Færsluflokkur: Kjaramál
14.10.2015 | 12:05
Minni réttur hjá opinberum starfsmönnum
- En hjá launafólki á almennum vinnumarkaði.
Félög opinberra starfsmanna geta ekki frestað verkfalli nema að afturkalla verkfallsboðun algjörlega.
Þetta er auðvitað mikið skaðræði fyrir báða aðila.
Samtök launafólks á almennum vinnumarkaði geta frestað verkfalli þegar forystumenn sjá að eitthvað er að gerast á milli samningsaðila, án þess að þurfa að fara í allsherjaratkvæðagreiðslur á ný.
Fyrsta skrefið til að laga til á vinnumarkaði væri að jafna verkfallsrétt allra verkalýðsfélaga í landinu.
![]() |
Hafa ekki frestað verkfallinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2015 | 15:43
Grunnskóla orðaleikur
- Þetta er auðvitað bara ómerkilegur orðaleikur.
* - Ríkið á Keflavíkurflugvöll og er með hækkuðum gjöldum á farþega sem að mestu eru erlendir ferðamenn en einnig íslenskir, er verið að leggja á eðlileg þjónustugjöld.
Er þannig renna í gegnum ríkissjóð í þetta verkefni. Þótt ekki þyrfti að fara í slíkar framkvæmdir væri eðlilegt að flugvöllurinn skilaði umtalsverðum tekjum í ríkissjóð.
Væntanlega verður þetta verkefni að mestu í umsjón Ísavia, en verður þó að fara í gegnum Alþingi. Annað væri óeðlilegt.
Þarna er m.a. verið að ákveða það, að þessar tekjur fari í að stækka flugstöðina. En það er margskonar önnur þjónusta sem ríkissjóður kostar vegna þessa mikla ferðamannastraums til Íslands.
Þá verður ríkiskassinn að afla tekna annarstaðar til að kosta það.

![]() |
70-90 milljarðar í fyrsta hluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2015 | 13:23
Eðlileg fyrirspurn
- Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar hefur beint spurningum til Bankasýslu ríkisins, sem fer með 13% eignarhlut ríkisins í bankanum, þar sem m.a. er spurt hvort salan hafi mögulega falið í sér markaðsmisnotkun.
Því er eðlilegt að fulltrúi fyrir Bankasýsluna svari fyrirspurn þingmannsins.
En ekki sá starfsmaður ARION banka sem ber ábyrgð millistjórnanda í þessu máli.
Sjaldan er auðvelt að vera vitur eftirá og gera síðan breytingar á breytni sinn er tekur mið af gefinni reynslu.
Sem sést best á þróun bankanna um þessar mundir. Þróun sem fer gegn vilja almennings í landinu. Allt virðist vera á þeirri leið sem áður setti samfélagið á hliðina 2008.
Þessi jakkaklæddi drengur hleypur á sig er hann kallar gagnrýnina eftiráspeki og þykist geta gert lítið úr fyrirspurninni. Enginn sem ekki er innvígður í þennan banka gat vitað fyrirfram hvað bankinn ætlaði sér að gera.
Því verða gerendur málsins og fulltrúar þjóðarinnar í þessu máli að gera sér grein fyrir því að atferli bankans verður að standst gagnrýni eftirá. Þ.e.a.s. þegar sannleikurinn er kominn í ljós.
Það er morgunljóst, að svona vinnubrögð eru úrelt og fara gegn viðhorfi þjóðarinnar.
![]() |
Segir gagnrýni vera eftiráspeki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2015 | 17:34
Sjálfsagt hæfur sem dómari
- En hann virðist ekki vera hæfari til að verða hæstaréttardómari en aðrir þeir sem sóttu um að eiga sæti í hæstarétti.
En spurningin er:
Hver eru tengsl Karls við Sjálfstæðisflokkinn?
Mér hefur fundist ráðamenn flokksins fela þessari LEX lögmannastofu fjölmörg mál og af því sem mér finnst miklu fleiri mál en öðrum lögmannsstofum.
Einnig tók ég eftir því að Geir Haarde gerðist þarna starfsmaður eftir að hann hrökklaðist úr starfi og það sama má segja um Baldur Guðlaugsson sem hrökklaðist úr starfi sem ráðuneytisstjóri.
Ég efast ekkert um að þarna starfi hæfir lögmenn en það starfa jafnhæfir lögmenn á öðrum lögmannssofum.
Eru tengsl á milli þessarar lögmannsstofu og Sjálfstæðisflokksins?
Ef svo er, er þá ekki rétt að það verði upplýst.
Er þá hægt fyrir yfirlýsta vinstri menn að treysta slíkum dómurum sem virðast allir hafa mikil tengsl við þennan stjórnmálaflokk.
Það er ekkert nýtt, að vinstrimenn og forystumenn ´verkalýðshreyfingunni vantreysti Hæstarétti
![]() |
Karl skipaður hæstaréttardómari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.10.2015 | 11:47
Á Íslandi eru fordómar, gagnvart þeim sem eru aðeins öðru vísi
Einelti hefur alltaf einkennt íslenskt samfélag þótt það hafi minnkað verulega, sérstaklega hjá ungu fólki.
Það hefur breytt miklu að mismunandi nemendur eru ekki lengur sett í sérstök hólf í grunnskólum landsins.
- Það er kallað skóli án aðgreiningar.
Nú er verið að sýna skemmtilega lögreglumynd í sjónvarpinu. Viðfangsefni aðalpersónanna í söguþræði myndarinnar er að finna týnd börn og raunar manndrápsfólk sem hefur komið þessum týndu einstaklingum fyrir.
- Það skemmtilega við myndina er að aðalpersónan sem er lögreglumaður er á einhverfurófi.
Leikarinn leikur þessa persónu mjög vel. Í hlutverki lögreglumannsins minnir hann mig á nokkra einhverfa nemendur sem ég hef verið með í kennarastarfinu í gegnum árin.
Þeir eru vissulega mjög misjafnir eins og aðrir nemendur. Oft eru þeir snillingar á vissu þröngu sviði en eiga jafnan í erfiðleikum með að tengjast öðru fólki.
Þetta eru mjög margir einstaklingar sem ég hef verið með á 25 ára kennsluferli. Yfirleitt flottir persónuleikar þegar maður nær sambandi við þá
![]() |
Allir unglingar verði skimaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2015 | 16:23
Alltaf er verið að fjölga stofnunum
Hægri stjórnin hamast við að fjölga stofnunum í landinu, væntanlega til að koma sínu fólki í þægilega vinnu.Væntanlega á fólkið þar að naga blýanta ofl. svoleiðis nokk.
Öll ríkisstjórnarár Davíðs Oddssonar fjölgaði ríkisstarfsmönnum gjörsamlega stjórnlaust.
Nema þegar það tókst að koma grunnskólakerfinu yfir á sveitarfélögin. En áfram greiðið ríkið launakostnaðinn til sveitarfélaganna.
- Á meðan vinstri stjórnin fækkaði stofnunum í stórum stíl. Allt var gert til að spara og fækka fólki við störf hjá peningalausum ríkissjóði
Hverskonar stjórnarhættir eru þetta?
![]() |
Stjórnstöð ferðamála stofnuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.10.2015 | 14:04
Eitt er þó alveg öruggt
Að cheeriosið er hollt að innan. Það er meira en sagt verður um eitt og annað. Gott með súrmjólkinni
![]() |
Innkalla 1,8 milljónir Cheerios pakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.10.2015 | 12:14
Ómarktæk frétt
- Ekki dugir að hafa framkvæmdastjóra samtaka atvinnurekanda einan til frásagnar um það hvers vegna slitnaði upp úr þessum samtölum.
* - Þessi samtöl verða að vera heiðarlegar og mega ekki vera til þess að þröngva opinberum starfsmönnum til áhrifaleysis.
* - Samræðurnar verða að ganga út á það að skapa jafnræði milli hópa launafólks
* Það er a.m.k. ljóst, að allir aðilar á vinnumarkaði hvort sem það eru félög launafólks á hinum almenna vinnumarkaði eða opinberir starfsmenn verða allir hópar að standa jafnir þegar kemur að kjarasamningagerð.
*- Öðru vísi getur aldrei skapast sátt. Ekki er ólíklegt að samtök atvinnurekenda reyni nú að neyta aflsmunar með sína ríkisstjórn að bakhjarli.
Frá upphafi til enda og að lokasamningsgerð sé þá sameiginleg. Enda verða félög launafólks að komast að eðlilegri launataxtaskipan og taka verður tillit til kostnaðar sem fólk leggur á sig í námi.
Þeim kostnaði er e.t.v. eðlilegt að gera öðruvísi en nú er gert sem gæti verið vísir að jafnari tekjuskiptingu milli atvinnustétta innanlands.
Allt annað væri óeðlilegt og það gengur ekki lengur. Þá er ljóst að atvinnurekendur verða að bera ábyrgð á sínum gjörðum. Þ.e.a.s. að velta ekki öllum kostnaðarauka vegna kjaramála út í verðlag.
Líklega verður að semja um framleiðniaukningu á hverjum tíma í mismunandi starfsgreinum. Greinilega verður að semja um þá hlið einnig, þar sem atvinnurekendur hafa gjarnan eyðilagt gerða kjarasamninga áður en blekið er þurrt á undirskriftum. Það er ekki eðlilegt að þeir hafi bara frítt spil. Um þetta má semja eins og annað.
Þegar gerðir eru samningar, þá gengur ekki að gera eftirá samninga með það sama í ýmsum atvinnugreinum eins og tíðkast hefur.
Án þess að opinberir starfsmenn fái viðlíka hækkanir og gerst hefur að meðaltali hjá á hinu almenna markaði.
Það verða að ríkja heilindi milli aðila og allir verða að vera virkir aðilar. Ekki bara sumir. Ekki gengur heldur að sumir aðilar séu notaðir til að kljúfa einingu hreyfingarinnar eins og tíðkast hefur frá 1990.
En í ,,þjóðarsáttarsmningunum" 1990 var opinberum starfsmönnum haldið úti í kuldanum. M.ö.o. þetta voru aldrei neinir þjóðarsáttar samningar. Þeir þurftu bara að þiggja það sem að þeim var rétt.
Ef þessa leið á að feta verða allir að vera samstiga og eiga eðlilega aðkomu að samningsgerðinni, en það er ekki víst að slík leið sé alltaf réttmæt.
Eina líklega leiðin til árangurs er að heildarsamtök allra launamanna myndi sér sameiginlega stefnu um málið áður enn farið er í viðræður aðila handan við samningaborðið
![]() |
Slitnaði upp úr viðræðum SALEKS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.10.2015 | 12:12
Ótrúlegar ranghugmyndir eins þingmanns
- Sjálfstæðisflokksins og varaformanns fjárlaganefndar.
* - Hann talar fyrir enn frekari ríkisstyrkjum til banka og fyrirtækja.
Kemur þessi maður úr grárri fornöld eða er hann talsmaður bankakerfisins á Íslandi sem hefur komist upp með að okra á almenningi allar götur frá 1983 þegar bankavextir voru gefnir frjálsir?
- Samt tókst bönkunum að fara í þrot?
Það hefur legið ljóst fyrir á 2. áratug að okurvextir bankanna eru að sliga allt venjulegt launafólk á Íslandi. Af þessum sökum getur venjulegt fólk ekki keypt sér litlar íbúðir í fjölbýlishúsi.
Einnig vegna þess að íbúðarverð er óbærilega hátt og byggingariðnaðurinn stendur sig ekki í stykkinu.
Launakostnaður miðað við afköst þessa iðnaðar er allt of mikill og hann hefur hækkað verulega frá fyrri tímum. Framleiðni greinarinnar er haldið uppi með okri.
Það er ekki eðlilegt að launafólk geti ekki keypt litlar íbúðir. Fyrir 60 árum gátu barnafjölskyldur jafnvel eignast einbýlishús þrátt fyrir að fyrirvinnur þeirra væru ófaglærðar.
Síðan stendur ríkissjóður í því að niðurgreiða vexti af húsnæðislánum einkabankanna. Það er auðvitað ekkert annað en styrkir til bankakerfis sem vinnur gegn hagsmunum almennings í landinu. Vextir eru allt of háir til viðbótar við verðtryggingu
Þá vill hann að íbúar á Íslandi niðurgreiði lóðaverð til byggingafyrirtækja. Hann er svo barnalegur að halda að það lækki íbúðarverð.
Það er augljóst að þessi maður þekkir ekki hvernig frjálst verðlagskerfi virkar. Ég veit ekki til þess að sveitarfélög séu að græða á lóðasölu. Ekki einu sinni í Reykjavík.
Byggingariðnaður býr ekki við neina samkeppni og gera þarf ráðstafanir til að liðka fyrir innflutningi á erlendum húsum til landsins. Það myndi á stuttum tíma lækka íbúðarverð.
Síðan þarf að efla íbúðalánasjóð og breyta starfs-skilyrðum hans svo hann geti lánað til íbúðakaupa á lægri vöxtum. Það er vel hægt er vilji er til þess.
Það væri miklu eðlilegri félagsleg aðgerð en að styrkja einkabankanna.Ef Landsbankinn yrði samfélagsbanki til framtíðar mætti starfrækja Íbúðalánasjóð í lítilli deild innan bankans. Svipaðar hugmyndir komu frá þessum sama þingmanni fyrir tveim árum eða svo.

![]() |
Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2015 | 18:26
Allir eru þeir eins
- Hagmuna aðilarnir.
Það er eins með ferðaþjónustuaðilanna og aðra í atvinnurekstri. Þeir vilja að allt lúti að hagsmunum og vilja þessara aðila.
Allir eiga a beygja sig og bugta fyrir þessa aðila.
Enginn aðili gerir eins miklar kröfur á samfélagið með hvers kyns framkvæmdir tengdum samgöngum allann ársins hring sem til þessa hefur ekki verið vani.
- Það er sérstaklega mikilvægt að til séu samtök almennra áhugamanna um umhverfismál sem huga að hagsmunum náttúrunnar í umhverfi íslendinga.
* - Það er mikilvægt, að vegagerðin fari að lögum er hún ákveður að byggja upp nýjan veg um Kjöl.
Ekki nægir að einstakar sveitarstjórnir setji sig ekki upp á móti framkvæmdum t.d. um hálendi Íslands. Líklegt er að viðhorf sveitarstjórna ráðist af þröngum hagsmunum fyrirtækja í slíkum sveitarfélögum.
Ný vegalögn um Kjöl er viðkvæmt mál. Því er mikilvægt að til þess að sátt náist um slíka framkvæmd meðal landsmanna, er að fram fari umhverfismat. En ef þetta liggur ljóst fyrir mun slík matsgerð taka stuttan tíma.
- Hagsmunir þjóðarinnar eru stærri en hagsmunir ferðaþjónustuaðila.
![]() |
Undrast framgöngu Landverndar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)