá sem ráðherra og að ríkisstjórnin segði af sér en Ólafur Ragnar bjargaði ríkisstjórninni fyrir horn.

Ég trúi engu af því  sem hann hefur sagt um þetta sem gerðist á Bessastöðum á milli hans og Sigmundar Davíðs.


mbl.is Ólafur aftur í forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja ekki allir stjórnmálaflokkar vera heiðarlegir?

  • Eða er Orri að gefa það í skyn að einhverjir stjórnmálaflokkar vilji ekki vera heiðarlegir?
    *
  • Ef  svo er, væri heiðarlegt af þessum fyrrum alþingismanni að segja frá því hverjir það eru, að hans mati. Það vill svo til, að jafnvel hinir óheiðarlegustu menn vilja gjarnan vera heiðarlegir. En þeir eru bara óheiðarlegir.

Ég þekki ekki vel til innan Samfylkingarinnar en mér finnst að hér sé að stíga fram aðili úr hægri armi Samfylkingarinnar sem vill vera formaður þar á bæ.

Fulltrúi þess hluta flokksins sem ákafastur er í ESB draumum og aðhyllist hreinar markaðslausnir í fiskveiðistjórnunarmálum. 

En um langa hríð hafa þessir aðilar látið lítið fara fyrir sér í flokknum eða frá því að Jóhanna varð forsætisráðherra. Þ.e.a.s. hópurinn sem hefur alltaf stutt stefnu Ingibjargar Sólrúnar í ESB málunum og stuðningsmenn samstarfsins við Sjálfstæðisflokkinn.

Orri Shcram

Öndvert við hópinn í flokknum sem er á móti aðild Íslands að ESB

Það vekur auðvitað athygli að Orrinn kallar til liðs við sig kantidat Ingibjargar Sólrúnar og núverandi borgarstjóra. En einnig fulltrúa frá nýju miðjuflokkuum.

Þótt þessir nýju miðflokkar hafi á ýmsum sviðum félagsleg viðhorf að þá hafa þeir einnig talsmenn fyrir mjög hægri sinnuð markaðs viðhorfum t.d. fiskveiðistjórnunar-og í ESB málunum

Þar fara sjónarmið þeirra saman nýju flokkanna og hægri kratanna.  Það vill svo til að allir stjórnarandstöðuflokkarnir eru sammála um um stjórnarskrártillögur stjórnlagaráðsins.


mbl.is Vilja reka heiðarleg stjórnmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérkennilegur frétta flutningur

  • Í frétt um skattagreiðslur launafólks segir að samkvæmt  árlegum samanburði OECD landa á skattgreiðslum segir að Íslands sé 22 sæti.
    *
  • Þá segir að skattbyrði hafi lítið breyst milli ára. Allt eru þetta meðaltöl og skattalækkunin á hálaunaflokknum lækkar skattbyrði að meðaltali.

Síðan segir orðrétt:
„OECD reikn­ar að venju svo­nefnd­an skattaf­leyg, sem sýn­ir hvert hlut­fallið er á milli sam­an­lagðra skatta og launa­tengdra gjalda, s.s. trygg­inga­gjalds, af heild­ar­launa­kostnaði vegna hvers starfs­manns og þess hvað starfsmaður fær í vas­ann eft­ir skatta. Þeim mun hærri sem skattaf­leyg­ur­inn er þeim mun minna ber launþeg­inn úr být­um eft­ir skatta og önn­ur gjöld“.

Ennfremur segir:
„Skattaf­leyg­ur­inn var 34% af heild­ar­launa­kostnaði at­vinnu­rek­and­ans hér á landi í fyrra, sam­kvæmt út­reikn­ing­um OECD, og hækkaði ör­lítið milli ára en er sem fyrr nokkru lægri en meðaltal OECD-land­anna sem var 35,9%“.

sjóður

Nauðsynlegt er að átta sig á því að launatengdgjöld s.s. tryggingagjöldin eru ekki gjöld eigenda fyrirtækjanna.

Þetta eru allt samningsbundin gjöld samkvæmt kjarasamningum milli samtaka launafólks og samtaka atvinnurekenda á Íslandi og þess vegna gjöld  sem starfsmenn greiða einir með vinnu sinni.

  • Það vekur auðvitað athygli að ekki er minnst á lífeyrissjóðagjöld launafólks í þessum samanburði.
    *
  • Lífeyrissjóðagjöld launafólks á Íslandi færast æ nær 15,5% af öllum launafólks.Þessi gjöld eru svo sannarlega skattar og hafa öll einkenni skatta. Því launafólk er ekki að safna í eigin sjóð sem það getur sjálft ráðstafað. M.ö.o. greiðendur hafa ekkert með þetta fé að gera, það er höndum annarra.
    *
  • Það eignast eftirlaunarétt sem er breytilegur sem eftir ýmsum breytum t.d.í rekstri sjóðanna.

Í mörgum þessum samanburðar löndum eru eftirlaun almennings alfarið kostuð með almennum sköttum launafólks.

Á Íslandi er farin blönduð leið en frjálshyggju sjóðaleiðin á að taka  alfarið við innan einhverja ára. Því eru þessar samanburðartölur ómarktækar nema að allir þessir liðir komi með inn í myndina og séu greindir sérstaklega.

Þetta frjálshyggjukerfi mismunar fólki hrikalega. Því útborguð laun fólks segir ekkert til um vinnuframlag þess í lífinu.

 


mbl.is Skattafleygurinn stendur í stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú eru prestar að svíkja málstað verkafólks

  • Greinilegt er að prestar þekkja ekki þau lögmál sem gilda á íslenskum vinnumarkaði. 

Lög um helgidagafrið hafa staðið eins og klettur í ólgusjó kjarasamninga í áratugi. Verði þau aflögð er ljóst að frídögum láglaunafólks muni fækka. Um það er óþarft að karpa.

Það myndi þýða hreina launalækkun og enn meiri lífskjararýrnun. Þessir frídagar hafa meiri og mikilvægari þýðingu fyrir láglaunafólk en aðra.

Píratar

Um þessa frídaga hefur verið rifist í áratugi við samningaborðið því atvinnurekendur hafa til þessa helst viljað sleppa þessum fríum og ef þau eru tekin ráða því hvernig launafólk tekur sín frí. Launafólk á lægstum launum hefur mjög veika stöðu gagnvart atvinnurekendum.

Þetta mun bitna  sérstaklega á láglaunafólki, fólki sem hefur veika stöðu á vinnumarkaði og  hefur ekki gagn af því að hliðra til frídögum á vorin. Fólk sem á ekki dýra bíla og á ekki sumarhús í sveit. Hefur heldur ekki það rúm fjárráð að það getir leigt sér orlofshús á lengdum helgum.

Björt framtíð

Ef þessi lagastuðningur fellur út verður ekki langt að bíða þess að bæði jól og páskafrí falla út sem slík og gefur frelsi til þess að um þessa daga verði samið í vinnustaðasamningum og síðar í kjarasamningum.

Vinnustaða-og eða kjarasamningar hafa ekki jafngildi laga. Fólk í öllum trúarsamfélögum njóta góðs af helgidaga lögunum. Lögin eru grunnur að því að allir trúarhópar geti átt rétt á frídögum samkvæmt þeirra trúarbrögðum og bjóða svo sannarlega upp á jafnrétti milli trúarhópa.

Þetta sýnir auðvitað hverskonar flokkar „Björt framtíð“ er og Píratar. Þetta skólafólk gerir sér enga grein fyrir kjörum lálaunafólks í landinu. Fólk sem ekki þekkir hvernig það er að vinna erfiðisvinnu í áratugi samkvæmt lægstu launatöxtum. Fólkið sem er almennt útslitið um fimmtugt.

Þetta eru ekki vinstri menn, því þeim dytti aldrei í hug að bera svona kjaraskerðinga viðrini á borð fyrir almenning í landinu.

Kjarasamningar hafa aldrei einir og sér tryggt launafólki hvíldartíma. Það hafa m.a. helgidagalög tengd kristinni trú gert frá öndverðu og gera enn.

 


mbl.is Prestar vilja ekki helgidagafrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir hvað standa einstakir frambjóðendur

  • Það dugir auðvitað ekki að skráð sé nákvæmlega hvort einstakir frambjóðendur til Alþingis

    eigi aðild að aflandsfélögum eða aðrir í fjölskyldu frambjóðandans.
    *
  • Það er ekki síður mikilvægt að skoða það og gefa upp eins og önnur hagsmunatengsl hverjir styðja einstaka frambjóðendur t.d. í prófkjörum og eða þingmenn.
    *
  • Þá er það einnig sterk spurning sem liggur í loftinu hvort slíkir styrkir haldi áfram eftir að frambjóðandi hefur verið kosinn á þing og hver það er sem er skráður fyrir slíkum stuðningi

Það virðist vera svipað með aumingja Jón og suma graðhesta landsins.

Þ.e.a.s. að það eru gjarnan margir menn saman sem eiga dýrustu graðhestanna. Iðulega er stofnað til formlegs rekstrarfélags um þessa dýrustu gradda landsins.

Það er ljóst að menn leggja ekki stór fé í það eiga hlut í graðhesti til þess eins að horfa á þá fylja hryssur um allar tryssur

 
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, mætti í Bítið á Bylgjunni og lýsti yfir óánægju sinni með orð Stefáns Jóns Hafstein um að þingmenn séu keyptir af sterkum hagsmunaaðilum.
 
Ummælin féllu í viðtali þar sem Stefán kynnti málþing um… STUNDIN.IS. Fyrir löngu síðan.

  • Getur verið að stóru graddarnir á Íslandi, þ.e.a.s. íslenskir útgerðarmenn með miklar veiðiheimildir á félagslegum kjörum, eigi smáaura á Tortóla?
    *
  • Er líklegt að almenningur sætti sig slíkt ef svo væri.
    *
  • Það er lenska í landinu að allir þeir sem draga fram lífið með félagslegum stuðningi séu almennt undir smásjá almennings. Þá breytir engu hvort það eru útgerðarmenn sem eru með þessar heimildir á félagslegum kjörum eða aðrir.
Ég geri ekki ráð fyrir því að almenningur geti sætt sig við slíkt ástand, Davíð.
 

mbl.is Heiðarleiki og siðbót kosningamálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varla standa ríkisstjórnarflokkarnir á móti rannsókn

  • Auðvitað er nauðsynlegt að byrja á stjórnmálamönnunum og síðan á öðrum aðilum.
    *
  • Stóriðjufyrirtækin ku vera fastakúnnar á svona stöðum

álver í straumi

 

Ég sannfærður um að þjóðin eigi í vandræðum með að sætta sig við, að ef útgerðarmenn sem eru með miklar veiðiheimildir á Íslandsmiðum með afslætti eru með aura á tortóla.

Hvað var það sem seðlabankinn var að skoða hjá Samherja?

http://www.althingi.is/altext/145/s/1152.html


mbl.is Vilja rannsóknarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipuleggjendur segjast hafa talið rúmlega 14 þúsund manns á Austurvelli

  • 6000 þúsund  segir Mogginn að einhver lögreglumaður hafi sagt.
    *
  • Þessi tala er álíka gáfuleg og talan um fjöldann síðasta mánudag. 

Það er mjög erfitt að telja þennan fjölda en eftir þeim fundum sem ég kom á eftir hrunið gæti ég verið nokkuð öruggur með,   að í dag hafi um 12000 verið mættir, sem er algjört met þegar tillit er tekið til þess, að þetta var 6. Fundurinn á sex dögum.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að því sé tekið alvarlega að 66 prósent þjóðarinnar beri lítið traust til nýju ríkisstjórnarinnar.

fundur 9. mars

Það er ljóst að leiðtogi ríkisstjórnarinnar  er að velja ranga leið sem gengur gegn vilja stórs meirihluta þjóðarinnar úr öllum flokkum. 

Það átti auðvitað að bjóða öllum flokkum á Alþingi að tilnefna menn í bráðabirgða stjórn til haustsins. 

flaggað í hálfa

Einn úr hverjum flokki og  síðan kæmu að sérfræðingar sem hefðu engin tengsl við stjórnmálaöflin í samfélaginu og hagsmunaöflin með talin.  Þar sem væri ákveðið fyrirfram hvaða stórmál væru afgreidd og hvernig.

Þar væru fyrst og fremst þrjú mál í forgangi. Afnám haftana í umsjón seðlabankans, húsnæðismál almennings, afnám verðtrygginga og nýjar reglur um hagsmunatengingar stjórnmálamanna.

Það væri eina leiðin til þess að þjóðin gæti sætt sig við bráðbirgðastjórn.

Það vakti auðvitað athygli okkar eldri fundarmanna á Austurvelli, þegar nokkrir krakkar flögguðu í hálfa stöng á gamla Sjálfstæðishúsinu.


mbl.is „Kominn tími á Píratana“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðgæðið virðist ekkert hafa breyst síðan fyrir hrun

  • Það er ekki hægt annað, en að leiða hugan að för þeirri sem tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksis og núverandi ráðherrar fóru í, er þeir mættu ársfund Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum.

Til hvers?

Fóru þau Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Ragnheiður Elín á þennan fund? En þau hafa farið fremst í flokki þeirra sem hafa viljað selja erlendum fjölþjóðafyrirtækjum raforku fyrir lítið verð eftir að þau urðu ráðherrar.

Sagt var í fréttum að þau hafi átt viðræður við ýmsa áhrifamenn í bandarísku samfélagi. Aldrei var gefið upp um hvað þessar viðræður hafi staðið í raun og veru. Þetta var einmitt á þeim tíma sem fjárhagur Sjálfstæðisflokksins stóð sem tæpast.

  • Spurningin sem hefur lifað allan þennan tíma síðan er hvort þetta fólk hafi verið að sækja um fjárhagslegan stuðning til Sjálfstæðisflokksins til að bjarga honum.
    *
  • Þá vaknar spurningin um hvað það var sem þau lofuðu að gera í staðinn.
    *
  • Því: ,,æ sér gjöf til gjalda".

Bjarni benediktsson 1

Um leið og þetta fólk kom í ríkisstjórn var þeirra fyrsta verk að opna hér allt upp á gátt fyrir bandarísk fyrirtæki að ganga hér að ódýrri orku.

  • E.t.v. hefur það verið gjaldmiðillinn.

Fólk ætti að vera búið að átta sig á þeirri staðreyn, að þá er auðvelt að fara framhjá reglum um styrki til stjórnmálaflokka.

Ég hef enga trú á því að siðvitund flokksmanna hafi breyst við reglurnar um styrki til stjórnmálaflokka og til fólks í framboðum.

Ragnheiður elín
 
 
 
Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Þórður Þórarinsson, vill ekki gefa upp hversu stóran hluta af 56 milljóna króna styrkjum sem flokkurinn fékk frá FL Group og…
KJARNINN.IS
 
  • Sigmundur Davíð er í margvíslegu samkrulli með Bjarna Benediktssyni í viðskiptum ef marka má umfjallanir um viðskiptatengsl þeirra í fjölmörgum fjölmiðlum þessa daganna. 
  •  
  • Í þeirri umfjöllun allri hlýtur að vera einhver sannleiksneisti

Enn um siðgæðið hjá núverandi stjórnarflokkum.

  • Geir Haarde fyrrum forsætisráðherra var dæmdur fyrir að brjóta stjórnarskránna. Hann er sendiherra Íslands í stærsta sendiráði Íslands.
    *
  • Hanna Birna sem hraktist úr starfi fyrir brot í starfi, er nú formaður utanríkisnefndar.
    *
  • Sigmundur Davíð er enn formaður Framsóknarflokksins í skjóli félaga sinna í þingflokknum, situr á Alþingi og hélt ræðu í þinginu algjörlega veruleikafirrtur er virðist.
    *
  • Ekkert af þessu fólki eða flokkar þeirra hafa sýnt af sér hina minnstu iðrun og eða hefur beðist afsökunar.
 

mbl.is Stjórnin stæði saman eða félli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er merki um siðleysi

  • Eitt er að hrökklast frá völdum fyrir siðleysi eins Sigmundur Davíð varð að gera fyrir alvarlegt atferli er hörmung.
    *
  • En hitt er enn alvarlegra sem er, að maðurinn sýnir enga iðrun. Hann biðst ekki afsökunar hann bara grettir sig framan í þjóðina. 

sigmundur davíð 1

Þetta er ráðherrann sem lét sig hafa það að lesa upp passíusálmanna. Er fjallar um píslarsögu Jesú, er lýsir því hvernig grimmileg yfirvöld í föðurlandi hans drápu hann fyrir það eitt að segja sínar skoðanir.

Gagnrýni hans á framkvæmd gyðingdómsins var ekki síst gagnrýni á það hvernig yfirvöld gyðinga notuðu trúarbrögð til að kúga fólkið í landinu. 

Þetta er eitt skýrasta dæmið sem við eigum úr fortíðinni um spillingu. Svona spilling þrífst enn. Þessi fyrrverandi ráðherra er auðvitað opinber fulltrúi fyrir spillingu á Íslandi.

En sálmurinn lýsir einnig þeim aðstæðum sem skáldið bjó við í lífi sínu. Fólk á Íslandi bjó við ekki ósvipaðar aðstæður hér á Íslandi fram á 20.öldina. Á sama tíma baðaði yfirstéttin sig í auðævum sínum. 

En forystumaður stjórnarinnar, fjármálaráðherra er í svipaðri stöðu en hefur tekist betur að leyna því hvernig hans málum er háttað í skattaskjólum. Í blöðum er verið að lýsa hans viðskiptaháttum.

Það er enginn aðili með peninga í skattaskjólum að ástæðulausu. Forðum sögðu hægrimenn að peningar ættu að vinna fyrir sér og þess vegna hafa menn peninga í skattaskjólum.  

Engin leið er að rekja skatta á viðkomandi til þessara aflandseyja samkv. skattrannsóknastjóra. Hvað þeir segja sjálfir er markleysa.

En þetta fólk er að koma fé sínu í gjaldeyri og frá ísl krónu. Síðan er það tapið fyrir þjóðina auk skattanna- að féð fer út úr íslensku hagkerfi og nýtist þjóðinni ekkert t.d í útlánum og fl.

Þetta þýðir miklu hærri skattagreiðslur hjá launafólki. Við sem þjóð verðum fátækari. Þannig að þetta er hið versta mál fyrir þjóð sem vantar fé t.d í Landsspítala,heilbrigðismál, samgöngumál og húsnæðismál.

 

 


mbl.is Heimta aftur völdin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland á að vera lýðveldi og Alþingi á að starfa í umboði þess

  • Þótt kosið sé til 4 ára, hlýtur þjóðin að geta gripið í taumana þegar hún telur það nauðsynlegt.
    *
  • ég trúi því vart að fjármálaráðherran hafi sagt þetta:
    *
  • að um það væri tekist hvort "lýðræðið yrði virkjað" núna, eða í september /október.

Bjarni benediktsson 1

Ég vissi ekki betur en að á Íslandi ætti alltaf að vera lýðræði. Það væri grunnurinn. Þótt kosið sé til Alþingis og þar eigi að ríkja þingræði að þá sé það gert í umboði þjóðarinnar, þ.e.a.s. lýðræðis.

Ef þjóðin vill taka í taumana hvenær sem það er, sé það lýðræðið sem ræður en ekki vafasamur ráðherra sem er að reyna að bjarga eigin skinni.

Einnig hefur komið fram í skoðanakönnunum að nær 70% svarenda þar á bæ vilji að Bjarni hætti störfum sem ráðherra.

Kanski að stjórnmálafræðingurinn hér í trossunni hafi eitthvað um þetta að segja.


mbl.is Hefðbundinn ágreiningur á þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband