Færsluflokkur: Umhverfismál

Björgum jólasveinunum

Þótt ein dýrategund hverfi af jörðinni lifir jörðin það af. Þannig að það skiptir litlu fyrir jörðina sem heild að mennirnir hverfi hvað þá jólasveinarnir fyrir norðan og austan. Þá vex upp ný dýrategund sem færi betur með jörðina.

M.ö.o. náttúran getur verið án mannsins en maðurinn getur ekki verið án náttúrunnar. Þannig hefur það oft verið orðað sem Kumi Naidoo alþjóðaframkvæmdastjóri Greenpeace segir í viðtali.

 

Umhverfismálin og baráttan við fátæktina og hungrið í heiminum er í raun sama baráttan  Naido segir „nærri því hálfa milljón manna láta lífið á hverju ári vegna loftslagsbreytinga og vísar í skýrslu sem Kofi Annan, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna (SÞ) lét gera. Í skýrslunni, sem samin var árið 2009, segir að árlega farist 300.000 af þessum sökum, en að sú tala gæti að óbreyttu náð hálfri milljón árið 2030.

„Fólkið sem lætur lífið af þessum sökum er það fólk sem á hvað minnsta sök á loftslagsbreytingunum. Það hefur ekki aðgang að rafmangi, eins og til dæmis í Darfur, þar sem skortur á landi og vatni er helsti drifkrafturinn að baki átökunum. Það í sameiningu veldur svo matarskorti,“ og segir Ban Ki-moon, aðalritara SÞ hafa sagt að Chad-vatn hafa minnkað svo mikið að það sé nú á stærð við tjörn“.

Við íslendingar eigum í daglegu stríði við fólk sem vill njóta skyndigróða af íslenskri náttúru. Fólk sem algjörlega lokar augunum fyrir því arðráni sem fer fram á Íslandi og víða um heiminn. Fjölþjóðleg fyrirtæki sækjast eftir orkulindum þjóðarinnar og hika ekki við að beita óvönduðum meðulum eins og mútum á báðar hendur til að ná vilja sínum í þeim efnum.

Því miður, þá hafa íslendingar farið illa með sín erfðarauðævi til þessa. Þeir hugsa meira um skyndigróðan enda að verða með feitustu mannverum jarðarinnar. Enda nóg að sleikja.


mbl.is Mannkynið í hættu en ekki Jörðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræðan um fyrirmyndaríkið afturgengin

  • Forsætisráðherrann minnir á fyrrverandi ráðamenn þjóðarinnar, þá Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson er þreyttust aldrei á því að ræða um fyrmyndaríkið Ísland.
  • Ísland ætlaði þá að verða helsta Tortóla norðurálfu undir þeirra forystu.
    .
  • Það var þeirra sýn á hvernig fyrirmyndaríkið ætti að verða. Það er ljóst að forystumenn núverandi ríkisstjórnar hafa sömu sýn 

 

Nú ætlar þessi ríkisstjórn að lækka tekjuskattinn á hálaunafólki og á millistéttarfólki sérstaklega. En láglaunafólkið mun ekki fá skattalækkun, einmitt fólkið sem á í greiðsluvanda og er í vandræðum með að greiða uppsprengt leiguverð á íbúðum í leiguhjöllum samfélagsins.

Það er augljóst að þessi ríkisstjórn stefnir að samskonar samfélagi á Íslandi og var hér fyrir hrunið og setti þjóðina í þrot. Samfélag sem níddist á láglaunafólki með því að hindra það i geta búið við örugt og gott húsnæði.  

Óskagjaldið þeirra er, gistináttagjald á sjúkrahúsum. En erlendir ferðamenn eiga að greiða sem minnst til Íslands  í formi neysluskatta. 


mbl.is Ísland getur orðið „fyrirmyndarland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunaöflin virðast hafa náð markmiði sínu með vel skipulögðum tæknibrellum

  •  Það er einnig ljóst, að flugvallarmálið verður eitt aðal kosningamál þeirra aðila sem hafa töglin og haldirnar í Sjálfstæðisflokknum. 
  • .
  • Svo hart er farið í málinu að nokkrir borgarfulltrúar flokksins hafa hlaupist undan merkjum í því hlutverki sínu að gæta hagsmuna borgarinnar og borgarbúa.  
    .
  • Maður spyr sig auðvitað hver afstaða núverandi innanríkisráðherra er í þessu máli. Reyndar hefur Hanna Birna oft skipt um stefnu í málum ef það hefur hentað henni er því virðist.
    .
  • Gengdarlaus áróður hagsmunaaðila hefur náð til fjölda fólks og kjósendur tveggja flokka eru með einhlýta skoðun í máinu sem fer á skjön við hagsmuni borgarinnar.

 

Hvað sem mönnum finnst um flugvöllinn þá er mikilvægt að átta sig samhengi hlutanna. Undirskriftasöfnuninni frægu er t.d. stýrt úr Hádegismóum, og hún er liður í áróðursstríði hagsmuna-aflanna og kosningahagsmuna hægrimanna.

Vefmiðlun ehf, sem stendur á bak við undirskriftasöfnunina lending.is er rekstraraðili vefsins AMX þar sem hinir íllræmdu “smáfuglar” er halda uppi róg og áróðri fyrir hægrisinnuðustu öflin í landinu.

Lénið „lending.is“  er skráð í eigu „Vefmiðlun ehf“  Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Land:  IS.  Netfang   vefmidlun@vefmidlun.is.  Skráð, 13. ágúst 2013.

Hluti málsins er einnig barátta þessara aðila gegn uppbyggingu á almenningssamgöngum í Reykjavík og eflingu á reiðhjólamenningu.

Nú hafa þessi öfl keypt skoðanakannanir hjá öðrum aðilum til að fylgja eftir sigri sínum í undirskriftasöfnuninni.

Menn mega ekki gleyma því, að það er á ábyrgð ríkisvaldsins að finna lausn á flugvallarmálum framtíðarinnar, en ekki borgarinnar. En þar hefur vantað áhuga á því hjá ríkisvaldinu að sinna þeim skyldum.

Það sjá allir nauðsynlegt er að finna ásættanlega málamiðlun en það verður tæplega áhugi á því Sjálfstæðisflokki á meðan sá flokkur er í minnihluta í borgarstjórn. Hagsmunir flokksins ganga greinilega fyrir hagsmunum borgarinnar.


mbl.is 82% vilja flugvöllinn í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsbyggðarfólk misnotað í borgarpólitíkinni

  • Enn stendur Jón Gnarr af sér óþverraslaginn
  • Kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík tekur á sig óþverrablæ.
    .
  • Nú á að vaða áfram í þessari kosningabaráttu á einu máli.
    .
  • En Sjálfstæðisflokkurinn gengur klofinn til þessara kosninga.
    .
  • Ekki má gleyma því að innanríkisráðherrann hefur viljað færa þennan flugvöll á annan stað
    .
  • Það er ríkisvaldsins að finna nýtt flugvallarstæði.

Hvað sem mönnum finnst um flugvöllinn þá er mikilvægt að átta sig samhengi hlutanna. Undirskriftasöfnuninni frægu er t.d. stýrt úr Hádegismóum, og hún er liður í áróðursstríði hægrimanna.

Vefmiðlun ehf, sem stendur á bak við undirskriftasöfnunina lending.is er rekstraraðili skítdreifivefsins AMX þar sem hinir íllræmdu “smáfuglar” héldu uppi róg og skítkasti.

Lénið „lending.is“  er skráð í eigu „Vefmiðlun ehf“  Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Land:  IS.  Netfang   vefmidlun@vefmidlun.is.  Skráð, 13. ágúst 2013.

Á bak við þetta áróðursstríð eru sterkir peninga aðilar. Líklegt verður að telja að umboðsaðilar í Reykjavík beiti sér nú innan Sjálfstæðisflokksins gegn þeirri áherslu sem núverandi borgarstjórn leggur á uppbyggingu strætisvagna kerfisins og að reiðhjólaumferð verði gert miklu hærra undir höfði.

Á bak við flugvallarmálið eru einnig fjársterkir aðilar í flugrekstri og í tengdri ferðaþjónustu. Þeir hafa leyft sér að halda uppi rangfærslum í áróðri sínum.

Menn mega ekki gleyma því, að það er á ábyrgð ríkisvaldsins að finna lausn á flugvallarmálum framtíðarinnar, en ekki borgarinnar. En þar hefur vantað áhuga á því að sinna þeim skyldum.

En „Besti-flokkurinn“ styrkir enn stöðu sína í borginni og er nú Morgunblaðs ritstjórinn búinn að taka upp gamla eineltisaðferðir gegn borgarstjóranum að sögn Jóns Gnarr.



Þetta eru auðvitað slæm vinnubrögð, ef satt er.

  • Ég verð þó að viðurkenna að ég trúi fáu af því sem Guðlaugur Þór segir og man ekki hverjar þessar spurningar voru.
  • .
  • Sennilegt finnst mér að þær hafi verið álíka gáfuegar og málefnalegar eins og margt það sem stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokksins lét frá sér fara á síðasta kjörtímabili. 
  • .
  • En Guðlaugur Þór stóð í stórframleiðslu á bull spurningum og RÚV var stanslaust að flytja fréttir af fyrirspurnum frá þingmanninum, á færibandi.
  • En það eru allir óánægðir með RÚV. Vinstri mönnum finnst miðillinn sinn fyrst og fremst hampa hægri mönnum og hægri mönnum finnst RÚV bara sinna vinstri mönnum.  

En Guðlaugur Þór hefur verið spurðum um eitt og annað og sjaldnast svarað. Dæmi eru spurningar um tengsl hans við hagsmunaaðila varðandi Orkuveituna og ævitýrið um „REI“.

Þá hefur Guðlaugur Þór aldrei svarað spurningum um, hverjir lögðu í kosninga-sjóði hans fyrir kosningarnar 2007. En stuðningsmenn hans létu honum í té 25 milljónir króna.  Það er mjög mikilvægt að þessi þingmaður upplýsi þjóðina um hverjir það eru sem hafa kostað hans kosningabaráttu.

Eðlilegum spurningum um hvort Guðlaugur Þór sé að einhverju leiti háður slíkum styrktaraðilum.  Eða hvort hann hafi þannig selt sálu sína.

 

  • Nú keppast moggadindlar við að auglýsa, að RÚV sé til sölu. 
    .
  • Oft hafa þingmenn verið til sölu. 
    .
  • Hvað ætli margir núverandi alþingismenn  hafi þegar verið keyptir og eða hafa verið seldir?
Margir höfðu einmitt áhyggjur af þessu þegar umræðan um fiskveiðmálin voru til umræðu síðasta vetur og einnig þegar umræðurnar fóru fram um stjórnarskrárbreytingar. 

 


mbl.is Þykir svarleysið ekki fréttnæmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fráleitur málflutningur eigenda hópferðabíla

  • Opinbert fé er ekki notað til að styrkja Strætó, heldur eru sveitarfélögin styrkt til að efla samgöngur í þágu íbúa sinna. Þetta er gert samkvæmt ströngum skilyrðum og samningum sem sveitarfélögin þurfa að gera.
  • .
  • M.ö.o. styrkurinn er veittur fólkinu í landinu, sem einskonar  afsláttur af sköttum.  Eitt er alveg ljóst,  að Strætó fitnar ekkert vegna þessara peninga.

Opinbert fé er ekki notað til að styrkja Strætó, heldur eru sveitarfélögin styrkt til að efla samgöngur í þágu íbúa sinna.  M.ö.o. styrkurinn er veittur fólkinu í landinu, einskonar  afsláttur af sköttum.  Eitt er alveg ljóst,  að Strætó fitnar ekkert vegna þessara peninga.

Rétt eins og það er ekki innheimtur virðisaukaskattur  vegna fargjalda, þegar fólk borgar fyrir fargjöld innanlands.  Það dettur engum í hug að segja það, að það sé styrkur til rútufyrirtækja.  Þrátt fyrir þá staðreynd hafa fargjöld á Íslandi í almenningsfarartækjum verið mjög há miðað við laun venjulegra launamanna og einnig miðað við fargjöld í Evrópu almennt.

Í flestum löndum Evrópu eru almenningssamgöngur hluti af þjónustu ríkis- og sveitarfélaga  og það var löngu kominn tími á það að slíkt fyrirkomulag væri þróað á Íslandi. 

Rétt er að benda á þá staðreynd að hópferðafyrirtæki hafa greidd mjög lág gjöld fyrir að aka um vegi landsins. Uppbygging vegakerfisins er félagsleg aðgerð og ekki hugsuð til að styrkja einkafyrirtæki. Stórir bílar slíta vegunum margfalt við smábíla einkum þó flutningabílar.

Það er mikilvægt að styrkja fólk á landsbyggðinni með þessum hætti, rétt eins og sveitarfélögin styrkja rekstur almenningsfarartækja á höfuðborgarsvæðinu. Flugið nýtur einnig mikilla styrkja þótt flugfélögin þurfi að greiða lítilsháttar skatta.

 


mbl.is Segja Strætó njóta ólögmætrar ríkisaðstoðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengisfall núverandi ríkisstjórnar

 

  • Var raunar fyrirsjánleg, því ekki lifir ríkisstjórn á loftinu einu saman. 

Fallið er þegar raunverulegt og er nú komið niður fyrir kjörfylgi stjórnarflokkanna og hveitibrauðsdagar stjórnarinnar eru vart liðnir. Flokkarnir eru þegar ósáttir í ESB-málum.

 

Hætt er við að fylgi ríkisstjórnarinna eigi eftir að falla verulega þegar um næstu áramót ef loforðin sem þessir flokkar lofuðu kosningunum koma ekki upp úr hattinum.

Þá eru einræðistilburðir ýmissa ráðherra þegar orðnir áberandi sem minna óneitanlega í fyrri samstjórnar-tímabil þessara gömlu valdaflokka. Hrokinn leynir sér ekki og útúrsnúningar eru þegar algengir, auk þess sem leikrænir tilburðir formanns fjárlaganefndar fara þegar mjög fyrir brjóstið á ráðherrum og þing-mönnum Sjálfstæðisflokksins og pirrar raunar einnig samflokksmenn hennar.  Slíkar kúnstir eru mjög óvinsælar á Íslandi nútímans.  

Tilkynning MMR

Það er eftirtektarvert að vegur VG virðist fara nokkuð vaxandi samkvæmt þessari könnun MMR, en það er vart treystandi könnunum þessa aðila sem hefur valið sér sérstæða leið til að mæla fylgi stjórnmálaflokka.

Að vísu er þetta svipuð niðurstaða og hjá öðrum aðilum. Fylgi VG hefur farið vaxandi allar götur frá því Katrín Jakopsdóttir var kosinn formaður sem góð þróun fyrir flokkinn.  Hún stóð sig vel í kosningabaráttunni og var algjörlega málefnaleg og er enn.

Það sama verður ekki sagt um formann Samfylkingarinnar sem stóð sig fremur illa og ótrúlega þvoglumæltur og átti erfitt með að útfæra stefnu síns flokks fyrir kosningarnar.  Nú virðist einhver örvænting hafa gripið Árna Pál.

Spurningar Árna Páls til utanríkisráðherrans eiga ekki eftir að verða honum til vegsauka. Gunnar Bragi getur í raun hunsað þessar spurningar nú og vísað þeim til utanríkismálanefndar  og boðist til að mæta þar til fundar eftir fríið. Jafnframt getur hann sagt að svörin við þessum spurningum séu þegar komin fram. 


mbl.is Tæpur helmingur styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjörlega ómissandi þingmaður

  • Það yrði alvarlegt áfall að missa Vigdísi úr áhrifa- verkefnum á Alþingi.
    .
  • Nóg var það slæmt að flokkur hennar treysti henni ekki til að verða ráðherra frekar en öðrum Reykvíkingum.
    .
  • Hún setur lit á pólitískar umræður. 

Það er óskiljanlegt, að almenningur skuli ekki vilja að farið sé í það þarfa verkefni að reyna enn frekar að spara hjá hinu opinbera. Síðasta ríkisstjórn eyddi mikilli orku í sparnaðaraðgerðir og það er ekki nema sjálfsagt að slíku starfi sé haldið áfram. 

Við sem erum ekki stuðningsmenn þessarar ríkisstjórnar bindum miklar vonir við Vigdísi. Það er þegar komin veruleg þreyta hjá sumum sem verða umbera eitt og annað sem hún segir. 

Ég hef þegar sent sparnaðarnefndinni nokkrar tillögur og þær eru með þessum hætti:

  • fækka ráðherrum í 8 strax. 

  • Leggja niður alla styrki til einstakra atvinnugreina

  • Að hafa eitt skattstig í virðisaukaskatti og engar greinar verði undanþegnar skilum á slíkum skatti t.d. 15%

  • Að allir aðilar greiði tekjuskatt bæði einstaklingar og lögaðilar eftir sömu álagningareglu að frádregnum persónuafslætti. 

  • Að allir skattgreiðendur bæði einstaklingar og lögaðilar greiði skatt samkvæmt brútto tekjum. 

  • Að dregið verði um framkvæmdum Landsvirkjunar og að fyrirtækið greiði fullan tekjuskatta af bróttotekjum.

  • Að allir styrkir verði aflagðir til fjölmiðla

Ármenn framtíðarinnar


  • Sem eru vakandi fyrir möguleikum síns fólks í hverju héraði fyrir sig
    .
  • Margt smátt gerir eitt stórt segir máltækið
Í eina tíð voru það vatnmyllurnar sem hrundu á stað einhverju sem kalla má iðnað er byggði á notkun véla. En sögunarmyllurnar urðu ekki aðeins undirstaða í trjáiðnaði hvers konar eða það sem kallað hefur verið húsgagnaiðnaður á Íslandi.

 

Heldur einnig í málmiðnaði með tilkomu rennibekkjanna og fleiri tækjum. Þá var það vogaraflið sem notaðð var beint til að knýja vélar í iðnaði.

Nafn sem á engan hátt getur lýst nema hluta greinarinnar. En í alþjóðlegum atvinnugreinagögnum má sjá að þessi grein skiptist í yfir 40 undirgreinar. En þær virkjanir sem Hornfirðingar eru að skoða bera vott um framfarahug og geta ef rétt er að farið skapað veruleg verðmæti er væru til sparnaðar á útlögðu fé út fyrir byggðarlagið.

Það er einnig kominn tími til þess að skoða atvinnugreinar sem áður fyrr blómstruðu á Íslandi og geta í raun staðið fyrir sínu, til að kanna það hvort þær gætu ekki sparað dýrmætan gjaldeyri landsmanna. Enn eymir eitthvað eftir af þekkingu og færni til að stunda þessar greinar t.d. fjármagnslétts iðnaðar.

Það er t.d. ömurlegt til þess að vita, að þetta unga fólk sem gefur sig út fyrir hönnun á fjölmörgum sviðum, er að byggja upp atvinnulíf í iðnaði annara landa en ekki á Íslandi.

Þetta er hinn rétti hugsunarháttur varðandi uppbyggingu á atvinnulífi eins og þeir sýna á Hornafirði. Það er hinar smáu einingar í atvinnulífi sem hafa gert lönd eins og Þýskaland og fleiri öflugustu ríki veraldar að því sem þau eru í dag.

Stóru raforkuverin sem byggð hafa verið á Íslandi undanfarna áratugi og hafa lagt erlendum fjölþjóðafyrirtækjum til allt of ódýra orku af takmarkaðri auðlind þjóðarinnar.

Það sem er skuggalegast við það er, að allir hagkvæmustu orkukostir þjóðarinnar hafa farið í hendur útlendinga og eftir situr þjóðin með miklu dýrari kosti fyrir sig. T.d. fyrir framtíðar farartæki þjóðarinnar.

Það kostar mikla peninga að flytja raforku á afskekkta staði og því hljóta þannig smávirkjanir að vera kostir sem verðir eru skoðunar. Í hugan koma t.d. Vestmannaeyjar þar sem hlýtur að vera hagkvæmur staður fyrir vindorkubúskap.

 


Hótanir um lög á launamenn?

  • Nú er áróðurinn hafinn hjá samtökum atvinnurekenda.

Gamli framkvæmdastjóri samtaka atvinnurekenda, Þorsteinn Pálsson er látinn ríða á vaðið með því að kalla á lög frá Alþingi um að afturkalla launahækkanir æðstu embættismanna ríkisins er taka mið af launum sambærilegra forstjóra í einkageiranum, samkvæmt lögum.


Forseti ASÍ andmælir slíku inngripi í launamál, því það getur allt eins orðið til þess að lög yrðu sett um allar breytingar á launum launafólks á vinnumarkaði næsta vetur. Margar fyrri ríkisstjórnir núverandi stjórnarflokka hafa sett slík lög á meðan Alþingi hefur verið í sumarleyfi. En hugmynd gamla íhaldsmannsins er að setja slíkum lögum nýtt nafn, eða neyðarlög.

Nú rýkur steypistöðvarprinsinn fram á vígvöllinn og segir að ekki gangi að semja um hækkun á launatöxtum launamanna sem nái 6 – 7% hækkun á launatöxtum sem eru t.d. innan við fátækramörk. Hann segir að slíkt hleypi á stað óðaverðbólgu.

Rétt eins og launamenn beri einhverja ábyrgð á verðbólgu í þessu landi umfram atvinnurekendur, sem ekki geta rekið sín fyrirtæki og hafa sett þau í þrot. Í stað þess að fjárfest sé í íslensku atvinnulífi, hafa svo nefndir eigendur fyrirtækjanna arðrænt atvinnureksturinn og hefur hann af þeim sökum verið í mikilli stöðnun og raunar afturför í áratugi.

Nú má vænta þess innan nokkurra daga komi Mogginn með sinn áróður gegn öllum launahækkunum. Það er hann vanur að gera þegar flokkur Moggans á aðild að ríkisstjórn.

Flokkurinn og samtök atvinnurekenda vilja reka samtök launamanna í þjóðarsáttarformið með lögum ef ekki vill betur. Þessir aðilar munu reka gamla blóðuga fleyginn í raðir launamanna.

Það er lítill vandi að skerða enn frekar samningsrétt samtaka íslenskra alþýðu. Það hafa þeir oft gert áður og er svo komið að réttur launamanna á Íslandi er mun rýrari en gerist í fjölmörgum löndum Evrópu.

Atvinnurekendur hafa þegar mótað launastefnuna í landinu með því að hækka laun forstjóranna og bankastjóranna í landinu. Þeir geta ekki ætlast til þess að almenningur í landinu sætti sig við eitthvað minna.

Þá hafa launamenn þurft að bera á herðum sér kostnað vegna afskrifta á þúsundum milljarða króna af atvinnurekstrinum og enn eru sömu bossarnir að stjórna fyrirtækjunum. Bossar gjaldþrota eru jafnvel í forsvari fyrir samtök atvinnurekenda og telja sig geta sagt launamönumm hvað eðlilegt sé að þeir fái í launahækkanir.

Hvað ætli hann fái í laun þessi framkvæmdastjóri samtaka atvinnurekenda?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband