Færsluflokkur: Dægurmál
7.1.2016 | 11:08
Ríkisstjórnin fylgir stefnu ESB í öllum helstu málum
- Öfugt við það sem vinstri stjórnin gerði.
* - Þetta er ansi kostuleg staða hjá stjórnmálamönnum, þó einkum hjá ríkisstjórn útgerðarinnar á Íslandi.
* - Framsóknarmönnum þótti hentugt að skipta um kúrs í afstöðu sinni gagnvart ESB skömmu eftir að Sigmundur Davíð var kosinn formaður.
Það var greinilega talið vænlegt fyrir flokkinn í atkvæðastríðinu og sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn.
En eftir að útgerðin keypti þrotabú Moggans snéri sá flokkur stefnunni um 180°. Ráðinn var hlýðinn ritstjóri sem reyndar tók kúrsinn á innri forstofu ESB á sinni tíð sem ráðherra og Ísland gerðist aðili að EES.
Núverandi utanríkisráðherra tók hlutverk sitt alvarlega og gerðist helsti andstæðingur ESB á Alþingi sem óbreyttur þingmaður.
Síðan þegar núverandi ríkisstjórn er mynduð hlýtur hann hnossið og gerist ráðherra utanríkismála. Hann hefur tilkynnt ESB, að núverandi ríkisstjórn sé andstæð aðild Íslands að ESB.
Samt sem áður fylgir þessi ríkisstjórn stefnu í ESB í öllum stærri málum. Öfugt við það sem fyrri ríkisstjórn gerir. Nú er auðvitað svo komið að erlendir aðilar geta ekki tekið mark á þessari ríkisstjórn.
Eigandi stjórnarinnar hefur nú bankað í borðið og krefst breytinga á utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. Þar sem hún sinnir ekki hagsmunum gamla LÍÚ nógu vel. Það eru m.ö.o. komnir brestir í sambúðina.

![]() |
Skiptir ekki um skoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.1.2016 | 22:41
menn finna sér ýmislegt til dundurs
ætli ,,mánsari" verði þá orðið um mánudagsmanninn. Þ.e.a.s. þann sem þarf mánudaginn a.m.k. til að jafna sig eftir helgarnar.

![]() |
Fössari orð síðasta árs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2016 | 20:57
Er þetta tillaga að nýrri opinberri ríkisstofnun
- Getur verið að slíkar hugmyndir séu í gangi nú í viðræðunum um nýja búfjársamninga?
En Landsamband sauðfjárbænda segir að mikil sóknarfæri séu í útflutningi á lambakjöti. Væntanlega reikna þessir bændur með því að skattgreiðendur niðurgreiði slíka kjötframleiðslu.
En fram kemur í greiningu markaðsráðgjafar fyrirtækinu Kom, að markaðsmöguleikar séu miklir.
Einnig séu tækifæri í betri nýtingu á lambakjöti með sjálfbærni að leiðarljósi.
Fyrirtækið leggur til að stofnuð verði Markaðsstofa sauðfjárafurða er héldi utan um markaðsstarf sauðfjárbænda.
Vert er að skoða álit Ólafar Arnalds á beitarskilyrðum sauðfjár á Íslandi sem fjölmiðlar hafa nýverið birt frétt um og þar segir m.a.:
Víða fer beit fram á landi í viðunandi og jafnvel ágætu ástandi; á frjósömum vistkerfum sem henta vel til sauðfjárbeitar.
En á stórum svæðum er ástand auðlinda meðal þess versta sem þekkist á jörðinni, auðnir og rofsvæði. Það er mikilvægt að nýting slíkra svæða til beitar verði hætt.
Einnig er mikilvægt að hætta beit og byggja upp vistkerfi í nágrenni mikilvirkustu eldstöðva landsins. Verst förnu beitarsvæðin er jafnframt að finna á hinu eldvirka belti.
Vistspor kjötframleiðslu á þessum svæðum er með því stærsta sem þekkist í matvælaframleiðslu í heiminum öllum. En á þeim gengur minnihluti fjárstofns landsmanna.
Það getur tæplega verið vistvæn og eða sjálfbær framleiðsla á lambakjöti ef fénu er beitt á örfoka land eins og nú er gert.
Þótt bændur eigi tiltekinn eignarrétt á landi á þjóðin landið allt sem slíkt. Það er ekki sama hvernig farið er með þau auðævi þjóðarinnar og síðan er það auðvitað spurningin um greiðslu til þjóðarinnar fyrir fénýtingu á gæðum landsins.
- Það kemur auðvitað ekki þjóðinni ekkert við þótt þessi samtök bænda stofni með sér markaðsskrifstofu enda er það ekki þjóðarinnar að standa undir kosnaði af slíku.
- Það er heldur ekki verkefni þjóðarinnar að greiða með kjötframleiðslu til útflutnings. Það getur ekki talist vera félagsleg aðgerð að niðurgreiða kjöt fyrir útlendinga
Búfjársamningar og sjálfbær landnýting - Vísir
![]() |
Mikil sóknarfæri fyrir lambakjötið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.1.2016 | 20:33
Við fögnum þessari innborgun
- Inn á skuld Sjálfstæðisflokksins við þjóðina
Þegar vinstri stjórnin tók við þá var Seðlabankinn gjaldþrota. Greitt var af þeirri skuld í dag hátt i fimmtíu miljarðar króna. Það er gott, en það er rétt að muna hver á þessa skuld; hana á Sjálfstæðisflokkurinn.
Icesave er lítið mál í þessum samanburði - enda er þrotabú Landsbankans búið að borga það eins og samið var um á miðju ári 2009.
Svavar Gestsson.

Er um að ræða eina stærstu einstöku afborgun af skuldum ríkissjóðs til þessa. Þetta kemur fram á vef fjármálaráðuneytisins.
![]() |
Skuldastaða ríkissjóðs batnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
- Sú túlkun Ólafs Ragnars að forsetinn sé sérstakur fulltrúi og umboðsmaður þjóðarinnar hefur tvímælalaust aflað honum kjörfylgis segir Björg Thorarensen prófessor við Háskóla Íslands.
Hún segir hann hafa skýrt þetta út mjög nákvæmlega eftir sjónarmiðum sem RUV.IS
* - Svona orðalag hafa margir einræðisherrar notað í gegnum tíðina þegar þeir telja sig geta tekið völd af lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum í þágu þjóðar sinnar.
* - En slíkir aðilar hafa jafnan haft stuðning af her í eigin landi. Því er ekki til að dreifa á Íslandi og þess vegna er þetta furðulegt og kanski einstætt.
Nægir að nefna Frankó og síðan einsflokkakerfið sem var t.d. í Rússlandi, þá má nefna norður Kóreu sem dæmi.
Þar eru einnig trúarbrögðin sveigð að vilja einræðisherrans en í Rússlandi voru þau bönnuð.
Ég er ekki að segja að okkar maður líkist þessum aðilum það er af og frá.
En þetta er auðvitað algjörlega fráleit skýring forsetans á eigin háttarlagi.
Síðan eru menn að guma af þroskuðu lýðræði og þingræði á Íslandi .
Þá er það auðvitað alvarlegur lasleiki á lýðveldinu Ísland að einhver einn aðili þó hann sé forseti komist upp með svona valdbeitingu.
Það hlýtur að vera vegna þekkingarleysi alþingismanna og ráðherra. Það er a.m.k. eitthvað að.
Mér dettur í hug hvort þetta hafi ekki verið brot á stjórnarskránni.
Auðvitað nauðsynlegt að breyta stjórnarskránni og eða kæra málið til Landsdóms til að fá úrskurð.
Það á ekki að vera í valdi forsetans að taka sér það vald sem hann hefur komist upp með, án þess að það sé skoðað af fræðimönnum í lögfræði hvort kenningar forsetans standist. Landsdómur er líklega eðlilegur aðili til að fjalla um slík mál.
- Hið eðlilega í þessu máli er að hægt sé að vísa málum til þjóðarinnar án milligöngu forsetans. Það yrði þá gert eftir ákveðnum leikreglum lýðveldisins.
* - Þar kæmi til greina að ákveðinn fjöldi kjósenda gæti gert um það kröfur en einnig að minnihluti þingmanna getir farið fram á slíkt með rökstuddum hætti.
Það er algjörlega fráleitt að forseti lýðveldisins eigi að skilgreina völd sín sjálfur og vinnulag.
Það á stjórnarskrá að gera skilmerkilega og nákvæmlega. Það verður að vera hægt að koma í veg fyrir svona gerræði í framtíð Íslands.

![]() |
Sömu kröfur gerðar frá 1952 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2016 | 12:30
Nýr kröftugur predikari þjóðkirkjunnar
- Kominn er til starfa hjá þjóðkirkunni prestur sem segir það sem honum býr í brjósti og það framan í heiminn.
* - Hann bendir á, að hin gömlu íslensku gildi þar sem einhver yfirstétt hikar ekki við að ræna þjóðina, sauðsvartan almenning sem áfram skal halda í álögum.
* - Þessari yfirstétt er síðan hlíft á meðan lögreglan eltist við menn sem hnupla sér brauði til að seðja sárasta hungrið. Löggan er með þyrlur og tugi lögreglumanna. Sjónvarpsstöðvar standa á öndinni og segja bra bra.
Minnir mig óneitanlega á Hróa hött sem er persóna úr enskum þjóðsögum frá miðöldum.
Sögur frá Skírisskógi í Nottinghamshire í Englandi.
Hann var sagður mikil hetja sem berst gegn óréttlæti og harðstjórn og er þekktur fyrir að stela frá þeim ríku til að gefa þeim fátæku.
Hrói höttur er því orðinn eins konar staðalímynd manneskju sem er tilbúin til að fórna sér gegn óbil-gjörnum yfirvöldum´. Í sögunum er fógetinn í Nottingham mikill harðstjóri sem misnotar stöðu sína til að bæta eigin hag t.d. með ólögmætum eignaupptökum á landi, ofursköttum og ofsóknum á hendur hinum fátæku.
Hér á Íslandi virðast lög landsins alltaf hlífa þeim sem síst skyldi. Rétt eins og yfirstéttinni var hlíft í þessu nágrannaríki okkar.
Þeir sem ræna óverulegum fjárhæðum, eins og það er orðað, úr banka með trefla fyrir andlitinu eru eltir uppi af þyrlum Landhelgisgæslunnar, á meðan þeir sem ræna banka inn að skinni og rúmlega það innan frá kaupa sér fjölmiðlaveldi fyrir ágóðann til að reka áróður fyrir hagsmunum sínum.
Þetta er meðal þess sem kom fram í nýársprédikun sr. Davíðs Þórs Jónssonar, héraðsprests í Austurlandsprófastsdæmi.
Þessi lýsing passar alveg við þá tilfinningu sem almenningur hefur upplifað hér á Íslandi síðustu áratugina.
Spilling er það, sem náði hámarki árið 2008 og síðan hrundi spilaborgin. Menn sem létu sem stóreignamenn keyptu stjórnmálaflokkanna sem voru við völd til að hygla sér og sínum.
Nú horfir almenningur á samskonar þróun gerjast í landinu og varð fram að hruni. Spillingin er farin að láta kræla á sér á ný. Hverskyns fyrirtæki og hagsmunaöfl stjórna landinu í dag.
Fyrir dómstólum sést að afbrota aðilum er hlíft, lögin virðast vera þeim í hag. Hvítflibbamenn á Íslandi fleyta rjóman af verðmætum þjóðarinnar og fénýta hann.
Hræsni og skinhelgi vaða uppi. Varað er við hryðjuverkum á meðan við stöndum aðgerðarlaus álengdar og horfum upp á menn, konur og börn, sem eru að flýja þessa nákvæmlega sömu hryðjuverkamenn, fólk frá löndum þar sem þeir eru raunverulega að ganga berserksgang, drukkna í brimróti við Grikklandsstrendur.
Jafnvel heyrist fullyrt að við eigum ekki að veita sveltandi og frjósandi fólki mat og húsaskjól af því að við getum ekki líka veitt því fyrsta flokks sálfræðiþjónustu.
- Takk fyrir góð orð Davíð Þór, takk fyrir að nota predikunarstólinn til að segja sannleikann eins og hann birtist í nútímanum.
Hér má lesa prédikunina í heild sinni.
![]() |
Davíð Þór: Við höfum brugðist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.1.2016 | 00:00
Þjóðaratkvæðagreiðsla
- Ef þetta er rétt fullyrðing hjá forstjóra Haga er full ástæða til þess að þjóðin fái að taka afstöðu til slíks samnings í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það er auðvitað þjóðin sem stendur uppi með slíkan samning með hækkuðum sköttum og væntanlega einnig í hækkuðu vöruverði.
Þá er reynsla almennings sú, að þeir stjórnmálaflokkar sem nú mynda ríkisstjórn hafa oft áður gert slíka samninga við bændur á kostnað skattgreiðenda og neytenda í landinu.
Þeir virðast gjarnan hafa verið gerðir á laun í bakherbergjum, síðan nauðgað í gegnum Alþingi.
Einnig virðist staðan vera sú að fjölmörgum afurðarstöðum er beinlínis haldið uppi fyrir skattfé almennings. Slíkt er auðvitað fullkomlega óeðlilegt að byggðarstyrkjum til bænda og rekstrarvanda samkeppnisfyrirtækja sé blandað saman.
Það getur verið eðlilegt að taka upp byggðarstyrki fyrir ákveðinn hluta launafólks, eftirlaunafólks, öryrkja og bændur sem búa víðsfjarri stærri þéttbýliskjörnum.
Það yrði þá að vera viðurkennt að sé félagsleg aðgerð þar sem farið er eftir fyrirfram ákveðnum reglum um félagslega aðstoð við fólk en ekki fyrirtæki.
M.ö.o. félagslegir byggðastyrkir er færi þá í gegnum Tryggingastofnun eins og aðrir félagslegir styrkir.
![]() |
Á við þrefalt Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
1.1.2016 | 17:46
Afrekið staðfestist svo sannarlega
- Það er auðvelt að fallast á það, að meðferð Ólafs Ragnars á Icesave málinu hafi verið hans stærsta kosninga afrek.

Þetta gerir hann eftir að Alþingi hafði þegar samþykkt lög um samninga sem þegar voru í fullu gildi og hann hafði undirritað sem forseti.
- Þá þegar voru íslendingar að greiða þessa skuld með eignum þrotabús Landsbankans hf og nú er hún að fullu greidd. Þannig að allar forgangskröfur voru greiddar.
Hans gjörningur hafði ekkert gildi og það vissi hann þegar hann stóð að þessu leikriti. Þjóðin tapaði miklu fé. En farsinn tryggði honum forsetaembættið.
- Rétt er að muna það, að Bjarni Benediktsson flutti frumvarp á Alþingi þar sem lagt var til að Alþingi samþykkti samning sem ríkisstjórn Geirs Haarde bar ábyrð á.
* - Alþingi hunsaði þá samninga.
* - Líklega stóð það í mörgum þingmanninum.
Heiðarlegt er að geta þess, að samningastaðan var mjög erfið í fyrstu þegar Baldursnefndin og Svavars nefndin störfuðu.
Það var í raun unnið afrek, en afrek forsetans var þó ekki í þágu þjóðarinnar að mínu mati.
![]() |
Icesave-málið stærsta afrek Ólafs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.12.2015 | 17:05
Evrópumet í aumingjaskap hjá kaupmönnum
- Nú er að verða ljóst að áróðursmeistari félags atvinnurekenda í verslunarrekstri er við það að setja Evrópumet í barlóm og hvers kyns blaðri.
Nú vill hann að skattgreiðendur einir greiði samfélagskostnaðinn af áfengissölu og neyslu í landinu. En þeir sem flytja þetta fíkniefni til landsins maki bara krókinn og fái hækkaða álagningu.
Það er alveg ótrúlegt að menn sem selja og eða vilja drekka vín skuli ekki tíma að greiða einhverja smápeninga í söluskatt af áfengi.
Það er nú meiri aumingja skapurinn. Þeir vilja láta þá sem ekki nota slíka vöru eða lítið af henni bera samfélagskostnaðinn sem hlýst af þessu efnum.
- Ég sem hélt alltaf að það væri eitt meginstefið í stefnu hægri manna, að þeir sem þyrftu að nota þjónustu opinberra aðila greiddu sjálfir fyrir hana en ekki almennir skattgreiðendur.
Síðan má alveg rifja það upp, að búið að ákveða að fella niður vörugjöld og tolla af mörgum vörutegundum sem nánast engar líkur eru á að skili sér til almennings í landinu.
Sem verði bara til þess að álagning kaupmanna eykst sem nemur þessari lækkun á gjöldum.
Það sama ætti sér stað með brennivínsgjaldið. Ef skattar eru lækkaðir enn frekar, hækkar álagning innflytjenda á víninu.
Áróður Ólafs í þessum málum er oft gruggugur rétt eins og algengt er með landann.
Ég fékk gamlan ,,Svarta dauða" úti á Kanarí í haust er ég borðaði á ,,Dönsku kránni" flott nautakjöt. Svona alvöru snafs þegar ég greiddi reikninginn.
Þeir sem ekki tíma að greiða fyrir vínið eiga að láta það vera að smakka það og fara í meðferð.
![]() |
Endurheimtum Evrópumet í áfengisgjöldum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2015 | 13:31
Jólakveðjur
- Kæru vinir, bæði frændfólk og félagar í netheimum, ykkur vil ég senda mínu bestu óskir um hamingjuríka jólahátíð og farsæld á nýju ári.
Það varð ljóst nú skömmu fyrir jólin að íslendingar eignuðust vitnisburð um tilveru frelsaras með þessari mynd af albanska drengnum sem var sóttur um miðja nótt til að flytja hann alvarlega veikan í burtu frá landinu.
Sjá má á myndinni að drengurinn gætir bangsans mjög vel sem minnti okkur íslendinga á skyldur okkar gagnvart þessum dreng og raunar öðrum börnum sem okkur er falið að gæta og fara með eins og væri okkar minnstu bræður og systur.
Nú er góður tími fyrir okkur eftirlaunafólk sem höfum alla ævina stritað samkvæmt lægstu launaflokkum, að ganga hægt um gleðinnar dyr um hátíðarnar og gá vel að okkur.
Um leið og við skimum eftir börnum sem þurfa á okkur að halda.
Þessi bær í Svefneyjum var fæðingastaður afa míns. Hann var raunar fóstri pabba. En faðir minn fæddist verbúðum í Keflavík á Hellissandi og eru löngu farnar undir sjó.
Hann var fluttur hreppaflutningum til Svefneyja 1920 og ólst síðan upp í Skáleyjum. Þau bæjarhús eru löngu farin undir gras enda í sama stíl og bæjarhúsin sem myndin sýnir.
Þannig minnumst við best foreldra okkar sem ólust upp í örbirgð á Íslandi í gjarnan í kulda og trekk í ónýtum húsum um þetta leiti ársins. Þá gat trosið komið sér vel í þurrabúðunum þegar lítið var annað að fá til matar.
Gleðileg Jól kæru vinir, munum að Jesú sem við minnumst nú jólin var flóttamaður stærstan hluta úr ævi sinni.

Dægurmál | Breytt 23.12.2015 kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)