Færsluflokkur: Dægurmál
17.7.2013 | 10:16
Eftir höfðinu dansa limirnir
Inntökupróf í háskóla og síðan í framhaldskóla
- Getur fætt af sér miklu fjölbreyttara nám á háskóla- og á framhaldskólastigi heldur en nú er á Íslandi. En sömu latínu námsgreinarnar hafa verið ráðandi um það hvaða nemendur komast í gegnum nám og allsstaðar með sama vægi í námsmati samkvæmt samræmdri námskár framhaldskólanna.
Þetta er eitt af því sem veldur miklu brottfalli á framhaldsskólastigi og hefur komið í veg fyrir nægilega fjölbreytninámskráa framhaldskólanna og um leið fjölbreytni í inntaki náms og mismunandi námskröfur í mismunandi námsgreinum.
Það er augljóst að mismunandi deildir í háskólanámi hljóta að vilja leggja mismunandi áherslur á þekkingu þeirra nemenda sem sækja nám í deildirnar og náms bakgrunn. Þessi hugsun skapar framhaldskólum sem leggja áherslu á undirbúning nemenda sinna til háskólanáms miklu meiri möguleika til fjölbreytileika. Nokkuð sem er atvinnulífinu bráðnauðsynlegt.
Að sama skapi er eðlilegt að framhaldskólar sem leggja það fyrir sig að útskrifa nemendur með hverskonar starfsmenntun að þeir geti sett fram námskrár sem eru nánast sniðnar fyrir starfsgreinarnar sem skólarnir sinna og geti þá um leið sett fram auknar námskröfur á sérhæfðum sviðum atvinnulífsins en með minni latínugreinakröfur.
Þetta skapar einnig grunnskólunum tækifæri til að útskrifa nemendur með verulega mismunandi áherslur. Um að nám geti farið fram eftir einstaklingsmiðuðum hæfileikum nemenda í skólunum og t.d. í stærri byggðarlögum gætu skólarnir haft með sér verulegt samstarf og verkaskiptingar.
Allt þetta gæti skapað meiri fjölbreytni í íslensku samfélagi til farmtíðar og að miklu hærra hlutfall einstaklinga ljúki framhaldsnámi án þess að slá af námskröfum þegar á heildina er litið. Árangur í námi fjögurra námsgreina getur ekki verið eðlilegur og eða réttmætur mælikvarði á almenna menntun.
Fjölmörgum t.d. iðngreinum er að blæða út hægt en örugglega, m.a. vegna þess að það vantar ungt fólk með fagmenntun til starfa í greinunum.
Ekki gengur að láta hagsmuni kennarastéttarinnar og eða annara hagsmunahópa ráða því að miklu leiti hvernig skólakerfið er byggt upp. En þannig er það og hefur lengi verið. Það eiga að vera hagsmunir nemenda og samfélagsins sem heildar sem eiga að ráða för.
![]() |
HÍ fjölgar hugsanlega inntökuprófum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2013 | 21:50
Hann hefur fórnað sjálfum sér fyrir réttlætið
- Edward Snowden hefur nú hlotið tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels.
Ég er hjartanlega sammála þessari hugmynd. Eddi hefur þegar gert mikið gagn í þágu friðar rétt eins og fleiri uppljóstrar undanfarin þrjú til fjögur ár.
Hann hefur ekki gengið að því gruflandi hvað afleiðingar það hefði fyrir hann að upplýsa þjóðir heimsins um tvískinnung hervelsisins.
Ef hann fengi nú þessi friðarverðlaun, væri spennandi að vita hvort Bandaríkin myndi hegða sér eins og stórveldið kína um árið
Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden sem hefur seinustu vikur dvalist á alþjóðaflugvellinum í Moskvu hefur nú hlotið tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels. Í tilnefningunni, sem er komin frá sænska félagsfræðiprófessornum Stefan Svallfors, segir að uppljóstranir Snowden séu hetjudáð sem hafi kostað hann sjálfan gríðarlega en gert einstaklingum um heim allan kleift að halda uppi vörnum fyrir réttindum sínum og frelsi.
Þá segir einnig í tilnefningunni að með því að veita Snowden verðlaunin mætti vega upp á móti hinni illa ígrunduðu ákvörðun um að veita Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, verðlaunin árið 2009.
Nóbelsverðlaunanefndin hefur tekið við tilnefningunni og segir að hún verði tekin til athugunar.
Þetta kemur fram á vef RT.
![]() |
Sækir um tímabundið hæli í Rússlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2013 | 15:06
Barnatrúin er sterk hjá ráðherranum
- Hefur greinilega ekkert haggast frá uppeldinu á Dalvík við fótskör svörtustu íhaldsmanna þar í sveit við útgerð og annan skyldann rekstur.
-- - Trúin er sterk á einkareksurinn þrátt fyrir starf sitt í sveitastjórnum og á Alþingi um langt árabil. En hann hefur setið stjórnum fjölmargra fyrirtækja. Guggan er skipsnafn sem dúkkar upp í hans starfsferli.

En í þessi viðtali sagði Kristján Júlíusson fleira sem fer á skjön við það sem það sem D-listafólk sagði fyrir síðustu kosningar.
Aðrir færari um að reka heilbrigðisþjónustuna en ríkið (Vísir.is)
Kristján segir aðra færari að reka heilbrigðisþjónustuna en ríkið. Sterk er hans trú eftir mesta hrun Íslands þegar einkareksturinn brást og setti þjóðarskútuna á hliðina og hundruð fyrirtækja í þrot. Málið er, að skoða fyrir hverja heilbrigðiskerfið er og hvernig það er hagkvæmast í rekstri svo það þjóni öllum íslendingum. Eins og þeim landsmönnum sem draga fram lífið á tekjum sem eru við fátækramörk, vegna þess að íslenskt atvinnulíf er svo bágborið að geta ekki greitt mannsæmandi laun og hefur getað það.
Ráðherrann hefur nákvæmlega ekkert fyrir sér í þessu máli og ekkert þessu til sönnunar. Í öllum nágrannríkjum Íslands er heilbrigðisþjónusta í höndum ríkisvaldsins og þar njóta þegnarnir nánast ókeypis þjónustu á öllum sviðum. Í þessum löndum er heilbrigðist þjónustan best í heiminum og hún er þegnunum ódýrust svo ekki fari neitt milli mála. Einnig skattalega.
Þar sem blöndun hefur verið reynd eins og t.d. í Svíþjóð hefur sú blöndun gefist illa rétt eins og á Íslandi. Slíkri blöndun fylgir einnig spilling. Hér í landi hafa fátæklingar þurft að neita sér um þann lúxus að nýta sér eðlilegrar heilbrigðisþjónustu.
Í Bandaríkjunum er heilbrigðisþjónustan slök fyrir almenning og hún er dýr fyrir samfélagið. Það kostar stórfé fyrir einstaklinga að sækja sér þjónustu heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum. Kristján eins og flokksystkini hans sækja sér boðskapinn til Repúblikanaflokksins. En þar á flokkur Kristjáns að jafnaði fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum boðað þannig heilbrigðiskerfi vilja þeir hafa.
En afskipti Sjálfstæðisflokksins af heilbrigðiskerfinu í gegnum tíðina hafa laskað mjög verulega heilbrigðisþjónustuna á Íslandi og einkum á landsbyggðinni. Það kostar nú þegar stórfé að sækja sér þjónustu heibrigðiskerfisins vegna þessarar stefnumótunar Sjálfstæðisflokksins.
Heilbrigðiskerfið á að vera fyrir fólkið í landinu, hvar sem það býr og því eru hagmunir af rekstri þess miklu flóknari en rekstur á fyrirtækjum sem eiga skila peningum í hagnað.
Hagnaður af heilbrigðiskerfinu er ekki síst metin af þeirri þjónustu sem það veitir öllum þegnum þjóðarinnar, á viðráðanlegum kjörum. Inni í því mati verða kjörin að vera unandi fyrir það fólk sem býr við lífskjör sem eru við og undir fátækrarmörkum.
- Það er engin þjóðarsátt um að einkavæða heilbrigðiskerfið og heilsugæsluna frekar en nú er þegar.
![]() |
Áfram haldið þrátt fyrir óvissu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2013 | 07:45
Þráhyggja stjórnmálamanns
- Er virðist einungis hafa sjálfhverfa stefnu í stjórnmálum er ræðst af persónulegum hagsmunum.
. - En það má vel vera að AGS hafi leikið þann leik í samstarfi við íslensk stjórnvöld að ofmeta árangur í efnahagstjórn á Íslandi til að blekkja erlenda lánadrottna.
En slíkar ályktanir verður að taka með varúð, vegna þess að tæplega fer AGS að leggja orðspor sitt í hættu fyrir lítið land eins og Ísland. Því sannleikurinn kemur ævinlega fljótt í ljós.
Auk þess sem það var nauðsynlegt í allri rústabjörgun sem fram fór á Íslandi í efnahagsmálum eftir hrun Íslands að leita neyðaraðstoðar hjá öðrum ríkjum. Slík aðstoð fékkst ekki nema að AGS kæmi að málum.
En vissulega eru félagar í VG enn í andstöðu við AGS, það hefur í engu breyst. En Lilja hefur aldrei skilið að VG sem flokkur fórnaði sér í þá rústabjörgun sem nauð-synleg var til að þjóðin gæti risið upp úr rústunum. Varð að sætta sig við ákvarðanir sem höfðu þegar verið teknar í samningum við aðrar þjóðir. VG stóð dyggan vörð um hagsmuni þeirra sem verst stóðu í samfélaginu og það viðurkenna allir.
Ríkisstjórnina sem hrökklaðis frá völdum hafði þegar tekið upp samstarf við AGS með stuðningi allra stórnmálaflokka á Alþingi auk þess allra helstu hagsmuna afla í landinu. Eini aðilinn sem var á móti var VG. Það var vegna hversu skaðræðislegur aðili AGS hafði verið gagnvart fátækum þjóðum.
Hrunstjórnin hafði einnig samið um að skuldsetja íslensku þjóðina vegna Icesave óþverrans með ofurvöxtum. Þetta vissi Lilja allt um auðvitað, áður en hún fór í framboð fyrir VG.
Það var engan vegin aftur snúið í þessum efnum, Ísland þurfti ómælt lánsfé frá erlendum þjóðum og það fékkst ekki nema að AGS kæmi að efnahagsuppbyggingu á Íslandi. Þjóðin þurfti einnig að standa við gerða samninga til að hafa lánstraust. Stundum þarf að gera fleira en gott þykir.
Þetta með verðtryggðingu á eldri lánum er gamalt mál sem fráfarandi ríkisstjórn hafði ekki vald eða getu til að bjarga og ekki heldur núverandi stjórn. Það sem hefur síðan gerst er að fólk hefur í dag frelsi til að velja hvort það við verðtryggð lán eða óverðtryggð þegar það tekur húsnæðislán.
Það er ekki nýtt á Íslandi að mikil eignatilfærsla eigi sér stað frá skuldurum með verðtryggð lán yfir til bankakerfisins. Það hefur verið stöðugt frá því í maí 1983 og mest var þessi tilfærsla á árunum fyrir hrun eftir að bankarnir voru einkavæddir. Það mun halda áfram þótt lán verði óverðtryggð.
Það er heldur ekki nýtt, að Ísland sé láglaunaland, það var aðeins á fylleris árunum þegar gengi krónunnar var haldið allt of háu með drullumixi og þjóðin lifði á erlendu lánsfé að íslendingar héldu skyndilega að þeir væru ríkir.
Flestir íslendingar eru á þeirri skoðun að vel hafi tekist til í rústabjörgun á íslensku samfélagi en aðstæður eru enn afar viðkvæmar og áfram verður að halda með mikilli aðhaldssemi. Ekki gengur ná að halla sér upp í sófa og slá frá íslenska ríkjinu tekjum og láta allt leika á reiðanum.
Sjálfshverfa fólkið sem skuldsetti sig í húsnæðismálum upp í efstu rjáfur og ætlast til þess að aðrir launamenn greiði skuldir þeirra verða varla að ósk sinni. Þeir koma til með að þurfa að greiða sínar skuldir eins og aðrir.
Það þarf að aðstoða láglaunafólkið sem á í greiðsluvanda og getur ekki komist í varanlegt húsaskjól. Lilja hefur aldrei haft áhuga á neyð þessa fólks.
![]() |
AGS hafi vísvitandi ofmetið hagvöxt á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.7.2013 | 21:40
Að láta ofsareiði og hendur ráða gjörðum sínum
- Það getur varla þurft úthugsað bardagakerfi til að handtaka útúrfulla konu á Laugarvegi.
. - Konan stóð varla í fæturnar að séð verður á þessu myndbandi.
. - Þá hefur það varla verið nauðsynlegt að draga konuna þrjá metra eftir malbikinu.

Það er greinilegt að lögreglumenn þurfa einstöku sinnum að nota þennan vöðva sem hafa milli eyrnanna. Þótt það geti ekki verið notarlegt að fá grænann hráka í andlitið minnkaði lögreglumaður ekkert við það. Hann varð ekki minni maður við það.
En hann varð verulega miklu minni maður við það, að missa stjórn á skapi sínu. Þetta hefði nú Geirjón getað kennt honum án þess að blanda flokkspólitík í málið.
Er með áverka víða á líkamanum
![]() |
Meingallað handtökukerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 11.7.2013 kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2013 | 13:50
Það er rétt, að lánshlutfallið velti ekki vagninum
En það er býsna einföld lausn fyrir formann Framsóknarflokksins og núverandi forsætisráðherra að kenna einkabönkunum alfarið um hvernig fór fyrir Íbúðalánasjóði.
Hann kýs auðvitað að skauta framhjá þeirri staðreynd að ábyrgðin var stjórnvalda og þeirrar ríkisstjórnar sem kom skriðunni af stað. Það var eins og allir vita það var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Báðir þessir flokkar bera jafna ábyrgð.
Þeir flokksformenn sem leiddu þessar ríkisstjórnir leyfðu spillingunni að grassera er þeir skipuðu hagsmunagæslumenn í stjórn ÍBS og sú stjórn hikuðu ekki við að veita lán til fyrirtækja á vissum landssvæðum án þess að eitthvað faglegt lægi á bak við lánsveitingar og einhverjar fullgildar tryggingar fyrir greiðslu þeirra. Þar réðu bara pólitískir hagsmunir.
Þá kýs forsætisráðherrann að nefna ekki á nafn stórframkvæmdirnar fyrir austan, þ.e.a.s. Kárahnjúkavirkjun og síðan bygging álversins eins þær hefðu aldrei átt sér stað. Þessar framkvæmdir eru auðvitað undirrótinn að þessari kollsteypu sem þjóðin lenti í. Nýju einkabankarnir notuðu bara tækifærið í þenslubylgjunni enda engar reglur reglur settar um starfsemi þeirra.
![]() |
90% lánunum ekki um að kenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.7.2013 | 13:09
Ansans -- óheppni
Að einhver með ljósmyndasíma skuli hafa tekið mynd af atferli lögreglumannsins og sent hana beint á fésbókina. Líklega verða yfirvöld að banna fólki að vera með svona símtæki og loka fésinu.
þetta er auðvitað vitlaus mynd
Það er ljóst að þessi blessaða kona braut lög og reglur. Ekki bara í einu tilfelli heldur brot á þrem lögum og reglum. T.d. það að ganga út á akbrautina til að hindra umferð. Að vera ofurölvi á almennu færi, til þessa hefur slíkt hátterni verið ólöglegt. Síðan að tala með niðrandi hætti til lögreglumanns í starfi og hrækja síðan framan í hann.
En það gefur ekki lögreglumanni rétt til að missa stjórn á skapi sínu og til að sína viðkomandi greinilegt og nánast stjórnlaust ofbeldi við handtöku.
Það er einnig ólöglegt að hrækja framan í hvern sem er og einnig á bíla annara. Það var hrækt á bílinn minn í stæði við Nóatún í gær.
![]() |
Konan hyggst kæra handtökuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.7.2013 | 21:16
Það er munur að hafa Ólaf Ragnar á fosetastóli
- en ekki einhverja endemis lufsu sem ekkert getur!
. - Skrifaði einn kunnur bloggari nú í sumar, maður sem telur sig vera vinstri mann og er fyrrum frambjóðandi Regnbogalistans í fremstu röð sem engu fylgi náði.
- Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart þar sem forsetinn er kominn á kaf í pólitík og fylgir öðrum stjórnarflokkanna að málum.

Eitt er víst, að hann stendur með sínum stuðningsmönnum sem eru félagar í LÍÚ ásamt stjórnarflokkunum.
Niðurstöður úr öllum málum sem vísað hefur til forsetans með beiðni um að hafna staðfestingu á lögum frá Alþingi hafa farið eftir hagsmunum Framsóknarflokks sérstaklega og einnig samkvæmt hagsmunum forystu Sjálfstæðisflokks.
Einnig hafa margir litið á hann sem eitthvert goð eftir Icsave atburðina sem enn hafa ekki verið leidd til lykta. En hann hlýtur að hafa svikið marga af þessu fólki í tryggðum eftir þessa niðurstöðu.
Annað er einnig ljóst, að þetta er í eðli sínu geðþóttaákvörðun segir einn fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins, það eru engar stjórnskipulegar viðmiðanir sem gilda í þessum efnum.
M.ö.o. að allt það sem forsetinn hefur látið út úr sér í tilefni þessara einræðistilburða sinna hafa nákvæmlega enga merkingu og hann kominn í hring, þ.e.a.s. hringavitleysa og engin getur sagt eitt einasta orð.
- Eitt sagði karlinn þó sem hægt er að vera sammála honum um en það er, að nú á haustþingi verður að mynda miklu meiri samstöðu um veiðileyfagjöldin heldur enn nú er reyndin. Bæði á Alþingi og með þjóðinni.
- Og forsetinn minntist ekki orði á skoðanakönnun eins og hann hefur jafnan gert áður. Hann kaus einnig að minnast ekkert á niðurstöður kosninganna um stjórnarskránna og niðurstöðuna um veiðileyfagjöld sem kosið var um.

![]() |
Forsetinn staðfestir lög um veiðigjald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2013 | 08:24
Það eru mistök núverandi meirihluta á Alþingi að laga ekki lögin um sérstakt veiðigjald
- Án almennrar lækkunnar á veiðigjöldunum.
. - Lækkun sem myndi leiða til enn frekari skattahækkanna hjá launamönnum.

Ef þetta er rétt sem Jón Gunnarsson segir, er hægur vandi fyrir Alþingi að laga það. Almenningur í landinu hefur ekkert á móti því að gerð sé nauðsynleg lagfæring á lögum um sérstök veiðigjöld.
En almenningur sættir sig ekki við frekari lækkun á sérstökum veiðigjöldum frá því sem rætt var um í upphafi.
Ekki má gleyma þeirri staðreynd að almennt greiðir útgerðin og eigendur þeirra mjög litla skatta til þjóðarinnar.
Vandinn er einnig sá að almenningur á erfitt með að treysta þessum aðilum sem gerði í því, að skuldsetja útgerðirnar til að taka fé út úr útgerðinni er síðan var sett í aðra óskylda hluti sem útgerðarmenn töpuðu síðan á.
Almenningur vill ekki þurfa að greiða þann kostnað
Almenningur á einnig erfitt með að treysta þeim aðilum sem tóku þátt í Útrásinni og þar fóru útgerðarmenn geyst ásamt forsetanum og fleiri glæframönnum. Hér má sjá hinn fræga sjónvarpsþátt.
Fólkið í landinu er ekki búið að gleyma fortíðinni sem var fyrir hrun.
![]() |
Mikil óvissa um veiðigjöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.7.2013 | 14:18
Það eru allar skýrslur lögreglu pólitískar, bæði strax og síðar.
- Þegar fjallað er um pólitískar aðgerðir og jafnvel þegar um átök var að ræða á vinnumarkaði eins og vinnudeilur ásamt verkfallsátökum.
- Verkalýðsfélögum var t.d. algjörlega bannað að hvetja sína félagsmenn til að fjölmenna í kröfugöngu 1. maí í ríkisútvarpinu.

Allar götur frá því að menn fóru í opinberar aðgerðir til að mótmæla einhverju sem stjórnvöld standa fyrir eða eiga ríka aðild að, hafa lögregluyfirvöld haft eftirlit með þeim sem eru þátttakendur og síðan hafa verið teknar myndir.
Ljósmyndarar lögreglunnar eða hins pólitíska eftirlits voru dulbúnir og litu út sem ósköp venjulegir blaðaljósmyndarar. Þá var ljósmyndurum Moggans aldrei treyst fyllilega sem vonlegt var.
Margir þeirra sem voru virkir í verkalýðshreyfingunni voru vinsæla persónur í þessum skýrslum og einnig þeir sem voru virkir í pólitískum samtökum. Kalda stríðið lét ekki að sér hæða.
Skýrsluskrifin sem verða að formlegum gögnum í fórum lögreglu og þeirra sem eru yfirvöld yfir henni. Allar skýrslur eru litaðar af viðhorfum þess sem skrifar slíkar skýrslur og yfirmenn lögreglunnar velur menn til skýrsluskrifa eftir viðhorfum þess sem síðan skrifar skýrslurnar.
- Skýrslunum er aldrei eytt, þær lifa sínu lífi og efni þeirra berst víða. Því eru margir sem eru komnir á miðjan aldur hikandi við að vera þátttakendur því þeir vita hversu varasamar slíkar myndskreyttar skýrslur eru .
Það fólk sem hefur staðið í slíkum aðgerðum í gegnum tíðina hefur oft lent í því að vera stöðvað í ferðalögum erlendis af ástæðum sem engin gefur skýringu á. Þetta var t.a.m. algengt á Spáni á Frankó tímanum og lentu jafnvel afsíðis í einskonar fangaklefum. Við erum margir sem höfum slíka reynslu. Ef menn ætluðu sér til Bandaríkjanna lentu menn iðulega í alvarlegum hremmingum. Mörgum var reyndar meinuð ferð til þessa ríkis.
Það er bara eðlilegur borgaralegur réttur allra sem taka þátt í einhverjum aðgerðum að þeir getið lesið skýrslur sem settar eru saman um slíka atburði í heild sinni þar sem nöfn þeirra koma fyrir. Það er mjög einfalt að eyða út annara nöfnum. Það eru alltaf ýtarlegir formálar í svona skýrslum og einnig ýtarleg lokaorð þar sem er ályktað.
- Blessaður guðsmaðurinn og lögregluforinginn sem við höfðum margir traust til fær frekar kléna einkunn hjá almennum lögreglumönnum sem vörðu Alþingi.
. - Síðan hefur þessi frelsaði einstaklingur notað sér þessi skýrsluskrif í pólitískum tilgangi. Hann hefur a.m.k. rætt um inntak og niðurstöður skýrslunnar á fundum Sjálfstæðisflokksins.
![]() |
Grunar að skýrsla Geirs sé pólitísk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)